Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fínnskí töfrasprotinn
Finnski hljómsveitar-
stjórinn Hannu Lintu
verður gestur Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á
tónleikum hennar í
Háskólabíói í kvöld.
Orri Páll Ormarsson
ræddi við þennan þrí-
tuga listamann sem er
enn eitt dæmið um
fínnskan hljómsveitar-
stjóra í fremstu röð.
í ÁRATUG hafa finnskir hljómsveit-
arstjórar, öðrum fremur, mótað Sinf-
óníuhljómsveit íslands. Fyrst starf-
aði Petri Sakari sem aðalhljómsveit-
arstjóri, síðan Osmo yanská og nú
Sakari á nýjan leik. Á þessum tíma
hefur hljómsveitinni vaxið ásmegin,
unnið marga af sínum glæsilegustu
sigrum og haslað sér völl, svo ekki
verður um deilt, á alþjóðavettvangi.
Það er því engum blöðum um það
að fletta að áhrif Finnanna á hljóm-
sveitina eru varanleg og Bandaríkja-
mannsins Rico Saccanis, sem tekur
við henni á vori komanda, bíður
mikil áskorun.
Það er reyndar gömul saga og
ný að Finnar eigi góða hljómsveitar-
stjóra. Þegar blaðamaður var á ferð
í Finnlandi á liðnu ári fletti hann
riti ætluðu útlendingum um sögu og
menningu landsins. Var þar að finna
kafla um helstu núlifandi mektar-
menn og svei mér þá ef annar hver
maður var ekki hljómsveitarstjóri.
Það eru kannski ýkjur - en margir
voru þeir! Paavo Berglund, Leif Se-
gerstam, Esa-Pekka Salonen, Jukka
Saraste, Okko Kamu og Osmo
Vánská, svo einhveijir séu nefndir.
í ljósi þessa liggur beint við að
spyija enn einn Finnann sem stjórna
mun Sinfóníuhljómsveit íslands,
gestastjórnandann Hannu Lintu, þar
sem hann situr yfir sjávarréttasúpu
í Skrúði Hótel Sögu, hvemig I ósköp-
unum standi á þessu. Eiga Finnar
einhvem töfra(tón)sprota? Hljóm-
sveitarstjóranum svelgist á súpunni!
„Mér finnst eins og ég hafi heyrt
þessa spumingu áður,“ segir hann
og skellir upp úr. „Ég á meira að
segja ýmsar útgáfur af svarinu, þótt
inntakið sé alltaf hið sama.“
Hefðin helsta skýringin
Lát heyra! „Hefðin er vitaskuld
helsta skýringin. Finnar hafa allt frá
því Robert Kajanos kom fram á sjón-
arsviðið snemma á öldinni litið á
hljómsveitarstjórnun sem sjálfsagð-
an hlut - sem atvinnu. Fyrir vikið
er starfsgrundvöllur hljómsveitar-
stjóra tryggur. Finnar gera líka
Morgunblaðið/Golli
HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Hannu Lintu hélt upp á þijátíu ára afmæli
sitt á Islandi síðastliðinn mánudag.
EINLEIKARI á tón-
leikunum í kvöld
verður Cristina Or-
tiz, einn eftirsóttasti
píanóleikari heims
um þessar mundir.
Mun hún leika
Píanókonsert nr. 20,
K.466 eftir Wolf-
gang Amadeus Moz-
art á þessum þriðju
tónleikum sínum
með hljómsveitinni.
Ferill Ortiz
spannar tónleika-
ferðir um heim allan
en hún hefur ieikið
í öllum helstu tón-
leikasölum heims
undir sljórn manna á borð við
Vladimir Ashkenazy, sir Colin
Davis, Zubin Meta og Kurt Maz-
ur.
