Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ágirndin er rót alls ills ÞVÍ miður hafa ýmsir atburðir að und- anfömu, er birst hafa í fréttum, vakið hjá mér ugg, hvort við Is- lendingar ætlum að glata virðingu okkar og jafnvel tilverurétti vegna skorts á siðferð- isþreki og mér virðist að okkur muni ekki takast að varðveita viss grundvallarmann- réttindi. Skulu tvö dæmi tekin, en miklu fleiri mætti taka. Hópuppsagnir sérfræðinga Frá og með 1. sept. sl. sögðu upp 7 þvagfæralæknar hjá Trygginga- stofnun ríkisins og þann 1. okt. sögðu upp 9 til viðbótar svo og 16 bæklunar- og 10 skurðlæknar. Tal- ið er að þetta sé aðeins upphafið að fjöldauppsögnum sérfræðinga. Fyrir rösku ári var alvarlegt verk- fall hjá heimilis- og heilsugæslu- læknum er stóð um lengri tíma og eru afleiðingar þess ekki að fullu grónar ennþá. Aðalorsök deilunnar var, að kjör þessara lækna vora talin veralega lægri en sérfræðinga, enda þótt þeir hafi svipaða mennt- un. Var talið að mismunur væri 2-300 þúsund krónur á mánuði. Öllum er ljóst að gera verður hér greinarmun á sérfræðingum er vinna nær einvörðungu á sjúkra- húsum, en kjör þeirra þarf að bæta, og þeirra er „praktísera" og eru oft auk þess í hlutastarfi. Hér virðast launahækkanir, eins og nær allar stéttir eru að sætta sig við, ekki í umræðunni. Við blasir því, að stór hluti aldraðra, öryrkja, almenns launafólks og atvinnulausra, sem er meira en helmingur þjóðarinnar, hafi vart efni á því að leita til sér- fræðinga, ef TR tekur ekki þátt í kostnaðinum. Umræddir læknar eru að mínu mati brotlegir gagnvart læknalög- um. Einnig ber að hafa í huga að læknarnir hafa fengið ókeypis læknismenntun hér á landi. Við þegnar landsins höfum gengið út frá ríkjandi velferð- arkerfi og röskun á því mun hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Það er talið að meira en helmingur karlmanna fái krabbamein í blöðrahálskirtil eftir 60 ára aldur. Allt veltur á því að sjúkdómurinn greinist sem fyrst. Það er því mikil ábyrgð sem læknar á þessum svið- um hafa tekist á hend- ur og veikir traust okk- ar á þeim er gæti orðið varanlegt, ef deilan er ekki ieyst sem fyrst. Fullyrðing þeirra að sjúklingar eigi að leita réttar síns er ómerkileg sýndarmennska, því að TR skortir Lítil þjóð getur því að- eins staðist, að almenn mannréttindi séu í heiðri höfð, segir Sigurður Helgason, og þegnar landsins finni í raun að allir séu jafnir fyrir lögum. heimild til að greiða nema þeim læknum sem eru á samningi. Mála- ferlin myndu eflaust kosta nokkrar milljónir. Grípi stjórnvöld og Alþingi ekki inn í þessar deilur geta afleið- ingamar orðið með öllu ófyrirsjáan- legar og allir samningar við lækna landsins í uppnámi. Ný einokunarstétt? Þjóðin hefur sýnt í fj'ölda tiivika, að þegar alvarlegar blikur eru á lofti og sjá má fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu, stendur þjóðin sam- an og tekur á sig byrðarnar. Stjórn- völd verða að sýna í verki, að slík samábyrgð sé metin og þegar upp- sveifla er á ný komin, njóti þjóðin öll árangursins. Ein meginorsök þessara erfiðleika var minnkandi sjávarafli og þá einkum þorskur. Lög voru samþykkt þar sem skýrt kom fram, að aflinn í sjónum væri eign þjóðarinnar, en það var enn frekar til þess að undirstrika þessi sjónarmið. Að sjálfsögðu væri eðli- legt að telja alla aukningu á sjávar- afla eign allra og selja ætti leyfin á fijálsum markaði og nyti öll þjóð- in þannig