Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Konur/konur MYNPLIST Listhúsið Ilornið LJÓSMYNDIR BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR, FRÍÐA JÓNSDÓTTIR Opið frá 14-18. Til 22. október. Aðgangur ókeypis. SÝNIN GA VERTÍ Ð haustsins er í fullum gangi og konur í mikl- um meirihluta í hinum meðalstóru og minni sýningarsölum. Og vegna takmarkaðs rýmis í blaðinu neyðist rýnirinn að þjappa nokkr- um sýningum saman, eigi um- sagnirnar að birtast á skikkanleg- um tíma. Tvær stöllur sem stundað hafa ljósmyndanám við Brevard fram- haldsskólann, Flórída, sú fyrr- nefnda ennfremur við ríkislistahá- skólann í Tempe, Arizona, þreyta frumraun sína á sýningarvett- vangi hér á landi í listhúsinu Horn- inu. Báðar viðhafa svipuð tækni- brögð við töku og útfærslu, Pol- aroid Transfer og Gelatin Silver. Berglind, sem er með BFA gráðu, er sjóaðri á sýningarvett- vangi og hlaut bæði endurtekið verðlaun á námsárunum og viður- kenningu í ljósmyndasamkeppni New Mexico Pothographerss Magazine 1994. Hefur tekið þátt í tveim ljósmyndasýningum í Bandaríkjunum. Viðfangsefni hennar og raunar Fríðu einnig eru mikið til myndaraðir, frásagnir úr hvunndeginum, og bera eðli- lega keim af námi þeirra og nán- um félagsskap. Þær eru upptekn- ar af miðlunum sjálfum og ýmsum tilraunum með hann líkt og ung- um er tamt. Það er helst þegar lítið eða ekkert er krukkað í ferlið að tjákrafturinn er óþvingaðastur og virkastur, og nefni ég hér helst myndirnar „Brúðan" (3), „Bijóst í blóma“ (10) og „Leiðangur" (27) eftir Berglindi, og módelmyndirn- ar tvær nr. 7 og 8, svo og mynda- röðina „Lóa“ (17) eftir Fríðu. Mestur frumleikinn felst þó í umgjörð myndanna, en um er að ræða glugga úr Hlíðarenda og Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, en þeir elstu eru hundrað ára gamlir. Á stundum verða þær virkur og gildur hluti af ferlinu einkum í fyrrnefndri mynd nr 17. Þræöir Listhúsiö Fold MÁLVERK INGIBJÖRG HAUKS- DÓTTIR Opið alla virka daga frá 10-18. Laugardaga frá 11 -18, sunnudaga frá 14-171 Aðgangpir ókeypis. INGIBJÖRG Hauksdóttir er afar upptekin af sköpuninni bæði í mannheimi sem jurtaríkinu. Hún hefur haldið þijár sýningar áður sem helst hafa vakið athygli fyrir fínlegar og hugvitsamlegar formanir úr bleiugasi, einnig hefur hún taugar til pentskúfsins, þótt minna hafi borið á því í seinni tíð. Nú kemur Ingibjörg fram með heila sýningu á málverkum ein- vörðungu og enn eru föng hennar sjálft upphafið en nú í formi hug- lægs útsaumsforms á myndfleti þar sem þráðurinn er Ieiðistefið og tákngerir sköpunina. Þetta er lík- ast hugleiðingum um kviku sköp- unarinnar og fijóstreng allífsins. Á stundum lýsir í þessi lífssköp ein- hvers staðar á djúpbláum grunn- fletinum, eins og himintungl í óravíddum geimsins. Hin dulda vís- un að baki er afar ástþrungin og minnir sem fyrr á blómamyndir Georgiu OKeeffe. Það er svo eink- um í stórum, ljósum og blæbrigða- ríkum myndum sem leiða sömu- leiðis hugann að hinni miklu amer- ísku listakonu, að Ingibjörg nær að segja mesta sögu á myndfletin- um. Að þessum myndum und- anskildum og ágætum tilþrifum hér og þar skynjar maður þó eitt- hvað hik á gerandanum sem mætti ætla mesta þröskuld hans um þess- ar mundir. Furðufuglar Stöölakot