Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ GREIIMARGERÐ SKYRSLA H AGFRÆÐISTOFNUN - AR UM KYN SLÓÐ AREIKNIN GA Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur lokið við fyrstu gerð kynslóðareikn- inga fyrir ísland. Þeir gera kleift að meta áhrif fjármálastefnu hins opinbera á afkomu ólíkra kynslóða. Þeir sýna dreifingu skattbyrða og tilfærslna milli kynslóða og kynja og áhrif opinberra fjármála á þessa þætti. Niðurstöð- ur þeirra geta því verið mikilvægt hjálpartæki við að meta stefnu hins opinbera. Reikningarnir segja þó ekki til um það hvernig stefna hins opin- bera mun þróast og að sjálfsögðu ekki hvaða dreifing opinberra gæða og skattbyrða sé réttlát eða rétt í einhverjum skilningi. ar til hin allra síðustu ár hafa ekki verið til nema mjög ófullkomnar aðferð- ir til þess að meta áhrif fjármálastefnu hins opinbera á af- komu kynslóðanna. Mælikvarðar þeir sem yfirleitt eru notaðir við greiningu á fjármálum hins opin- ^ bera, t.d. niðurstöður fjárlaga og lánsfjárþörf ríkisins, gefa einungis takmarkaðar upplýsingar. Sem dæmi má nefna að lækkun ellilífeyr- isaldurs, kostuð með hækkun á tekjuskatti, þyrfti ekki að hafa áhrif á lokaniðurstöðu fjárlaga en hefði hins vegar veruleg áhrif á afkomu kynslóðanna. Slík breyting myndi leiða til tekjutilfærslna frá mið- aldra, ungum og ófæddum einstakl- ingum til eldri kynslóða. Kostir kynslóðareikninga um- fram hefðbundnar mælingar á af- komu hins opinbera, svo sem upp- hæð fjárlagahalla, eru meðal annars eftirfarandi: Bæði er tekið tillit til fjármála ríkis og sveitarfélaga. Allar tilfærslur milli einstaklinga og hins opinbera koma fram. Þeir auðvelda aimenningi að skilja ríkisfjármál og samsetningu þeirra. Hver einstaklingur getur séð hvað kynslóð hans er að þiggja (greiða) að meðaltali frá (tii) hinu opinbera. Þeir auðvelda einstaklingum og hinu opinbera að skipuleggja fram í tímann og draga þannig úr óvissu. Öll útgjöld hins opinbera verða skattgreiðendur að greiða fyrr eða síðar. Þegar eytt hefur verið um efni fram getur hið opinbera valið um tvær leiðir. Að leggja auknar skattbyrðar á þegnana eða að draga saman seglin, að minnsta kosti um stundarsakir. Stefna í fjármálum hins opinbera á ákveðnum tíma hefur þannig ekki einungis bein áhrif á afkomu þálifandi kynslóða heldur einnig á komandi kynslóðir. Með nokkurri einföldun má skipta þeirri vinnu sem liggur að baki kynslóðareikningum í þijú þrep: Aflað er upplýsinga um það hvernig hinir ýmsu skattar lögðust á skattgreiðendur á ákveðnu tíma- bili og hvernig greiðslurnar skiptust eftir aldri og kyni. Aflað er upplýsinga um það hvernig opinber gæði (vörur, þjón- usta og bótagreiðslur) féllu ein- staklingum til á sama tímabili, einn- ig með tilliti til aldurs og kyns. Reiknuð er út heildarskattbyrði einstaklings yfír ævi hans og heild- arvirði þeirra opinberu gæða sem hann mun njóta miðað við að þær reglur um skatta, tilfærslur og út- hlutun opinberra gæða sem voru við lýði á viðmiðunartímabilinu verði óbreyttar. Þetta er gert fyrir bæði kynin og fólk á ólíkum aldri, þar með talið ófædda. Niðurstaðan er grunnur að mati á svokallaðri hreinni skattbyrði kyn- slóðanna. Þessi skattbyrði er skil- greind sem munurinn á heildarskatt- greiðslum meðaleinstaklings af hverri • kynslóð og heildarútgjöldum hins opinbera vegna hans yfir ævina. Reikningar miðaðir við 1995 Viðmiðunartímabilið fyrir ísland var árið 1995 og miðast því allir útreikningar við þær reglur sem voru í gildi það ár um skatta og skyldur hins opinbera, arð af eign- um, skuldir og fleiri þætti. Arið 1995 einkenndi stöðugleiki efna- hagslífíð en hagvöxtur var þó meiri en hann hafði verið í mörg ár á undan. Stöðugleikinn er ein ástæða þess að það ár var valið en hann kom meðal annars fram í lítilli verð- bólgu, jafnvægi á viðskiptum við útlönd, góðri afkomu fyrirtækja og hagstæðri launaþróun. Neikvæðir þættir á árinu