Þá hefur hún leikið inn á
fjölda geislaplatna, bæði kon-
serta með hljómsveitum og ein-
miklar kröfur til tónlistarmanna
sinna, þótt þeir séu jafnframt boðnir
og búnir að greiða götu þeirra, og
aðhaldið er þungt á metum í þessum
geira, sem öðrum. í þessu samhengi
kemst ég ekki hjá því að nefna Sibel-
iusar-akademíuna, þar sem kennsla
leiksverk fyrir píanó.
Ortiz hefur nýlokið
tónleikaferð um
Þýskaland með MDR-
hljómsveitinni í
Leipzig og fyrir dyr-
um standa einleiks-
tónleikar víða um
Evrópu og tónleikar
með sinfóníuhljóm-
sveitunum í Gauta-
borg, Prag og Dallas.
Ortiz er gift eig-
anda einnar stærstu
umboðsskrifstofu
Englands en þau
gengu einmitt í
hjónaband hér á
landi, nánar tiltekið í
Árbæjarkirkju, fyrir tilstilli góð-
vinar Vladimirs Ashkenazys.
Auk Mozart-konsertsins verða
flutt á tónleikunum Gleðiforleik-
ur eftir Leevi Madetoja og
Þriðja sinfónia Johannesar
Brahms.
og tónlistarlegt uppeldi eru á heims-
mælikvarða. Nemendum í hljóm-
sveitarstjórn gefst óvíða annars
staðar tækifæri til að vinna reglu-
lega með 40 manna kammersveit."
Að áliti Lintus liggur önnur skýr-
ing á fjölda og frama finnskra hljóm-
sveitarstjóra í samfélagsgerðinni.
„Þannig er nefnilega mál með vexti
að Finnar sætta sig alveg við að
taka við skipunum - að einhver
ákveðinn aðili skeri sig úr hópnum
og ráði ferðinni, eins og hljómsveit-
arstjórinn verður, eðli málsins sam-
kvæmt, að gera. Þetta er ekki sjálf-
gefinn eiginleiki. Frændum vorum
Svíum, þeim miklu ,jafnaðarmönn-
um“, er þetta til að mynda um
megn!“
Þriðja skýringin sem Lintu nefnir
viðkemur erfðafræði. „Eflaust trúa
einhveijir því að þetta sé í genunum.
Ég er ekki í þeim hópi - og þó!
Kannski er sá möguleiki ekki svo
fjarstæðukenndur, nógu erum við
þijóskir að minnsta kosti!"
Lintu nam píanó- og sellóleik við
tónlistarháskólann í Turku og síðar
við Sibeliusar-akademíuna áður en
hann sneri sér að námi í hljómsveit-
arstjórnun, meðal annars hjá hinum
nafnkunna Jorma Panula. Lintu
vakti fyrst á sér athygli þegar hann
vann til fyrstu verðlauna í keppni
ungra norrænna hljómsveitarstjóra
í Björgvin árið 1994. Gunnsteinn
Ólafsson varð þá annar.
Segir hann að fyrstu mánuðirnir
eftir sigurinn hafi verið strembnir.
„Ég var ekki búinn að vera nema í
eitt og hálft ár í hljómsveitarstjóra-
námi þegar ég bar sigur úr býtum
í Björgvin og var einfaldlega ekki
reiðubúinn að stjórna stórum,
ókunnugum hljómsveitum eins og
skyndilega var ætlast til af mér. I
tilvistarkreppunni sem skall á í kjöl-
farið reyndist Sibeliusar-akademían
Einn eftirsóttasti
píanóleikari heims
Cristina Ortiz
mér ákaflega vel - hún varð mitt
griðland."
Taflið snerist þó fljótlega Lintu í
vil og síðustu tvö ár hafa verið „al-
veg ágæt“. Hann hefur nú stjórnað
mörgum helstu hljómsveitum á
Norðurlöndum og senn leggur hann
upp í tónleikaferð um Bandaríkin.
með hinni kunnu kammersveit
Avanti. Þá hefur hann verið ráðinn
aðalhljómsveitarstjóri sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Turku frá og með 1.
september 1998.
