Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 40
•40 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Aðgengi fyrir alla BYGGÐASTEFNUR stjórnvalda á undanförnum áratugum hafa ver- ið að breytast. Styrkjafyrirkomu- lagið er að mestu eða alveg hætt og jákvæðari þróun hefur tekið við svo sem sameining sveitarfélaga og efling þeirra. Stjórnun, menntun og félagsleg þróun hefur færst nær fólkinu sjálfu. Oflugri byggðarlög og samvinna sveitarfélaga eru undirstaða fram- fara og uppbyggingar, sem gerir heimabyggðina eftirsóknarverðari. Það er því grundvallaratriði að í hverju byggðarlagi sé búið svo að öllum þegnum þess að þeir vilji búa þar og taka þátt í að byggja upp gott og heilbrigt mannlíf á staðnum. Ég sá í fréttum sjónvarps fyrir stuttu þar sem bæjarstjórinn í Snæ- fellsbæ lýsti því yfir að það þyrfti að gera átak í byggðarlaginu til þess að hefta brottflutning fólks og þá sérstaklega unga fólksins. Einn liður í því var að byggja íþróttahús og önnur íþróttamann- virki. Þetta sýnir stórhug og virð- ingarverða stefnu. Til þess að efla íþrótta- og félagslíf og með því m.a. að búa unga fólkið undir lífs- baráttuna er fátt eitt betra en heil- brigð sál í hraustum líkama. En það þarf meira að koma til. I marga áratugi hafa fatlaðir orðið að flytja úr sínu byggðarlagi vegna þess að aðgengi að mannvirkjum og umhverfí þeirra hefur verið ófull- nægjandi. Flestir þessara einstakl- inga hafa orðið að flytja til Reykja- víkur, á höfuðborgarsvæðið eða til ' stærri byggðarkjarna á landinu þar sem læknisþjónusta og aðgengi hefur verið heldur betra. Það var því fagnaðarefni að enn eitt skref í rétta átt var tekið í byrjun þessa árs þegar félagsmála- ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu með sér sam- komulag um verkefni á sviði að- gengismála fatlaðra til ársloka 1998. Með samkomulagi þessu er komið á markvissu starfi í aðgeng- ismálum fatlaðra. Samband ís- lenskra sveitarfélaga tekur að sér m.a. að hvetja sveitarfélög til þess að sinna aðgengismálum með skipulegum hætti og þau eru hvött til að vinna að áætlunum um nauð- synlegar úrbætur á aðgengi opin- berra bygginga, þjónustustofnana og gatnakerfis. Morgunblaðið/Golli NÚ GETUR umhverfismálaráðherra litið með stolti á „Þránd í götu“, listaverk, sem landssamtökin Sjálfsbjörg afhentu honum sem áminningu um óviðunandi aðkomu að ráðuneytinu í Vonarstræti 4 fyrir nokkrum árum. Fullkomin lyfta er komin og aðgengi stórbætt og til fyrirmyndar. Höfundur er á myndinni. Það er ekki nóg að ein- göngu opinberir aðilar sinni þessu hagsmuna- máli íbúa landsins, segir Olafur Jensson, heldur er mikilvægt að allir leggist á eitt. Nokkur sveitarfélög hafa nú þeg- ar gert myndarlegt átak í aðgengis- málum og eru farin að vinna skipu- lega að úttektum og úrbótum á gatnakerfi, byggingum og umhverfi þeirra. Það er ekki nóg að eingöngu opinberir aðilar sinni þessu hags- munamáli íbúa landsins heldur er mikilvægt að allir leggist á eitt. Á ___STEINAR WAAGE___ SKÓVERSLUN Moon Boots Nýtt kortatímabil Verð: 2.495 Stærðir: 23-35 Litir: Bláir, rauðir og gulir Ath: Mjög góður stamur sóli Mikið úrval af barnakuldaskóm 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE # S KÓVERSLUN SfMI 551 8519 Toppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 568 9212 .