Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
BLOÐUG UPPREISN I KONGO
Uppreisnarmenn í Kongó sögðust (gær hafa náð höfuðborg landsins,
Brazzavilie, á sitt vald og einnig miðborg olíuborgarinnar Pointe-Noire.
Stjórnvöld í Angóla voru sögð hafa sent hermenn til Pointe-Noire frá
Cabinda-héraði til að aðstoða uppreisnarherinn.
Brazzaville
Þúsundir manna hafa
fallið í átökum um
borgina frá 5. júní
vly
Brazzaville
á valdi upp-
reisnarhersins
Kinshasa. Reuters.
HERMENN hliðhollir Denis Sassou
Nguesso, fyrrverandi leiðtoga
Kongó, lýstu í gær yfir sigri í bar-
dögum um höfuðborgina, Brazza-
ville, og sögðust einnig hafa náð
miðborg olíuborgarinnar Pointe-
Noire á sitt vald. Stjórnarerindreki
í Pointe-Noire sagði að hermenn
frá Angóla hefðu verið sendir til
borgarinnar til að aðstoða upp-
reisnarher Sassous. Hermenn hollir
Pascal Lissouba forseta voru sagð-
ir hafa veitt litla mótspymu í borg-
inni.
„Við höfum náð Brazzaville-borg
algjörlega á okkar vald,“ sagði tals-
maður Sassous og lýsti yfir sigri í
átökum um borgina sem hafa stað-
ið í rúma fjóra mánuði. Átökin
hafa kostað nokkur þúsund manna
lífið og því sem næst allir íbúarnir
800.000 hafa flúið borgina.
Nokkrir ráðherrar, þeirra á með-
al Bemard Kolelas forsætisráð-
herra, flúðu til Kinshasa, höfuð-
borgar Lýðveldisins Kongó, og þótti
það benda til þess að stjórn Lisso-
uba væri að leysast upp. Ekki var
vitað í gær vitað hvar forsetinn
heldur sig.
Átökin í Kongó hófust í júní
þegar Lissouba forseti fyrirskipaði
hernum að afvopna stuðningsmenn
Sassous, sem var forseti landsins
frá 1979 til 1992 þegar Lissouba
komst til valda í fyrstu forsetakosn-
ingunum eftir að fjölflokkalýðræði
var komið á.
Talsmaður Sassous sagði að her-
menn hans hefðu farið inn í mið-
borg Pointe-Noire og barist væri
um úthverfí. Stjórnarerindreki í
borginni sagði að hermenn frá
Angóla hefðu farið þangað í gær-
morgun.
Stuðningsmenn Lissouba hafa
sakað her Angóla um að aðstoða
uppreisnarherinn, en því hefur
Sassou og stjómvöld í Angóla neit-
að. Pointe-Noire er við Atlantshafs-
ströndina og nálægt héraðinu Cab-
inda, sem tilheyrir Angóla og er
umlukið Kongó í norðri og Lýðveld-
inu Kongó, áður Zaire, í suðri.
Pointe-Noire er í suðurhluta
Kongó, þar sem stuðningsmenn
forsetans hafa haft bæði tögl og
hagldir, en síðustu daga hafa her-
menn Sassous náð nokkrum bæjum
á þessum slóðum á sitt vald. Sassou
er frá norðurhluta landsins.
SÞ beita sér fyrir íhlutun
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur beitt
sér fyrir því að samtökin sendi allt
að 5.000 manna fjölþjóðlegt herlið
til að binda enda á átökin í Kongó.
Hann hefur lagt til að 160 manna
sveit hermanna og ráðgjafa verði
send sem fyrst til Libreville, höfuð-
borgar Gabons, til að undirbúa
íhlutunina.
Annan viðurkenndi eftir fund um
málið í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna að Bandaríkjamenn væru
enn tregir til að fallast á slíkar
aðgerðir. „En þar sem brýn þörf
er til skjótra aðgerða vonast ég
eftir samþykki Bandaríkjastjórnar
á næstunni,“ bætti Annan við. „Eg
tel að enginn vilji bera ábyrgð á
því að hindra alþjóðlegar aðgerðir
vegna þessara erfiðu aðstæðna.“
Annan sagði nauðsynlegt að
grípa til aðgerða í Kongó til að
afstýra því að nágrannaríki tækju
þátt í átökunum og að stríðið
breiddist út til annarra landa í þess-
um heimshluta.
