Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Cassini á leið til Satúrnusar
Canaveralhöfða. Reuters.
BANDARÍSKA könnunarhnettinum Cassini var
skotið á loft frá Canaveralhöfða í gær og þar
með hófst sjö ára og 3,5 milljarða km ferð hans
til Satúrnusar.
Hnettinum var skotið á loft með Titan-eld-
flaug og bandaríska geimvísindastofnunin NASA
sagði að geimskotið hefði heppnast mjög vel.
Á leiðinni til Satúrnusar á Cassini að fara
tvisvar framhjá Venusi og einu sinni framhjá
jörðinni og Júpíter. Hnötturinn á að koma að
Satúrnusi í júlí 2004 og vera á sporbraut um
plánetuna í fjögur ár, safna gögnum til rann-
sókna á hringjununum umhverfis hana og 18
tunglum hennar.
Varað við kjarnorkuslysi
Könnunarhnötturinn er kjarnorkuknúinn og
um 30 kjarnorkuandstæðingar komu saman við
geimvísindastofnunina á Canaveralhöfða þegar
Cassini var skotið á loft til að mótmæla geimferð-
inni. Þeir sögðu hættu á kjarnorkuslysi þegar
hnötturinn færi fram hjá jörðinni í ágúst 1999
þar sem hann gæti steypst niður í gufuhvolf
jarðar með þeim afleiðingum að 32,6 kg plútonf-
armur hans dreifðist þar. Embættismenn NASA
sögðu líkurnar á því að hnötturinn færi aftur í
gufuhvolfið væru einn á móti milljón. Cassini
ætti að vera í 800 km fjarlægð frá jörðu og
stýribúnaðurinn væri svo nákvæmur að aðeins
gæti skeikað þremur eða fjórum kílómetrum.
„Ég er feginn að ekkert hefur komið fyrir
enn,“ sagði einn mótmælendanna. „Við vonum
bara að NASA hlusti á okkur og hugsi sig tvisv-
ar um áður en slík áhætta er tekin aftur.“
Hundruð manna fylgdust með geimskotinu
og flestir þeirra létu í ljós ánægju með geimferð-
ina. „Þegar maður hugsar um hvert þessi hnött-
ur er að fara og hvað hann á að kanna er hreint
ótrúlegt að fyrir 40 árum var fýrsta gervihnettin-
um skotið á loft og það eina sem hann gerði
var að vera á braut um jörðu og senda til okkar
hljóðmerki," sagði einn áhorfendanna.
Reuter
TITAN 4B eldflaugin skildi eftir sig skæra ljósrák á himni er hún hóf ferðina með Cassini könnunarhnöttinn áleiðis til Satúrnusar
í fyrrinótt að staðartíma. Fyrir höndum er sjö ára og 3,5 milijarða ferðalag frá Canaveralhöfða í Flórída til reikisljörnunnar.
Prodi biður
um traust
Rómaborg. Reuters.
ROMANO Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, fór þess í gær á leit við þing
landsins að greidd yrðu atkvæði um
traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina
í dag, fimmtudag.
Tillaga um traust á stjórnina var
lögð fram af mið- og vinstriflokkun-
um sem stjórnina mynda og komm-
únistum, sem féllust á það í fyrra-
dag að styðja stjórn Prodis, a.m.k.
út næsta ár. Fyrir aðeins viku baðst
Prodi lausnar fyrir stjórnina er
kommúnistar lýstu andstöðu við
fjárlagafrumvarp hennar fyrir
næsta ár.
Prodi sagðist í gær myndu leggja
allt kapp á að vinna upp þann tíma
sem tapast hefði með stjórnar-
kreppunni og koma fjárlagafrum-
varpinu í gegn fyrir áramót. Komm-
únistar féllust á að greiða götu
þess eftir að hafa m.a. fengið vil-
yrði fyrir styttingu vinnuvikunnar
og minni niðurskurði ríkisútgjalda
en áformað hafði verið. Vinnuveit-
endur eru andvígir styttingu vinnu-
vikunnar og var stjórnarfundur í
samtökunum boðaður í gær. Búist
er við að þau mótmæli áformunum
harðlega.
------».♦- ♦----
Vaknaði
með hreim
London. The Daily Telegraph.
ÞEGAR kona nokkur, sem hafði
ailtaf talað með skoskum hreim,
vaknaði einn morguninn, komst hún
að því að hún var allt í einu farin
að tala eins og Suður-Afríkumaður.
Læknar komust að þeirri niður-
stöðu að framburður konunnar
hefði breyst vegna þess að hún
hefði fengið milt heilablóðfall í
svefni. Aðeins er vitað um tólf aðra
menn í heiminum sem hafa orðið
fyrir slíkri reynslu, þeirra á meðal
Breta sem talaði með mexíkóskum
hreim, Norðmann með þýskan
framburð og Bandaríkjamann af
portúgölskum ættum sem talaði
eins og Kínveiji.
Evrópuþingið dæmt til að
vera áfram á ferðinni
Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen
NÝR þingsalur Evrópuþingsins í Strassborg er í byggingu. Þing-
ið á líka glænýjan þingsal og skrifstofubyggingar í Brussel.
Frakkland og Þýzkaland ná samkomulagi
um samræmingu efnahagsstefnu í EMU
Seðlabanki Evr-
ópu móti peninga-
stefnuna einn
NÝLEGUR dómur Evrópudóm-
stólsins kemur í veg fyrir að hægt
sé að halda áfram þeirri viðleitni
að safna allri starfsemi Evrópu-
þingsins saman á einum stað. Evr-
ópuþingmenn munu áfram þurfa
að ferðast á milli Brussel og Strass-
borgar tólf sinnum á ári.
