Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 3Ktv0nnMnhli STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRAUTRYÐJENDA- STARF SNEMMA á þessum áratug hófst merkilegt tilrauna- og brautryðjendastarf á Flateyri við veiðar, vinnslu og mark- aðssetningu á kúfiski. Það skiptir verulegu máli, bæði fyrir sjávarplássin, sem sum hver eiga í vök að veijast, og sjávarút- veginn í heild, að brydda upp á nýjungum sem þessari, til að fjölga störfum og auka verðmæti í atvinnugreininni. Þeir Flat- eyringar sem ruddu brautina í vinnslu og markaðssetningu kúfisks höfðu þá framtíðarsýn, að jafnframt kúfiskvinnslu mætti þróa aðrar skelfiskveiðar, svo sem á beitukóngi, trjónu- krabba og öðuskel. Tilrauna- og þróunarstarf af þessu tagi er sjaldnast dans á rósum. Það skilar þó oftar en ekki árangri í fyllingu tímans, ef rétt er að málum staðið. Og í frétt hér í blaðinu í gær segir frá því að veiðar á kúfiski með nýju skipi þeirra Flateyringa séu komnar vel á skrið. Fyrirtækið Vestfirzkur skelfiskur stefnir að því að veiða og vinna árlega um 12.000 tonn af kúfiski á Bandaríkjamarkað. Söluvirði þeirrar framleiðslu mun vera 150 til 200 milljónir króna. Og hjá fyrirtækinu starfa á milli 20 og 30 manns á sjó og landi. Starfsemi þess er góð búbót fyrir atvinnulífið í þessu vestfirzka sjávarplássi. FÆÐIN GARORLOF FYRIR ALLA FEÐUR REYKJAVÍKURBORG hefur nú fetað í fótspor ríkisins og býður körlum í sinni þjónustu að taka tveggja vikna laun- að fæðingarorlof á fyrstu átta vikunum í lífi nýrra fjölskyldu- meðlima. Þetta þýðir að allstór hluti karla á vinnumarkaði hefur nú öðlazt sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, sem er mikilvægt skref í jafnréttisátt þótt enn sé orlofið afar stutt. Um leið verður staða feðra á almennum vinnumarkaði, sem eiga engan sjálfstæðan rétt til orlofs til að kynnast börnum sínum og taka þátt í umönnun þeirra, auðvitað enn hróplegri en áður. Nú er full ástæða til að aðrir atvinnurekendur, sem margir hverjir hafa greitt konum laun í fæðingarorlofi, sýni frumkvæði í þessu jafnréttismáli og stígi svipað skref og þess- ir tveir stóru vinnuveitendur, ríkið og borgin, hafa gert. Jafnframt er brýnt að ríkisstjórnin efni hið fyrsta loforð sitt um að allir karlar skuli njóta réttar til greiðslna frá Trygginga- stofnun í fæðingarorlofi, sem ekki skerði orlof barnsmæðra þeirra. Til framtíðar hlýtur hins vegar að verða stefnt að því að allir feður eigi sjálfstæðan rétt til launaðs fæðingarorlofs, burt- séð frá því, hvar þeir starfa, og að hjón eða sambúðarfólk geti vandræðalaust skipt því með sér að sinna umönnun barna sinna á fyrstu mánuðunum í lífi þeirra. Viðurkenning samfélags- ins á því að karlar séu jafnhæfir til að annast börn og heimili og konur og eigi að hafa til þess sömu tækifæri er forsenda þess að jafnrétti náist á ýmsum öðrum sviðum. UNDARLEGT UPPHLAUP TIL HARÐRA orðaskipta kom á Alþingi á mánudag er einn þingmanna Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfús- son, gagnrýndi harðlega áform um að íslensk sendinefnd, und- ir forystu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, færi til Indónesíu á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon sagði fráleitt að utanríkisráðherra sækti Indónesa heim vegna mannréttinda- brota og fjöldamorða á Austur-Tímor. Reglulega koma upp kröfur um að stöðva beri viðskipti og jafnvel samskipti við tiltekin ríki af siðferðilegum ástæðum. Bandaríkjamenn hafa um áratuga skeið haldið uppi viðskipta- banni gegn Kúbu og beijast nú gegn