Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 14
S í VPPr íT^íiíiot^O qTy: TTX/X/TFT 14 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bókaútgáfan Hólar gefur út fimm bækur fyrir jól Barna- og unglinga- sögur, skemmtiljóð og brandarar Morgunblaðið/Kristján KAUPENDUR Möðrufells í Eyjafjarðarsveit vilja fá jörðina afhenta í dag. Lögmaður kaupenda Möðrufells í Eyjafjarðarsveit Jörðin verði afhent eigendum í dag BÓKAÚTGÁFAN Hólar á Akureyri mun gefa út fimm bækur fyrir jól- in. Kennir þar ýmissa grasa og rið- ið er á ný vöð. Ný höfundur, Krist- jana Bergsdóttir kveður sér hljóðs og fitjað er upp á nýjum háttum í ljóðabókaútgáfu. Hinn góðkunni leikari, Gunnar Helgason, skrifar fyrir börnin og hinum sívinsælu gamansögum um íslenska „eitt- hvað“ er haldið áfram. Prestarnir víkja en í þeirra stað koma íslensk- ir íþróttamenn. Gunnar Helgason, sem löngu er orðin landsþekktur fyrir líflega barnatíma í sjónvarpinu, lifir sig inn í hugarheim bamanna og segir í bókinni um Grýlu frá jólahaldi hennar, Leppalúða og jólasvein- anna. Grýla er heillandi saga, prýdd stórskemmtilegum myndum Þórar- ins Blöndals. Brynhildur og Tarsan er ungl- ingasaga eftir Kristjönu Bergsdótt- ur og er þetta frumraun hennar. Enginn byijendabragur er þó á sög- unni um Brynhildi. Hér er á ferð- inni spennandi saga um unga stúlku sem þarf að takast á við sorgina og einmanaleikann. Brynhildur er stúlka með bein í nefinu, hún neitar að gerast fylgifé og kossadúkka stráka. Hún vill móta framtíð sína sjálf og standa á eigin fótum. For- dæmi hennar á erindi til allra ungl- inga. Hverjir eru bestir? Hverjir eru bestir? er í sama dúr og Þeim varð á í messunni nema hvað íslenskir íþróttamenn eru í sviðsljósinu og segja skopsögur af sjálfum sér og félögunum. Menn eins og Siggi Sveins, Guðjón Guð- mundsson, Logi Ólafsson og Þor- björn Jensson fara á kostum og eru þá aðeins örfáir taldir af þeim sem taka til máls eða lenda óvart milli tanna ritstjóranna. Bestu barnabrandararnir - meira til er framhald hinna geysi- vinsælu Bestu barnabrandara sem komu út í fyrra. Þetta er brandara- bók eins og börnin vilja hafa þær. Skagfirsk skemmtiljóð Skagfirsk skemmtiljóð eru tekin saman af Bjarna Stefáni Konráðs- syni. Á fimmta tug hagyrðinga taka hér til máls og eru hver öðrum snjallari og skemmtilegri. Meðal þeirra má nefna Andrés H. Val- berg, hjónin Kristbjörgu og Axel, Harald frá Kambi, séra Hjálmar alþingismann, Jón Drangeyjatjarl, Jón Ingvar frá Hafsteinsstöðum, Kristján frá Brúarlandi, Pálma Runólfsson, séra Sigurð H. Guð- mundsson og Sigurð bónda á Kringlumýri. Þetta er bók sem kveður að. LÖGMAÐUR Matthíasar Eiðsson- ar og Hermínu Valgarðsdóttur hefur farið fram á það við lögmann hreppsnefndar Eyjaíjarðarsveitar að skjólstæðingum sínum verði afhent jörðin Möðrufell í Eyja- fjarðarsveit fyrir kl. 18.00 í dag, fimmtudag. Helgi Jóhannesson, lögmaður Matthíasar og Hermínu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á viðbrögðum við þeirri kröfu í fyrramálið (þ.e. í dag). Matthías og Hermína gerðu samning við eigendur Möðrufells í sumar um kaup á jörðinni en í kjölfarið nýtti hreppsnefnd Eyja- fjarðarsveitar forkaupsrétt á jörð- inni og gekk inn í kaupin. Eftir kaupin seldi hreppsnefndin Valde- mari Jónssyni bónda á Ytra-Felli jörðina og hefur hann stundað búskap þar frá 1. september sl. Mjólkurkvótinn seldur Matthías hyggst stunda hrossa- búskap á Möðrufelli og hann hafði gert samning um sölu á 125 þús- und lítra mjólkurkvóta jarðarinnar til aðila innan sveitarinnar. Matthí- as kærði ákvörðun hreppsnefndar til landbúnaðarráðuneytisins. Jón Höskuldsson, lögfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu, segir að eftir að úrskurður ráðuneytisins lá fýrir þann 7. október sl. hafi af- skiptum ráðuneytisins af málinu lokið. „Með niðurstöðu landbúnað- arráðuneytisins er ákvörðun sveit- arstjórnar að nýta forkaupsrétt á jörðinni felld úr gildi. Jafnframt að kaupsamningurinn sem gerður var um jörðina stendur." Hreppsnefnd