Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 55 P > w h 'P' > ¥ I > I P 3 .3 P I i 3 I i L HESTAR Gróska í hrossauppboðum í Þýskalandi Þótti frá Hól- um fór á tæpar fimm milljónir Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞÓTTI frá Hólum sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Þöll frá Hólum kom fram á Equitana á síðastliðnum vetri þar sem Angantýr Þórðarson sýndi hann. Gerðu þeir þar góða ferð og sigruðu meðal annars í töltkeppni ganghesta af ýmsum kynjum. NÁTTFARI frá Wiesenhof hefur skilað góðu verki í Þýskalandi og þrátt fyrir orðróm um ranga ættfærslu móður hans telur fyrri eigandi hans Bruno Podlech að þau mæðgin hafi skilað góðum afkomendum í ræktun íslenskra hrossa í Þýskalandi og það skipti meginmáli. STÓÐHESTURINN Þótti frá Hól- um var fyrir skömmu seldur á upp- boði á Aegidienberg búgarðinum og var söluverðið 121 þúsund þýsk mörk eða rétt tæpar fimm milljónir íslenskra króna. Seljandinn var Angantýr Þórðarson sem er búsett- ur í Þýskalandi en hann keypti hest- inn hér á landi. Kaupendur voru tveir íslandshestabúgarðar, Aegidi- enberg búgarðurinn sem Walter Feldmann jr. rekur og Hof der Pferde í Austurríki. Það er félags- skapur sem kallast Gæðingar Group sem heldur þessi uppboð en það eru þrír kunnir þýskir hestamenn sem mynda þennan félagsskap, þeir Bruno Podlech, Walter Feldmann jr. og Andreas Trappe. Þijár hryssur á tæpar 3 milljónir Angantýr kvaðst að vonum ánægður með söluna en auk þessa seldi hann þijár góðar hryssur, Kolu frá Hamarshjáleigu undan Feyki frá Hafsteinsstöðum, Heklu frá Stærribæ undan Hektor frá Akureyri og Stúlku frá Vallanesi undan Erni frá Akureyri. Voru þær seldar á 22 ti! 24 þúsund mörk hver sem er ríflega 900 þúsund krónur. Alls voru tíu hross seld á uppboðinu og sagðist Angantýr hafa verið í Aegidienberg í fímm daga fyrir uppboðið og hafi margir komið að skoða hrossin á þeim tíma. Aðspurður kvaðst hann vissulega hafa verið svolítið hræddur um að fá ekki verð við hæfi fyrir hrossin en sig hafi langað að prófa þetta og hann sjái að sjálfsögðu ekki eft- ir því. Hann sagði að seljendur settu upp lágmarksverð og væri greini- legt að ekki borgaði sig að hafa það of hátt því slíkt fældi menn frá þátttöku í að bjóða. Þrír aðilar buðu í stóðhestinn og var mikil spenna meðan á því stóð, segir Angantýr. Það verð sem hér er nefnt er upp- hæðin sem kemur í hlut Angantýs en ofan á það bætist virðisauka- skattur, uppboðsgjald og ef til vill eitthvað fleira að hans sögn. Angantýr á nú tvo stóðhesta, Breka frá Eyrarbakka sem hann sýndi á heimsmeistaramótinu í Nor- egi í sumar með góðum árangri og ungan Piltsson frá Þúfu í Ölfusi og kvaðst hann vera vís til að selja þann síðamefnda. Því miður væri þetta síðasta uppboðið hjá Gæðing- ar Group á þessu ári. Angantýr sagði að mjög góð sala hefði verið á góðum íslenskum hrossum síðustu vikur. Hann hefði nú þegar selt allt sem hann keypti nýverið á Islandi og væri hann væntanlegur til landsins á morgun, fimmtudag, og hygðist kaupa fleiri hross. Væri hann að leita að hross- um í háum gæðaflokki. Átján vetra á tæpar sjö milljónir En það virðist alltaf eitthvað fréttnæmt gerast á uppboðum Gæð- ingar Group því á uppboði sem haldið var snemma í sumar á Wies- enhof seldi Bruno Podlech einn af gömlu stóðhestunum sínum, Nátt- fara frá Wiesenhof, á 170 þúsund þýsk mörk sem svarar til nærri sjö milljóna króna sem þykir hátt verð fyrir átján vetra stóðhest. Kaupand- inn var kanadiskur