voru umtalsvert at- vinnuleysi, háir vextir og talsverður fjárlagahalli auk þess sem skuldir hins opinbera voru miklar. Kyn- slóðareikningar endurspegla efna- hagsástandið hverju sinni. Miklu skiptir því að ástandið á viðmiðun- artímabilinu sé dæmigert fyrir með- alár og alla jafna væri betra að viðmiðunartímabilið væri Iengra en eitt ár. Er ætlunin að í framtíðinni verði aflað gagna fyrir fleiri ár en 1995. Jafnframt verður þá hægt að skoða allar breytingar sem hið opinbera gerir á skatta- og út- gjaldastefnu á ákveðnu tímabili og áhrif þeirra á afkomu kynslóðanna. Tekjum og útgjöldum skipt á kynslóðir Hvorki er unnt að skipta öllum útgjöldum hins opinbera á ákveðnar kynslóðir né rekja allar tekjur til ákveðinna kynslóða. Á Islandi reyndist unnt að tengja um 92% tekna hins opinbera við einstakl- inga. Það er mjög hátt hlutfall mið- að við það sem gerist erlendis. Hlut- fall þetta var t.d. 73% í Danmörku. Þær 8% tekna hins opinbera sem ekki var mögulegt að tengja við einstaklinga eru meðal annars vaxtatekjur af ýmsum kröfum hins opinbera, innborganir frá Seðla- banka og arðgreiðslur frá B-hluta ríkisins. Ekki tókst að tengja jafnhátt hlutfall af útgjöldum hins opinbera við einstaklinga eða einungis um 53%. Þetta er þó sambærilegt við það sem gerist erlendis. í sumum tilfellum var ekki einsýnt hvernig skipta ætti kostnaði á einstaklinga. Kostnaðarmat í heilbrigðiskerfinu var sérstaklega vandmeðfarið mál. Það mat sem notað var er það besta sem völ er á, enn sem komið er. Vegna þess hve stór hluti ríkisút- gjalda rennur til heilbrigðismála skiptir miklu fyrir kynslóðareikn- inga að mat á skiptingu kostnaðar vegna þeirra sé sem nákvæmast. Af sömu ástæðu er skipting kostn- aðar við menntakerfi mikilvæg. Þau útgjöld sem ekki er hægt að skipta á einstaklinga eftir aldri og kyni teljast í útreikningunum neysla hins opinbera. Sem dæmi má nefna að til neyslu hins opin- bera teljast útgjöld til samgöngu- mála, löggæslu, orkumála, ýmissa atvinnumála og fleiri þættir, sam- tals um 30% af_ heildarútgjöldum hins opinbera á íslandi árið 1995. Um 17% af heildarútgjöldum hins opinbera teljast fjárfesting og einn- ig fer stór hluti í vaxtagreiðslur. Athygli skal vakin á því að hluti þess sem telst í skilningi kynslóða- reikninga neysla, hins opinbera á ákveðnu ári, svo sem uppbygging samgöngumannvirkja, byggir upp þjóðarauð og kemur væntanlega að notum um langa framtíð. í sam- ræmi við erlendar venjur eru þó slíkar varanlegar eignir sem ekki skila tekjum í ríkissjóð ekki taldar með eignum ríkisins í íslensku kyn- slóðareikningunum. Þetta þýðir að neysla fyrri kynslóða er ofmetin en sá auður sem þær skila til næstu kynslóða vanmetinn. í töflu 1 má sjá heildarumsvif ríkisins árið 1995 og hvernig tekjur og gjöld skiptust á flokka í kyn- slóðareikningunum. Tafla 2 sýnir nánar hvaða þættir teljast til hvers flokks. Við gerð kynslóðareikninganna þarf að reikna út hreinan auð hins opinbera, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Til eigna teljast allar þær eignir A- og B-hluta ríkis og sveit- arfélaga sem skila arði til hins opin- bera. Skuldamegin munar mest um skuldabréf ríkis og áfallna vexti á þau, lífeyrisskuldbindingar og erlend lán. Fundinn var mismunur heildar- eigna og skulda og hann notaður sem mat á hreint verðmæti hins opinbera. Niðurstaðan er að hreint virði hins opinbera var neikvætt um 233 milljarða árið 1995, það er eign- ir voru minni en skuldir. Mestu munar um hreinar skuldir A-hluta ríkissjóðs upp á um 295 milljarða króna, í B-hluta eru eignir umtals- vert meiri en skuldir og hrein eign um 88 milljarðar króna. Loks eru hreinar skuldir sveitarfélaga um 25 milljarðar króna. Góð gögn fyrir ísland Yfirleitt var aðgengi og úrvinnsla gagna fyrir kynslóðareikninga ágætt á íslandi. Flestar þjóðir hafa þurft að aðlaga gögn á ýmsan hátt, t.d. vegna þess að þau eru frá mis- munandi