# undanförnum árum hefur skilning- ur stjórnenda fyrirtækja og þjón- ustustofnana farið vaxandi á þörf og þýðingu góðs aðgengis. Mörg atvinnufyrirtæki hafa á undanförn- um árum unnið mjög myndarlega að úrbótum og bætt þjónustu við fatlaða og aðra þá sem þarfnast góðs aðgengis. Það yljar manni um hjartarætur að sjá hversu víða eru komnar skábrautir við aðkomu mannvirkja en það er ekki nægilegt að hafa skábraut ef hún er of brött. Skábrautir þurfa að vera áberandi, ein- faldar, vel merktar og með góðu handriði. Það er mjög virðing- arvert að hafa full- komna snyrtingu fyrir hjólastóla og þá frekar fleiri en færri en það er ekki fullnægjandi ef þær eru notaðar sem geymslur eða eru læst- ar. Það er afar góður hugur sem fylgir máli að hafa hjólastóla til reiðu fyrir þá sem þurfa þess, en það er ekki fullnægjandi ef þeir eru skítugir, rangskreiðir eða með öðrum orðum ekki vel við haldið. Það er alltaf mikil ánægja og þægileg til- finning að virða fyrir sér fagra og vel unna hluti eins og handrið, en það verður að vera hægt að taka um það. Best er að hafa bíla- stæði fatlaðra við innganga og vel merkt. Sterkir litir geta oft hjálpað til leiðbeiningar. Strætisvagnar geta verið merktir með lit við hliðina á merkingu á leið. í neyðartilfellum þarf að hafa blikkandi ljós m.a. til að vekja at- hygli heyrnarskertra á hættu. Hljóð frá umferðarljósum er komið víða til að gera blindum ljóst að þeir geti gengið yfir á gang- braut. Það er þvi áríðandi að bif- reið sé ekki stöðvuð inni á gang- braut eða lagt upp á gangstígum og hindri þannig blindan eða sjón- skertan mann á göngu sinni. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi sem gott er að hafa í huga við endurbætur og byggingu mann- virkja til þess að hafa gott aðgengi fyrir alla. Hugsum jákvætt - sýnum stór- hug og gerum ísland að fyrirmynd annarra landa með góðu aðgengi árið 2000. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Iþróttasambands fatlaðra. Eigum fyrirliggjandi handlyftivagna á frábæru verði. Verð frá kr. 37.842.- með vsk. Á tvöföldum hjólum, 2500 kg. lyftigeta. Að gleyma fólk- inu í bænum ENN einu sinni gleymir bæjarstjóm Hafnarfjarðar fólkinu í bænum. Nú eru það enn og aftur íbúar í Setbergs- og Mosahlíð- arhverfum sem gleym- ast. Þeir hafa alveg gleymt því að fólkið sem býr í þessum hverfum hefur þörf fyrir þjónustu. Á fyrsta bæjarstjórn- arfundi eftir sumarleyfi staðfesti meirihluti bæjarstjómar með mót- atkvæðum minnihlut- ans, fundargerð skipu- lagsnefndar þar sem einum verktaka bæjarins er heimilt að byggja þijú níu íbúða fjölbýlishús þar sem áður var búið að reikna með fjórum parhúsum. Þetta er fjölgun um 19 íbúðir í hverfi þar sem öll þjónusta frá hendi bæjarins er löngu sprungin og annar ekki eftir- spurn. Þó er ekki minnst á að í skipu- lagsskilmálum fyrir hverfið er kveð- ið á um að hús skuli falla að landinu íbúar Setbergs og Mosahlíðar verða að mótmæla skipulaginu skriflega, segir Pétur Már Sigurðsson, og kynna sér nýtt deili- skipulag Klettabergs. en það er ekki samkvæmt þeim heimilt að byggja fjögurra hæða hús á þessum stað. Nú mun ég fjalla um nokkur atriði sem útskýra hverju bæjarfulltrúarnir hafa gleymt. Þeir hafa gleymt því að þegar fólk festir kaup á húsnæði kynnir það sér skipulag og þjónustu þess hverfís sem það vill búa í. Þetta gerir fólk til þess að tryggja að fjöl- skyldan njóti öryggis og að börnin alist upp við góðar aðstæður, ásamt því að menn vilja tryggja fjárfesting- una. Þess vegna furðum við í stjóm Hverfafélags Setbergs og Mosahlíð- ar okkur á útreikningum og sam- þykktum bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar. Fyrst skulum við líta á