arðsins. Þvert á allar vonir um, að náttúruauðlindir yrðu þannig í raun eign allra, hefur ann- að komið í ljós. Öil aukning aflans rennur til þeirra er aflann áttu fyr- ir og miðað við allar aðstæður, er um helmingur alls aflans í höndum fárra stóraðila, sem því miður hafa nær einokunaraðstöðu á aukning- unni. í fréttum nýlega kom fram, að verksmiðjutogarar hafa verulegt sjálfdæmi að meta aflann er fer um borð og er magnið vantalið um minnst 6-8% miðað við gildandi reglur hjá fiskvinnslustöðvum í landi. Er hér enn eitt dæmið um hvernig ágirndin kann sér ekkert hóf. Á sama tíma er talað um það, að flestir íbúar Grímseyjar verði að flytja þaðan, þar sem kvóti smábáta sé til þurrðar genginn. Réttur byggðarlaga til smábátaveiða er nátengdur sögu þjóðarinnar og þau hafa áunnið sér þennan rétt með langri hefð, sem engin venjuleg lög geta afnumið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að hann sé flokk- ur allra stétta. Hann hefur og oft sýnt það í verki. Ég skora því á forystumenn Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið og afnema þessa einokunaraðstöðu áður en meiri skaði hlýst af. Lítil þjóð getur því aðeins staðist, að almenn mannrétt- indi séu í heiðri höfð og þegnar landsins finni í raun að allir séu jafnir fyrir lögum. Höfundur er lögfræðingur og öryrki. Sigurður Helgason Með 19-faldanháseta- hlut í golfhönskum FÁRANLEIKI og óréttlæti núverandi fiskveiðistjómarkerfis er slíkur að þeir sem upplýsa um eðli þess eru oft vændir um ýkj- ur. Engum snjöllum áróðursmeistara myndi detta til hugar að búa til svo ósenni- legar sögur eins og felast í íslenskum kvótaveraleika, ein- faldlega vegna þess að þannig myndu menn skjóta yfir markið og missa marks. Hverjum datt til hugar í miðri heimsstyijöldinni að trúa því að Hitler væri að myrða 6 milljónir gyðinga? Fréttir um morð- æði Stalíns vora aðeins um örlítið brot af raunveralegum grimmdar- verkum hans og voru samt af- greiddar sem moggalygi af stórum hluta þjóðarinnar á sínum tíma. Mörgum þótti Stalín sýna myndug- leika þegar hann var í raun að láta myrða tugir milljóna manna og steypa heilli þjóð í örbirgð. Eins er með fréttir af kvótakerf- inu. Sannar upplýsingar eru ein- faldlega of ótrúlegar og afleiðingin sú að margir vantreysta þeim. Er ekki t.d. erfitt að trúa því að sæ- greifi getur verið jafnvel settur þeg- ar hann leigir frá sér afnot af kvót- anum sínum eins og maður sem á 19 þræla um borð í fiskveiðiskipi og það án þess að þurfa að hafa af þeim neinn kostnað,- annast þá, fæða, klæða og hýsa? Hann getur verið með þrælatök á mörgum skipum í einu ef afla- heimild hans er nægj- anlega stór. Sumir eiga jafnvel erfitt með að trúa því að búið hafi verið til slíkt kerfi að sumir geti leigt öðrum afnot af því sem allir eiga sameiginlega, þ.e. fiskimiðunum. Raun- veruleg dæmi eru þó nákvæmlega þannig. Tökum nýlegt dæmi af kvóta- lausum netabát: Kvótaleiga fyrir þorsktonnið kostaði 76 þús kr. Gott verð fékkst fyrir þorsktonnið á fisk- markaði eða 111 þús. kr. Mismun- urinn af söluverði og leiguverði var 40 þús. kr þegar tillit hafði verið tekið slægingar o.s.frv. Áhöfnin, fjórir menn, fékk 40% í sinn hlut eða samtals 16 þús kr fyrir tonnið, þ.e. hásetahluturinn var 4 þús kr. fyrir tonnið. Sægreifinn fékk 76 þús kr eða 19-faldan hásetahlut úr þess- ari veiðiferð út á fiskimiðin, sam- eign þjóðarinnar. Hann þarf ekki að kaupa sér vinnuvettlinga. Golf- vettlingar