Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hvað á Hitaveita Reykjavíkur að borga hátt auðlindagjald? Sjónarmið veiðigjaldssinna ÞRISVAR sinnum á jafnmörgum þingum hefur þingsályktunar- tillaga um veiðileyfa- gjald venð lögð fyrir Alþingi. í fyrstu stóðu að tillögunni þingmenn Þjóðvaka. En hin síðari tvö skipti hefur þing- flokkur jafnaðarmanna flutt tillögurnar. Við samanburð kemur í ljós að þær eru býsna ólíkar innbyrðis. í fyrsta skipti sem til- lagan leit dagsins ljós var ráð fyrir því gert að sj ávarútvegsráðherra skipaði nefnd til þess að láta athuga málið. í fyrra var tillagan orðin mun fyllri. Og þar var gert ráð fyrir að gjald yrði lagt á aðrar auðlind- ir, svo sem vatnsorkuna. Nú liggur hins vegar fyrir Alþingi tillaga sem ekki tekur til annarra auðlinda en fiskistofnanna í sjónum. Hið fyrsta sinnið sem málin voru rædd vék fyrsti flutningsmaður Ág- úst Einarsson að því sem rökrétt er, að auðlindagjald taki jafnt til vatns og hitaorku sem fiskistofnanna, sé það á annað borð álitið réttlætan- legt. í umræðunum kom að vísu fram öndverð skoðun Sighvatar Björg- vinssonar, núverandi formanns Al- þýðuflokksins, sem taldi almenning greiða afgjald fyrir orkuna, með þvl að gjalda fyrir hana til orkusölufyrir- tækjanna. Auðlindagjaldið taki einn- ig til nýtingar annarra auðiinda Þegar tillagan leit svo dagsins Ijós hið annað sinnið, var enginn efi í mönnum. Þingmenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka voru þá orðnir einhuga um að rökrétt væri einnig að ieggja auðlindagjald á orkulindirnar. Var sú hugsun skrifuð skýrt og greini- lega inn í ályktunartextann, með þessum orðum: „Nefndin (sem und- irbúa átti upptöku veiðileyfagjalds skv. tillögunni, innskot mitt EKG) kanni ennfremur leiðir til að leggja á auðlindagjald á aðrar auðlindir í eigu þjþðarinnar, svo sem vatns- orku.“ í greinargerð tillögunnar er beinlínis kveðið upp úr um að „hug- myndafræðin um auðlindagjaldið sé víðtækari en svo að hún eigi bara við í sjávarút- vegi“. Ennfremur segja flutningsmenn í grein- argerðinni að það sé, „fullt samræmi í því að leggja auðlindagjald á aðrar sameiginlegar auðlindir hérlendis, t.d. vatnsafiið“. Þriðja útgáfan er hins vegar án slíks ákvæðis í tillögugreininni sjálfri, en með óljósara orðalagi vikið að því í greinar- gerðinni. Fyrsti flutn- ingsmaður málsins hef- ur hins vegar kveðið skýrt á um í andsvari við athugsemd minni hver sé hugs- unin. Talsmenn þingflokks jafnað- armanna, sem hafa verið í stjóm- Blaðið hefur ekki enn kynnt afstöðu sína til þess, segir Einar K. Guðfinnson, að auð- lindagjald sé innheimt almennt. málabaráttunni helstu málsvarar auðlindagjalds, eru þeirrar skoðunar að slíkt gjald eigi ekki bara að leggja á þá sem nýta fiskimiðin, heldur einn- ig notendur orkunnar. Þetta er gríðarlega mikilvæg nið- urstaða sem nauðsynlegt er að sé með í umræðunni um veiðileyfa- gjald, sem þannig er í raun aðeins angi þess sem nefnt hefur verið auðlindaskattur eða auðlindagjald. En hvað með Morgunblaðið? Morgunblaðið hefur verið helsti vettvangur veiðileyfagjaldsumræð- unnar. Leiðarar blaðsins hafa tíðum fjallað um málið og fréttaskrif blaðs- ins hafa iíka borið vitni um mikinn áhuga á þessu málefni. Leiðaraskrif