Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR STEFÁNSSON Gunnlaugur Stefánsson var fæddur á Ærlækj- arseli í Öxarfirði 19. júlí 1911. Hann lést á Landspítalanum 7. október síðastlið- inn. Hann var sonur búandi hjóna þar Kristínar Gríms- dóttur (f. 23.12. 1881, d. 12.1. 1921) og Stefáns Sigurðs- sonar (f. 18.6. 1875, d. 1.12.1912). Krist- ín móðir Gunnlaugs var dóttir hjóna í Tunguseli í Þistilfirði, Guðrúnar Jónsdóttur frá Laxárdal og Gríms Jónssonar frá Hvammi. Stefán faðir Gunnlaugs var son- ur hjóna í Ærlækjarseli í Oxar- firði, Sigurðar Gunnlaugssonar Óskiljanlegt er hve grimmilega örlaganomir leika stundum þá sem geta enga vörn sér veitt. Þegar Gunnlaugur Stefánsson var tæpra þriggja missera féll faðir hans frá, 37 ára að aldri eftir liðlega tvö ár í hjónabandi. Viku síðar ól ekkjan son og gaf honum nafn föður hans sem lá á líkbörunum. Þennan einka- bróður sinn missti Gunnlaugur tæp- lega 6 ára gamlan. Eftir hálft sjötta ár í ekkjudómi giftist móðir hans aftur manni sem Gunnlaugur hafði mætur á. En sú sæla stóð ekki nema tæp tvö ár: þá fórst stjúpi hans voveiflega. Þegar hér var kom- ið hafði móðir hans á annað ár átt við skæðan sjúkdóm að stríða sem varð henni að bana sjö mánuðum eftir að seinni maður hennar lést. Níu ára stóð þessi litli drengur uppi sviptur öllum sem stóðu honum næst: föður, bróður, stjúpa og síð- ast móður sinni. Lán Gunnlaugs í áföllunum sem yfír hann gengu svo allt of ungan voru mildar hendur Arnþrúðar móð- ursystur hans sem alltaf voru innan frá Skógum og Kristínar Björns- dóttur frá Laxárdal. Auk Gunnlaugs áttu þau Kristín og Stef- án annan son yngri sem Stefán hét (f. 9.12. 1912, d. 16.11. 1918). Eftir lát manns síns bjó Kristín ekkja í Ær- lækjarseli uns hún giftist aftur 18.6. 1918 Guðmundi Gunnlaugssyni frá Hafursstöðum í Öx- arfirði (f. 13.6.1886, d. 10.6. 1920). Gunnlaugur kvæntist ekki og dó barnlaus. Utför Gunnlaugs fer fram í dag frá Fossvogskirkju, og hefst athöfnin klukkan 13.30. seilingar framréttar til líknar. Eftir lát Kristínar gekk hún honum í móðurstað. í skjóli þeirra hjóna, Arnþrúðar og Jóns Björnssonar í Ærlækjarseli, óx Gunnlaugur upp til fullorðinsára og segja má að þar hafi hugur hans átt heima ævi- langt. Þótt hann dveldist nær öll sín manndómsár í öðrum byggðum bar hann hag bemskuheimilis síns mjög fyrir brjósti, fylgdist með öx- firskum málefnum í smáu og stóru, ótregur að leggja því lið sem til framfara horfði. Gunnlaugur var af þingeysku kjarnafólki kominn í báðar ættir. Móðurforeldrar hans Guðrún og Grímur í Tunguseli áttu fimmtán börn. Samt var Guðrún svo yfír- komin af leiðindum vegna barnleys- is hálfsextug að hún tók litla stúlku í fóstur nýfædda og ól hana upp sem sitt eigið barn. Af þeim hjónum er kominn mikill ættbogi myndar- fólks sem lesa má í niðjatali þeirra Að Tunguseli eftir Brynjar Hall- dórsson. Guðrún var dóttir Jóns Björnssonar bónda í Laxárdal í Þist- + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, FRIÐJÓN SIGURÐSSON fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. október sl. Áslaug Siggeirsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. GUNNLAUGUR