GRAFÍK SIGRÍÐUR ANNA E. NIKULÁSDÓTTIR. Opið alla daga frá 14-18. Til 19. október. Aðgangur ókeypis. SIGRÍÐUR Anna E. Nikulás- dóttir lauk námi frá grafíkdeild ■ m : TILBOÐ mánaðarms október: Quick-step plast parke Kr. 1.795,- Áðurkr 2.195,- mmam METRÓ 91 MÁLARINN ■ Útsölustabir um land allt: Dropinn, Keflavík • Kvistur, Hverageröi • S.C. BúBin, Selfossi • S.C. BúBin, Hvolsvelll • ReynisstaBur, Vestmannaeyjum • Klakkur, Vík • KASK, Höfn • KASK, Djúpavogi • Hermann Níelsson, EgllsstöBum • Nýung, EsklflrBl • Byggt & Flutt, NeskaupstaB • Ingólfur Arason, VtopnafirBi • K.Þ. Smiöjan, Húsavfk ■ Metró, Akureyri • Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi • Kaupfélag V-Hún- vetninqa, Hvammstanqa ■ Metró, IsafirBi • Hamrar, CrundarfirBl • UtabúBln, Ólafsvik ■ Metró. Boroamesi • Metró. Akranesi SIGRÍÐUR Anna E. Nikulásdóttir, Grafík/ blönduð tækni. MHÍ 1992 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, en þetta er fyrsta sjálfstæða framkvæmd hennar. Allar myndirnar á sýning- unni eru unnar í ætingu og bland- aðri tækni og er gerandinn afar upptekin af fuglum í myndsköpun sinni. Hún leggur líka út af ljóða- perlu Snorra Hjartarsonar; „í guln- uðum reyni sat þröstur/ og söng út í logngrátt rökkrið/ flaug upp og stráði/ laufum af grannri grein. Steig eins og lítill fönix/ úr fölskv- uðum eldi haustsins/ hvarf inn í bijóst mitt/ og syngur þar dægrin löng. Fuglar Sigríðar Önnu eru svo eigin smíð, eru upprunnir í hugar- heimi hennar og mega með sanni nefnast furðufuglar. Kannski væri frekar hægt að nefna þá margar útgáfur af bernskri ímynd af einum fugli, því formið er mjög einhæft. Á stundum er líkast sem fætur fuglanna séu óraunverulegir í öllu falli úr afar mjúku efni svo við verðum að gera ráð fyrir að þeir séu annars heims. Styrkur Sigríðar Önnu liggur í litrófinu og hún fer þannig að því, að á stundum hefur áferðin svip af efnisþrykki til að mynda á silki. Myndin sem væntanlega fylgir skrifínu er svipmest í formi og útfærslu, býr yfir mestum and- stæðum og jafnframt blæbrigðum í lit. „Brot“ Listhús Ný-IIafnar GLER ÓLÖF SIG DAVÍÐSDÓTTIR Opið daglega frá 14-18. Til 18. október. Áðgangur ókeypis. GLERLISTAKONAN Ólöf Sig Davíðsdóttir, er með einstaka vinnuaðstöðu á jarðhæð hússins að Tryggvagötu 15. Tók það rýn- inn nokkra stund að finna staðinn sem er ekki við götuna heldur hafnarmegin, og hefði að ósekju mátt vekja athygli á því á boðs- kortinu. Rýmið sem gengið er inn í er á við hvert meðalstórt listhús, en þar innaf er svo vinnustofa lista- konunnar. Gólfrýmið er dtjúgt og þar hefur hún komið fyrir allmörg- um verkum og býður gestum og gangandi að skoða þessa dagana. Öll er framkvæmdin hin frumleg- asta, allt frá boðskorti og sýningar- skrá til sjálfra verkanna er við blasa er inn er komið. Hér gengur viðleitnin til frumleika sennilega einum of langt og það á kostnað verkanna sem til sýnis eru. Um er að ræða afar hijúf glerverk, mikið til skálar og íhvolf form í sinni eigin gagnsæju fyrirferð og kemur fyrir að smánibbur séu á óreglulegum brúnunum og óþægi- legar viðkomu. Sannast sagna var erfitt að átta sig á gjörningnum, sem að auki virkaði sem óskilgreind blanda verka notagildis og hreinum skúlptúrum. Hins vegar sýnist hvorki skorta atorku