nokkrar staðreyndir um grunnskólamálin. Um það bil 27% íbúa hverfísins eru í Setbergsskóla eða 704 börn, þar af eru 3 tíundu bekkir en 5 fyrstu bekkir og á næsta ári er búist við 6 fyrstu bekkjum. Þannig að aldurs- skipting bama og unglinga í hverf- inu er eins og píramíti. Með einföld- um útreikningi má sjá að eftir þijú ár má búast við að Setbergsskóli sem getur rúmað um 400 börn miðað við einsetningu verði með á níunda hundrað bama. Þetta segir okkur að það vantar að minnsta kosti einn hliðstæðan skóla í hverfíð, jafnvel þó að nem- endum fækki seinna meir niður í 18% af íbúum hverfisins, sem er landsmeðaltal. í öðm lagi skulum við líta á leik- skólamál. Samkvæmt sömu útreikn- ingum og að ofan er varlega áætlað að um það bil 400 íbúar hverf- isins séu á leikskóla- aldri. Þar með ættu að vera fjórir leikskólar í hverfínu, en ef við reiknum með að þetta jafni sig út að lands- meðaltali er raunveru- leg þörf þrír leikskólar. En í hverfinu er í dag bara einn leikskóli og annar verður tekinn í notkun um áramót. Þá vantar einn leikskóla í hverfíð og eftir því sem við best vitum eru eng- ar áætlanir til um að byggja hann. í þriðja lagi hefur bærinn gleymt þörfum barna fyrir leiksvæði. I skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir litlum leiksvæðum hér og þar um hverfið, á nokkruin stöðum hefur bærinn sett upp leiktæki, á öðrum stöðum hafa þeir sett upp hóla en önnur og fleiri svæði em bara dmllu- svað. Ekki er einn einasti góður sparkvöllur í hverfinu (sem er á stærð við Húsavík), eða aðstaða til að spila körfu- eða_ handbolta, nema á skólalóðinni. Óformlega hefur þetta verið rætt við bæjarstjóra án árangurs. í fjórða lagi eru það umferðar- og gatnamál. Samkvæmt skilmálum skipulags hverfísins verða bílastæði að vera innan lóðarmarka hvers húss og að minnsta kosti tvö stæði á hveija íbúð. En í framangreindu tilfelli er leyft að nota götuna fyrir bílastæði. Þetta þrengir svo að göt- unni að stórhætta er á slysum. Jafn- framt er ekki úr vegi að minnast á að safnbrautirnar í hverfínu eru það þröngar að eini staðurinn sem fannst til þess að setja niður biðskýli Al- menningsvagna var á gangbrautinni að skólanum. Og urðu íbúar hverfís- ins sárir er þeir áttuðu sig á því að þetta var biðskýli en ekki athvarf fyrir gangbrautai’vörð. í fimmta^ lagi eru líka unglingar í hverfinu. I dag er ósköp lítil þjón- usta fyrir þá nema þá helst í Vitan- um við Strandgötu. Aftur á móti vitum við af því að bæjaryfirvöld eru farin að huga að því máli en við viljum minna ykkur á að eftir nokkur ár verða unglingarnir orðn- ir 400 í hverfinu og það er ekki seinna vænna að fara að vinna markvisst í þeim málum til að fyrir- byggja vandræði. Af framangreindu má sjá að íbú- ar Setbergs og Mosahlíðar verða að hafa augun hjá sér og fylgjast vel með því sem yfirvöld eru að gera. Vegna þess að ekki eru fleiri hverfi í Hafnarfirði tilbúin til bygg- ingar leyfa þeir verktökum að hanna stærri hús í hverfinu en það er skipulagt fyrir, til þess að koma í veg fyrir göt í verkefnaskrá þeirra. Þetta er alveg ótækt. íbúar Set- bergs og Mosahlíðar verða að mót- mæla þessu skriflega og kynna sér nýtt deiliskipulag Klettabergs. Kynning á skipulaginu fer nú fram og er frestur til athugasemda til 30. október. Höfundur er í stjórn Hverfafélags Setbergs og Mosahlíðar. Fjölbreytt æskulýðsstarf byggt á traustum grunni kristinnar trúar * www.kirkJan.is/KFUM I Pétur Már Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.