eru líklegri til þess að veija hendur hans hnjaski þar sem Sægreifinn getur haft þrælahald á mörgum skipum í einu, segir Valdimar Jóhannes- son. Sé aflaheimild hans nægilega stór. hann nýtur lífsins á suðrænum slóð- um nú þegar veturinn sækir að. Þetta dæmi er auðvitað fárán- legra en svo að nokkram gæti dott- ið í hug að búa það til. Þessu þarf að breyta. Fiskimiðin era sameign þjóðarinnar, sem á kröfu til að end- urheimta yfirráð sín yfir þeim. Frelsi, réttlæti og jafnrétti allra til atvinnu, búsetu, menntunar og vel- sældar eiga að vera hornsteinar ís- lensks samfélags en ekki höft, for- réttindi, ójöfnuður og ranglæti eins og kvótakerfið hefur verið að inn- leiða með vaxandi þunga. íslendingar geta aldrei unað slíku til langframa. Söfnum liði. Göngum öll til liðs við Samtök um þjóðar- eign. Gula línan skrifar niður liðs- menn, sem þegar eru famir að nálg- ast þúsundið. Höfundur situr í stjórn Samtaka um þjóðareign. Valdimar Jóhannesson Ábyrgö sveitar- stjórna í kennara- deilunni NÍU AF hvetjum tíu grunnskólakennurum hafa samþykkt verk- fallsboðun frá 27. októ- ber. Fleiri sögðu já í þetta sinn en nokkru sinni fyrr í verkfalls- boðun kennara. Ég hef fylgst með kjaradeilum og samningum kennara í rúm tuttugu ár og fullyrði að yfirstand- andi kjaradeila sker sig úr. Það er fleira en verkfallsboðunin sem gerir hana sérstaka. Sterk viðbrögð við stefnu launanefndar og krafa um raunveralegar kjarabætur kemur frá kennurunum án þess að forysta kennarafélaganna hafi biásið í herlúðra. Fjölmargir kennarar hafa sagt upp, ekki eingöngu til að mót- mæla heldur til þess að eiga út- gönguleið náist ekki viðunandi samningar. Kennarar í Reykjavík mættu ekki í boð fræðslustjóra í Miðbæjarskólanum. Þeim þótti ekki við hæfi að þiggja boð vinnuveitanda sem hefði þau viðhorf til skólastarfs og kennslu sem fram koma í tilboði launanefndar og málflutningi tals- manna nefndarinnar. lengst í reynda kennara sem væri ávinningur fyrir skólana. Taka á ráðningar- festu af kennurum og veita skólastjóra vald til þess að breyta stunda- skrá og stöðuhlutfalli með eins mánaðar fyrir- vara. Otrúleg hug- mynd, en skrifað stend- ur. Deilan í hnút Ég hirði ekki um að vega tilboð launanefnd- ar í krónum og prósent- um enda koma engar kjarabætur fram í því. Engin umtals- verð stefnubreyting hefur orðið hjá launanefndinni á samningafundum til þessa. í augum kennara hefur nefndin og talsmenn hennar hert hnútinn með hveijum fundi. Samn- ingaviðræður og kjarasamningar snúast um fleira en krónur og pró- sentur. Viðhorf vinnuveitenda til við- komandi stéttar og starfs hennar skiptir oft sköpum um árangur samningaviðræðna. Vinnubrögð og framkoma talsmanna launa- nefndar hingað til benda ekki til þess að stefnt sé að því að ná samn- Valgeir Gestsson Kennarastéttinni misboðið Skýringin á hörðum viðbrögðum kennara er m.a. sár vonbrigði með nýja vinnuveitendur í fyrstu kjara- samningum sveitarfélaganna og kennarafélaganna. Vonbrigði eftir allan fagurgalann um hvað kennarar yrðu miklu betur settir sem starfs- menn sveitarfélaganna en ríkisins. Kennarar eru undrandi og reiðir yfir „tilboði" launanefndar og að hlusta á talsmenn nefndarinnar lýsa því ítrekað yfir að laun kennara verði ekki hækkuð nema þeir vinni meira. Og, því haldið fram að kennarastétt- in sé hyskin og skili ekki fullri vinnu. Þannig tala umboðsmenn sveitar- stjórna landsins til kennara. Ég hef ekki