Frakkar hafa ævinlega lagt
mikla áherzlu á að einhver af
helztu stofnunum Evrópusam-
bandsins hefði höfuðstöðvar á
franskri grund. Hins vegar hafa
Evrópuþingmenn ekki viljað vera
úr tengslum við Brussel, þar sem
ráðherraráðið, framkvæmda-
sljómin og margar smærri stofn-
anir ESB hafa aðsetur. Lausnin
hefur verið sú að Evrópuþingið
fundi tólf sinnum á ári í Strassborg
en annars í Brussel. Aðalskrifstofa
þingsins er svo í Lúxemborg.
Flutningarnir kosta 10
milljarða á ári
Á síðasta áratug og byrjun
þessa var mikill þrýstingur á það
að ferðalögunum á milli Brussel
og Strassborgar yrði hætt og öll
starfsemi þingsins færi fram í
Brussel. Talið er að ferðir þing-
manna og starfsliðs og flutningur
margra tuga tonna af skjölum
fram og aftur milli borganna kosti
skattgreiðendur í ESB 10 millj-
arða króna á ári.
Frakkar knúðu hins vegar fram
samþykkt á leiðtogafundinum í
Edinborg 1992 um að áfram yrði
fundað tólf sinnum á ári í Strass-
borg. Á grunni þessarar yfirlýs-
ingar dæmdi Evrópudómstóllinn
þá ákvörðun forystu Evrópuþings-
ins ólöglega, að fækka þingfund-
um í Strassborg í ellefu á ári.
Meirihluti Evrópuþingmanna
hefur verið „ferðasirkusnum"
andvígur, enda líta þeir á hin ei-
lífu ferðalög sem tímaþjóf og
streituvald, auk þess sem þingið
gæti verið mun skilvirkara ef það
héldi sig á sama stað.
Byggt hefur verið nýtt þinghús
í Brussel fyrir tugi milljarða
króna. Jafnframt er nú hafin
bygging nýs þingsalar í Strass-
borg en sá gamli, sem EÞ hefur
deilt með þingi Evrópuráðsins, er
orðinn of lítill og ekki eru sæti
fyrir alla þingmennina. Franska
ríkið greiðir reyndar byggingu
þingsalarins í Strassborg en gert
er ráð fyrir að skattgreiðendur í
ESB greiði Frökkum 53 milljarða
króna í leigu á næstu 20 árum.
Evrópuþingið hótaði á sínum tíma
að samþykkja ekki leigusamning-
inn, en þá hótuðu Frakkar á móti
að hindra kosningar til þingsins.
Eva Kjer Hansen, danskur Evr-
ópuþingmaður, segir í viðtali við
Jyllands-Posten að niðurstaða
Evrópudómstólsins hafi í för með
sér að peningum verði áfram eytt
í vitleysu og að fyrir vikið muni
traust almennings á stofnunum
ESB minnka.
Miinster. Reuters.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Frakk-
lands og Þýzkalands náðu í gær sam-
komulagi um áhrif stjómmálamanna
á stefnumótun í
efnahagsmálum í
væntanlegu Efna-
hags- og mjmt-
bandalagi Evrópu
(EMU). Niðurstað-
an er fremur í
anda þýzkra sjón-
armiða en fran-
skra og gerir ráð fyrir að Seðlabanki
Evrópu móti eftir sem áður einn stefn-
una í peningamálum en að fjármála-
ráðherrar EMU-ríkja hafí með sér
óformlegt samráð um aðra þætti
efnahagsstefnunnar.
Þeir Theo Waigel og Dominique
Strauss-Kahn funduðu á þriðjudag í
þýzku borginni Múnster. Á blaða-
mannafundi að fundi þeirra loknum
sagði Waigel að samkomulag hefði
náðst um að seðlabankinn myndi einn
ákveða stefnuna í peningamálum.
Fjármálaráðherrar EMU-ríkja myndu
hins vegar hittast óformlega fyrir
fundi ráðherraráðs Evrópusambands-
ins og skiptast á upplýsingum um
ástand efnahags- og peningamála í
EMU-ríkjunum, undirbúa fundi sjö
helztu iðnríkja heims, ræða fjárlaga-,
ijárfestingar- og atvinnustefnu og
leggja mat á ástandið í launamálum.
Waigel sagði að í Maastricht-sátt-
málanum væri
gert ráð fyrir að
óformlegt EMU-
ráð af þessu tagi
gæti gert tillögur
til aðildarríkj-
anna um stefn-
una í efnahags-
málum. „Nánari
samræming efnahagsstefnu verður
að vera í samræmi við sáttmálann,“
sagði hann.
Búast við að önnur ríki ESB
samþykki málamiðlunina
Dominique Strauss-Kahn sagðist
sannfærður um að önnur ríki ESB
myndu samþykkja málamiðlun
Frakklands og Þýzkalands á fundi
flármálaráðherra ríkjanna í næsta
mánuði. Frakkar höfðu áður lagt
fram tillögur sem gerðu ráð fyrir
áhrifum stjómmálamanna á peninga-
stefnuna. Þjóðveijar hafa hins vegar
lagt áherzlu á að hinn nýi Seðla-
banki Evrópu verði jafnsjálfstæður
og þýzki seðlabankinn til þess að
tryggja'stöðugleika hins nýja gjaldm-
iðils, evrósins.
****★.
EVROPA^