Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 47 GREINARGERÐ Tafla 1. Heildarumsvif hins opinbera árið 1995 Tekjur Útgjöld Skipt á kynslóðir: Skipt á kynslóðir Tekjuskattur + útsvar 52.752 Fræðslukerfi 24.482 Eignarskattur 9.311 Heilbrigðiskerfi 31.244 Launatengd gjöld 11.641 Velferðarkerfi 15.872 Aðrir skattar 4.974 Almannatryggingar 19.010 Aðrar endurgreiðslur 2.962 Virðisaukaskattur 42.763 Tollar og vörugjöld 16.468 Önnur útgjöld 52.221 Neysluskattar + leyfísgjöld 6.847 Einkasöluskattur 5.644 Verg fjárfesting 14.533 Aðrar tekjur 12.357 Vaxtaútgjöld 18.673 Heildartekjur 162.757 Halli á fjárlögum 13.397 Afskriftir 2.843 Samtals: 178.997 Samtals: 178.997 Neysla hins opinbera 54.398 (Önnur útgjöld + verg fjárfesting)-aðrar tekjur) Allar tölur í milljónum króna. skattbyrði kvenna þó aðeins van- metin en hrein skattbyrði karla of- metin af ástæðum sem tilteknar eru hér að neðan. Mynd 1 sýnir hvernig skattbyrði skiptist á aldurshópa og kyn árið 1995. Sjá má að kostnaður vegna heilbrigðis- og almannatrygginga- kerfis fellur að stórum hluta til vegna elstu aldurshópanna, kostn- aður vegna fræðslukerfis nýtist einkum yngstu þegnunum en kostn- aður vegna velferðarkerfis skiptist mun jafnar á aldurshópa. Útgjöld vegna fræðslu- og heilbrigðiskerfis skiptast nokkuð jafnt á kynin. Kon- ur njóta hins vegar stærri hluta útgjalda hins opinbera vegna vel- ferðar- og almannatryggingakerfis. Hlutur kvenna hér er þó væntan- lega nokkuð ofmetinn vegna þess að ýmsar bætur, t.d. barnabætur, eru yfírleitt skráðar á mæður frem- ur en feður. Mynd 2 sýnir skiptingu á greiðsl- um frá hinu opinbera eftir aldri og kyni þiggjenda. Sjá má að skatt- greiðslur karla eru að jafnaði hærri en kvenkyns jafnaldra þeirra og endurspeglar það meðal annars launamun kynjanna. Hlutur karla í eignarskatti er þó líklega ofmetinn vegna þess að eignir hjóna eru fremur skráðar á eiginmann en eig- inkonu. Ekki reyndist unnt að skipta virðisaukaskattsgreiðslum með neinni vissu á milli kynja og er því gert ráð fyrir að þær skiptist jafnt á milli kynja. Mynd 3 sýnir hreina skattbyrði núlifandi kynslóða. Þegar myndin er skoðuð verður að hafa í huga að kynslóðareikningar eru framtíð- arreikningar. Það þýðir að eingöngu er miðað við þær greiðslur sem ein- staklingar eiga eftir að fá, eða greiða, til hins opinbera. Ekki er tekið tillit til þeirra fjárhæða sem einstaklingar hafa þegar greitt, eða fengið, fýrir grunnár reikninganna. Sem dæmi má nefna að ef litið er á niðurstöður kynslóðareikninga fyrir núlifandi kynslóðir virðist 35 ára einstaklingur hafa margfalt hærri hreina skattbyrði en nýfædd- ur einstaklingur. Þetta stafar m.a. af núvirðingu tekju- og greiðslu- strauma. Nýfæddur einstaklingur greiðir ekki samsvarandi fjárhæðir í skatta og 35 ára einstaklingur fyrr en eftir 35 ár. Því er hrein skattbyrði nýfædds einstaklings eftir 35 ára aldur núvirt yfir tíma- bil sem er 35 árum lengra en hjá eldri einstaklingnum. Þegar skatt- byrði þessara tveggja einstaklinga er borin saman á grunnárinu virðist skattbyrði 35 ára einstaklings því hærri. Jafnframt eru framtíðar- skattgreiðslur nýfædds einstaklings sem greiddar eru eftir 35 ára aldur léttvægar miðað við endurgreiðslur þær sem nýfæddur einstaklingur þiggur frá hinu opinbera í formi sjúkraþjónustu, dagvistar og skóla- göngu fyrstu ár ævi sinnar. Breytingar á tekjum og útgjöld- um hins opinbera hafa mjög mis- munandi áhrif á einstaklinga eftir kyni eða aldurshópi þeirra. Þannig kemur t.d. hækkun skatta harðar og jafnar niður á körlum en konum. Þá kæmi skerðing á framlögum til menntakerfis harðast niður á ungu fólki og það nyti að sama skapi hækkunar mest en áhrif af lækkun á fjárframlagi til velferðarkerfís dreifast nokkuð jafnt á ungt og miðaldra fólk. Skattbyrði framtíðarkynslóða er fundin sem afgangsstærð. Vegna þess að fyrr eða síðar verður að afla tekna til að greiða öll útgjöld ríkisins