Morgunblaðið - 16.10.1997, Side 63

Morgunblaðið - 16.10.1997, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 63 FÓLK í FRÉTTUM Skemmtanir ■ INGÓLFSCAFÉ verður opnað aftur laugardaginn 18. október og verður opn- unarpartý frá kl. 23. Á neðri hæðinni verður kröftug danstónlist með D.J. Claire. Gestgjafar um kvöldið verða Emiliana Torrini og Svavar Örn. Hljóm- sveitir á efri hæð eru Ó. Jónsson & Grjóni (Ólafur, Viðar Hákon, Þorvaldur Gröndal og Siguijón Guðmundsson) og Sýrupolka- hljómsveitin Hringir (Kommi, Gason bra og Kristinn Ámason). Aldurstakmark er 23 ára. Framundan á Ingólfscafé er „host- partý“ með Nýdanskri, Pá!l Óskar með sýningu og „dragshow“ með Bjartmari, Skildi og Þóri o.fl. ■ VEGAMÓT, Vegamótastíg. Á föstu- dagskvöld verða haldnir Fabúla-tónleik- ar og heijast þeir kl. 22.30 en þetta er nýstofnuð hljómsveit með Margréti Krist- ínu Sigurðardóttur í broddi fylkingar. Á laugardagskvöld skemmta síðan diskó- tekaramir Herb & Alfred en þeir leika eingöngu af vinýl og þá lög úr ýmsum áttum. I tilkynningu frá Vegamótum seg- ir að þeir félagar hafi skemmt síðustu helgi og hafl þá myndast mikil og góð stemmning. Vegamót eru opin virka daga U1 kl. 1 og til kl. 3 föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ EINKAKLÚBBURINN hefur keypt upp alia miða á tónleika hljómsveitarinn- ar Nýdanskrar sem haldnir verða í Há- skólabíói 24. október nk. Einkaklúbbur- inn hyggst minnast 5 ára afmælis síns með því að bjóða félögum sínum að fá miðana á 5 krónur. ■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með Júgóslavanum Leló Níka og hljómsveit hans en Leló er heims- meistari í harmonikuleik. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Vest- anhafs. A miðvikudagskvöld verða síðan tónleikar með Bubba Morthens þar sem hann leikur gamalt og nýtt efni. ■ GRANDROKK Klapparstíg 30. Hljómsveitin Miðnes leikur föstudags- og laugardagskvöld. Samnefndur drykk- ur á tilboði meðan hljómsveitin spilar. ■ CAFÉ MENNING Á föstudagskvöid skemmtir dúettinn Annar með gel og hinn með hárlos (Gulli og Maggi). Á laugardagskvöld verður síðan dansleikur með hljómsveitinni Tvöföld áhrif. Að- gangur er ókeypis bæði kvöldin. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Gos. Hljómsveit- in Salka leikur síðan föstudags- og laug- ardagskvöld og á sunnudagskvöld leika Sigrún Eva og hljómsveit. ■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtudags- kvöld verður haldið djasskvöld. Hilmar Jensson gítarleikari og söngkonan Tena Palmer ásamt Matthíasi Hemstock á trommur leika þekkt lög í bland við frum- samið efni. Á föstudags- og laugardags- kvöld verður World Class opnunarhátíð. Miðnætur-spinning og tískusýning frá Toppmenn og Sport. Siggi Hlö sér um diskótónlistina á föstudagskvöldið en Gulli Helga á laugardagskvöldið. ■ FABULA-TÓNLEIKAR Á föstu- dagskvöld verða haldnir tónleikar á veit- ingahúsinu Vegamótum við Vegamóta- stíg. Þar mun stíga á svið hin nýstofnaða hljómsveit Fabula og leika Iög innlendra og erlendra höfunda. Uppistaðan í dag- skrá tónleikanna er ný tónlist eftir Mar- gréti Kristínu Sigurðardóttur sem er jafnframt söngkona hljómsveitarinnar. Meðleikarar Margrétar eru Bjarni Svein- björnsson bassaleikari, Björgvin Ploder slagverksleikari og Tryggvi Hlibner gít- arleikari. Tónleikarnir hefjast ki. 22. ■ RÁIN, KEFLAVlK Hljómsveitin Haf- rót leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ BLÚS Á AUSTFJÖRÐUM Hljóm- sveitin Blues Express leikur á Austfjörð- um um helgina. A fimmtudagskvöld leik- ur hljómsveitin á Orminum, Egilsstöð- um, föstudagskvöld í Egilsbúð, Nes- kaupstað, laugardagskvöld á Hótel Björg, Fáskrúðsfirði, og á sunnudags- kvöld á Hótel Framtíð, Djúpavogi. ■ PKK verður með írska stemmningu á Eskifirði föstudagskvöld og Breiðdals- vík laugardagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, AKUREYRI Hljóm- sveitin SÍN leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir Guð- mundur Símonarson og Guðlaugur Sigurðsson. Hljómsveitin leikur tónlist frá Rod Stewart til Hauks Morthens. ■ 8-VILLT leikur í Menntaskólanum á Sauðárkróki föstudagskvöld og í Fé- lagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugar- dagskvöld. ■ ÍRLAND Á fimmtudagskvöld leikur Ken Hennigan frá kl. 22.30. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leika Papar sem eru nýkomnir frá Bandaríkjunum. Ken Hennigan leikur fyrir matargesti frá kl. 20. ■ DANSHÚSIÐ, GLÆSIBÆ Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar. Húsið opnað kl. 22 báða dagana. