Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á Alþingi í gær Morgunblaðið/Þokell FRIÐRIK Sophusson við umræðurnar á Alþingi í gær. Réttur feðra til fæðing- arorlofs til athugunar RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til at- hugunar lagafrumvarp sem trygg- ir feðrum á almennum vinnumark- aði sjálfstæðan rétt til fæðingar- orlofs. Þetta kom fram í máli Frið- riks Sophussonar fjármálaráð- herra í umræðum um fæðingaror- lof feðra á Alþingi í gær. Friðrik sagðist telja að kostnað- ur við slíkan orlofsrétt yrði í kring- um eitt hundrað milljónir króna. Beinast lægi við að sá kostnaður yrði greiddur í gegnum Trygg- ingastofnun ríkisins og þá af tryggingargjaldi, sem myndi þýða um 0,05% hækkun á því. Umræðurnar um fæðingarorlof feðra á Alþingi í gær urðu í kjöl- far fyrirspurnar Svanfríðar Jónas- dóttur, þingmanns Þjóðvaka, til fjármálaráðherra um það hvort allir karlar, sem störfuðu hjá rík- inu og uppfylltu skilyrði um starfsaldur, hefðu rétt til fæðing- arorlofs án tillits til þess í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Friðrik sagði svo vera. Hann tók jafnframt fram að rétturinn til sjálfstæðs fæð- ingarorlofs karla væri fyrst og fremst veittur til að auka mætti jafnrétti karla og kvenna. Ákvörðun um hann hefði ekki verið tekin í tengslum við gerð kjarasamninga eða að und- angengnum viðræðum við stéttar- félögin. Frumvarp frá Kvennalistanum um fæðingarorlof væntanlegt í máli Friðriks í gær kom enn- fremur fram að gert væri ráð fyr- ir því í rekstrarkostnaði stofnana ríkisins að til kostnaðar gæti kom- ið vegna fæðingarorlofs feðra hjá ríkinu. „Verði hins vegar um „far- aldur“ að ræða hjá einstakri stofn- un verður auðvitað gripið til að- gerða til að bæta stofnuninni það upp,“ sagði hann. Guðný Guð- björnsdóttir, þingmaður Kvennalista, fagnaði því að réttur til fæðing- arorlofs ætti að ná til allra feðra sem starfa hjá ríkinu. Hún sagði þennan rétt mik- ilvægan áfanga í jafnréttisbarátt- unni þó enn væri mjög langt í land miðað við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, þar sem feður gætu fengið allt að þijá mánuði í fæðingarorlof. „Að því hljótum við að stefna," sagði hún og bætti því við að Kvennalistakonur ásamt fleirum væru að undirbúa að leggja fram lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir „mun betri sjálfstæðum rétti feðra til fæðingarorlofs en þessum tveimur vikum“. 1 •| ^1:1 $;:■% fíÍÁÍí|3|fl ALÞINGI Lögnm um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt FRUMVARP til laga liggur nú fyrir Alþingi um breytingu á lög- um um tekjuskatt og eignarskatt. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags. Frumvarp þetta var flutt á síðasta þingi en varð þá ekki útrætt. Nú er það endurflutt „nokkuð breytt í ljósi breyttra aðstæðna", eins og segir í greinargerð með frumvarp- inu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að við lögin um tekjuskatt og eignar- skatt bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: „Við álagningu tekjuskatts árið 1998 skal, til að draga úr jaðaráhrifum tekjuteng- ingar bótaliða í skattkerfinu, haga útreikningi tekjutengdra bótaliða þannig: Samanlagt hlutfall álagðra skatta og skerðingar bót- aliða skal vera að hámarki 50%. Skal skerðing vaxtabóta eða húsa- leigubóta reiknuð fyrst en síðan skerðing barnabóta að áðurnefnd- um mörkum.“ Samráð verði haft við samtök launafólks Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að Alþingi kjósi nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka, auk formanns sem fjármálaráðherra skipar, til að gera í samráði við samtök launafólks ítarlega úttekt á áhrifum tekjutengingar í skatt- kerfinu og samspili slíkrar tekju- tengingar við aðra þætti, svo sem almannatryggingakerfið, lífeyris- réttindi, tekjutengdar afborgamr námslána og fleira. Ennfremur skal nefndin skila tillögum um breytingar á skattalögum sem fela það í sér að komist verði hjá óhóf- legum jaðaráhrifum vegna tekju- tengingar bótaliða, í skattkerfinu og utan þess. I greinargerð með frumvarpinu er því haldið fram að erfitt sé að meta kostnað vegna þeirra breyt- inga sem frumvarpið felur