heyrt nokkurn sveitarstjórnar- mann mótmæla þessum viðhorfum launanefndar. Tilboð þvert á kröfur og væntingar kennara Fyrir ári síðan lögðu kennarafé- lögin fram kröfugerð og samnings- aðilar undirrituðu viðræðuáætlun. Samningar vora lausir um síðustu áramót og þann 20. mars sömdu aðilar um framlengingu samningsins með 4% launahækkun fram til júlí- loka í ár. Tilgangurinn með skamm- tímasamningnum var m.a. að gefa betri tíma í samningsgerðina og styrkti það kennara í trúnni á að sveitarstjórnum væri full alvara að bæta kjör þeirra. Um miðjan ágúst- mánuð lagði launanefnd sveitarfé- laga loksins fram formlegt tilboð. Ég fullyrði að tilboðið á sér enga hliðstæðu í allri sögu kjarabaráttu kennara. Það gengur þvert á kröfur og væntingar kennara og getur því aldrei orðið viðræðugrundvöllur að nýjum kjarasamningi. Hér verða aðeins nefnd nokkur dæmi úr tilboð- inu. Lagt er til að kennsluskyldan hækki en það mundi gera starf kenn- ara erfiðara og auka enn frekar vanda skólanna við einsetningu. Lagt er til að brott falli sérstakar greiðslur vegna mismunandi vinnu- byrði kennara eftir fjölda nemenda þeirra t.d. stílapeningar og nem- endaumsjón bekkjarkennara. Ég tel það rangt og sýna þekkingarleysi á kennslu og rekstri skóla að ætla sömu laun fyrir kennslu í fámennum bekkjum og fjölmennum. Fella á niður afslátt af kennslu- skyldu sem kennarar fá við 55 og 60 ára aldursmörk en ákvæði þetta var bundið í fyrstu lögum um grunn- skóla 1974 enda fólst í því ákveðin menntastefna, þ.e. að halda sem Kennarar eru undrandi og reiðir. Því er haldið fram, segir Valgeir Gestsson, að kennara- stéttin sé hyskin og skili ekki fullri vinnu. ingum við kennara heldur að stofna til harðrar, miskunnarlausrar og væntanlega langrar kjaradeilu. Eftir að hafa lesið tilboð launanefndar yfir varð mér að orði: „Nú verður kennarastéttin æfareið og enginn mun ráða við hana.“ Því miður hefur þetta ræst. Þau sveitarfélög í landinu sem reka grunnskóla hafa falið launa- nefdinni umboð til samninga við kennarafélögin. Talsmenn nefndar- innar tala því í nafni sveitarstjórn- anna. Á launamálaráðstefnu sveitar- félaganna 9. september var stefna launanefndarinnar rækilega stað- fest. Það kom greinilega fram á ráð- stefnunni að þau viðhorf til kennara og starfs þeirra sem fram hafa kom- ið hjá talsmönnum launanefndarinn- ar eiga stuðningsmenn á meðali sveitarstjórnarmanna. Ég held að með launamálaráðstefnunni hafi sveitarstjórnarmenn komið kennara- deilunni í þann harða hnút sem kenn- arastéttin hefur nú svarað og hert hnútinn enn frekar með einhuga verkfallsboðun. Ábyrgð sveitarstjórnarmanna Þeir sveitarstjórnamenn sem vilja reyna að leysa deiluna ættu að fara á vettvang, hitta kennarana í skólun- um og heyra í þeim hljóðið. Hvað telja kennarar að þurfi til að leysa deiluna? í grunnskólum Reykjavíkur starfar um þriðjungur grunnskóla- kennar iandsins og embættismenn borgarinnar hafa forystu fyrir launa- nefndinni. í fullri einlægni ráðlegg ég borgarfulltrúum og ebættismönn- um borgarinnar í launanefndinni að fara í nokkrar skólaheimsóknir og heyra hljóðið í kennurum. Fræðslu- stjóri getur stjórnað hugstormun um lausn kennaradeilunnar. Þetta er ekki grín, mér er fúlasta alvara enda stefnir í hörðustu kjaradeilu kennara frá upphafi. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri ognú starfsmaður Kennarasambands íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.