glatað forkaupsrétti Jón sagði að niðurstaða ráðu- neytisins hafi byggst á því að form- reglur hefðu verið brotnar og þar með hefði ákvörðun hreppsnefndar ekki getað verið gild. Einnig kem- ur fram í úrskurði ráðuneytisins að hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar hafi glatað rétti sínum til að neyta forkaupsréttar á jörðinni sam- kvæmt kaupsamningi dagsettum 24. júlí í sumar. Birgir Þórðarson, oddviti Eyja- fjarðarsveitar, sagði meirihluta hreppsnefndar ekki sammála þeim forsendum sem landbúnaðarráðu- neytið telur vera að baki úrskurði sínum varðandi forkaupsrétt hreppsins og því hafi verið ákveðið að fara dómstólaleiðina. Geðþótta- ákvörðun Matthías Eiðsson sagði að hreppsnefndin yrði að afhenda sér jörðina strax. Málaferli gætu tekið marga mánuði og hreppsnefndin hefði heldur engan lagalegan rétt til að halda jörðinni eftir úrskurð ráðuneytisins. „Þetta var eingöngu geðþóttaákvörðun hreppsnefndar að taka jörðina og það eru ekki til neinar forsendur sem segja að jörðin sé betri kúajörð en hrossa- jörð,“ sagði Matthías. Númer fuku af um 30 bílum NÚMER hafa verið klippt af rúmlega þijátíu bifreiðum síðustu daga. Virðist sem töluvert sé um að bifreiðaeigendur sofi á verðin- um varðandi skoðun bifreiða sinna og greiðslu lögboðinna gjalda af þeim. Átak er í gangi hjá lögreglu vegna þessa og hafa klippurnar því verið á lofti síð- ustu daga. Væntir lögregla þess að þeir sem syndgað hafa upp á náðina hingað til panti strax tíma í skoðun og greiði gjöld af bifreið- unum, því enginn yrði fegnari en lögreglan sjálf gæti hún hætt að taka númer af bifreiðum. Valdemar Jónsson keypti jörðina Möðrufell af hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar Vera Gæti þurft að hætta búskap VALDEMAR Jónsson, bóndi á Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit, keypti jörðina Möðrufell af hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar, eftir að hrepps- nefndin neytti forkaupsréttar og gekk inn í kaup Matthíasar Eiðs- sonar. Valdemar hefur tekið við jörðinni og sameinað mjólkurkvóta Ytra-Fells og Möðrufells og er framleiðslurréttur hans nú um 190 þúsund lítrar. Valdemar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að kæmi til þess að hann þyrfti að fara af jörð- inni væru möguleikar hans á að halda áfram búskap úr sögunni. „Mín eining á Ytra-Felli er ekki nógu stór til að halda áfram. Ég kem því til með að selja mína jörð og hætta búskap en mun kannski eiga húsið áfram.“ Keypti í góðri trú Valdemar segir að 150-200 þúsund lítra mjólkurkvóti sé mjög heppileg eining en kvótinn sem Morgunblaðið/Kristján YTRA-FELL í Eyjafjarðarsveit er nýbýli frá Möðrufelli og þar býr Valdemar Jónsson. Hann keypti Möðrufell af hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar en stendur nú frammi fyrir því að geta þurft að láta jörðina af hendi eftir úrskurð landbúnaðarráðuneytisins. fylgir Möðrufelli er um 125 þúsund lítrar. „Ég keypti Möðrufell af sveitarstjóm í góðri trú og hef mjólkað kýmar í fjósinu þar frá 1. september," sagði Valdemar. Hann býr ekki í íbúðarhúsinu á Möðrufelli, enda á hann ágætis íbúðarhús á Ytra-Felli sem er ný- býli frá Möðrufelli. sýnir í Galleríi+ GUÐRÚN Vera Hjartardóttir opn- ar myndlistarsýningu í Galleríi+ á Brekkugötu 35 á Akureyri laugar- daginn 18. október kl. 18. Vera er fædd í Reykjavík og bú- sett þar, þetta er 6. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi, í Hollandi og á Englandi. Sýn- inguna í Galleríi+ nefnir hún OM og er innsetning í rými sem þýðir að inni í sýningarrýminu er áhorf- andinn inni í verkinu. Innsetningin samanstendur af skúlptúrum, teikningum og hljóði. Allir eru velkomnir við opnun sýningarinn- ar, boðið verður upp á drykki og fá sýningargestir að njóta matar- gerðarlistar Veru. Sýningin stendur til 26. október næstkomandi og er opin um helg- ar, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18 eða eftir samkomulagi við húsráðendur á Brekkugötu 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.