blaðsins 10. október sl. eru einmitt dæmi um þetta. Einar K. Guðfinnsson. Fjölbrautuskólinn í Garðabæ Við Skólabraut ■ 210 Garðabœ - Simi 5201600 - Fax 565 1957 Tölvunámskeið fyrir íbúa Garðabæjar og Bessastaðahrepps Tölvunámskeið verða haldin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyrir íbúa í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Ritvinnslukerfið Word 97. Námskeiðið verður haldið á þriðjudagskvöldum kl. 20 - 22, alls 6 kvöld og hefst 21. október nk. Kennari er Hallgrímur Amalds. Verð kr. 9.500. Töflureiknirinn Excel 97. Námskeiðið verður haldið á miðvikudagskvöldum kl. 20 - 22, alls 6 kvöld og hefst 22. október nk. Kennari er Stefán Ámason. Verð kr. 9.500. Nánari upplýsingar og skráning í síma 520 1600. Ennfremur upplýsingar á heimasíðu skólans: http://rvik.ismennt.is/~fg/ íbúar í Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa forgang. Komið og njótið kennslu með fullkomnum tölvubúnaði í nýju húsnæði skólans við Skólabraut! Skólameistari. Þess vegna er það farið að verða meira en lítið vandræðalegt að blað- ið hefur ekki enn kynnt afstöðu sína til þess að auðlindagjald sé innheimt almennt; ekki bara af fiskveiðum, heldur líka af raforkuframleiðslunni hjá Landsvirkjun og heita vatninu hjá Hitaveitu Reykjavíkur, svo dæmi séu tekin. Þessi orð eru sett á blað sérstaklega til þess að kalla fram afstöðu blaðsins til þessara mikii- vægu mála. Auðlindagjald á Landsvirkjun um Hitaveituna? Við þekkjum það úr veiðigjalds- umræðunni að menn telja gerlegt að innheimta sérstakt gjald af sjáv- arútvegi sem nemur 5 til 20 prósent- um af heildartekjum greinarinnar. Til skýringar er rétt að minna á að útflutningsverðmæti sj ávarútvegs- ins er talið verða um 92 milljarðar á þessu ári. Ekki hefur enn heyrst af hug- myndum talsmanna auðlindagjalds um hve mikið ætti að leggja á orku- fyrirtækin í landinu. En ef sama hlutfall ætti að gilda þar gæti auð- lindagjald Landsvirkjunar numið 300 milljónum til 1,5 milljörðum, miðað við heildartekjur fyrirtækisins upp á 7,7 milljarða í fyrra. Hjá Hita- veitu Reykjavíkur nam heildarorku- salan í fyrra um 2,7 milljörðum króna. Með sama hlutfallsreikningi væri auðiindagjald hennar ríflega 100 til 500 milljónir króna. Þetta eru miklar upphæðir og gætu líklegast nýst vel til þess að lækka skatta, bæta skólakerfið, veg- ina og velferðarkerfið, svo nokkur dæmi séu nefnd um verkefni sem talsmenn veiðileyfagjalds hafa talað um að gjaldtaka í sjávarútvegi gæti runnið til. Allir vita að allir þessir málaflokk- ar gætu þegið meira fjármagn. En skyldi slík gjaldtaka ekki leiða til hærra raforkuverðs um land allt og aukins húshitunarkostnaðar á höf- uðborgarsvæðinu? Eða hvað telja menn eðlilegt að Hitaveitan í Reykjavík og Landsvirkjun greiði mikið auðlindagjald? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. FJÖLMARGIR veiðigjaldssinnar hafa svarað hér röksemdum mínum gegn veiði- gjaldi. Nú get ég aðeins gert nokkur atriði að umtalsefni, en sný mér aftur að málinu á næstu dögum. Eins og allir vita, er deilan um veiðigjald ekki síst um það, hvorum sé betur treystandi til að ráð- stafa fiskveiðiarðinum í þágu alþjóðar, um fjögur þúsund hluthöf- um í útgerðarfyrir- tækjum eða rúmlega þijátíu manna þing- meirihluta. Markús Möller hag- fræðingur gerir óspart gys að tor- tryggni minni í garð atvinnustjórn- málamanna, þar eð ég sé stuðnings- maður Davíðs Oddssonar, núver- andi forsætisráðherra. Hann skilur bersýnilega ekki, að umræður um skipulag fiskveiða snúast ekki um menn, heldur skipulag. í vondu veðri ræður góður skipstjóri ekki við illa smíðaða skútu. Markús veit það væntanlega ekki heldur, sem Einar Þveræingur benti á forðum, að valdsmenn eru misjafnir, sumir góðir, en aðrir vondir, svo að var- lega verður almennt að fara í að treysta þeim. Markús telur ásamt Þorvaldi Gylfasyni og nokkrum talsmönnum iðnaðarins, að með of háu gengi hafi veiðigjald löngum verið inn- heimt af útgerðinni og fært til al- mennings, en á kostnað iðnaðarins, sem ekki hafi þolað þetta háa gengi eins vel og útgerðin. Eðlilegra sé að einskorða veiðigjaldið við útgerð- ina. Ég hef hins vegar bent á, að ekki er unnt til lengdar að halda uppi of háu gengi. Markús svarar því til, að það megi gera með inn- flutningstollum. Setjum svo, að það hafi verið gert á Islandi. En þá fell- ur það sjónarmið veiðigjaldssinna um sjálft sig, að veiðigjald hafi löngum verið innheimt með of háu gengi. Með innflutningstollum hef- ur þá kjarabótin af of háu gengi verið tekin af almenningi! Og iðnað- urinn, sem átti að hafa tapað á of háu gengi, hefur þá í raun notið góðs af inn- flutningstollum, að minnsta kosti til skamms tíma (þótt til langs tíma hafi hann áreiðanlega tapað á þeim, eins og allir aðr- ir, því að tollar trufla eins og rangt skráð gengi upplýsingamiðl- un markaðarins um það, til hvaða verkefna hvetjir eru best falln- ir)- Guðmundur Örn Jónsson spyr mig síð- an, hver sé munurinn á aflakvótum, sem ég er hlynntur, og innflutningsleyfum haftaáranna, sem ég er andvígur. Munurinn er einfaldur. Aflakvót- arnir eru nauðsynlegir vegna þess, að skortur er á fiski á sjónum. Ef aðgangur er ekki takmarkaður að í vondu veðrí ræður góður skipstjóri ekki við illa smíðaða skútu, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í fyrstu grein sinni. fiskistofnum, þá verður þar of- veiði, alveg eins og ef aðgangur er ekki takmarkaður að graslendi, þá verður þar ofbeit. (Því er síðan við að bæta, að aflakvótarnir eru ekki hagkvæmir, nema leyfð séu fijáls viðskipti með þá.) Innflutn- ingsleyfin studdust hins vegar ekki við neinn náttúrlegan skort, heldur tók ríkið að sér skömmtun, þar sem hún var óþörf. Innfiutningsversl- unin gat takmarkað sig sjálf. Að sjálfsögðu áttu neytendur að skera úr um það með kaupum sínum, hveijir væru best fallnir til inn- flutnings. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Hannes Hólmsteinn Gissurarson HAPPDI^ŒttÍ'rQ7 HjARjAVERJlDftRv/ Glæsibifreiðar Ævintýraferðir Tojvunp ^ * Að verðmæti 1.526.000 —J^vinnmcos 3 ævintýraferðir með Úrvali-Útsýn Hver að verðmæti 500.000 00 fí-—^^vinnincua. 20 ferðavinningar með Úrvali-Útsýn eða tölvupakkar frá Nýherja Hver að verðmæti 300.000 Dregið 18. október 1997 nlTSUDISH MOTORS Að ^vinnincuic MMC Pajero verðmæti 3.290.000 ^^vinnincuR, Golf GL 1.6 Hægt er að greiða neimsenaa imua með greiðslukorti í síma 581 3947. Sendum miða hvert á land sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.