Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 57 3 I S I I I I ,1 5 - I fl Sl fl fl s 4 4 4 4 Fyrirlestur til meist- araprófs í verkfræði HEIÐRÚN Gígja Ragnarsdóttir verkfræðingur heldur opinberan fyrirlestur fimmtudaginn 16. októ- ber sem nefnist „Koltrefjahulsa fyr- ir gervilimi - mælingar og töluleg greining á eiginleikum." Fyrirlesturinn, sem er lokaáfangi náms til meistaraprófs við verk- fræðideild Háskóla íslands, verður haldinn í stofu 157 í húsi verk- fræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga og hefst hann kl. 16.30. Heiðrún Gígja lauk prófi í verk- fræði frá verkfræðideild Háskóla íslands í júní 1996 og hóf meistara- nám við verkfræðideild sama ár. Hluta námsins stundaði hún við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Rannsóknahluti verk- efnisins var unninn í samvinnu við fyrirtækið Össur hf. Við rannsókn- irnar var notaður nýr álagsbúnaður við Verkfræðistofnun Háskóla ís- lands. Námið var styrkt af áætlun Norræna iðnaðarsjóðsins á sviði léttefna. Umsjónarnefnd námsins skipa dr. Hilmar Br. Janusson, forstöðu- maður þróunardeildar hjá Össuri hf., og prófessorarnir Þorsteinn Ingi Sigfússon og Ragnar Sigbjörnsson sem er formaður nefndarinnar og aðalleiðbeinandi. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldmiðlar og gamlir munir í Hafnarborg MYNTSAFNARAFÉLAG íslands stendur fyrir sýningu á íslenskum og erlendum gjaldmiðlum ásamt ýmsum munum sem tengjast mynt- söfnun eða eru áhugaverðir t.d. vegna tengsla sinna við þekkta at- burði, félög eða fyrirtæki. Sýningin verður í aðalsal Hafnar- borgar í Hafnarfirði og stendur yfir dagana 18.-27. október og er opin alla daga milli kl. 12 og 18 nema þriðjudaginn 21. október en þá er hún lokuð. „Það helsta sem á sýningunni verður eru íslenskir gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út til notkunar hér á landi i 220 ár bæði opinberir seðlar og mynt og ýmsir gjaldmiðl- ar sem gefnir hafa verið út af einka- aðilum s.s. brauð- og vörupeningar, vöruseðlar, kaupfélagsávísanir og gjaldmiðlar og munir sem gefnir hafa verið út á vegum erlendra heija sem dvalið hafa hér á landi í lengri eða skemmri tíma. Þá eru sýnd ýmis greiðslukort, heiðurs- merki, barmmerki, víxlar, ýmiskon- ar gamalt smáprent og miðar, skömmtunarseðlar, hlutabréf og ýmis skjöl tengd íslandsbanka hin- um eldri,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. A vegum Myntsafnarafélags Is- lands verða gefnir út í tilefni sýn- ingarinnar 50 númeraðir minni- speningar og barmmerki í litlu upp- lagi. Kosningaskr if- stofa Önnu F. Gunnarsdóttur STUÐNINGSMENN Önnu F. Gunnarsdóttur hafa opnað kosn- ingaskrifstofu í Hverafold 5, 2. hæð, vegna prófkjörs sjálfstæðis- manna dagana 24. og 25. október 1997. Skrifstofan er opin virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 15-22. Anna býður sig fram í 6. sætið. Garðaskóli í Garðabæ fær gjafir í tilefni af afmæli sínu Morgunblaðið/Ásdís FULLTRÚAR gefenda ásamt skólastjóra Garðaskóla frá vinstri: Reynir Örn Jóhannesson, rafeinda- verkstæðinu Rökrás, Árni Emilsson, Búnaðarbankanum, Viðar Þorsteinsson, íslandsbanka, Pétur Steingrímsson, Japis, Sigurður Guðmundsson, íslandsbanka, og Gunnlaugur Sigurðsson skólastóri. NOKKUR fyrirtæki hafa gefð Garðaskóla í Garðabæ gjafir fyr- ir tilstuðlan tækjakaupasjóðs for- eldra í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Undanfarin ár hefur foreldra- félag Garðaskóla safnað pening- um í sjóðinn með fijálsum fram- lögum og árlega keypt viðbótar- tæki í samræmi við óskir kenn- ara. Núna ákvað úthlutunar- nefnd sjóðsins að leita til fyrir- tækja um stuðning eftir að skól- inn varð þrítugur 11. nóvember 1996. „Sympatíska taugakerfið í mönmim“ DR. Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor, Lífeðlisfræðistofnun HÍ heldur fyrirlestur föstudaginn 17. október á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist „Sympa- tíska taugakerfið í mönnum“. „Fjallað verður almennt um helstu eiginleika sympatíska hluta ósjálfráða taugakerfisins. Aðal- áherslan verður á niðurstöður rann- sókna í mönnum, þar sem beitt hefur verið örtaugaskráningu (microneurography) til að mæla rafvirkni sympatískra æðaherpandi tauga er stjórna viðnámi æða í vöðvum. Þessar taugar þjóna mikil- vægu hlutverki í stjórnun blóðþrýst- ings og er virknin í þeim nátengd honum,“ samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Erindið er haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 klukkan 12.20. Ollum er heimill aðgangur. LEIÐRÉTT Starfsmaður ekki vistmaður í MYNDATEXTA á miðopnu blaðsins í gær var mishermt að Ingimundur Valur Hilmarsson væri vistmaður í Krýsuvíkurskóla. Ingi- mundur er starfsmaður skólans. Er hann beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Elva ekki Elsa í grein í sunnudagsblaði um hár- greiðslusýningar í París misritaðist nafnið á íslensku sýningarstúlkunni hjá Lilju Sæmundsdóttur. Hún heit- ir Elva Melsted, ekki Elsa eins og stóð undir mynd af henni. Röng undirskrift í minningargrein um Láru Guð- mundsdóttur í blaðinu í gær misrit- aðist undirskrift emnar greinarinn- ar. Þar sem stóð ísak Örn átti að standa ísak Emir. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Skólinn vel tækj- um búinn við afiiendingu gjafa í gær að íslandsbanki hefði gefið tölvu með prentara og forritum, Japis gefið nokkur ferðasnældutæki með geislaspilara, Búnaðarbank- TÓBAKSVARNANEFND, áætl- unin ísland án eiturlyfja árið 2002 og dómaranefnd Körfu- knattleikssambands íslands hafa tekið höndum saman um að vekja fólk til unhugsunar um að íþróttir og vímuefna- og tó- Stefnufestu for- sætisráðherra fagnað MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Sam- bands ungra sjálfstæðismanna: „Stjórn sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar því pólitíska áræði sem formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, hefur sýnt gagnvart við- brögðum ráðamanna kínverska al- þýðulýðveldisins við heimsókn vara- forseta Tævans til íslands. Fram- inn 50 eintök af íslensku orða- bókinni, Rökrás magnarakerfi í skólann, Richter K. gefið nýtt heimskort og myndbönd, Héðinn- Smiðja og Garðatorg tölvu með fylgibúnaði og að von væri á fleiri gjöfum. Gunnlaugur Sigurðsson skóla- stjóri þakkaði fyrirtækjunum velviljann í garð skólans og sagði að metnaður foreldra fyrir hönd nemenda væri ómetanlegur. í Garðaskóla eru 7.-10. bekk- ur og eru nemendur um sex hundruð og kennarar tæplega fjörutíu. baksnotkun eigi ekki samleið. Næstu tvö keppnistímabil munu dómarar dæma í treyjum þar sem slagorðið Við reykjum ekki prýðir framhlið þeirra en ísland án eiturlyfja árið 2002 bakhliðina. ganga forsætisráðherra sýnir að Islendingar hafa kjark til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um sam- skipti við erlenda aðila. Fullveldi þjóðarinnar má ekki selja fyrir við- skiptahagsmuni. Stjórn SUS lýsir yfír vanþóknun á þeim vinnubrögðum sem ráða- menn kínverska alþýðulýðveldisins hafa sýnt undanfarna daga. Þessi vinnubrögð eru lýsandi fyrir ástand mannréttindamála í Kína þar sem réttindi einstaklinga eru virt að vettugi. Það er ekki hlutverk stjórn- valda í Peking að ákveða hvort íbú- ar Tævans séu velkomnir sem gest- ir til íslands, hvort sem það eru ráðamenn eða aðrir.