Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HIÐ nýja þjónustusel í Skeijafirði, Þorrasel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt þjón- ustusel fyr- ir aldraða í Skeijafírði OPNAÐ hefur verið þjónustusel fyrir aldraðra í Skerjafirði áfast við íbúðir eldri borgara við Þorra- götu og hefur það hlotið nafnið Þorrasel. Samstarf hefur tekist á milli Reykjavíkurborgar og Félags eldri borgara í Reykjavík um að félagið taki að sér rekstur þessar- ar félagsmiðstöðvar. í Þorraseli verður fjölhæft tómstundastarf sem félagið sér um í samvinnu við íbúa í fjölbýlishúsunum en að sjálfsögðu er öllum Reykvíking- um 60 ára og eldri frjálst að koma. Rekstur Þorrasels er nýjung. Verður reynt í 1 ‘A ár hvernig það gengur að Félag eldri borgara reki starfsemi í húsnæði sem borgin á að öllu leyti. Starfsemin mun aðallega fara fram vikra daga milli kl. 13 og 17 en síðar mun verða um frekara starf að ræða. Húsnæðið er 400 fm og hefur verið mjög haganlega gert til að hægt sé að bjóða upp á góða að- stöðu til tómstundastarfs. Sérs- takir klúbbar verða stofnaðir t.d. bókaklúbbar, gönguhópar, leik- fimi, myndlistarklúbbur, handa- vinnu- og föndurklúbbur svo að nokkuð sé nefnt en vel tekið í góðar hugmyndir. Forstöðumaður hefur verið ráðin Sigrún Ögmunsdóttir mynd- listarkennari en Unnur Kjartans- dóttir henni til aðstoðar. Sljórn Þorrasels skipa Páll Gíslason for- maður, Jakob Tryggvason og Brynhildur Olgeirsdóttir frá FEB en Viggó Maack frá íbúum fjölbýl- ishússins og Anna Þrúður Þor- kelsdóttir frá félagsmálaráði Reykjavíkurborgar. stjórnbúnaður Þú finnur i varla betri j lausn. i = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 TÓNLIST var flutt þegar Þorrasel var formlega opnað. GLÍMT við lax á Rangárflúðum. Islandsmetið hélt vel UM 3.000 laxar veiddust í Rangán- um, Þverá og Hólsá í sumar og var því nokkuð langt í að íslandsmetið úr Laxá í Kjós og Bugðu frá 1988 félli. Þá veiddust 3.820 laxar. Talan að austan dugði þó í efsta sætið yfir landið á nýlokinni vertíð. Sjóbirt- ingsveiði er nú senn að ljúka og virð- ist hún víðast hvar fjara rólega út eftir líflegan septembermánuð. Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri- Rangár og vesturbakka Hólsár, sagði í gærdag að alls hefðu 1.100 laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá, 1.790 laxar í Eystri-Rangá og 65 laxar í Þverá. Margir höfðu búist við mun meiri veiði á svæðinu mið- að við gífurlegan fjölda slepptra gönguseiða. Til að mynda var 100.000 seiðum sleppt í Þverá, en sumaraflinn varð aðeins 65 laxar sem fyrr segir. „Við höldum nú að heimtumar hafi verið betri en sú tala segir, Þveráin var illgeng fram- an af sumri og við höldum að fullt af laxi sem ætlaði í hana hafi þvælst um í neðri hlutum Rangánna beggja. Þegar það fór að rigna meira seinna um sumarið gekk eitt- hvað af laxi loksins í Þverána, en þá kom á móti að menn þekkja ána ekkert, vita ekki um veiðistaði auk þess sem hún var á stundum lítið stunduð, sennilega vegna skorts á tiltrú," bætti Þröstur við. Veiðin byggist á sleppingum Sem kunnugt er, eru Rangárnar tilbúnar laxveiðiár sem byggjast á gífurlegum sleppingum gönguseiða. Þröstur og bændur við Ytri-Rangá hafa þó reynt eftir fremsta megni að koma upp náttúrulegum Rangár- stofni og í því skyni veitt lax úr ánni í klak. Klakveiði er lokið og veiddust m.a. á annan tug laxa í sleppitjörninni við Hellu, en inn í hana hafði synt torfa af laxi. Sýnir það betur en nokkuð annað að lax- inn ætlar heim og ekkert annað. Þröstur sagði að laxarnir yrðu kreistir og stroknir á næstu dögum og væri margur fallegur laxinn sem biði afgreiðslu, m.a. allt að 20 punda hrygnur. Sjóbirtingsveiði fjarar út... Sjóbirtingsveiði hefur fjarað nokkuð út að undanförnu og sums staðar er henni í raun lokið. Fyrir skömmu fréttist af hollum á Segl- búðasvæðinu í Grenlæk og í Eld- vatni í Meðallandi þar sem veiðin var ekki annað en örfáir legnir smáfiskar. Iþróttaskóli fyrir 9 ára og yngri Böm eiga að fá hálftíma hreyf- ingn daglega Arngrfmur Viðar Ásgeirsson IÞRÓTTASKÓLI ÍR hóf starfsemi i' fyrra með kennslu fyrir böm hverfisins, 9 ára og yngri, á laugardögum í IR-heimil- inu. I ár er kennslan hins vegar í íþróttahúsum Selja- skóla, Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla í umsjón Arngríms Viðars Arngríms- sonar, sem jafnframt er skólastjóri íþróttaskólans, og Ingibjargar Guðmunds- dóttur íþróttakennara. Börn 6-9 ára geta fengið kennslu einu sinni til þrisvar í viku rétt eftir skólatíma og 3-5 ára bömum er kennt á laug- ardögum. - Hvernig er kennsl- unni háttað? „Fyrsti og annar bekkur og þriðji og fjórði bekkur eru sam- an í tímum, eða tveir hópar úr hverjum skóla, mest 15-20 börn í hópi. Sem stendur eru 76 börn úr skólunum þremur í íþróttakennslu hjá okkur en bestu undirtektirnar hafa verið hjá foreldrum barna í Breiðholtsskóla. Minnsta aðsóknin er úr Seljaskóla, sem við kunnum engar skýringar á. Kynning og skráning stendur enn yfir þannig að við búumst við að nemendur muni nálgast hundraðið á haust- önn.