STEFÁNSSON, fyrrv. fulltrúi frá Ærlækjarseli, Öxarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 16. október, kl. 13.30. Vandamenn. Ástkær eiginkona m(n, móðir okkar, tengda- móðir og dóttir, GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hrauntungu 4, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 15. október. Grétar K. Ingimundarson, Sigurður Ingl Grétarsson, Arnar Grétarsson, Bjarney Katrfn Gunnarsdóttir, Brynjar Grétarsson, Brynjólfur Þórðarson. ilfírði sem sagður er verið hafa „mikill búhöldur, atorku- og efna- maður. Bætti jörð sína mjög að húsum og ræktun. Bjargvættur ná- granna sinna í vorharðindum.“ Móðir Jóns Björnssonar var Arn- þrúður Jónsdóttir frá Möðrudal á Fjöllum. Um heimasæturnar þar á bæ segir Gyða Thorlacius í Endur- minningum sínum að þær hafí verið „laglegustu sveitastúlkurnar, sem þau sáu á allri leiðinni“ frá Aust- fjörðum norður um til Suðurlands, og eftir því verki farnar: „þær voru hagar á glitsaum," segir hún. Stefán, faðir Gunnlaugs, var son- ur Sigurðar Gunnhugssonar bónda í Ærlækjarseli og konu hans Krist- ínar Björnsdóttur. Hún var systir fyrmefnds Jóns bónda í Laxárdal, svo foreldrar Gunnlaugs voru skyld- ir að öðrum og þriðja. Bróðir Sig- urðar í Ærlækjarseli var Björn Gunnlaugsson bóndi í Skógum í Öxarfírði sem fjöldi manna af þeim slóðum á ætt til að rekja. Föður- systkin Gunnlaugs Stefánssonar vom þijú: Amþrúður, kona Egils Siguijónssonar frá Laxamýri, Sig- urveig, kona Jóns Gauta Jónssonar fyrsta kaupfélagsstjóra KNÞ, og Bjöm, smiður og bóndi á Gijótnesi á Sléttu. Er mikill frændgarður af þeim systkinum kominn, vænt fólk og vel gert. Tvítugur að aldri fór Gunnlaugur í héraðsskólann að Laugum í Reykjadal, var þar við nám veturinn 1931-32. Lengri skólagöngu naut hann ekki, en var ötull að afla sér þekkingar á eigin spýtur og þótti sérlega talnaglöggur. Þegar Gunnlaugur var hálfþrít- ugur veiktist hann af sama skæða sjúkdómi og varð móður hans að fjörtjóni: tæringu. Veikindin vom svo heiftarleg að hann lenti á Krist- neshæli og var þar vistmaður á annan áratug, oft þungt haldinn. Eitt sinn var hann fluttur á stofu með fólki sem ekki var lengur hug- að líf. „Á þeirri stofu dóu tveir bræður sömu nóttina, báðir rétt um tvítugt," segir hann í prentuðu við- tali. Gunnlaugi vom lengri lífdagar ætlaðir, en geta má nærri hver lífs- reynsla þetta hefur verið ungum manni. Kristnesvistin var þó alls ekki eintóm þjáning. Gunnlaugur taldi sig hafa þroskast þar mikið, ekki síst af kynnum og samstarfí við fjölda mætra manna jafnt í hópi sjúklinga sem lækna og annars starfsfólks. Vináttubönd sem hann bast þar við menn af ýmsum stigum vom ekki auðslitin og velvildin yfir- færðist gjama á afkomendur þeirra sem féllu frá, því trygglyndi hans var ósvikið. Eitt af fýrstu ámm sínum á Kristnesi (38) var hann með í flokki sem frumkvæði átti að stofnun SÍBS. Óþarft er að fjölyrða um hvílíkt þjóðþrifastarf þau samtök hafa unnið í heilbrigðismálum. Gunnlaugur studdi þau alla tíð með ráðum og dáð og þau reyndust hon- um hliðholl þegar þörfin var mest, en hann þurfti oft hin síðari ár að Crfisdryklcjur a Ucitingohú/iÖ GAPt-inn Sfmi 555-4477 dveljast stund og stund á Reykja- lundi sér til endurhæfingar. Gunnlaugur útskrifaðist frá Kristneshæli árið 1949; þá talinn fær um að takast á við lífíð hjálpar- laust og var það, þótt hann yrði aldrei samur maður og fyrr. Þá settist hann að á Akureyri þar sem hann starfaði við verðlagseftirlitið ' í 10 ár. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur. Hann var í tvö ár sölu- stjóri sælgætisverksmiðjunnar Lindu í höfuðstaðnum, en réðst þá aftur til Verðlagsstofnunar og hvarf ekki þaðan fyrr en hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Mér er með öllu ókunnugt hvað hann hafði þar fyrir stafni en veit að ríkið hefur verið ósvikið af framlagi hans hvers eðlis sem það var. í rituðum orðum rifjast einmitt upp fyrir mér að við verklok eftir 35 ára starf hjá Verð- lagsstofnun skrifaði yfirmaður hans, Georg Ólafsson, um hann stutta grein í Morgunblaðið sem vakti athygli mína fyrir þá sök að ég hef ekki í annan tíma séð meira lof borið á mann fyrir frábæra þjón- ustu. Hann komst svo að orði að Gunnlaugur hefði verið einn traust- asti starfsmaður stofnunarinnar og „dæmi um óaðfinnanlegan embætt- ismann". Það var kunnugum undrunarefni að Gunnlaugur Stefánsson skyldi ná svo háum aldri sem raun bar vitni, því líf hans var að vissu leyti samfelld þrautarganga. En heyrt hef ég haft eftir einum lækna hans á Kristnesi að hann hefði aldrei þekkt eins sterkbyggðan mann. Reynslan sýndi að honum var ekki físjað sam- an. Hann laut ekki í lægra haldi fyrir elli kerlingu. Þvert á móti var hann furðulega ungur ásýndum fram á síðasta dag og dó standandi ef svo má segja. Vinir hans og vandamenn sem best vissu áð ekki var á þær hremmingar bætandi sem hann hafði mátt þola á langri og heiðurssamri ævi eru þakklátir fyrir að hann fékk að kveðja heiminn án þjakandi kramar. í því er fólgin viss sárabót og vísbending um að ein- hvers staðar leynist snefíll af rétt- læti þrátt fyrir allt. Einar Bragi. Látinn er heiðursmaðurinn Gunnlaugur Stefánsson, á áttug- asta og sjöunda aldursári. Eg kynntist Gunnlaugi þegar ég hóf störf hjá Verðlagsstofnun fyrir lið- lega tuttugu árum. Gunnlaugur hafði þá starfað þar í aldarfjórðung og var því öllum hnútum kunnug- ur. Hann var óspar á að miðla þeirri miklu reynslu og þekkingu sem hann bjó yfír til mín og annarra nýgræðinga sem voru að hefja störf. Gunnlaugur hafði nokkur ár umfram sextugt þegar þetta var en áhugi hans á starfínu og afkasta- geta var ennþá mjög mikil. Það fór ekki framhjá neinum og á því varð engin breyting fram til þess að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gunnlaugur átti lengst af við vanheilsu að stríða. Hann fékk berkla sem ungur maður og hafði það varanleg áhrif á heilsufar hans alla tíð. Ýmsir aðrir sjúkdómar hijáðu Gunnlaug á lífsleiðinni og þær voru ófáar legurnar á sjúkra- Gott verð og lipur þjónusta S KÚTAN Hólshrauni Hafnarfirði sími: 555 1810 húsum og aðgerðimar sem hann þurfti að ganga í gegnum. Þessir erfiðleikar brutu hann þó ekki. Hann hélt alltaf ótrauður áfram af sömu eljuseminni og áður. Gunn- laugi var sannarlega ekki físjað saman. Gunnlaugur tamdi sér .ekki há- vaða í störfum sínum. Hann vildi láta verkin