Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 59
I
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 59
BREF TIL BLAÐSIIMS
Frá Helgu Brekkan:
í DAG fletti ég Lesbók Morgun-
blaðsins frá 27. september og rak
augun í „Rabb“ eftir Guðrúnu Pét-
ursdóttir. Rabbið heitir: „Danskan
dýra“. Þar rabbar hún m.a. um ís-
lenska skólanema sem neyðast til
að læra undirstöðu í einu norrænu
tungumáli. Guðrún talar um dýr-
mætan tíma skólabama. Hvers
vegna ekki að leggja niður íslensku-
kennslu og bara tala ensku? Það
er auðvitað leiðinlegt þegar amma
og afi skilja ekki hvað barnabarnið
vill að þau kaupi en það má bara
benda í staðinn. Eins og Guðrún
segir þýðir ekkert að hangsa í fort-
íðinni.
Það er erfitt fyrir fuilorðið fólk
að setjast á skólabekk og hefja
málanám. Ef viðkomandi hefur
hins vegar kynnst þessu máli í
skóla er til grunnur sem hægt er
að byggja á. Margir nemendur sjá
oftast lítið samhengi milli þess sem
þeir læra og munu einhverntíma
hafa gagn af. Að læra eitt nor-
rænt mál, norsku, sænsku eða
dönsku, er auðvelt fyrir normal-
gáfaðan íslending. Að læra tungu-
mál opnar nýja heima. Þú kynnist
fólki, bókmenntum þeirra og
menningu. Að ganga inn í nýjan
málaheim gefur einnig aðra sýn
inn í þinn eigin og þú verður rík-
ari sem manneskja. Samkvæmt
Guðrúnu er það miklu nútímalegra
að Norðurlandabúar tali saman á
„pidgin“-ensku og takmarki þann-
ig möguleikana á dýpri skilningi
og þátttöku í öðru menningar-
svæði. Það efast enginn um mikil-
vægi enskrar tungu. „Það er nota-
leg tilhugsun að norrænir menn
skilji hver annan,“ segir Guðrún
en undirstrikar að Svíar, Danir og
Norðmenn tali ekki sama mál. Hún
gleymir því að þeir geta lesið án
erfiðleika og flytji þeir milli land-
anna vegna náms eða vinnu tekur
það ekki langan tíma að komast
inn í viðkomandi mál. ísland borg-
ar minnst til nörrænna sjóða en
íslendingar fá hlutfallslega mest
út úr því samstarfi. Það væri mik-
ið áfall fyrir íslensk stjórnvöld ef
allt íslenskt fjárhags-flóttafólk á
Norðurlöndum yrði sent til baka.
Ef grunnhyggnin með hjálp
„framtíðar-slagorða“ fær að ráða
verður kennsla í einu norrænu
tungumáli lögð niður í skólum á
íslandi. Um leið útilokar mennta-
kerfið möguleika nemendanna á
því að byggja grunn á auðveldan
OKKAR SMrei
HRIN6AR
HÁLSMEN
LOKKAR
N/tLUR
KRINGLUNNI S: 588 99H
VINDUFOTUR
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
Kóka-puffs-ið
hátt að frekara námi í viðkomandi
norrænni tungu. í Rabbi Guðrúnar
segir hún að: „Tilvísun til fortíðar-
innar dugir ekki enda kemst sá sem
horfir aftur fyrir sig ekkert áfram.“
Hún velur að einblína á Veraldar-
vefinn sem fulltrúa framtíðarinnar.
Hver segir að nemandi sem kann
dönsku geti ekki lært spænsku líka,
þýsku og hvaða tungumál sem er?
Er plássleysi á máladiskum í heilum
íslenskra nemenda? Fólk sem talar
um Veraldarvefinn og heldur að
menntun sé ekki lengur nauðsynleg
virðist ekki hafa mikla innsýn í
hvað um er að ræða. Þótt Internet
og Multimedia og mikil ný tækni
sé komin fram á sjónarsviðið þá
þurfum við samt að mennta okkur.