Islenska Kínadeilan í
dönskum fjölmiðlum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DEILA íslendinga við Kínverja
vegna heimsóknar varaforseta
Tævans var umræðuefni í Berl-
ingske Tidende í gær eftir blaða-
mannafund Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra og Poul Nyrup Ras-
mussens forsætisráðherra Dana í
tilefni af opinberri heimsókn Dav-
íðs. Blaðið var einnig með mynda-
frásögn af Jótlandsferð forsætis-
ráðherrahjónanna beggja. B.T. og
Ekstra Bladet einbeita sér mest að
frásögnum af Jótlandsferðinni og
þá einkum af samlyndi Poul Nyrup
Rasmussens forsætisráðherra og
Lone Dybkjær eiginkonu hans,
Evrópuþingmanns Róttæka vinstri-
flokksins og fyrrverandi ráðherra.
Undir fyrirsögninni „ísland læt-
ur kínverskar hótanir sem vind um
eyru þjóta“, segir í Berlingske Tid-
ende að þrátt fyrir venjulega sam-
stöðu Norðurlandanna á alþjóða
KUBVERSKIR hermenn í ser-
stökum heiðursverði báru í
fyrradag í Havana kistu, sem
geymir jarðneskar leifar Er-
nestos „Che“ Guevara, upp á
opinn líkvagn sem hin goðsagna-
kennda byltingarhelja var flutt
á til hinztu hvílu í bænum Santa
vettvangi, hafi Nyrup Rasmussen
vikið sér undan að lýsa yfir að
hann myndi koma íslandi til hjálp-
ar, ef Kína gerði alvöru úr hótunum
sínum nýlega gagnvart þessu litla
landi. Danski forsætisráðherrann
hafi ekki tekið afstöðu til, hvort
Danmörk styddi ísland, ef þrengt
yrði að verslunar- eða stjórnmála-
sambandi íslands við Kína.
í blaðinu eru ummæli Davíðs um
viðbrögð Kína fyrir og á meðan á
heimsókninni stóð rakin og tekið
fram að íslenska stjórnin sé ekki
að breyta stefnu sinni gagnvart
Kína, heldur vilji aðeins ákveða
sjálf hveijir heimsæki landið. Og
þó Tævanheimsóknin hefði ekki
verið nauðsynleg, þá hefði samt
sem áður verið ákveðið að leggjast
ekki gegn henni. Davíð sagðist
ekki búast við stuðningi frá Dönum,
ef Kínverjar gerðu alvöru úr hótun-
Clara á miðri Kúbu. Guevara
féll í hendur bólivískra stjórnar-
hermanna 8. október 1967 og
var tekinn af lífi. Gröf hans í
skógum Bólivíu fannst í sumar
og er kennsl höfðu verið borin
á bein Guevaras voru þau flutt
til Kúbu.
um sínum. „Við berum ákvörðun
okkar einir og fyrr eða síðar kemst
samband landanna í samt lag. Við
óskum ekki aðstoðar að utan," hef-
ur blaðið eftir ráðherranum. Áður
hefur deilunnar aðeins lítillega ver-
ið getið í dönskum fjölmiðlum.
Síðdegisblöðin tvö gerðu heim-
sókn íslensku forsætisráðherra-
hjónanna góð skil, bæði með mynd-
um og texta. Athyglin þar beindist
þó einkum að Nyrup Rasmussen
og konu hans, því í nýrri bók um
ráðherrann eru ýmsar frásagnir af
hve stríð kona hans sé og tilhneig-
ingu hennar til að setja ofan í við
mann sinn og siða hann til. I ferð-
inni virtust dönsku forsætisráð-
herrahjónin því gera sér sérstakt
far um að sýna blaðamönnum sínar
bestu hliðar og það er óspart frá-
sagnarefni dönsku blaðanna.
Noregur
Enginn vill
taka að sér
dómsmálin
Ósló. Morgunblaðið.
MIÐFLOKKARNIR norsku munu
að öllum líkindum kynna nýja stjórn
í dag. I gær lágu ekki fyrir öll nöfn-
in á ráðherralistanum, né heldur
skiptingin en það embætti sem helst
vefst fyrir flokkunum að skipa í,
er stóll dómsmálaráðherra, sem
enginn flokkanna vill fá í sinn hlut.
Viðbrögð við stjórnarsáttmálanum,
sem kynntur var í gær, eru blend-
in, Verkamannaflokkurinn segir
engan stuðning hjá sér að hafa en
hinir flokkarnir eru öllu jákvæðari.
