Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Skattaálögur og sj ónh verfingar EFTIR rúmlega sjö mánuði verður gengið til borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Ljóst er að flokkasamsteypa R-listans hyggst bjóða fram á nýjan leik og þessa dagana eru full- trúar R-listans önnum kafnir við að undirbúa prófkjör þar sem tryggt verði að flokkarnir fjór- ir sem standa að R-list- anum fái sinn kvóta án tillits til stuðnings við ákveðna einstaklinga í prófkjörinu. Borgarstjóri, sem ætlar ekki að taka þátt í svona prófkjöri, hefur lýst sér- stakri hrifningu sinni yfir því hvað þetta kvótabundna prófkjör R-list- ans sé opið og lýðræðislegt og niður- staðan nánast pottþétt. Þetta próf- kjör R-listans er ekkert annað en sjónhverfingar líkt og sala borgar- sjóðs á leiguíbúðum borgarinnar fyr- ir 800 millj. kr. til hlutafélags að fullu í eigu borgarinnar til að sýna fram á 800 millj. kr. betri skulda- stöðu borgarsjóðs. Það sem einkennt hefur stjórnar- hætti R-listans í Reykjavík undan- farin ár eru auknar skattaálögur á borgarbúa, ekki síst hækkun fast- eignagjalda um tæp 30% með nýju holræsa- gjaldi, fjölgun emb- ættismanna frá 1994, sem kostar borgarsjóð árlega u.þ.b. 50 millj. kr., stirðara og ómark- vissara stjórnkerfi og aukin skuldasöfnun og sjónhverfíngar í fjár- málastjóm. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa hvað eftir annað vakið athygli borgarbúa á fyrrgreindum stað- reyndum og jafnframt kynnt þau mál sem þeir telja mikilvæg fyrir R-listinn er, að mati Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, hræðslu- bandalag jjögurra stjórnmálaflokka. hagsmuni borgarbúa. Stefna Sjálf- stæðismanna í borgarmálum er skýr og í samræmi við málflutning þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur er ljóst að þeir munu m.a. standa að fram- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvæmd eftirtalinna mála nái þeir meirihluta í borgarstjóm Reykjavík- ur: • Afnema holræsagjaldið. • Auknu átaki í málefnum aldraðra: fyrst og fremst fjölgun hjúkmnar- rýma. • Auka valkosti í niðurgreiðslu til foreldra vegna bama á leikskólaaldri. • Auknu átaki í forvömum gegn vímuefnum. • Einsetningu gmnnskólans ljúki fyrir 2001 og átak verði gert í að efla innra starf skólans. • Áframhaldandi uppbyggingu mið- bæjarins, sem Sjálfstæðismenn hófu 1986. Hafnarstræti verði opnað og gjaldskylda á stöðumælum afnumin á laugardögum. • Bætt umferðaröryggi og greiðari umferð á stofnbrautum í borginni. • Breikkun Gullinbrúar þegar á ár- inu 1998. • Breyting á landnotkun á Geld- inganesi í íbúðarbyggð. • Aukinni hagræðingu í borgar- rekstrinum og gerð þjónustusamn- inga. Það er einungis spurning um tíma hvenær uppúr sýður hjá því hræðslu- bandalagi 4ra flokka sem R-listinn er og næsta líklegt að það gerist fljótlega á næsta kjörtímabili ef R- listinn nær meirihluta á nýjan leik. Borgarstjóri hefur mjög ákveðið ver- ið orðaður við formennsku í nýjum jafnaðarmannaflokki íslands, en þeim flokki er ætlað að keppa við Framsóknarflokkinn um fylgi kjós- enda. Hvar verður þá stödd sam- staða borgarfulltrúa R-listans? Höfundur er borgarfulltrúi. Kjartan Magnússon í borgarsljórn KJARTAN Magn- ússon blaðamaður gef- ur kost á sér í próf- kjöri sjálfstæðismanna 24.-25. október nk. Eg þekki Kjartan per- sónulega og veit því hvaða mann hann hef- ur að geyma. Því mæli ég hiklaust með honum við aðra sjálf- stæðismenn. Kjartan býður af sér góðan þokka, er rögg- samur og ákveðinn. Einnig er eitt af aðals- merkjum Kjartans að hann er ávallt tilbúinn að hlusta á og taka Jónas Hvannberg mið af skoðunum annarra. Það er afar mikilvægt þegar menn gefa kost á sér í stöður þar sem þeir þurfa að vinna fyrir aðra en sjálfa sig. Með framboði sínu stefnir Kjartan að því að vinna fyrir borg- arbúa, óháð því hvort þeir eru eldri borgarar eða af þeim kynslóðum sem nú eru að berjast við það að koma undir sig fótunum í lífínu. Kjartan Magnússon hóf sín af- skipti af stjórnmálum í Heimdalli meðan hann var í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá strax urðu málefni borgarinnar honum hugleikin, og hefur það einkennt hans afskipti af stjórnmálum öll þau tíu ár sem hann hefur verið virkur í Sjálfstæð- isflokknum. Kjartan hefur á þessu kjörtímabili, sem senn tekur enda, verið virkur varaborgarfulltrúi sem IÐNAÐARHURÐIR hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu málum. Hann hefur öðlast mikla reynslu og víðsýni í málefnum borgarinnar. Kjartan hefur setið í bæði nefndum og stjórnum á vegum borgarinnar og oftar en ekki verið þyrnir í augum R-list- ans með harðri en málefnalegri gagnrýni. Leiðir okkar Kjart- ans hafa einkum legið saman á vettvangi ungra sjálfstæðis- manna en þrátt fyrir tímafrek störf í þágu borgarinnar hefur hann ávallt gefið sér tíma til að aðstoða á þeim vett- vangi. Hef ég meðal annars notið ráðlegginga hans við skipulagningu nýliðunar- og skólastarfs á vegum Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Með störfum sínum hefur Kjart- an sýnt að hann er verðugur full- trúi ungs fólks í borgarstjóm og ómissandi í þeirri hörðu kosninga- baráttu sem framundan er um at- kvæði ungra Reykvíkinga. Höfundur er Inspector scholac l Menntaskólanum í Reykjavík. # LOWARA JARÐVATNS- DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HEÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 'ISYAL-SORGA rrlF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 KSaSESIEE ÐN AÐA RMAÐUR £ undsson H Ú ! O HUSASMID Kosningaskrifstof a er í Skipholti 50b. Opiier virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-18. S: 552 6127 & 552 6128 Jafnvel 16 tímum síðar nýtur þú enn áhrifanna af CELLULAR TIME RELEASE — INTENSIVE hinum fullkomna rakagjafa. Lagfærir það sem aflaga fór í gær. Vörn á nýjum degi. Húð þín geislar af heilbrigði við hverja notkun. Ef þú ættir kost á aðeins einu kremi veldir þú þetta. laprairie | SWITZERLAND KYNNING í dag og á morgun, föstudag. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. GiSSziO H Y G E A jnyrtivöruverjlun Austurstræti 145-13 (VW P0L0)........verö pr. 4.stk. kr. 32.000. HEKLA T/- 1 Nú bjóðum við vetrardekk á felgum tilbúin undir bílinn á einstöku verði. 175/70R13 (VW)........verö pr. 4 stk. kr. 38.000.- 175/70R13 (MMC frá *93)..verö pr. 4 stk. kr. 38.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.