Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR/PROFKJOR Nýskipan í rekstri borgarinnar VIÐ lifum á tímum örra breytinga og aðrar þjóðir eru sem óðast að búa sig undir framtíð sem gerir miklar kröfur en veitir um leið mörg tækifæri. Meiri hag- kvæmni og skilvirkni eru lykilatriði í sívax- andi samkeppni milli þjóða og fyrirtækja. ^Menntamál hafa verið sétt í brennidepil og loksins er flestum að verða ljóst að það er samhengi á milli góðrar menntunar fólks og lífskjara. Atvinnulífið stenst ekki samkeppni við önnur lönd ef grunnurinn er van- ræktur. Ný kynslóð nær ekki að hasla sér völl eða vinna að fram- gangi nýrra hugmynda ef umhverfið er ekki hvetjandi. Nýskipan í opin- berum rekstri jafnt hjá ríki og sveit- arfélögum verður að haldast í hend- ur við kröfur þær sem fólk og fyrir- tæki þurfa að mæta í alþjóðlegri samkeppni. Hlutverk stjórnmála- manna þarf að breyt- ast. Þeir eiga að skil- greina markmið, setja meginreglur og ákveða hvaða þjónustu eigi að veita. Ekki er nauðsyn- legt að borgin sjái sjálf um þjónustuna eða starfsemina. Hana á að fela einkaaðilum, fyrir- tækjum, félagasamtök- um, einstaklingum eftir því sem framast verður við komið. Þannig verð- ur raunverulegt vald og verkefni fært út til fólks þar sem þekking og reynsla eru fýrir hendi. Abyrgð og eftirlitsskylda hvílir áfram á stjórnmálamönnum og verð- ur í raun virkari við þessar aðstæð- ur. Stjórnmálamenn geta aldrei haft eftirlit með sjálfum sér. Sem dæmi um þetta má taka rekst- ur skóla. Fyrir tæpum tveimur árum flutti ég tillögu í borgarstjórn um að gerðir yrðu þjónustusamningar við nokkra grunnskóla í tilraunaskyni. Inga Jóna Þórðardóttir Stjórnmálamenn, segir Inga Jóna Þórðardótt- ir, geta aldrei haft eftir- lit með sjálfum sér. Þannig yrði skólastjóra, kennurum og foreldrum eftir atvikum falinn rekstur skóla. Þeir hefðu fijálsar hendur um starfsemina og með hvaða hætti þeir uppíyiltu þær kröfur sem samningur gerði til þeirra. Þessar hugmyndir fengu ekki hljómgrunn og töldu full- trúar R-listans þær ótímabærar. Slíkir rekstrarsamningar geta tekið til margs konar þjónustu sem borgin sinnir í dag. Má þar nefna rekstur sundlauga, leikskóla og fé- lagsmiðstöðva. Eina tillögu mína samþykkti þó R-listinn í þessum dúr. Það var að heíja undirbúning að stofnun rekstrarfélags um Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Hug- myndin að baki þeirri tillögu var m.a. að leita eftir samstarfi við fyr- irtæki um reksturinn. Um leið og við stöndum vörð um þann grunn sem samfélagið hvílir á er ástæðulaust að óttast nauðsynlegar breytingar í fijálsræðisátt sem nýir tímar kalla á. Við viljum ekki sitja eftir þegar aðrir eru á hraðferð fram á við. Höfundur er borgarfulltrúi. Júlíus Vífil í fjórða sætið ÞAÐ er milli margra góðra manna og kvenna að velja í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins 24. og 25. þ.m. vegna borgarstjórnar- kosninganna á vori ^gmanda. Þar eru ýms- ir með langa og sumir stranga reynslu af stjórn borgarmálefna, aðrir eru nýliðar. Reynslan er dýrmæt, en endurnýjun er nauð- synleg hér eins og ann- ars staðar í stjórnmál- um og mannlífinu öllu. Þegar framboð lágu fyrir tók kjörnefnd sjálfstæðisfélag- anna þá skynsamlegu ákvörðun að leita til nokkurra manna til viðbótar þeim sem sjálfir höfðu boðið sig fram, til þess að auka breidd þess hóps sem um væri að velja. Eitt þeirra nafna sem þar kom fram og vakti sérstaka athygli mína og ánægju var nafn Júlíusar Vífils Ing- varssonar, söngvara, lögfræðings og fram- kvæmdastjóra. Júlíus Vífill hefir ekki áður gengið fram fyrir skjöldu í stjórn- málum. En hann er lög- fræðingur