„Ég geri ráð fyrir að verða á ferð
og flugi í vetur, svo ég geti einbeitt
mér að starfinu í Turku frá fyrsta
degi, uppbyggingu og þróun þeirrar
hljómsveitar. Það er gríðarlega mik-
ilvægt fyrir ungan hljómsveitar-
stjóra að hafa sína eigin hljómsveit
til að taka út ákveðinn þroska. Um
framtíðina er best að hafa sem fæst
orð að svo komnu máli, sé mér ætlað-
ur frami í öðrum löndum en Finn-
landi kemur það bara í ljós!“
En hvernig er að alast upp í
skugga allra þessara fræknu hljóm-
sveitarstjóra - í skugga hefðarinn-
ar? „Það getur verið bæði gott og
slæmt. Stóri kosturinn er vitaskuld
sá að þar sem finnskir hljómsveitar-
stjórar hafa ákveðinn gæðastimpil á
sér er örugglega auðveldara fyrir
okkur en marga aðra að fá vinnu.
Á móti kemur hins vegar að vænt-
ingarnar eru ofboðslegar; það er
ekki búist við neinum meðaljónum í
kjölfar Berglunds, Salonens og Sa-
rastes!"
Ein stór fjölskylda
I heimi tónlistarinnar eru finnskir
hljómsveitarstjórar þekktir fyrir
samheldni og Lintu fullyrðir að þeir
séu, með fáeinum undantekningum,
eiginlega eins og ein stór fjölskylda.
„Það ríkir mikil vinátta í hópnum
og menn þreytast seint á því að
leggja hver öðrum lið, miðla af
reynslu sinni eða bara spjalla sam-
an. Persónulega hafa kynnin af
starfsbræðrum mínum, sem eru mér
eldri og reyndari, veitt mér mikinn
innblástur og hjálpað mér yfír marg-
an erfiðan hjallann."
Lintu segir að þótt fundir finnskra
hljómsveitarstjóra séu oft skipulagð-
ir fyrirfram hittist þeir oftar en ekki
fyrir tilviljun - einkum á flugvöllum
á Norðurlöndunum, en „eins og allir
vita eru þeir jafnan troðfullir af
finnskum hljómsveitarstjórum".
Lintu ber Sinfóníuhljómsveit ís-
lands vel söguna en um hana hafði
hann heyrt „gott eitt“ frá löndum
sínum, stjórnendum og einleikurum,
sem lagt hafa henni lið á síðustu
misserum. „SÍ hefur á að skipa harð-
duglegum og samvinnuþýðum hljóð-
færaleikurum sem kunna sitt fag.
Það er því synd og skömm að hljóm-
sveitin skuli ekki hafa aðgang að
alvöru tónlistarhúsi, Háskólabíó er
hreint út sagt hræðilegur tónleika-
staður!"
Þá getur Lintu ekki á sér setið
að viðurkenna að lundarfar íslend-
inga hafi komið sér í opna skjöldu.
„Eg hef alltaf haldið að þið væruð
keimlíkir okkur Finnum í háttum.
Til allrar hamingju, ykkur vegna,
er það hins vegar ekki rétt. íslend-
ingar eru miklu opnari og gestrisn-
ari en Finnar!"
TFJKLIST
Sunnudagslcikhúsiö
HNEFINN
Eftir Friðrik Erlingsson. Byggt á hugmynd
hans og Gísla Snæs Erlingssonar. Leikstjóri:
Gísli Snær Erlingsson. í aðalhlutverkum: Atli
Rafn Sigurðarson, Rúrik Haraldsson og Sara
Kolka Andradóttir. Sijóm upptöku: Marteinn
St. Þórsson. Myndataka: Gylfi Vilberg Áma-
son, Einar Páll Einarsson og Einar Rafnsson.