“ - Hvers vegna er skóiinn starf- ræktur? „Börn á þessum aldri hafa þörf fyrir daglega hreyfíngu, í að minnsta kosti 30 mínútur. Þetta hefur reyndar verið krafa kennara og samfélagsins. íþróttakennsla hefur frekar dregist saman í skól- um síðastliðin tíu ár en hitt. Börn- in eiga yfirleitt tvo tíma á viku í íþróttahúsinu og einn tíma í sundi. Kennsla íþróttaskólans er hrein viðbót við þá hreyfingu sem barni fær í grunnskólanum. - Hvernig er kennsian byggð upp? „Áhersla er lögð á fjölbreytta leiki og æfingar sem tengjast ýmsum íþróttagreinum, grunn- hreyfíngar eins og jafnvægi, að halda takti, hlaupa, stökkva, kasta og grípa, og þá er áhersla lögð á slökun og úthald. Markmiðið er ekki keppni, heldur að efla líkams- og félagsþroska nemenda í gegn- um leiki og æfingar." - Fá mörg börn ónæga hreyf- ingu að þínu rnati? „Það eru dæmi um að börn skorti hreyfingu, en ekki gott að átta sig á því. Slík börn sækja kannski ekki íþróttaskóla. Ég varð minna var við þetta úti á landi en tel að hreyfingarleysi geri kannski enn frekar vart við sig eftir tíu ára aldur þegar börnin fara að sitja meira fyrir framan tölvu eða sjónvarp. Börn 6-9 ára eru viljug til þess að hreyfa sig en fá kannski ekki möguleika til þess.“ - Er íþróttakennsla næg á íslandi að þínu mati? „Nei, alls ekki en er reyndar misjöfn og ræðst alfarið af áhuga viðkomandi skólayfir- valda. Það breytist væntanlega eftir endurskoðun aðalnámskrár. Iþróttakennslan á að vera á for- sendum barnsins sjálfs, með áherslu á fjölbreytni og virkni nemenda. Einnig er áhersla lögð á tillitssemi, samvinnu og hlýðni." - Hvernig er líkamlegt ásig- komulag íslenskra barna miðað við börn annars staðar? „Um þessar mundir er verið að gera könnun byggða á erlendri fyrirmynd sem nefnist „Eurofit". ► ARNGRÍMUR Viðar Ásgeirs- son fæddist á Borgarfirði eystra árið 1968. Hann stundaði nám við Kennaraháskóla íslands og lauk prófi þaðan árið 1992. Að þvi búnu kenndi hann íþróttir víðs vegar um land, meðal ann- ars á Stóru-Tjörnum, Borgar- firði eystra og síðastliðin tvö ár á Hvammstanga. Hann á sæti í forvinnuhópi á vegum menntamálaráðuneytis vegna endurskoðunar námsskráa. Við- ar er kvæntur Sesselju Trausta- dóttur kennara og blaðamanni á DV og eiga þau tvö börn. Umsjón með henni hafa tveir ís- lenskir íþróttakennarar sem eru í samstarfi við koliega sína í nokkr- um skólum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin er ekki gerð í öllum skólum en mið- ast við úrtak og markmiðið að mæla sjö tiltekin atriði sem varða afkastagetu og líkamshreysti barna á grunnskólaaldri. Niður- staðan verður síðan borin saman við útkomu í nágrannalöndum." - Hvernig er kennslu fyrir yngstu börnin háttað? „Við leggjum áherslu á grunn- færni og leiki og að börnin séu að fást við eitthvað spennandi. Kennslan hefur staðið yfir tvo laugardaga og við urðum að skipta hópnum því nemendurnir eru 53, helmingi fleiri en í fyrra. Nú er boðið upp á íþróttakennslu í sum- um leikskólum og foreldrar eru mjög meðvitaðir um að börnin þeirra þurfi að hreyfa sig.“ - Telur þú að íþróttafélögin muni alfarið sinna íþróttakennslu í framtíðinni í stað skólanna sjálfra? „Félögin geta alveg tekið kennsluna að sér og það ætti ekki að vera dýrara fyrir skólana. Þetta er bara byrjunin, því þörfin er næg. Svo er það líka stefna ÍSÍ að börn eigi ekki að sérhæfa sig í einstaka íþróttagreinum of ung. Það er æskilegra að þau prófí sem flestar greinar áður en þau gera upp hug sinn og tilgangurinn er líka sá að lengja tímabilið þegar barnið stundar íþróttir." - Er þessi starf- semi ekki bara til þess að auka aðsókn barnanna að íþróttafélög- unum? „Jú, auðvitað er það líka hugs- unin en það er jafnframt verið að gera fleirum kleift að starfa innan félaganna en áður. Það hafa ekki öll börn áhuga á því að æfa fót- bolta eingöngu eða fimleika svo dæmi séu tekin. Sum vilja kannski bara fara í íþróttasalinn og leika sér með vinum sínum og prófa sig áfram í ýmsum íþróttagreinum." Áhersla er lögðáfjöl- breytta leiki og æfingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.