Ráðherrafléttan er margslungin,
þar sem taka verður tillit til hvaðan
af landinu ráðherraefnin eru, hvers
kyns og úr hvaða flokk-i. Ein þeirra
krafna sem settar hafa verið fram
er að næsti sjávarútvegsráðherra
verði frá Vestur-Noregi, þar sem
tveir síðustu ráðherrar í ráðuneyt-
inu voru frá Norður-Noregi.
Fullyrt er í Aftenposten í gær
að eitt helsta vandamálið sé dóms-
málaráðuneytið, sem enginn hafi
lýst áhuga á og því verði væntan-
lega „þröngvað upp á“ einhvern
flokkanna. Ástæður þessa eru fyrst
og fremst hin fjölmörgu vandasömu
mál sem bíða dómsmálaráðherrans.
Þar má nefna flóttamanna- og inn-
flytjendamál, Schengen-samning-
inn og ekki síst fyrirhugaða bygg-
ingu tveggja gasorkuvera í Vestur-
Noregi. Miðflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn eru mótfallnir
byggingu þeirra og mega ekki til
þess hugsa að dómsmálaráðherra
þurfi ef til vill að skipa lögreglu-
mönnum að fjarlægja mótmælendur
frá fyrirhuguðum lóðum gasorku-
veranna.
Blendin viðbrögð
Nordfoto
POUL Nyrup Rasmussen sýnir Davíð Oddssyni útsýnið frá skrif-
stofu sinni er þeir hittust í danska forsætisráðuneytinu á þriðjudag.
„Che“ borinn til hinztu hvílu
i
i
i
>
>
>
\
i
t
Ekkert hótel vill hýsa Papon
París. Bordeaux. Morgunblaðið. Reuters.
ÞEGAR réttarhöld í máli Maurice Papons hafa
staðið í viku er hann kominn i nýjan næturstað.
Hann leigði sér hús við vínakur um 30 km suð-
ur af Bordeaux á þriðjudag, þegar Ijóst var að
ekki væri vært á hóteli í miðborginni og ekkert
hótel annað vildi hýsa hann.
Símhringingum linnti ekki á hótelið sem Pap-
on gisti frá sunnudegi og var starfsfólk kallað
nasistar, fasistar, svikarar og jafnvel spurt hvort
ekki væri gasklefi þar fyrir Papon. Tugir manna
stóðu framan við hótelið í mótmælaskyni og
hrópuðu ókvæðisorð um Papon. Hann er ákærð-
ur fyrir að hafa sent yfir 1.500 gyðinga í útrým-
ingarbúðir nasista á árunum 1942-4, en þá var
hann yfirmaður lögreglu í Bordeaux.
Frelsisúrskurði áfrýjað
Frönsk lög segja að þeir sem ákærðir eru
fýrir alvarlega glæpi skuli vera í varðhaldi með-
an á réttarhöldum stendur. Papon mætti því í
fangelsi á þriðjudag í síðustu viku, en var látinn
laus eftir að lögmaður hans sagði heilsu hins
87 ára gamla skjólstæðings síns ekki þola fanga-
vistina. Hann var eina nótt á spítala en fór svo
á lúxushótel.
Ákvörðun dómara um að láta hann lausan
olli mikilli reiði og saksóknari í málinu ákvað
að áfrýja henni til hæstaréttar. Óvíst er hve lang-
an tíma tekur að fá úrskurð réttarins og óttast
lögmenn gyðinga að Papon fái aldrei refsingu.
Ef hann fái að ganga laus nú megi búast við
áframhaldandi linku og einhvers konar gæslu á
heimili hans þegar réttarhöldunum lýkur.
Thorbjorn Jagland, fráfarandi
forsætisráðherra, gagnrýndi stjórn- h
arsáttmála miðflokkanna harðlega t
í gær. Sagði hann flokkana ausa U
fé á báða bóga án þess að útskýra p
hvernig eigi að mæta útgjöldunum.
Enginn grundvöllur sé fyrir sam-
vinnu Miðflokkanna og Verka-
mannaflokksins hvað varði t.d.
hækkaðan ellilífeyri og fjárstuðning
við barnafjölskyldur. Jan Petersen,
formaður Hægriflokksins, er já-
kvæðari í garð stjórnarsáttmálans
og Kristin Halvorsen, formaður i ,
Sósíalíska vinstriflokksins, sagði r
hann „metnaðarfullan", þótt hún L
hefði efasemdir um hvernig ætti W
að fjármagna aukin útgjöld.