Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tónlistarmaðurinn John Denver
IJOHN Denver var lítt áberandi
í tónlist síðustu ár og einbeitti
sér að umhverfismálum.
Yegna fjölda áskoranna!
munu Ríó og vinir koma fram einu sinni enn á Hótel Sögu
föstudaginn 24. okt. nk.
Ríó, Bubbi og Jóhannes Kristjánsson ásamt Tamlasveitinni
Agli Ólafssyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur.
Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen, Gunnlaugur Briem,
Grettir Björnsson, Szymon Kuran og Magnús Einarsson.
MATUR, SKEMMIUN, DANS
1
hót el
/aca
Miða- og borðapantanir í síma 552 9900
Lést í flugslysi
ÞJOÐLAGASÖNGVARINN John
Denver lést í flugslysi á sunnudag
í Monterey Bay í Kaliforníu. Den-
ver var einn í vélinni þegar hún
brotlenti í sjónum en ástæður
slyssins eru enn ókunnar. Flugvél-
in fór mjög illa í brotlendingunni
og ekki var hægt að bera kennsl á
líkamsleifar söngvarans fyrr en
sýnishorn af fingraförum hans
bárust frá Colorado. Það var því
ekki fyrr en á mánudag að greint
var frá dauða Johns Denvers opin-
berlega.
Denver, sem var 53 ára gamall,
var þaulreyndur flugmaður og
reyndi í þrígang að lenda vélinni
áður en hún fórst. Flugvélin var
tveggja sæta, eins hreyfíls, af gerð-
inni Long-EZ, sem er ekki verk-
smiðjugerð og því flokkuð sem til-
raunavél. Denver sagði starfs-
manni flugvallarins að hann ætlaði
í stutta ferð og yrði í loftinu í um
klukkustund. Hann hafði mikla
flugástríðu en faðir hans, sem var
flugmaður hjá Bandaríska flug-
hernum, hafði til dæmis kennt hon-
um að fljúga Lear-þotu.
Henry John Deutschendorf, eins
og söngvarinn var skírður, ferðað-
ist mikið í æsku og eftir að hafa
stundað nám í arkitektúr í Texas
hélt hann vestur á bóginn til að
freista gæfunnar sem tónlistar-
maður. Þetta var árið 1965 en
fyrsti smellur Johns Denvers leit
dagsins ljós árið 1971 þegar lagið
„Take Me Home, Country Roads“
fór í annað sæti bandaríska vin-
sældarlistans. Hann átti 14 gull- og
platínuplötur í Bandaríkjunum auk
þess sem hann átti miklum vin-
sældum að fagna um allan heim.
Að sögn útgáfufyrirtækis hans,
Sony, er hann einn af fímm sölu-
hæstu tónlistarmönnum sögunnar.
Denver lék í sinni fyrstu kvik-
mynd árið 1977 á móti grínleikar-
anum George Burns í myndinni
„Oh God“. Hann kom fram í mörg-
um jólasjónvarpsþáttum, þar á
meðal í tveimur þáttum um Prúðu-
leikarana. Auk viðurkenninga fyrir
tónlistina og sjónvarpsþætti hlaut
John Denver einnig viðurkenning-
ar fyrir starf sitt á sviði umhverfis-
mála. Þar á meðal var hann ötull
verndunarsinni og unnandi Rocky
Mountains í Colorado en sjálfur
dvaldi hann lengstum í skíðabæn-
um Aspen.
Árið 1984 og 1985 var John Den-
ver einn af fyrstu vestrænu tónlist-
armönnunum sem fengu að halda
tónleika í fyrrum Sovétríkjunum
þegar menningarsamband var aft-
ur tekið upp við Bandaríkin. Hann
var einnig í hópi þeirra fyrstu sem
fengu að halda tónleika í Kína árið
1992.
John Denver hafði áður lent í
flugslysi í apríl 1989 þegar gamalli
vél sem hann var í hvolfdi á flug-
braut í Arizona. Ái'ið 1995 kærði
flugkennari Denver fyrir að klessa
á kennsluvél sína á flugbraut í
Wyoming. Árið 1993 var Denver
ákærður fyrir að aka bíl undir
áhrifum og ári síðar lenti hann í
málaferlum eftir að hafa ekið
Porsche bifreið sinni út af vegi
undir áhrifum áfengis.
John Denver hefur
I lítið verið áberandi í
1 tónlistarlífinu undan-
farin ár. Hann komst á
vinsældarlista í Banda-
ilkjunum í ágúst á
þessu ári með plötunni
„The Best of John
Denver Live“ en það
var í fyrsta sinn síðan
1988 sem það
gerðist.
LEIKKONAN Teri Carr lék
með Denver í gamanmyndinni
„Oh God“ árið 1977.
Akafur
barátfu-
maður um- ?
hverfismála
FYRSTI smellur Johns Den-
vers kom út árið 1971 en síð-
an hefur hann selt milljónir
platna um allan heim.
Irskt
kaffihús
Sjö rétta
hádegis hlaðborð
frá mánudegi
til föstudags
kl. 12 - 15
FLUGVÉL söngvarans brotlenti undan ströndum
Kaliforníu á sunnudag.