tímum eða aðeins hafa verið til upplýsingar fyrir annað kynið o.s.frv. en þessa þurfti sjaldn- ast fyrir ísland. Stofnanir hins opin- bera á íslandi virðast halda vel utan um ýmsar upplýsingar í samanburði við stærri lönd og mikið er fyrir- liggjandi af gögnum. Smæð íslensks samfélags auðveldar og gagnaöflun en hún gerir kleift að fá upplýs- ingar um raunverulegar greiðslur eftir kyni og aldri einstaklinga, til dæmis í almannatryggingakerfinu eða í skatta, sem er óhugsandi víð- ast hvar erlendis. Gengið er út frá tilteknum for- sendum um mannfjöldaþróun, hag- vöxt og ávöxtunarkröfu. Gert var ráð fyrir því að skuldasöfnun hins opinbera væru takmörk sett, nánar tiltekið að árið 2200 þyrftu eignir hins opinbera að vera jafnar skuld- um. Þetta þýðir að samanlögð skattbyrði núlifandi kynslóða og þeirra sem fæðast fyrir 2200 verður að standa undir allri neyslu hins opinbera fram til 2200, auk þess að greiða upp skuldir umfram eign- ir árið 1995. Til að bera saman upphæðir sem ríkið eða einstaklingar reiða af hendi á mismunandi tíma er beitt svokallaðri núvirðingu. Núvirðingin gerir kleift að bera saman fjárhæð- ir á mismunandi tímum og tekur hún þannig tillit til þess að upphæð- ir sem greiddar eru nú skipta meira máli en upphæðir sem greiddar eru síðar, að öðru jöfnu. Miðað er við ákveðna vaxtakröfu og var hún ákveðin 6% fyrir ísland. Þetta þýðir að upphæð sem reidd er af hendi eftir ár þarf að vera 6% hærri en upphæð sem reidd er af hendi í dag til þess að áhrif hennar mælist þau sömu í kynslóðareikningunum. Vegna núvirðingarinnar skipta upp- hæðir sem koma til greiðslu eftir lokaár reikninganna, árið 2200, hverfandi máli. Reiknað var með 1,5% hagvexti, þ.e. vexti vergrar landsframleiðslu á mann á ári. Afar erfitt er að spá fyrir um hagvöxt langt fram í tím- ann. Talan sem notuð var er nokkru lægri en meðaltal eftirstríðsáranna á Islandi en sambærileg við þær sem notaðar hafa verið við kyn- slóðareikninga í nágrannalöndun- um og nálægt meðaltali hagvaxt- arspáa fyrir iðnríki á Vesturlöndum. Spá um mannfjöldaþróun, aldurs- og kynjadreifingu var fengin frá Byggðastofnun. Rétt er að taka fram að lífeyris- sjóðakerfinu er haldið fyrir utan reikningana en sami háttur hefur verið hafður á í öðrum löndum þar sem kynslóðareikningar hafa verið gerðir. Þetta gerir það að verkum að hrein skattbyrði kynslóða fram- tíðarinnar virðist nokkru meiri en búast má við væru þeir inni. Nokk- urt verk er að meta áhrif lífeyris- sjóðakerfisins en ætlunin er að það verði gert. Helstu niðurstöður Reikningarnir sýna að hrein skattbyrði er misjöfn milli kynslóða og kynja. Hrein skattbyrði kvenna virðist að jafnaði mun minni en karla. Hluti af skýringunni liggur í launamun kynjanna og því lægri skattgreiðslum kvenna en fleira kemur til. Væntanlega er hrein Tekjuskattur Eignarskattur 700 þ 140 Þúsundir kr. Samtals 64.393 milljónir kr. 600 / \ 120 Samtals 9.311 milljónir kr. 500 z' Karlar v. 100 / Karlar \. 400 / \ 80 / \ 300 / \ 60 / \ 200 / Konur \ 40 / , ■ Konur 100 J . *'' ' ■ *. N 20 / . /j ' No „5> <p s5> <£> •$> <{> <í> >P «5> >5> <P <á> <g> Aldur áriö 1995 Aldur áriö 1995 Aörir beinir skattar VSK og aðrir óbeinir skattar Þúsundir kr. ÞúsundiLkt. 140 Samtals 4.974 milljónir kr. 500 Samtals 71.722 mllljónir kr. s' / Karlar 400 / \ 100 / \ / Karlar = Konur 80 / ---- \ 300 / \ 60 200 / 40 f'' Konur \ \ f / * * 100 / / „ * N° <í> 1P <á> <í> * |P (P ^ Aldur áriö 1995 Aldur áriö 1995 1. mynd. Meðalskatthyrði hverrar kynslóðar árið 1995 (92% dreift á kynslóðir) Fræðslukerfi Þúsundir kr. Aldur árið 1995 Heilbrígðiskerfi Þúsundir kr. *<5><{><$$><5>é>«Ptf>«j> Aldur áriö 1995 Velferðarkerfi Almannatryggingakerfi Þúsundir kr. Aldur árið 1995 Þúsundir kr. Aldur árið 1995 2. mynd. Meöalcndurgreiðslur lil hverrar kynslóðar árið 1995 (52% dreift á kynslóðir)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.