og fór hesturinn skömmu eftir uppboðið til Kanada. Náttfari er undan Hrafni frá Krögg- ólfsstöðum, aðalstóðhesti Wiesen- hof ræktunarinnar í rúma tvo ára- tugi. Móðir Náttfara er Perla frá Sauðárkróki sem er samkvæmt upprunavottorði undan Feng frá Eiríksstöðum og Síðu frá Sauðár- króki og því alsystir stóðhestsins kunna Sörla frá Sauðárkróki. Þessi ættarskráning vekur athygli því samkvæmt skriflegri staðfestingu undirritaðri af Sveini Guðmunds- syni á Sauðárkróki átti Síða tólf afkvæmi og ekkert þeirra samfeðra Sörla. Þar segir einnig að ekkert afkvæma Síðu hafi farið úr landi. Á upprunavottorði Perlu segir að Haraldur Sveinsson á Hrafnkels- stöðum sé seljandi hryssunnar og þegar haft var samband við hann sagðist hann vel kannast við þetta mál. Hann kvað það afleitt að hafa nafn sitt á þessu plaggi því hann hafi aldrei selt hryssu úr landi með þessari ættarskráningu né átt þátt í gerð slíkrar ættarskráningar. Erf- itt sé fyrir hann að sanna á óyggj- andi hátt að hann hafi ekki átt hlut að þessu máli. Haraldur segist hafa rætt þetta mál við Svein á ársþingi Landsam- bands hestamannafélaga fyrir all- nokkrum árum þegar hann hafi sýnt sér afrit af þessu vottorði. „Sveinn tók reyndar fram að hann tryði ekki að þetta væri mitt verk en væri að leita skýringa á því hvemig þetta hefði gerst,“ sagði Haraldur og bætti við að eina hugs- anlega skýringin sem hann gæti fært fram væri sú að hér ætti hlut að máli brún hryssa sem var í eigu vinar hans í Reykjavík og var í tamningu á Hrafnkelsstöðum vetur- inn 1968. „Sú hryssa hét að vísu 'Nótt og var einu ári eldri en gefið er upp á vottorðinu. Hún var undan Grana frá Sauðárkróki og hryssu frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi sem nú er komið í eyði. Þessi hryssa var seld fyrir mína milligöngu og fór frá mér í Sandhólafeiju þar sem henni var haldið undir hest,“ segir Haraldur ennfremur. í upprunavottorði segir að hryss- an hafi fengið fyl hjá stóðhestinum Vini frá Sandhólafeiju sumarið 1968. Bruno Podlech kaupir hryss- una Perlu frá Sauðárkróki í kring- um 1970 af Walter Feldmann eldri og þá með þessu upprunavottorði sem hér er getið um. Undan henni fékk hann stóðhestinn Náttfara sem síðar hlaut háan dóm sem einstakl- ingur og hefur getið sér gott orð sem kynbótahestur í Þýskalandi. Þess má geta að á Evrópumótinu sem haldið var í Hollandi 1979 fékk Reynir Aðalsteinsson lánaða hryss- una Pöndru frá Wiesenhof sem var einmitt undan þessari Perlu og fylgdi þá sögunni að móðir Pöndru væri alsystir Sörla frá Sauðárkróki. Bruno Podlech kannaðist vel við orðróminn um að ættarskráning Perlu væri ekki rétt. Hann hefði ekki fengið þetta staðfest þrátt fyr- ir eftirgrennslan og gæti hann því ekki annað en tekið mark á upp- runavottorðinu eins og það væri. Hann sagði ennfremur að úr því sem komið væri skipti ættartala hryssunnar Perlu í sjálfu sér ekki höfuðmáli. Hún væri búin að sanna sig með afkomendum sínum sem afbragðs kynbótahross og það væri fyrst og fremst það sem máli skipti. Valdimar Kristinsson Hinrik tvöfaldur skeiðmeistari HESTAR Austurríki ALÞJÓÐLEGA SKEIÐMEISTARAMÓTIÐ Alþjóðlega skeiðmeistaramótið var haldið um helgina í Wiener Neustadt sem er í útjaðri Vínarborgar. MÓTIÐ var að þessu sinni haldið í tengslum við hestasýningu þar sem við sögu komu önnur hrossakyn auk íslensku hestanna og þar af leiðandi betur sótt en fyrri mót Alþjóðlega skeiðmannafélagsins. Var talið að á sunnudeginum hafi verið á milli fímm og