verður núvirt hrein skatt- byrði framtíðarkynslóða að nægja til að greiða muninn á annars vegar núvirði neyslu ríkisins allt tímabilið sem verið er að skoða að viðbættum skuldum nú umfram eignir og hins vegar núvirtri hreinni skattbyrði núlifandi kynslóða. Með öðrum orð- um, greiði núlifandi kynslóðir ekki fyrir eigin neyslu og geri upp skuld- ir sem safnað hefur verið í fortíð- inni, verða kynslóðir framtíðarinnar að greiða það sem upp á vantar. Gert er ráð fyrir að allir einstakling- ar sem fæddir eru eftir grunnárið, 1995, beri sömu skattbyrði. Þegar skattbyrði núlifandi og framtíðarkynslóða er skoðuð kemur í ljós að hrein núvirt lífstíðarskatt- byrði einstaklings sem fæddist árið 1995 er að meðaltali 713 þúsund krónur á verðlagi þess árs en byrði einstaklinga af komandi kynslóðum verður að vera að meðaltali 1.862 þúsund krónur til þess að eignir ríkisins nægi fyrir skuldum árið 2200. Munurinn er 161%. Til að ná jafnvægi á milli kynslóða þarf því að auka skattbyrðar núlifandi kynslóða eða draga úr útgjöldum hins opinbera. Margar leiðir eru færar til að jafna afkomumun kynslóðanna án þess að hér sé ein leið tekin fram yfir aðra. Hægt væri til dæmis að auka heildartekjur hins opinbera af tekjuskatti og útsvari um 0,91% af vergri landsframleiðslu (VLF) ársins 1995 (4,1 milljarð króna) á ári. Sama marki mætti ná með þvf að skerða útgjöld til menntakerfis- ins um 1,01% af VLF (4,6 milljarða króna). Ekki var reynt að meta áhrif þessara aðgerða eða annarra sem skoðaðar voru á hagvöxt en gera má ráð fyrir að hækkun tekju- skatts dragi úr hagvexti og það sama má segja um minni framlög til menntunar. Nokkru minni lækkun þyrfti að verða á fjárframlagi til velferðar- kerfisins til að jafna aðstöðumun kynslóðanna eða um 0,97% af VLF (4,4 milljarðar króna). Lægri fram- lög hins opinbera til þessa mála- flokks myndu að öllum líkindum koma verst niður á ungu fólki og öldruðum. Hér er átt við velferðar- kerfíð í víðum skilningi þessa orðs og nær það yfir framlög til hjúkrun- arheimila, greiðslu ýmissa bóta á vegum ríkis og sveitarfélaga og fleira. Þá væri hægt að lækka neysluút- gjöld hins opinbera, þ.e.a.s. draga úr þeim útgjöldum þess sem ekki er hægt að skipta niður á kynslóðim- ar. Sú aðgerð leiðir til beinnar lækk- unar á skattgreiðslum komandi kyn- slóða en auk þess til lægri framlaga til málaflokka eins og vega-, dóms-, orku- og atvinnumála. Skuldasöfnun hins opinbera hef- ur verið mikil undanfarin ár og gætir áhrifa hennar mjög í kyn- slóðareikningunum. Ef eignir hins opinbera nægðu fyrir skuldum myndi hrein skattbyrði framtíðar- kynslóða mælast neikvæð um tæpar 398 þúsund krónur. Það þýðir að ef núverandi fjármálastefnu stjórn- valda yrði fylgt í framtíðinni þá myndu núlifandi kynslóðir greiða of mikið í skatta miðað við kom- andi kynslóðir. Lækka mætti skatta, eða auka útgjöld, um allt að 4 milljarða króna en halda samt jafnvægi á milli kynslóðanna. Það ójafnvægi sem er á skattbyrði nú- verandi og komandi kynslóða má því að stórum hluta skrifa á reikn- ing skuldasöfnunar hins opinbera í fortíðinni. Aldursdreifíng þjóðarinnar hefur mikil áhrif á útgjöld og tekjur hins opinbera. Við skoðun á mannijölda- spá Byggðastofnunar sést að yfir tímabilið 1995 til 2200 er fjölgunin mest í aldurhópnum 25-64 ára sem er sá hópur sem almennt er virkast- ur á vinnumarkaði. Þessi hópur greiðir hæsta skatta og þannig eru heildartekjur hins opinbera háar vegna þessa hóps en útgjöldin aftur á móti ekki mikil. Einnig verður talsverð fjölgun í elstu aldurshópun- um, það er 65 ára og eldri. Sú fjölg- un kallar á aukin útgjöld vegna ellilífeyris, sjúkra- og velferðarþjón- ustu. Heildartekjuaukning hins op- inbera vegna fjölgunar í aldurshóp- unum 25-64 ára virðist þó verða meiri en útgjaldaaukning vegna aukins fjölda aldraðra miðað við áætlaða mannfjöldaþróun. Samanburður við önnur lönd Við útreikningana var eins og áður segir