Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens eiNU endorskopandi SEC3l»e V/PANNAN '• Þu EETSVO ARÐSA/MUrt AE> ÞOERTHÆnue APFVPNA Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand I CMA5ED A > RA8BIT ONCE.. HEJUSTLAU6HEP AT ME..LATER UiE BECAME QUITE 600P i FRIENP5.. á { UIE 5H0ULDN T / HAVETOBE If HIPIN6 IN BARN5. || OLAF..MAT0E i U)E 5H0ULP I \ HAVE ÖEEN < \ HUNTIN6 P06S.J Við ættum ekki að þurfa að fela okkur í hlöðum, Lubbi... Kannski við hefðum átt að vera veiðihundar ... Eg elti einu sinni kanínu ... hún bara hló að mér... seinna urðum við góðir vinir... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Óleyfileg tvítalning ávinnings Frá Bjarna Braga Jónssyni: í FRÉTTUM Sjónvarpsins fímmtu- dagskvöldið 9. október var greint frá ávinningi neytenda af bifreiðatrygg- ingum á vegum FÍB. Eins og við vill brenna á þeim bæ var ekki alveg ljóst frá hvaða staðreynd var sagt - en úr því var bætt í næsta Morgun- blaði - en þeim mun meiri áhersla lögð á víðari túlkun hennar, sem hér skal gerð að umtalsefni. Niðurstaðan var eignuð Hagfræðistofnun Háskól- ans, sem gekkst við henni í blaðinu, og gekk hún m.a. út á það að tvít- elja ábatann: í fyrsta lagi í mynd lægri iðgjalda, þ.e. bættra viðskip- takjara fyrir svokallaða neytendur, og í öðru lagi og enn rikari mæli með lækkun neysluverðsvísitölu og þar með skulda heimilanna. Mér varð þegar spurn, hvort veröldin gæti verið svona dásamleg, að hveiju sinni sem framleiðendur og seljendur standi sig með ágætum, færi þeir fólki ekki aðeins hinn beina ávinning heldur og tvöföldun hans eða eitt- hvert annað margfeldi. Vænkast nú hagur hinnar forðum illræmdu Strympu lánskjaravísitölunnar, að maður ekki nefni líka hið fræga hár Munchausens baróns. Eftir vandlega yfirvegun komst ég að þeirri niður- stöðu, að hér væri enn einu sinni um „óleyfilega samlagningu“ eða tvít- alningu hagsmuna að ræða, svo sem kallast á máli hagfræðinnar (hag- fræðsku). Það fyrirbæri felur í sér, að teknir eru hagsmunir sumra, eða önnur hlið hagsmuna flestra, og gerðir að heildarhag. Þetta er þó ekkert nýtt, þar sem pólitíkusar og Qölmiðlafólk hafa klifað svo lengi á einhliða fjöllun um skuldir heimila, rétt eins og eignalausir launþegar séu algild manntegund. Fyrst verður að spyrja hvort nokk- uð hafi gerst í raun og veru: neyslu- verðsvísitala verður lægri en ella og þar með fá verðtryggðar skuldir nýtt nafnverð, en þær eru eftir sem áður hinar sömu að raungildi á föstu verð- lagi. Lánþegar láta því jafnmikið sem fyrr í efnislegum verðmætum ti! greiðslu skulda sinna. Jú, mun svar- ið hljóða, en þeir láta minna af óbreyttum launum sínum til þessa. Tökum það gott og gilt um öreiga= launþega, og gleymum því að sinni, að við þessa þenslu rauntekna gætu raunvextir hækkað. Staðreyndin er hins vegar sú, að launþegar sem heild eiga að meðtöldum lífeyrissjóð- um langtum meiri fjáreignir en skuldir, svo ekki sé talað um héildar- eignir. Þegar nafnverðmiði heimila- skuldarinnar lækkar, gerir nafnvirði fjáreigna þeirra því mun betur en lækka að sama skapi. Þetta kemur þegar til skila í fjárhæð óbundinna innstæðna og fjárráðum til út- greiðslu lífeyris, en í framtíðinni í fjárstofni til greiðslu lífeyris