Hljóð: Vilmundur Þór Gislason. Lýsing: Ellert
Ingi Harðarson. Búningar: Stefanía Sigurðar-
dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Leikmynd: Ólaf-
ur Engilbertsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Tón-
listarapptaka: Atli Dan. Harmóníkuleikur:
Reynir Jónasson. H(jóðsetning: Agnar Einars-
son. Klipping: Gísli Snær Erlingsson og Mar-
teinn St. Þórsson. Samsetning: Einar Stein-
grímur Sverrisson.
Ríkissjónvarpið, sunnudagur 12. október
ANNAÐ leikrit Sunnudagsleikhúss Ríkis-
sjónvarpsins, Hnefinn, er eftir Friðrik Erl-
Efnií
ingsson (eins og hið fyrsta) en hér vinnur
hann út frá sameiginlegri hugmynd sinni
og Gísla Snæs Erlingssonar, leikstjóra.
Ýmsir snertifletir eru með Hnefanum og
fyrra leikritinu, Blóm handa frúnni. Bæði
verkin lýsa samskiptum tveggja kynslóða
karlmanna (þó hér sé ekki um feðga að
ræða eins og í hinu fyrra) og persónu-„gall-
eríið“ er það sama: ungi maðurinn (Atli
Rafn Sigurðarson), gamli maðurinn (Rúrik
Haraldsson) og ung kona (Sara Kolka
Andradóttir).
Flétta leikritsins er í raun sáraeinföld:
Ungur íslenskur maður dvelst í París og
nærir með sér skáldadrauma en kemur litlu
öðru í verk en að ráfa frá einu kaffihúsinu
á annað. Dag einn kemur hann inn á kaffi-
hús sem heitir Café Josep og í ljós kemur
að það ber nafn eigandans, sem er aldraður
sögu
uppgjafaboxari, íslendingur búsettur í Par-
ís. Boxarinn gamli, Jósep Jóhannesson, virð-
ist hafa flúið til Parísar vegna þess að hann
varð óvart valdur að dauða ungs manns í
slagsmálum eftir ball á Borginni um miðja
öldina. Slagsmálin höfðu afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir boxarann því í kjölfar þeirra
blindaðist hann, fyrst á öðru auga - síðar
hinu, og var dæmdur úr leik í heimsmeist-
arakeppni í boxi. Ungi maðurinn, Jón Sig-
urðsson, kannast við Jósep af afspurn og
sér í ævi hans og reynslu „efni í sögu“.
Þeir gera með sér samning: Jósep mun
segja Jóni sögu sína, sem í staðinn á að
beijast við hann (boxa) eina kvöldstund.
Þessi söguþráður (eða leikfiétta) er í
sjálfu sér hvorki ýkja frumlegur né býður
upp á skemmtileg samtöl, sem verða að
teljast aðal hvers leikrits. Hins vegar er það
skemmtileg tilviljun að efnið kemur beint
inn í umræðu um hvort leyfa á box á ís-
landi eða viðhalda því banni sem ríkt hefur
í áratugi. Ég verð að játa að burtséð frá
þeirri tilviljun var fátt áhugavert við leikrit-
ið að mínu mati. Uppbygging sambands
Jóns og Jóseps, sem er aðalinntak leikrits-
ins, var klisjukennd og grunnfærin og há-
punktur verksins - boxatriðið - var í raun-
inni fremur pínlegt og melódramatískt.
Leikarar stóðu sig vel að því marki sem
hlutverkin gáfu kost á, en vegna snöggsoð-
inna drátta í persónulýsingum og lítilfjör-
legs texta er varla hægt að tala um neinn
stjörnuleik. Sara Kolka Andradóttir leikur
lítið hlutverk þjónustustúlku (og dóttur Jós-
eps) og fataðist henni hvergi í frönskunni.
Sviðsmyndin, svarthvít myndataka og
tónlistin, sem leikin er á harmóníku og líru-
kassa, miðaði allt að því að kalla fram
(steríótýpíska) franska stemmningu og
tókst það ágætlega. í heild skilur verkið
ekki mikið eftir sig og er mun síðra fyrra
verki Friðriks, Blóm handa frúnni.
Soffía Auður Birgisdóttir