Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNB LAÐIÐ
NEYTENDUR
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 1 9
Handverksmarkaður á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi
Nytja-
munir
í miklu
úrvali
MARKAÐUR með allra handa
handverki var haldinn síðast-
liðinn laugardag á Eiðistorgi á
Seltjarnarnesi. „Dagurinn
heppnaðist mjög vel en torgið
var troðfullt af fólki, Seltirning-
um á öllum aldri og öðrum
áhugasömum,“ segir Bjamey
Ámadóttir, gjaldkeri Kvenfé-
lagsins Seltjarnar sem stóð að
markaðinum.
TU sölu og sýnis voru ýmiss
konar nylja- og listmunir frá
samtals um fimmtíu handverks-
mönnum víðs vegar að af land-
inu og margt var afar fallega
gert að mati Bjarneyjar. Sem
dæmi nefnir hún ýmiss konar
glerverk, bútasaum, vatns-
Iitamyndir og silkimálverk,
saumaðar brúður og prjónavör-
ur svo sem húfur, vettlinga og
trefla. „Ekki minni athygli vakti
postulínið og perlusaumurinn,
tröUadeig í ýmsum myndum var
til sölu, svo og kransar, hattar
og pullur að ógleymdri allri tré-
vinnunni."
Jólin nálgast óðfluga og á
Eiðistorg voru mættir jólasvein-
ar í líki brúða, klæddir í lopa-
peysur upp á gamla mátann en
einnig var til sölu jólaskraut,
m.a. litríkar bjöllur.
Handverk á torginu
hálfsmánaðarlega
Til að gleðja mannskapinn
enn frekar spiluðu börn úr Tón-
listarskóla Setljarnarness nokk-
ur lög og kvenfélagskonur sáu
Morgunblaðið/Ásdís
BRtíÐUR, fatnaður og skrautmunir til sölu.
VALGERÐUR hattakona sýnir ýmsar gerðir höfuðfata.
TRÉMUNIR á Eiðistorgi.
um vöfflubakstur og kaffisölu.
Þar sem vel tókst til á laugar-
daginn hefur verið ákveðið að
efna til sams konar handverks-
markaðar á Eiðistorgi hálfsmán-
aðarlega í vetur, fyrsta og
þriðja laugardag í mánuði en
opið verður frá klukkan 10-18.
Ágóði til líknarmála
Ágóði af sölu handverksins
rennur til líknarmála, að sögn
Bjarneyjar en kvenfélagið, sem í
eru um 90 konur, hefur meðal
annars styrkt starfsemi Seltjarn-
arneskirkju, heilsugæslu bæjar-
félagsins svo og slysavarna-
nefndina.
-r Gæðavara
Gjafdvaid — malar- og kafristell.
Allir verðflokkar.
verslunin
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
Eykur raka, dregur úr fitu
frábær jafnvægisstillir fyrir blandaða húð.
Clinique bregst við blandaðri
húð með snjöllum nýjum farða
við allra hæfi.
Kemur í veg fyrir fitugljáa,
eykur raka eftir þörfum og
tryggir eðlilegt jafnvægi
húðarinnar. Léttur og ol/ulaus.
H Y G E A
jnyrtivöruvcrjlun
Laugavegi 23 Kringlunni
s. 511 4533 s. 533 4533
Silkimjúkan farðann er auðvelt
að bera á, jafnt þunnt sem
þekjandi.
Fæst í mörgum litbrigðum svo
litur húðarinnar njóti sín sem
best.
SuperBalanced Makeup
30 ml. kr. 1968.
Ráðgjafi frá Clinique verður í
Hygeu Laugavegi 23 í dag,
á föstudag og laugardag
í Hygeu Kringlunni.
Sölusýning á hinum
stórglæsilegu og vönduðu
Siemens heimilistækjum
LAUGARDA^INN 18.0KTÓBER
FRAKL.10-16
40% afsláttur á sjónvarps-, myndbands- og hljómflutnings
tækjum. Verulegur afsláttur af ýmsum öörum heimilistækjum.
Ríflegur staðgreiösluafsláttur veittur.
Þeir sem kunna gott að meta láta tækifæri sem þetta
ekki fram hjá sér fara.
Látið sjá ykkur - 0£f njótið dugsins með okkur.
SMITH &
' I NORLAIMD
Nóatúni 4 • Sími 511 3000