þeirra, sem nú eru í starfi. Niðurstaðan er sem sé allt önnur en þegar aðeins önnur hliðin er skoðuð. Afreksmenn skyldu því framvegis gæta þess að telja aðeins beinan ávinning verka sinna sér til gildis, en ekki einhver þokukennd þjóðhagsleg áhrif byggð á hugtakarugli. Hagfræðistofnun mætti sömuieiðis íhuga hlut sinn að áliti sem þessu. Sem fyrr gildir það, að ekki er nóg að kunna að reikna, heldur varðar mestu að hafa fullt innsæi í gildi þeirra hugtaka og sam- hengja, sem unnið er með. Við þetta má bæta fyrir þá, sem halda sér við launþegaöreigann, að ábati í skuldastofni, sem gerist einu sinni, er ósambærilegur við ábata í viðskiptakjörum, sem endurtekur sig ár eftir ár. Þetta hefur mér þó í mörgum skrifum á löngum tíma ekki tekist að fá fjölmiðlamenn almennt til að leiða hugann að. Það sé fjarri mér að hlutast til um hagsmunaskak tryggingafélaga. Ef við hins vegar beitum innsæi þjóð- hagsreikninga á iðgjaldamálin sjálf, er um býsna fiókið dæmi að ræða. Tryggingafélög einkennast af því að safna fjármagni til að bæta skaða og jafna honum þar með milli tryggj- enda. Þau flokkast því undir fjár- málageirann og iðgjöld þeirra eru að minnstum hluta fyrir athafnalega þjónustu. Bein áhrif þeirra á afköst og hagkvæmni þjóðarbús takmark- ast við þennan þjónustuþátt, svo og ef þeim tekst að beita aðhaldi til að draga úr tjónum. Að öðru leyti geta breytileg iðgjöld komið niður á fjár- vörslu- og viðbúnaðarþættinum. Ið- gjöld heimilanna út af fyrir sig segja takmarkaðan hluta þeirrar sögu, sem veit að þjóðhagslegri hagkvæmni og öryggi. Hver skyldi verða niðurstað- an af slíkri heildaryfirsýn? Vonandi sér Tryggingaeftirlitið til þess, að treysta megi þokkalegu samræmi milli stundlegs viðskiptahags og heildarhags til lengri tíma. BJARNIBRAGIJÓNSSON, Þorragötu 7, Reykjavík. Hver nefndi Indverja skítapakk? Frá Gunnari Stefánssyni: í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 10. október er viðtal við Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðing undir fyrirsögninni „Fordómar gegn öðr- um kynþáttum". Er tilefnið það að nefndur fræðimaður hafi rannsakað orsakir kynþáttahyggju eða rasisma og sé niðurstaðna að vænta frá hon- um í bók. - í viðtalinu er vikið að kynþáttafordómum á íslandi fyrr á öldinni og segir þar: „Segja má að ríkt hafi mikil vanvirðing gagnvart útlendingum. Til dæmis héit Jónas frá Hriflu því fram í ævisögu sinni að Indveijar væru allir sem einn al- gjört skítapakk." Við þessi ummæli er það í fyrsta lagi að athuga að Jónas frá Hriflu skrifaði ekki ævi- sögu sína. í ævisögu hans eftir Guð- jón Friðriksson er engin slík orð að finna og engin ummæli um Indveija yfirleitt. Höfundur ævisögunnar hef- ur og upplýst að honum sé ekki kunnugt um nein ummæli Jónasar um Indvetja. Þessi orð fræðimanns- ins eru því annað hvort vísvitandi ósannindi eða meinleg missögn, þótt erfitt sé að trúa því að nokkur mað- ur setji í „ævisögu sína“ orð eins og þau sem stjórnmálafræðingurinn vitnar hér til. Er ástæða til að skora á hann að birta heimild sína fyrir þeim. Vonandi er þetta ekki dæmi- gert um heimildameðferð í væntan- legu riti hans um kynþáttahyggju. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.