að mennt eins og mjög margir fremstu stjórnmála- menn okkar. Og hann hefur óvenjulega starfsreynslu sem eflaust mun nýt- ast vel í borgarstjórn. Hann er vei menntaður og ágætur söngvari, eins og þeim er kunnugt sem fylgst hafa með viðburðum á tónlistarsviðinu, Júlíus Vífill hefur óvenjulega starfs- reynslu, segir Jón Þórarinsson. Hún mun efalaust nýtast vel í og hefði eflaust haft alla burði til að verða einn fremsti óperusöngvari þjóðarinnar, ef aðstæður hér hefðu verið aðrar og rýmri. En tækifærin voru of fá, og hann sneri við blað- inu: varð framkvæmdastjóri fyrir- tækisins sem á í harðri samkeppni við öfluga keppinauta, en hefur hasl- að sér völl sem eitt hið traustasta í landinu. Þannig hefur hann, auk ágætrar menntunar á tveimur ger- ólíkum sviðum, öðlast dýrmæta og víðtæka starfsreynslu bæði í við- skiptalífinu og á menningarsviðinu, í þjónustu sjálfrar tónlistarinnar. Það er ekki síst vegna hins síðast- nefnda sem ég styð Júlíus Vífil heils hugar til áhrifa í borgarstjórn. Menningarmálin hafa oft verið látin sitja á hakanum, einkum á döprum tímabilum vinstri stjórnar í borgar- málum, og þar þarf sannarlega að taka til hendinni á komandi kjör- tímabili, þegar nýr meirihluti sjálf- stæðismanna tekur við stjórninni. Júlíus Vífill Ingvarsson hefur fyllsta traust mitt til að gegna þar forystuhlutverki. Hann sækist ekki eftir sæti í borgarstjórn vegna framavonar eða af persónulegum eða pólitískum metnaði, heldur vegna þess að til hans var leitað af trúnaðarmönnum Sj álfstæðisflokks- ins. Hann brást vel við kallinu. Ég vona að við kjósendur berum gæfu til að svara með því að tryggja hon- um öruggt sæti á borgarstjómariista flokksins. Hann hefur óskað eftir fjórða sætinu. Hann hefur minn stuðning eindreginn. Láttu ekki plata þig... Með kaupum á úreltum búnaði 200 Kynntu þér nýju ATX vélarnar hjá okkur MORE Pentium 200 ASUS TX-97XE, ATX móðurborð 200 MHz MMX Intel örgjörvi 512Kflýtiminni 32MB vinnsluminni SDRAM 1 Ons 3200MB harður diskur Ultra DMA 24 hraða geisladrif 15" ViewSonic 100 riða skjár ATi 3D skjákort Soundblaster h|jóðkort Windows 95 lyklaborð Microsoft samhæfð mús Innbyggt eftirlitskerfi Windows 95 á geisladisk Mechwarrior 2 3D leikur MPEG2 spilari og fleira og fleira... kr. 1 59.900 stgr. Langar þig í 17” skjá? Við getum boðið takmarkað magn af 17" Optiquest skjám frá ViewSonic á ótrúlegu verði. Aðeins kr. 44.900 stgr. Móðurborö - H Eíns/tveggja örgjörva BOÐEIND TÖLVUVERSLUN - ÞJÓNUSTA Mörkki 6-108 ReyKJavik - líml 588 2061 • fax 588 2062 www.bodelnd.li Höfundur er tónskáld. flísar rlí [eýl fíX U ± l: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 mmmmmmmmmmmmmmmmm Aldraðir Reyk- víkingar afskiptir HJÚKRUNAR- RÝMI fyrir aldraða eru hlutfallslega færri í Reykjavík en í nokkru öðru sveitarfélagi á ís- landi. í Reykjavík eru aðeins 5 hjúkrunar- rými fyrir hveija 100 eldri borgara og 9,8 vistunarrými á hundr- að eldri borgara. Landsmeðaltalið er 12,8 rými á hundraðið, sem þýðir að meðaltal- ið í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er u.þ.b. 16. Á Suðurlandi nær meðaltalið 24 og þar er nýtt hjúkrunar- heimili í byggingu. 200 aldraðir Reykvíkingar bíða eftir hjúkrunarvistun og margir þeirra í sárri neyð. U.þ.b. 70 þeirra bíða á bráðasjúkrahúsum borgar- Hjúkrunarrými fyrir aldraða eru, að mati Bryndísar Þórðar- dóttur, hlutfallslega færri í Reykjavík en nokkrum öðrum kaup- stað á íslandi. innar. Brýnt er að þörfum þessa hóps verði sinnt og til þess að það megi verða þurfa Reykjavíkurborg og ríkisvaldið að leggjast á eitt. Reikna má með því að u.