Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingi krefur Stöð 2 um afsökunarbeiðni fyrir að bregðast trausti og trúnaði Borgarstjóri Þóttíst vera nýr varaþing- maður og leitaði aðstoðar ALÞINGI hefur farið fram á að Stöð 2 biðjist afsökunar á vinnubrögðum sem dagskrárgerðar- menn stöðvarinnar viðhöfðu fyrr í þessum mán- uði við efnisöflun og birtingu efnis í þættinum ísland í dag. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrif- stofustjóra Alþingis, er litið svo á að Stöð 2 hafí gróflega brugðist trausti og trúnaði og brot- ið þær reglur sem gilda um fréttamennsku í Alþingishúsinu. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, svar- aði erindi Alþingis í gær, og í samtali við Morgun- blaðið sagði hann að ef Alþingi og alþingismenn teldu sér misboðið með þessu væri sjálfsagt að biðjast afsökunar á því. Lágkúruleg og aulaleg uppákoma Málsatvik eru þau að starfsmaður Stöðvar 2 sem var með falinn hljóðnema innan á sér þótt- ist vera nýr varaþingmaður og leitaði hann að- stoðar nokkurra þingmanna. Samskipti hans og þingmannanna voru fest á fílmu úr fjarlægð af kvikmyndatökumanni Stöðvar 2 og sýnd í þætt- inum Island í dag á undan fréttum á Stöð 2. Friðrik Ólafsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta háttemi ætti ekki að geta átt sér stað og uppákoma af þessu tagi væri fyrir neðan allar hellur. Hún væri bæði lágkúruleg og aulaleg. „Við treystum því að allir fjölmiðlar fari eftir þeim reglum sem þeir hafa fengið í hendur, en þetta er svo sérstaks eðlis að fara í svona leik og villa á sér heimildir. Maðurinn var með falinn hljóðnema innan klæða og menn vissu ekki að hann var að hafa viðtal við þá,“ sagði Friðrik. „Við teljum að þetta sé svo augljóst brot á öllum hátternisreglum og þeim reglum sem for- sætisnefnd Alþingis hefur sett fjölmiðlum um umgengni og fréttamennsku í húsinu að það getur ekki augljósara verið. Við gemm því þá kröfu að þeir biðjist afsökunar á þessu og gangi tryggilega frá því að slíkt hendi ekki aftur.“ Öllum sagt að til stóð að sýna upptökurnar Páll Magnússon sagði að í svarbréfi Stöðvar 2 til Alþingis sem sent var í gær væri gerður greinarmunur á þeim hluta þáttarins 1920 sem kallast ísland í dag og sjálfum fréttatíma Stöðv- ar 2 sem hefst kl. 19.30. Á þessu tvennu væri talsverður munur þar sem dagskrárgerðarfólkið í fslandi í dag sinnti ekki hefðbundnum þingfrétt- um frá degi til dags, og af þeirri ástæðu kynni því að vera ókunnugt um þær hefðir og reglur sem skapast hefðu um samskipti fréttamanna og þingmanna. Auk þess væri gjarnan slegið á léttari nótur í íslandi í dag en í sjálfum fréttatím- anum. „Að öðru leyti bendi ég á að menn hafí hugs- að þetta sem græskulaust gaman, sem skemmti- efni en ekki til vanvirðu fyrir einn eða neinn. Dagskrárgerðarfólkið sagði í öllum tilvikum við- mælendum sínum frá því hvað var á seyði eftir að viðtölin voru tekin og að ætlunin væri að sýna þau í þættinum sama kvöld. Fólkið segir mér að enginn þeirra sem talað var við hafi hreyft neinum mótmælum við þessu, en ef hins vegar Alþingi og þeim alþingismönnum sem í hlut áttu var þrátt fyrir þetta misboðið, þá er auðvitað sjálfsagt að biðjast afsökunar á því,“ sagði Páll Magnússon. Túlkun verkalýðsfé- laganna er óskiljanleg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki skilja þá túlkun forystumanna verkalýðsfé- : laganna Framsóknar og Dagsbrúnar j að samningar Reykjavíkurborgar og ; Framsóknar séu í uppnámi eftir úr- skurð Félagsdóms. „Ein af kröfum þeirra var að kja- | rasamningurinn frá því í mars sl. j væri úr gildi fallinn en í dómsniðu- j stöðunni er þeirri kröfu hafnað,“ sagði borgarstjóri. Borgarstjóri i sagði að samkomulag hefði verið milli allra aðila um að leita til Félags- dóms til að reyna að skera úr þess- ari deilu og undir það samkomulag hafi Starfsmannafélag Reykjavíkur- j borgar og Framsókn skrifað. Ingibjörg sagðist vonast til að j engir eftirmálar yrðu. „Það var ljóst ! af okkar hálfu þegar í upphafí og 1 ég hélt að það væri af hálfu allra, j að við myndum fara þessa leið og j lúta þeirri niðurstöðu sem þar feng- j ist,“ sagði hún. Leiðari í kínversku dagblaði Hóta að slíta viðskiptasam- bandi við Island í LEIÐARA dagblaðsins China Daily sagði í gær að íslendingar stofni í hættu viðskiptalegum og pólitískum hagsmunum með því að ganga í berhögg við stefnu Kína gagnvart Tævan. Lien Chan, varaforseti Tæv- ans, kom hingað til lands í síðustu viku og tók Davíð Oddsson forsætisráð- herra á móti honum þrátt fyrir hörð mótmæli Kínveija. Leiðarinn hefur vakið nokkra at- hygli og mátti meðal annars lesa um hann á heimasíðu danska dag- blaðsins Jyliandsposten í gær. Leiðarinn í China Daily, sem kem- ur út á ensku, ber yfirskriftina „ís- lendingar ganga of langt“. Þar er Lien Chan nefndur með nafni en embætti hans aðeins innan gæsa- lappa. „íslendingar leyfðu Lien Chan að heimsækja landið í síðustu viku þrátt fyrir mótmæli Kína,“ sagði í leiðaranum. „Þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra íslands, hitti „varaforseta Tævans" bauðst hann meira að segja til að auka tengslin við eyjuna.