Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 63 FÓLK í FRÉTTUM Skemmtanir ■ INGÓLFSCAFÉ verður opnað aftur laugardaginn 18. október og verður opn- unarpartý frá kl. 23. Á neðri hæðinni verður kröftug danstónlist með D.J. Claire. Gestgjafar um kvöldið verða Emiliana Torrini og Svavar Örn. Hljóm- sveitir á efri hæð eru Ó. Jónsson & Grjóni (Ólafur, Viðar Hákon, Þorvaldur Gröndal og Siguijón Guðmundsson) og Sýrupolka- hljómsveitin Hringir (Kommi, Gason bra og Kristinn Ámason). Aldurstakmark er 23 ára. Framundan á Ingólfscafé er „host- partý“ með Nýdanskri, Pá!l Óskar með sýningu og „dragshow“ með Bjartmari, Skildi og Þóri o.fl. ■ VEGAMÓT, Vegamótastíg. Á föstu- dagskvöld verða haldnir Fabúla-tónleik- ar og heijast þeir kl. 22.30 en þetta er nýstofnuð hljómsveit með Margréti Krist- ínu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Á laugardagskvöld skemmta síðan diskó- tekaramir Herb & Alfred en þeir leika eingöngu af vinýl og þá lög úr ýmsum áttum. I tilkynningu frá Vegamótum seg- ir að þeir félagar hafi skemmt síðustu helgi og hafl þá myndast mikil og góð stemmning. Vegamót eru opin virka daga U1 kl. 1 og til kl. 3 föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ EINKAKLÚBBURINN hefur keypt upp alia miða á tónleika hljómsveitarinn- ar Nýdanskrar sem haldnir verða í Há- skólabíói 24. október nk. Einkaklúbbur- inn hyggst minnast 5 ára afmælis síns með því að bjóða félögum sínum að fá miðana á 5 krónur. ■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með Júgóslavanum Leló Níka og hljómsveit hans en Leló er heims- meistari í harmonikuleik. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Vest- anhafs. A miðvikudagskvöld verða síðan tónleikar með Bubba Morthens þar sem hann leikur gamalt og nýtt efni. ■ GRANDROKK Klapparstíg 30. Hljómsveitin Miðnes leikur föstudags- og laugardagskvöld. Samnefndur drykk- ur á tilboði meðan hljómsveitin spilar. ■ CAFÉ MENNING Á föstudagskvöid skemmtir dúettinn Annar með gel og hinn með hárlos (Gulli og Maggi). Á laugardagskvöld verður síðan dansleikur með hljómsveitinni Tvöföld áhrif. Að- gangur er ókeypis bæði kvöldin. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Gos. Hljómsveit- in Salka leikur síðan föstudags- og laug- ardagskvöld og á sunnudagskvöld leika Sigrún Eva og hljómsveit. ■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtudags- kvöld verður haldið djasskvöld. Hilmar Jensson gítarleikari og söngkonan Tena Palmer ásamt Matthíasi Hemstock á trommur leika þekkt lög í bland við frum- samið efni. Á föstudags- og laugardags- kvöld verður World Class opnunarhátíð. Miðnætur-spinning og tískusýning frá Toppmenn og Sport. Siggi Hlö sér um diskótónlistina á föstudagskvöldið en Gulli Helga á laugardagskvöldið. ■ FABULA-TÓNLEIKAR Á föstu- dagskvöld verða haldnir tónleikar á veit- ingahúsinu Vegamótum við Vegamóta- stíg. Þar mun stíga á svið hin nýstofnaða hljómsveit Fabula og leika Iög innlendra og erlendra höfunda. Uppistaðan í dag- skrá tónleikanna er ný tónlist eftir Mar- gréti Kristínu Sigurðardóttur sem er jafnframt söngkona hljómsveitarinnar. Meðleikarar Margrétar eru Bjarni Svein- björnsson bassaleikari, Björgvin Ploder slagverksleikari og Tryggvi Hlibner gít- arleikari. Tónleikarnir hefjast ki. 22. ■ RÁIN, KEFLAVlK Hljómsveitin Haf- rót leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ BLÚS Á AUSTFJÖRÐUM Hljóm- sveitin Blues Express leikur á Austfjörð- um um helgina. A fimmtudagskvöld leik- ur hljómsveitin á Orminum, Egilsstöð- um, föstudagskvöld í Egilsbúð, Nes- kaupstað, laugardagskvöld á Hótel Björg, Fáskrúðsfirði, og á sunnudags- kvöld á Hótel Framtíð, Djúpavogi. ■ PKK verður með írska stemmningu á Eskifirði föstudagskvöld og Breiðdals- vík laugardagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, AKUREYRI Hljóm- sveitin SÍN leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir Guð- mundur Símonarson og Guðlaugur Sigurðsson. Hljómsveitin leikur tónlist frá Rod Stewart til Hauks Morthens. ■ 8-VILLT leikur í Menntaskólanum á Sauðárkróki föstudagskvöld og í Fé- lagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugar- dagskvöld. ■ ÍRLAND Á fimmtudagskvöld leikur Ken Hennigan frá kl. 22.30. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leika Papar sem eru nýkomnir frá Bandaríkjunum. Ken Hennigan leikur fyrir matargesti frá kl. 20. ■ DANSHÚSIÐ, GLÆSIBÆ Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar. Húsið opnað kl. 22 báða dagana. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin I hvítum sokkum leikur fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld frá kl. 22. í Leikstofunni föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Viðar Jónsson trúbador. ■ NAUSTKJALLARINN er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Lifandi tónlist bæði kvöldin, hinir eldfjörugu og síungu Svensen og Hallfunkel leika. Opið til kl. 3. ■ REYKJAVÍKURSTOFA (áður Geirs- búð). Opið föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ■ NAUSTIÐ Opið frá fimmtudegi til sunnudagskvölds til kl. 1 og föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakk- landi leikur matartónlist á hörpu. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleik- arinn Liz Gammon leikur þriðjudags- til sunnudagskvöld frá kl. 22 fyrir gesti veitingahússins. 1 tilkynningu frá Ro- mance segir að Liz þyki ein af þeim bestu í sínu fagi í dag. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöld leikur Gunnar Páll fyrir matar- gesti frá kl. 19-23. ■ FJÖRUGARÐURINN er opinn um helgina. Veislur haldnar að hætti vík- inga. Víkingasveitin leikur fyrir dansi. Veitingahúsið Fjaran er opið öil kvöld og í hádeginu fimmtudag til sunnudags. Jón Möller leikur ljúfa píanótónlist föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ NÆTURGALINN, Smiðjuvegi 14, Kóp. Á föstudags- og laugardagskvöld leika Stefán P. og Pétur. A sunnudags- kvöld leikur síðan Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana frá kl. 10-1. ■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl. 19-3. Raggi Bjarna og Stef- án Jökulsson sem komnir eru aftur leika fyrir gesti. í Súlnasal verður afmælishá- tið Félags harmonikuunnenda á föstu- dagskvöld og á laugardagskvöld verður dansleikur með Agga Slæ og Tamla- sveitinni frá kl. 23.30-3. ■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur Hermann Arason fyrir dansi. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Einar Jóns- son. ■ GAUKUR Á STÖNG Svokölluð Mill- er Time-kvöld verða haldin miðviku- dags- og fimmtudagskvöld i vetur. Þá verður boðið upp á tónlist og verða bein- ar útsendingar á Bylgjunni annan hvern fimmtudag frá kl. 23. Hljómsveitin Skíta- mórall leikur. Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Dead Sea Apple og á sunnudags- og mánudagskvöld leikur hljómsveitin Dúndurfréttir. Hljómsveit- in Spur leikur síðan þriðjudagskvöld. ■ DJASS Á HÓTEL BJÖRK Tónlistar- félag Hveragerðis og Ölfuss stendur fyr- ir tónleikum laugardagskvöld þar sem Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur. Kvartettinn skipa auk Sigurðar þeir Kjartan Valdimarsson, píanó, Þórður Högnason, bassi, og Matthías Hemstock, trommur. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20. Aðgangseyrir 800 kr. ■ SOMA heldur tónleika í Rósenberg föstudagskvöld. Hljómsveitin leikur lög af nýju plötunni Föl í bland við annað. Tónleikamir hefjast kl. 24. ■ SNIGLABANDIÐ leikur laugardags- kvöld á Höfðanum í Vestmannaeyjum. ■ SIR OLIVER Á föstudagskvöld leika yinir Dóra, þeir Halldór Bragason, Ásgeir Óskarsson og Jón Ólafsson, blús eins og þeim einum er lagið. I tilkynningu segir að í þau skipti sem þeir félagar hafa spilað á Sir Oliver hafi færri komist að en vildu, þess vegna sé fólki bent á að mæta snemma til að tryggja sér sæti. ■ REGGAE ON ICE leikur föstudags- kvöld á Langasandi Akranesi og laugar- dagskvöld hjá Æskulýðsfélagi kirkjunnar á Hlöðum í Hvalfirði. ■ LUNDINN, VESTMANNAEYJUM Hljómsveitin Dans á rósum leikur helg- ina 17.-18. október. Hljómsveitina skipa: Guðlaugur Ólafsson, Eðvald Eyjólfs- son, Eyvindur Steinarsson og Viktor Ragnarsson. ■ THE DUBLINER Fimmtudagskvöld verður lifandi tónlist með Spuna BB og á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Sangria. A laugardagskvöld leika síðan Hálfköflóttir. ■ GREIFARNIR leika föstudagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, og laug- ardagskvöld í Sjallanum, Akureyri. ■ KAFFI AUSTURSTRÆTI írsku trúbadorarnir John og Tommy leika og syngja föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 23-3. Munið mannfagnaðinn á Hótel Borg í kvöld kL S1 □□ Komið og hittið Guðlaug F»ór, Eyþór Arnalds, Ágústu Johnson og Baltasar Kormák frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stuðningsmenn Reykjavjk -inn i naestu öld Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527 www.reykjavik.com 10-30% afsláttur af öllum jakkafötum OBVIOUS VW CfiU Ný og betri herradeild á Laugavegi Laugavegi 91, s. 511 1718 Kringlunni, s. 568 9017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.