þ.b. 50 ný hjúkrunarrými verði tekin í notk- un í borginni á næsta ári. Þá vant- ar 150 rými til að uppfylla sárustu þörfina og það mætti leysa með því að reisa tvö u.þ.b. 75 manna hjúkr- unarheimili. Þeim mætti finna stað í aust- urhluta borgarinnar, t.d. Fossvogshverfi og Árbæjarhverfi, þannig að öldruðum gefist kostur á hjúkrunarvist- un sem næst sínum heimaslóðum og vandamönnum. Jafnframt því að hjúkrunarþörfinni er mætt, þarf að sam- hæfa þjónustu við aldr- aða í heimahúsum. Sú þjónusta er annars vegar heimilisaðstoð o.fl. á vegum félags- máiayfirvalda borgar- innar og hins vegar heimilishjúkrun o.fl. á vegum ríkisins og fleiri aðila. Þetta er óþarflega flókið kerfi og hverfaskipting félagsmála og heil- sugæslu er meira að segja ekki sú sama. Þannig fær sami einstakling- ur heimsóknir frá heimilisaðstoð borgarinnar og heimahjúkrun ríkis- ins og það segir sig sjálft að sam- hæfing er erfið í slíku skipulagi. Reykjavíkurborg þarf að taka frum- kvæði í heimaþjónustu við aldraða og hugsanlega semja við ríkisvaldið um að taka að sér heimahjúkrun og heilsugæslu. Undir stjórn R-listans hefur Reykjavíkurborg ekki sinnt þeirri skyldu sinni að taka frumkvæði í því að gæta hagsmuna aldraðra Reykvíkinga. Borgarstjórn hefur ekki sinnt því, að eldri borgarar Reykjavíkur sitja skör neðar en aðrir landsmenn, þegar þeir þurfa á hjúkrunarvistun að halda. Reykja- víkurborg má ekki una slíkri mis- munun. Höfundur er félagsráðgjafi og er íframboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Bryndís Þórðardóttir Veljum traustan mann í 5. sætið PRÓFKJÖR Sjálf- stæðisflokksins vegna komandi borgarstjórn- ar-kosninga fer fram dagana 24.-25. þ.m. Kjartan Magnússon, blaðamaður og vara- borgarfulltrúi, gefur kost á sér í 5. sæti list- ans. Kynni mín af Kjartani hófust í bar- áttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar þegar Kjartan var í 13. sæti listans. Ég var einn af fjöl- mörgu ungu fólki sem Kjartan fékk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í þeirri baráttu og þá kynntist ég því hversu mikinn áhuga hann hefur á borgarmálum. Atorkusemi og dugnaður var áberandi í því starfi sem hann vann að fyrir síðustu kosningar. Af vinnu hans þá mætti ráða að hann hefði sjálfur verið í einu af aðalsætum listans. Á kjörtímabilinu hefur Kjartan vakið athygli fyrir skelegga en málefnalega gagnrýni á R-list- ann, bæði með greinaskrifum og úr ræðustól borgarstjómar. Því er ástæða til þess að gefa Kjartani tækifæri til þess að vera fulltrúi flokksins í komandi kosningum. Til þess að okkur sjálfstæðismönnum takist að sigra nk. vor, er nauðsyn- legt, að sterk forysta veljist til bar- áttunnar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kjartan mikla reynslu af fjölmiðlun og stjórnmálastarfi. Kjartan vinnur nú sem blaðamaður við Morgunblaðið. Hann. var formaður Heim- dallar 1991-1993 og hefur það sem af er þessa kjörtímabils stýrt borgarmálahópi Heimdallar. Hver sá, sem þekkir til Kjartans, veit að þar er maður með þekkingu og reynslu á ferð. Þekking Kjartans á borgarmálum og ekki síður baráttuvilji á eftir að. skipta miklu fyrir flokkinn í komandi kosningum. Kjartan hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum Reykjavíkurborgar og Þrátt fyrir ungan aldur, segir Hjálmar Blöndal, hefur Kjartan mikla reynslu af fjölmiðlun og stjórnmálastarfí. kynnst því hvernig stjórnkerfi borg- arinnar er uppbyggt. Atkvæði til handa Kjartani Magnússyni er at- kvæði sem á stóran þátt í því að sjálfstæðismenn endurheimti borg- ina í komandi kosningum. Höfundur er formaður Ncmendaféiags Menntaskólans við Hamrahlíð. Hjálmar Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.