gert ráð fyrir 6% ávöxt- unarkröfu. Þetta er nokkuð hærri ávöxtunarkrafa en í þeim ná- grannalöndum okkar sem unnið hafa kynslóðareikninga en þar hef- ur oftast verið miðað við 5%. Ástæða þess að valin var hærri ávöxtunarkrafa fyrir ísland er að ávöxtunarkrafa endurspeglar með- al annars áhættu eða óvissu og telja má að smæð íslands og nokkuð einhæft atvinnulíf valdi því að meiri Jakka peysur fallegt úrval Glugginn Laugavegi 60 simi 551 2854. Tafla 2. Skipting skattatekna og útgjalda hins opinbera Sköttum og útgjöldum er skipt i níu flokka eins og hér segir: Skattar: Tekjuskattur: tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur, tekjuskattur bama, tekjúskatt- ur lögaðila, útsvar og sjómannaafsláttur. Eignarskattur: eignarskattur, sérstakur eignarskattur, eignarskattur lögaðila og fasteignagjald. Aðrir beinir skattan sértækur eignarskattur - gatnagerðargjöld, skattar á fjár- magnsviðskipti - stimpilgjöld, tryggingargjald, ábyrgðarsjóður launa, gjald í fram- kvæmdarsjóð aldraðra og frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. Virðisaukaskattun heildargreiðslur í virðisaukaskatt. Aðrir óbeinir skattar: vörugjöld, tollar, einkasöluskattur, neyslu- og leyfisgjöld, sérstakir þjónustuskattar og aðrir skattar. Útgjöld: Fræðslukerfi: dagvist, grunnskólar, menntaskólar, fjölbrautaskólar, verslunar- og viðskiptaskólar, sérskólar, háskólar, aðrir skólar á háskólastigi, fullorðins- fræðsla og Lánasjóður íslenskra námsmanna. Heilbrigðiskerfi: sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta (heilsugæsla), öldrunar- heimili, lyf og slysadeild. Velferðarkerfl: unglingaheimili, öldrunarheimili, málefni fatlaðra, húsaleigubæt- ur, önnur velferðarþjónusta, atvinnuleysisbætur, bamabætur, bamabótaauki og vaxtabætur. Almannatryggingar: 115 bótaflokkar Tryggingastofnunar (flokkar nr. 10101 - 121403). óvissa ríki um framtíðina en í stærri löndum sem hafa fleiri stoðir undir atvinnulífi sínu. Til þess að gera alþjóðlegan samanburð kleifan voru þó reikningamir fyrir ísland endur- teknir miðað við 5% ávöxtunar- kröfu. Aðeins var hægt að bera saman kynslóðareikninga fyrir karla því að ekki reyndist unnt að afla niðurstaðna sem voru sambæri- legar við þær íslensku fyrir bæði kynin nema í Danmörku. í ljós kom að byrði framtíðarkyn- slóða er misjöfn milli landa. ísland stendur vel að vígi í þessum saman- burði. íslenskir karlar framtíðarinn- ar eiga von á 31% hærri hreinni skattbyrði en þeir sem fæddust árið 1995. I Noregi er sama stærð 53%, í Svíþjóð 31% og Þýskalandi 27%. Karlar framtíðarinnar á Ítalíu þurfa . hins vegar að bera mun meiri hreina skattbyrði í samanburði við nýfædd sveinböm en í hinum löndunum. Munurinn er 446%. í Bandaríkjun- um hallar einnig verulega á sveina framtíðarinnar en þar er munurinn OKKAR SNfÐI HRINGAR HÁLSHEN L0KKAR HAIUR KRINGLUNNI S: 588 99H - Gœðavara Gjdfavara - matar-og kafíisíell. Heim Allir verðflokkar. ^ m.a.f A\\v\V verslunin . Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægii liönnúðir m.a. Gianni Yersare: 100%. Danskir karlar virðast, ólíkt körlum í samanburðarlöndunum, bera of þunga skattbyrði miðað við. framtíðarkynslóðir. Ef ójöfnuður framtíðarkynslóða er skoðaður fyrir bæði kynin í Danmörku verður nið- urstaðan þó svipuð því sem gerist á íslandi, hrein skattbyrði framtíð- arkynslóða virðist 26% hærri en núlifandi kynslóða. Af þessu má vera ljóst að ef ávöxtunarkrafan sem notuð er í kynslóðareikningun- um er lækkuð í 5% verður niðurstað- an fyrir ísland mjög sambærileg við það sem gerist hjá þeim ná- grannaþjóðum okkar sem fram- kvæmt hafa kynslóðareikninga. Guðrún Inga Ingólfsdóttir, Gylfi Magnússon og Tryggvi Herbertsson. „Þaö er auövelt aö mæla meö þessari bók. Hún er auölesin og skilaboöin einföld og skýr. Ég heföi viljaö eignast hana fyrir mörgum árum.“ Þorsteinn G. Gunnarsson, íþróttum tyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.