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin I hvítum sokkum leikur fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld frá kl. 22. í Leikstofunni föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Viðar Jónsson trúbador. ■ NAUSTKJALLARINN er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Lifandi tónlist bæði kvöldin, hinir eldfjörugu og síungu Svensen og Hallfunkel leika. Opið til kl. 3. ■ REYKJAVÍKURSTOFA (áður Geirs- búð). Opið föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ■ NAUSTIÐ Opið frá fimmtudegi til sunnudagskvölds til kl. 1 og föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakk- landi leikur matartónlist á hörpu. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleik- arinn Liz Gammon leikur þriðjudags- til sunnudagskvöld frá kl. 22 fyrir gesti veitingahússins. 1 tilkynningu frá Ro- mance segir að Liz þyki ein af þeim bestu í sínu fagi í dag. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöld leikur Gunnar Páll fyrir matar- gesti frá kl. 19-23. ■ FJÖRUGARÐURINN er opinn um helgina. Veislur haldnar að hætti vík- inga. Víkingasveitin leikur fyrir dansi. Veitingahúsið Fjaran er opið öil kvöld og í hádeginu fimmtudag til sunnudags. Jón Möller leikur ljúfa píanótónlist föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ NÆTURGALINN, Smiðjuvegi 14, Kóp. Á föstudags- og laugardagskvöld leika Stefán P. og Pétur. A sunnudags- kvöld leikur síðan Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana frá kl. 10-1. ■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl. 19-3. Raggi Bjarna og Stef- án Jökulsson sem komnir eru aftur leika fyrir gesti. í Súlnasal verður afmælishá- tið Félags harmonikuunnenda á föstu- dagskvöld og á laugardagskvöld verður dansleikur með Agga Slæ og Tamla- sveitinni frá kl. 23.30-3. ■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur Hermann Arason fyrir dansi. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Einar Jóns- son. ■ GAUKUR Á STÖNG Svokölluð Mill- er Time-kvöld verða haldin miðviku- dags- og fimmtudagskvöld i vetur. Þá verður boðið upp á tónlist og verða bein- ar útsendingar á Bylgjunni annan hvern fimmtudag frá kl. 23. Hljómsveitin Skíta- mórall leikur. Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur Dead Sea Apple og á sunnudags- og mánudagskvöld leikur hljómsveitin Dúndurfréttir. Hljómsveit- in Spur leikur síðan þriðjudagskvöld. ■ DJASS Á HÓTEL BJÖRK Tónlistar- félag Hveragerðis og Ölfuss stendur fyr- ir tónleikum laugardagskvöld þar sem Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur. Kvartettinn skipa auk Sigurðar þeir Kjartan Valdimarsson, píanó, Þórður Högnason, bassi, og Matthías Hemstock, trommur. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20. Aðgangseyrir 800 kr. ■ SOMA heldur tónleika í Rósenberg föstudagskvöld. Hljómsveitin leikur lög af nýju plötunni Föl í bland við annað. Tónleikamir hefjast kl. 24. ■ SNIGLABANDIÐ leikur laugardags- kvöld á Höfðanum í Vestmannaeyjum. ■ SIR OLIVER Á föstudagskvöld leika yinir Dóra, þeir Halldór Bragason, Ásgeir Óskarsson og Jón Ólafsson, blús eins og þeim einum er lagið. I tilkynningu segir að í þau skipti sem þeir félagar hafa spilað á Sir Oliver hafi færri komist að en vildu, þess vegna sé fólki bent á að mæta snemma til að tryggja sér sæti. ■ REGGAE ON ICE leikur föstudags- kvöld á Langasandi Akranesi og laugar- dagskvöld hjá Æskulýðsfélagi kirkjunnar á Hlöðum í Hvalfirði. ■ LUNDINN, VESTMANNAEYJUM Hljómsveitin Dans á rósum leikur helg- ina 17.-18. október. Hljómsveitina skipa: Guðlaugur Ólafsson, Eðvald Eyjólfs- son, Eyvindur Steinarsson og Viktor Ragnarsson. ■ THE DUBLINER Fimmtudagskvöld verður lifandi tónlist með Spuna BB og á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Sangria. A laugardagskvöld leika síðan Hálfköflóttir. ■ GREIFARNIR leika föstudagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, og laug- ardagskvöld í Sjallanum, Akureyri. ■ KAFFI AUSTURSTRÆTI írsku trúbadorarnir John og Tommy leika og syngja föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 23-3. Munið mannfagnaðinn á Hótel Borg í kvöld kL S1 □□ Komið og hittið Guðlaug F»ór, Eyþór Arnalds, Ágústu Johnson og Baltasar Kormák frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stuðningsmenn Reykjavjk -inn i naestu öld Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527 www.reykjavik.com 10-30% afsláttur af öllum jakkafötum OBVIOUS VW CfiU Ný og betri herradeild á Laugavegi Laugavegi 91, s. 511 1718 Kringlunni, s. 568 9017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.