tala og hafði óbeit á nútíma áróðurs- og sölumennsku. Yfirborðsmennska var honum ekki að skapi. En samhliða því að leggja sig fram í starfi lét Gunnlaugur sig mjög varða um hag annarra. Þann- ig lagði hann sig fram um að kynn- ast og rækta persónulega vináttu við þá sem með honum störfuðu. Ef hann taldi sig geta orðið ein- hveijum að liði lét hann ekki sitja við orðin tóm, heldur gekk beint til verks eins og ávallt. Margir áttu því hauk í horni þar sem Gunnlaug- ur var. Þrátt fyrir að allmörg ár séu liðin frá því að Gunnlaugur lét af störfum hafa tengsl hans við fyrrum starfsfélaga haldist alveg til hins síðasta. Við söknum því vin- ar í stað. Það mætti hafa mörg fleiri orð um mannkosti Gunnlaugs en ég þykist vita að það væri ekki í hans anda að tíunda þá alla. En við sam- starfsfólk hans erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar hans. Vegna fjarveru get ég því miður ekki fylgt Gunnlaugi síðasta spöl- inn, en hugurinn er hjá honum í dag. Blessuð sé minning hans. Georg Ólafsson. Vinur okkar Gunnlaugur Stef- ánsson er látinn. „Hjá okkur verður Gunnlaugs minnst með söknuði." Kynni Gunnlaugs af okkar fjöl- skyldu hefjast er faðir minn Richard kemur sem læknir að Kristnesspít- ala 1938. Gunnlaugur er þá sjúkl- ingur þar. Góð vinátta tekst með þeim og hefur haldist með fjöl- skyldu okkar æ síðan. Gunnlaugur veikist af berklum upp úr tvítugu og fer á berklahælið að Kristsnesi. Þar er hann mjög veikur í mörg ár en með einstökum viljakrafti og góðri ummönnun tekst honum að sigrast á hvíta dauðanum. Eftir um 14 ára veru á spítalanum, útskrifaðist hann árið 1949. En berklarnir höfðu farið illa með hann og var hann alla ævi að beij- ast við afleiðingar þess. Hinn sterki persónuleiki hans kom þar vel í ljós, aldrei að gefast upp. Hann reyndi mikið til að bæta þá tæpu heilsu sem hann hafði og hætti ekki fyrr en hann hafði náð fundum færustu lækna landsins. Já Gunnlaugur, „halda læknunum við efnið“. Eftir að Gunnlaugur fer á eftirlaun leið vart sá dagur að hann liti ekki inn til okkar eða hringdi. „Sæll, sæl, hvað segirðu, eitthvað nýtt, hvernig hafíð þið það,“ alltaf jákvæður. Hann stoppaði aldrei lengi í hvert skipti en rabbaði um helstu mál hvers tíma. Einn kaffíbolli og svo var hann rokinn, þetta var hans stíll. Gunnlaugur hafði alltaf mikið samband við sveitunga sína í Öxar- fírði bæði frændfólk og vini. Hann hafði mikla ánægju af útvega sveit- ungum sínum og vinum sitthvað sem hann var beðinn um, hvort sem það var bíll eða smáhlutur. Gunnlaugur varð 86 ára og aldr- ei urðum við vör við gleymsku, hann var alltaf með á nótunum og fylgdist með öllu sem var að gerast til síðasta dags. Gunnlaugur starfaði að málefn- um SÍBS af mikilli elju allt frá stofnun samtakanna. Hann var full- trúi á mörgum þingum þess og gegndi þar trúnaðarstörfum. Starfsfólki Reykjalundar sendum við þakkir fyrir góða umönnun við Gunnlaug, en þar átti hann alltaf athvarf ef hann þurfti á að halda. Vistin hér á jörð var honum ótrú- lega erfíð fyrri part ævinnar, vænt- um við að heimkoman sé björt hvíld í guðsfriði. Jón Már Richardsson, Guðrún Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.