“ Útgerðarfyrir- tæki greiði fyrir afnot auðlinda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun framkvæmda- stjórnar Sambands ungra jafn- aðarmanna: „Framkvæmdastjórn SUJ fagn- ar því að forsætisráðherra skuli nú vera að átta sig á hve meingall- að núverandi kvótakerfi er en hafnar jafnframt alfarið nýjustu hugmynd hans um breytingar á því. Framkvæmdastjórnin gagnrýnir ummæli forsætisráðherra um tak- mörkun á fiskveiðikvóta einstakra fýrirtækja og minnir á að auðlind- ir hafsins eru samkvæmt lögum sameign þjóðarinnar. Því finnst SUJ ámælisvert að forsætisráð- herra skuli með ummælum sínum staðfesta þá skoðun sína að einstök fyrirtæki geti átt kvóta. SUJ gagnrýnir einnig hugmynd- ir ráðherra um „þak“ á eignum einstakra fyrirtækja og lýsir furðu sinni á hugmyndum á takmörkuð- um eignarhluta þeirra sem hvorki er hægt að framfylgja í opnu og fijálsu markaðskerfi né er í anda nútíma viðskiptahátta. SUJ veltir upp þeirri spurningu hvort samhengi sé á milli þess að ^ forsætisráðherra setur fram hug- mynd um 8% „eignarþak" og þess að kolkrabbinn samanstandi af 14 fjölskyldum. Ef fiskveiðikvóta fólksins í landinu er skipt jafnt á milli fjölskyldnanna fjórtán koma um það bil 7,14% i hlut hverrar fjölskyldu. Hefði ekki verið heiðar- legra af forsætisráðherra að setja fram þessa tölu? SUJ telur að útgerðarfyrirtæki eigi að greiða fyrir afnot af auð- lindum hafsins til þjóðarinnar þar sem afnot eru eingöngu takmörkuð við veiðiheimildir enda styður SUJ þingsályktunartillögur jafnaðar- manna um veiðileyfagjald.“ Lýsa áhyggjum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur foreldrafélags Ljósafossskóla lýsir áhyggjum sín- um vegna yfirvofandi verkfalls kennara og skorar á kennara og samninganefnd sveitarfélaga að leita allra leiða til að samningar megi takast áður en til verkfalls kemur. Við hvetjum alla foreldra barna » í skólum landsins að láta í sér heyra. Hagsmunir barna okkar eru í húfi.“ ■ STJÓRNIR Foreldraf élags og foreldraráðs Háteigsskóla sam- þykktu eftirfarandi á fundi sínum 2. október 1997 í kjölfar áskorunar foreldra til stjórnar á aðalfundi hinn 25. september sl. þar sem foreldrar lýstu áhyggjum sínum vegna kjara- deilu grunnskólakennara við við- semjendur sína: „Foreldrafélag og foreldraráð Háteigsskóla lýsir þungum áhyggjum vegna yfir- standandi kjaradeilu grunnskóla- kennara og sveitarstjórna og bendir á að sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir grunnskólanem- endur og forráðamenn þeirra. Mikil ábyrgð hvílir á herðum þeirra aðila sem sitja við samningaborð í þess- ari deilu. Langvinn óánægja kenn- ara með kaup og kjör hefur með beinum og óbeinum hætti haft slæm áhrif á framþróun skólastarfs. Helsta hagsmunamál foreldra og barna er góð grunnmenntun. Það á að vera forgangsverkefni stjórn- valda að tryggja skólum landsins hæfa og dugmikla kennara og búe þeim þannig starfsskilyrði að skóla- starfið eflist og styrkist. Því er skor- að á sveitarstjórnarmenn og samtök kennara að ganga nú þegar ti' samninga og tryggja starfsfrið . grunnskólum. Skorað er á borgar- stjórn Reykjavíkur að leita leiða ti að leysa kjaradeiluna með farsælum hætti.“ Fulltrúar foreldra tilkynntu FRÁ undirritun samningsins: í aftari röð eru Kristinn Albertsson, formaður dómaranefndar KKI og dómararnir Rúnar Gíslason, Jón Bender og Eggert Aðalsteinsson. Við borðið sitja Snjólaug Stefáns- dóttir, verkefnissljóri áætlunarinnar ísland án eiturlyfja árið 2002, og Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaksvarnanefndar. Dómarar í reykingavömum J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.