né vilja hjá gerandanum, sem virðist búa yfir dijúgum sköpunarkrafti. Að ósekju mætti biðja um skilvirkari fram- kvæmd næst. Bragi Ásgeirsson Frjáls verslun með aukablað um menningu í vetur Lesendur áhuga samir um listir og menningu TlMARITIÐ Fijáls verslun býður lesendum sínum upp á menningar- umfjöllun í átta síðna aukablaði sem fylgir blaðinu í vetur. Jón G. Hauksson, ritstjóri, segir almennan listáhuga meðal stjórnenda fyrir- tækja og fólks í viðskiptalífmu. Umfjöllun um listir sé því skemmti- leg viðbót við blaðið og eigi von- andi jafnframt eftir að höfða til víðari hóps lesenda. Þeir Jón Viðar Jónsson, leikhús- fræðingur, Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, Júlíus Vífíll Ingvars- son, framkvæmdastjóri, og Þórður Helgason, lektor í íslensku við Kennaraháskóla íslands, verða með gagnrýni og umfjöllun um leiklist, myndlist, tónlist og bókmenntir á menningarsíðum blaðsins í vetur. „Jón Viðar verður með tvær opnur í blaðinu hveiju sinni,“ segir Jón Geir. „Þá munu Aðalsteinn, Júlíus Vífill og Þórður einnig rita reglu- lega í blaðið.“ Hann segir uppistöð- una í blaðaukanum vera gagnrýni en einnig verði þar umfjöllun um ýmsa viðburði og viðtöl við lista- menn. „Okkar helsti lesendahópur er fólk í viðskiptalífínu, stjórnendur og aðrir, sem sækja gjarnan listvið- burði og við teljum að þetta fólk hafí áhuga á að lesa um menningu og listir. Erlendis hafa ýmis blöð á okkar sviði farið út í að fjalla um slík mál og við teljum okkur vera að auka þjónustu okkar við lesend- ur með þessu móti og jafnframt að breikka Iesendahópinn.“ Jón segir ekki hafa staðið á viðbrögðum fólks eftir að blaðið tilkynnti um breytingamar. Mikið sé hringt og fólk lýsi ánægju sinni með þessa viðbót. „Okkur fínnst mikil gróska í menningarlífinu í borginni. Fólk sækir listviðburði meira en áður og umíjöllun um listir hefur aukist. Með því að fá þekkta gagnrýnendur til liðs við okkur erum við að taka þátt í þessari umfjöllun og ég held að öll umíjöllun um menningu styrki stöðu hennar enn frekar." Fyrsta tölublað Fijálsrar verslunar með aukablaði um listir og menningu kemur út í lok mánað- arins. Islensk klassík á Súfistanum FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súf- istans í kvöld, verður helgaður nokkrum af perlum íslenskra bók- mennta sem hafa verið gefnar út hjá Máli og menningu fyrr á þessu ári, sumar eftir að hafa verið ófáan- legar lengi. Lesið verður úr ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Fögru ver- öld Tómasar Guðmundssonar, fyrstu og einu ljóðabók Ara Jóseps- sonar, Nei, og þýðingu Halldórs Laxness á Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Upplesturinn hefst klukkan 20.30, aðgangur er ókeypis. -----• ♦ ♦ Myndlistarsýn- ing í Lóuhreiðri NÚ STENDUR yfir sýning Ólafs Sveinssonar myndlistarmanns á Kaffístofunni Lóuhreiðrinu, Kjör- garði, Laugavegi 59. Á sýningunni eru tréristur og einþrykk. Ólafur hefur lokið námi frá málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri ásamt námsdvöl í Lathi í Finnlandi. Hann hefur haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum heima og er- lendis. Sýngunni lýkur 20. október og er opin á sama tíma og kaffistofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.