sex þúsund manns. Þykir þetta mót því hafa verið í sérflokki hvað varðar kynningu á íslenska hestinum. íslendingar voru atkvæðamiklir að venju þótt oft hafi þeir verið að- sópsmeiri í keppninni um verðlauna- sætin en nú. Eigi að síður stóðu þeir sig með miklum ágætum og má þar nefna árangur Hinriks Bragasonar sem vann báðar skeið- meistarakeppnirnar og mun það í fyrsta skipti sem einn og sami kepp- andinn vinnur í bæði 150 og 250 metra skeiðmeistarakeppni á þess- um mótum. Þá varð Sveinn Ragnars- son stigahæstur keppenda á Bokka frá Akureyri og Jóhann G. Jóhannes- son sigraði enn og aftur í A-flokki gæðinga á Lokku frá Störtal en hann hefur verið atkvæðamikill á Störtal-hrossum á þessum mótum undanfarin ár. Ule Reber, nýr eigandi heims- meistarahestsins Sprengju-Hvells frá Efstadal, mætti með gripinn í keppni í fyrsta sinn eftir mótið en ekki tókst betur til en svo að klárn- um skrikaði fótur í fyrsta spretti í 250 metrunum og heltist. Varð því þátttakan endaslepp að þessu sinni. Meiðslin reyndust ekki alvarleg. Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: A-flokkur gæðinga 1. Jóhann G. Jóhannesson á Lokku frá Störtal, 8,78 2. Trausti Þ. Guðmundsson á Draupni frá Sauðárkróki, 8,52 3. Sveinn Ragnarsson á Bokka frá Akureyri, 8,26 4. Piet Hoyos Austurríki, á Bessa frá Stóra-Hofi, 8,25 5. Gunnar Ö. ísleifsson á Frama frá Hafnarfirði, 8,25 Gæðingaskeið 1. Karly Zingsheim Þýskalandi, á Fáki. 2. Johan Stapinger á Valberg frá Flugumýri. 150 metra skeið 1.-2. Sveinn Ragnarsson á Bokka frá Akureyri, 14,6 sek. 1.-2. Jóhann G. Jóhannesson á Ægi frá Störtal, 14,6 sek. 3. Hinrik Bragason á Aski frá Djúpadal, 14,8 sek. 4. Höskuldur Aðalsteinsson á Aroni frá Stóra-Hofi, 15 sek. 5. Hulda Gústafsdóttir á Koli frá Stóra-Hofi, 15,1 sek. 250 metra skeið 1. Ule Reber Þýskalandi, á Sif frá Hóli, 22,4 sek. 2. Hinrik Bragason á Eitli frá Akur- eyri, á 22,5 sek. 3. Klaas Duthil Hollandi, á Trausta frá Hall, 22,6 sek. 4. Jóhann G. Jóhannesson á Ægi frá Störtal, 22,6 sek. 5. Karly Zingsheim Þýskalandi, á Fáki, 22,9 sek. Slaktaumatölt 1. Arnar Grant á Höfga frá Dals- mynni. 2. Jóhann G. Jóhannesson á Káti frá Störtal. 3. Piet Hoyos Austurríki, á Bessa frá Stóra-Hofi. Samanlögð stigakeppni 1. Sveinnn Ragnarsson á Bokka frá Akureyri. 2. Hinrik Bragason á Eitli frá Akur- eyri. 3. Ule Reber Þýskalandi, á Sif frá Hóli. Skeiðmeistarakeppni - 150 m 1. Hinrik Bragason á Aski frá Djúpadal. 2. Höskuldur Aðalsteinsson á Aroni frá Stóra-Hofi. 3. Hulda Gústafsdóttir á Koli frá Stóra-Hofí. 4. Sveinn Ragnarsson á Bokka frá Akureyri. Skeiðmeistarakeppni - 250 m 1. Hinrik Bragason á Eitli frá Akur- eyri. 2. Jóhann G. Jóhannesson á Ægi frá Störtal. 3. Klaas Duthil Hollandi á Trausta frá Hall. 4. Eva Dyroy, Noregi, á Glettingi. Valdimar Kristinsson Piltur nærri heið- ursverð- launum í FRÉTT af nýjum útreikn- ingum kynbótamats í Morg- unblaðinu nýlega var ekki farið rétt með stigatölu og fjölda afkvæma hjá Pilti frá Sperðli. Hann mun vera með 120 stig og 49 afkvæmi en ekki 119 stig og 17 af- kvæmi. Þetta leiðréttist hér með og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þess- ari missögn. Af þessu má sjá að farið er að hilla und- ir heiðursverðlaunin hjá Pilti, vantar einungis eitt afkvæmi til að ná fjölda afkvæma og fimm stig sam- kvæmt núgildandi reglum. Líklegt þykir að þau verði lækkuð í 120 stig og ef svo fer vantar hann einungis eitt afkvæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.