Að halda einhveiju öðru fram er
álíka hallærisiegt og að segja að
enginn þyrfti að læra á hijóðfæri
eftir að steríógræjurnar voru
fundnar upp.
Innan „margmiðlunargeirans" er
slegist um fólk með góða almenna
menntun og tungumálakunnáttu.
Að halda að unglingar muni bara
geta „surfað“ í sig þekkingu á Int-
ernetinu er út í hött. Guðrún lýsir
eftir fagi sem skiptir meginmáli
þegar búa á ungt fólk undir lífið á
21. öldinni. Við vitum jú öll að um
leið og klukkan slær tólf á gamla-
árskvöld 1999 fara aliir í tann-
læknadress, setjast upp í litlu geim-
skutluna sína og tala ensku við
tölvuna. „Heimurinn skreppur sam-
an“ segir Guðrún en ísland er allt-
af jafn langt í burtu og þú þarft
ennþá að borga há skólagjöld og
flugfargjöld þótt kominn sé tölvu-
sími. Undirrituð stundar „dýrt“
nám sem býðst ókeypis vegna þess
að íslendingar njóta allra réttinda
á Norðurlöndum. Jafnvel þótt það
snúist um margmiðlun og alþjóð-
legar netflækjur þá er ekki kennt
á ensku. Ég held því fram að Norð-
urlönd, þar sem meira en 15 þús-
und íslendingar búa, séu mikilvæg-
ur hluti í og af menningu okkar.
Það er auðvitað alltaf „svoldið
sveitó“ að búa þar svo ég vitni
aftur í Guðrúnu. Ég_ efast samt
ekki um að fólk frá íslandi muni
halda áfram að stunda sitt fram-
haldsnám í ókeypis skólum Norður-
landanna. Einnig að nýta sér fæð-
ingarorlof, dagheimili og önnur
mannréttindi sem þeim bjóðast þar.
Thank you!
HELGA BREKKAN,
Svíþjóð.
200-233 MMX örgjörvi
15" til 21" tölvustýrðir
hágæða litaskjáir.
S3 Trio64V2/GX
PCI skjákort.
Hraðvirkari grafík.
3ja ára ábyrgð
á öllum Digital tölvum.
Einnig fáanleg .
í turnútgáfu.
32 MB DIMM minni (12ns).
Margfalt hraðvirkara en áður.
Móðurborð með
Intel TX kubbasetti.
Styður DIMM minni og
Ultra-DMA diskvinnslu.
Prentaratengi,^
2 raðtengi,
2 USB tengi.
Windows 95
fylgir.
'
3,5" disklingadrif.
2,1 til 6,4 GB
Uitra-DMA/33 diskar.
Helmingi fljótari diskvinnsla.
Hljóðlát borðtölva
íslenskt lyklaborð og sérlega vönduð mús.
Verð frá kr. 149.995
DIGITAL VENTURIS FX-2,
nýjasta tækni í PC tölvum.
Við ábyrgjumst hana
fram á næstu öld!
Digital Equipment Corporation er risi í tölvuheiminum og framieiðir tölvur
af öllum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Digital hannar sínar PC tölvur með það í huga að bilanahætta sé sem minnst,
tengingar á milli ihluta séu traustar og að þær verði auðveldar í öllu viðhaldi.
Digital leggur mikið upp úr öryggi í tölvum sinum. Allir hlutir tölvanna eru
prófaðir itarlega og síðan tekur við stift gæðaeftirlit og samprófun.
Innifalið í verði tölvanna er t.d. Windows95 ásamt
fjölbreyttu úrvali hjálparhugbúnaðar, þessi hugbúnaður
er inni á töivunni þegar hún er afgreidd.
3ja ára ábyrgð er á öllum Digital tölvum, sem er lengri
ábyrgðartími en líftimi margra annarra tölva.
yO
ÍDDSD
hR ö
DIGITAL Á ISLANDI
Vatnagörðum 14, sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digital.is