í sér fyrir árið 1998, en líklegt sé að um nokkur hundruð millj. kr. tekj- utap yrði að ræða fyrir ríkissjóð kæmi ekkert annað til. „Lægri jaðarskattsprósenta gæti þó orðið til þess að launatekjur ykjust nokkuð og þar með skattar,“ seg- ir í greinargerðinni. Alþingi íslendingar vanmeta möguleika túnfiskveiða KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist í fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra á Alþingi í gær telja að íslendingar vanmætu möguleika túnfiskveiða við íslands- strendur. Vísaði hann í því sambandi til góðs árangurs japan- skra skipa, sem hafi verið á túnfiskveiðum í íslenskri land- helgi frá því í sumar. Sagði hann að miðað við þær fréttir væri um mikla tekj umöguleika að ræða sem gætu aflað þjóðarbúinu tekna sem skiptu milljörðum króna. „Árangurinn sem hefur komið í ljós af túnfiskveiðum í sumar bendir eindregið til þess að við eigum að vera mjög ákveðnir í því að efla þessar veiðar á næsta ári. Bæði með rannsóknum með aðstoð Hafrannsóknastofnunar og einnig með því að hvetja alla þá sem að þessu koma, útgerðarmenn sem og aðra, til að kynna sér þessi mál ítarlega." Til að auðvelda íslenskum útgerðum ákvörðun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að þær til- raunir til túnfiskveiða sem færu nú fram í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og japanska aðila væru vitanlega gerð- ar til þess að athuga veiðimöguleika á túnfiski hér við land og þar með til að auðvelda íslenskum útgerðum ákvörðun um það hvort þær reyni frek- ar við túnfiskveiðar. Ráðherra benti enn- fremur á að ráðuneytið hefði komið fyrirliggj- andi upplýsingum um þessar rannsóknir á framfæri og hvatt út- gerðarmenn til að kanna þessa möguleika. Hann sagði þarna vafalaust mikla möguleika fyrir hendi en sagði eðlilegt að útgerðarmenn sýndu varkárni vegna þeirra fjárfestinga sem fylgdu túnfiskveiðum. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar ÁGÚST Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Alþýðubandalags, Jón Baldvin Hannibals- son, þingmaður Alþýðuflokks og Kristín Ástgeirsdóttir, þing- maður Kvennalista, hafa lagt fram frumvarp til laga á AI- þingi um breytingu á lögum um almannatryggingar. í frumvarpinu er lagt til að afnumið verði bráðabirgðaá- kvæði í almannatryggingalögum sem kveður á um að ekki gildi lengur tenging bóta almannatrygginga við launabreyt- ingar. Með afnámi þessa bráðabirgðaákvæðis gildi hins vegar fyrri lagaákvæði um að greiðslur úr almannatryggingakerf- inu taki sömu breytingum og vikukaup í almennri verka- mannavinnu. í greinargerð flutningsmanna segir að verði frumvarpið samþykkt taki greiðslur úr almannatryggingakerfinu, þ.e. ellilífeyrir, örorkulífeyrir, tekjutrygging, barnalífeyrir, bæt- ur í fæðingarorlofi, slysatryggingar og sjúkratryggingar, mið af breytingum sem verða á launum. „Ríkissljórnin afnam þessa viðmiðun við launabreytingar með bráðabirgðaákvæði árið 1995 og ákvað að hækkanir þessara greiðslna kæmu fram á fjárlögum hveiju sinni. Fullyrt var að ekki stæði til að nota þessa kerfisbreytingu til að skerða bætur en annað hefur komið á daginn,“ segir í greinargerðinni. Alþingl Dagskrá Rætt um heilbrigðismál utan dagskrár ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag með utandag- skrárumræðu um stefnuna í heilbrigðismálum, að ósk stjórnarandstöðunnar. Málshefjandi er Margrét Frí- mannsdóttir, Alþýðubandalagi, en Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra verður til and- svara. Umræðan verður þijár umferðir og er gert ráð fyrir að hún standi í eina og hálfa klukkustund. Eftirfarandi mál eru síðan á dagskrá: 1. Tekjuskattur og eignar- skattur. Framhald 1. umræðu. (Atkvgr.) 2. Ríkisábyrgðir. 1. umr. 3. Virðisaukaskattur. 1. umr. 4. Ríkisreikningur 1996.1 umr. 5. Starfsskýrsla Rikisendur- skoðunar 1996. Ein umr. 6. Atvinnusjóður kvenna. Fyrri umr. 7. Aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun. Fyrri umr. 8. Efling atvinnu- og þjón- ustusvæða á landsbyggðinni. Fyrri umr. 9. Þingvallaurriðinn. Fyrri umr. 10. Umgengni um nylja- stofna sjávar. Fyrri umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.