“ Sagði að það hefði um langan aldur verið afstaða Kínveija að að- eins gæti verið um eitt Kína að ræða og allir vissu að Tævan væri óijúfanlegur hluti Kína. Sljórnmálasambandi slitið? „íslenska ríkisstjórnin ætti að meta stöðu málsins af alvöru," sagði í Ieiðaranum. „Með því að ganga í berhögg við afstöðu Kína stefnir hún pólitískum og efnahagslegum hagsmunum eigin lands í hættu. Ef íslendingar ákveða að koma á opinberu sambandi við Tævan munu þeir glata pólitísku trausti Kínveija og jafnvel stjómmálasambandi við Kína.“ í leiðaranum sagði einnig að yfír- völd á Tævan ættu að gera sér grein fyrir því að tilraunir þeirra til að öðlast alþjóðlega viðurkenningu séu dærridar til að mistakast. Tævanar eigi þá útgönguleið eina að „endur- sameinast kínverska meginlandinu með friðsamlegum hætti“. Leiðarinn var skrifaður undir nafni og höfundur hans sagður Yu Guoqiang. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra kvaðst í gærkvöldi ekki vilja tjá sig um leiðarann. „Við emm að vinna í þessum málum hér í utanrík- isráðuneytinu og það er ekkert að frétta af þeim eins og stendur," sagði hann. Morgunblaðið/Þorkell ÞRÍR þingmenn frá Kúveit, sem nú eru staddir hér á landi ásamt fylgdarliði, gengu síðdegis í gær á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Þeir eru meðal 25 nýrra þingmanna, sem ko'sn- ir voru í þingkosningunum i október á síðasta ári, en alls sitja 50 manns á þinginu. Abdusalam al-Osaimi, Muhammad al-Olaim, formaður sendinefndarinnar, Ólafur Ragnar og Hussain al-Dous- arí sjást hér á Bessastöðum. Kúveiskir þingmenn ræða við íslenska ráðamenn Vilja stuðning við málstað stríðsfanga SENDINEFND frá þjóðþingi Kúveits, Majlis al-Umma, er stödd hér á landi í þeim erindum að styrkja sljórnmálasamband, sem tekið var upp milli íslands og Kúveits í apríl, og meðal ann- ars að leita stuðnings í barátt- unni fyrir því að stríðsfangar, sem hafa verið í haldi í írak frá «. því að Persaflóastríðinu lauk í febrúar 1991, verði látnir lausir. Kúveisku þingmennirnir og fylgdarmenn þeirra hafa rætt við Halldór Ásgrí msson utanríkis- ráðherra, Olaf G. Einarsson, for- seta Alþingis, og utanríkismála- nefnd Alþingis og fóru í gær á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Heilsa ekki konum Vandræðaleg uppákoma varð er þingmennirnir þrír lýstu yfír því á leiðinni á fundinn með utan- ríkismálanefnd að þeir myndu ekki taka í hönd kvenna í nefnd- inni af þeirri ástæðu að þeir snertu ekki annarra manna kon- ur. Var ákveðið að bregðast við þessu með því að nefndarmenn sátu er þingmennirnir gengu á fund þeirra utan hvað Geir H. Haarde, formaður utanríkis- málanefndar, stóð, bauð þá vel- komna og heilsaði með handa- bandi. Um 600 kúveiskir stríðsfangar eru í írak. Hussain al-Dousari þingmaður sagði að vonast værí eftir stuðningi íslenskra yfir- valda og fjölmiðla. Islenska þing- ið væri í góðri aðstöðu til að hjálpa og í utanríkisráðuneytinu hefði afstaðan verið skýr. „Okkur fannst við eiga góða vini þar,“ sagði hann. „Nú eru rúmlega 600 stríðsfangar í írak og það er greinilegt brot á mann- réttindum. Það ætti ekki að vera staður fyrir einræðisherra af þessu tagi þegar 21. öldin blasir við. Nú leitum við hjálpar ís- lenskra yfirvalda við að hjálpa þessum stríðsföngum.“ Muhammad al-Olaim, þing- maður og formaður sendinefnd- arinnar, kvaðst telja að skammt væri til endaloka valdaferíls Husseins. Það væri á valdi íraka að steypa honum af stóli, en einn- ig ætti að fylgja refsiaðgerðum eftir af hörku. Saddam Hussein mætti ekki komast upp með að hunsa refsiaðgerðirnar. Konur án atkvæðisréttar Lýðræði í Kúveit er að mörgu leyti ábótavant. í landinu búa um 1 1,5 milljónir manna og þar af teljast um 670 þúsund hafa kúv- eiskt ríkisfang. Á kjörskrá eru rúmlega 100 þúsund manns. Með- al skilyrða fyrir því að fá atkvæð- isrétt er að viðkomandi sé læs og karlkyns. Konur efndu til mótmælaaðgerða bæði fyrir kosningarnar 1992 og í október í fyrra og kröfðust þess að fá atkvæðisrétt. Muhammad al-Ola- im, þingmaður og formaður sendinefndarinnar, sagði að vænta mætti ýmissa bóta í lýð- ræðisátt og kosningaréttur kvenna væri til umræðu. Hann vildi þó ekki segja til um það hvort líklegt væri að konur fengju kosningarétt á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.