því að önnur ríki eigi viðskipti við íran. Fyrir nokkrum árum var ísland meðal ríkja er settu viðskiptabann á Suður-Afríku. Sá hængur er hins vegar á kröfum af þessu tagi að tals- menn þeirra eru yfirleitt ekki þeirrar skoðunar að eitt eigi yfir alla að ganga heldur láta sér nægja að velja ákveðin ríki sem beri að „refsa“. Þannig var aldrei til umræðu að setja viðskipta- bann á Sovétríkin eða takmarka ferðir sendinefnda þangað þrátt fyrir svívirðileg mannréttindabrot. Ekki hefur tíðum ferð- um stjórnmálamanna til ríkja á borð við Kína á undanförnum árum heldur verið mótmælt. íslendingar hafa mótmælt mann- réttindabrotum í þessum ríkjum en ekki látið það hafa áhrif á önnur samskipti milli ríkjanna, t.d. á viðskiptasviðinu. Þótt margt megi gagnrýna í stjórnarfari Indónesíu verður vart séð að það réttlæti að þetta ríki, eitt hið fjölmennasta í heimi, sé sett í pólitíska sóttkví. Þá myndi þingmaðurinn vænt- anlega einnig vilja loka á samskipti við Víetnam, Kambódíu og Kína. Eða hvað? ímyndin bætt í „bakgarðinum“ Bill Clinton Bandaríkja- forseti hélt í byrjun vik- unnar í för til þriggja ríkja Suður-Ameríku. Tilgangur forsetans er sá að tryggja stöðu Bandaríkjamanna á þeim nýju mörkuðum sem opnast hafa í þessum heimshluta. Asgeir Sverrisson segir frá ferð forsetans og veltir fyrir sér samskiptum Banda- ríkjanna og ríkja Suður- Ameríku á tímum örra breytinga. VOPNAÐUR háttstemmdum ræðum um einingu og óheftanlega framrás lýð- ræðisins hóf Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fyrstu för sína tii Suður-Ameríku í byijun vikunnar. Með þessu fetaði forsetinn í fótspor þeirra Franklins D. Roosevelts og átrúnaðargoðs síns Johns F. Kenned- ys, sem báðir leituðust við að bæta ímynd Bandaríkjamanna í þessum heimshluta. í Venezúela og Brasilíu hefur forsetinn rætt um ágæti óheftra viðskipta og heitið því að í nánustu framtíð verði öll ríki vesturhvelsins sameinuð undir gunnfánum sameigin- legra gilda. Vísast mun hann endur- taka þann boðskap á fundum sínum með argentínskum leiðtogum síðar í vikunni. í Suður-Ameríku ríkir á hinn bóginn ekki eining um ágæti þessara gilda og enn líta margir svo á að Bandaríkjamenn séu fram úr hófi af- skiptasamir í anda eldri stefnu sinnar í málefnum þessa heimshluta, sem fólst í því að halda kommúnismanum niðri þótt oft kostaði það samvinnu við siðleysingja, glæpamenn og morð- ingja. För forsetans til þriggja Suður- Ameríkuríkja er einkum hugsuð til að draga athyglina að þeim gífurlegu breytingum sem átt hafa sér stað í þessum heimshluta á vettvangi efna- hags- og stjórnmála. Sjálfur sagði forsetinn í ræðu er hann hélt í Brasii- íu að „hljóðlát bylting" hefði orðið í þessum hluta heimsins. Haft var á orði að með veru sinni vildi Clinton leggja blessun sína yfir þessi um- skipti og hvetja ráðamenn í ríkjum þessum til frekari dáða. Lokamarkmið forsetans er sameiginlegt __________ fríverslunarsvæði allra Am- eríkuríkja, (Área de Libre Comercio de las Ámericas, ALCA), allt frá Alaska til Eldlandsins, árið 2005. Hins Reuters BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hlýðir á ræðu borgarsijóra Sao Paulo í Brasilíu í gær og hefur sýnilega hrifist af boðskapnum. Myndskreyting að baki forsetanum á vísast að túlka tengslin sem forsetinn vill efla á milli Ameríkuríkja. þessum í nánustu framtíð og erlend fyrirtæki og fjárfestar horfa nú vonar- augum til þessa hóps nýrra neytenda. Gullegg í bakgarðinum För Clintons er söguleg fyrir þær sakir að hann hyggst sýnilega setja Suður-Ameríku á forgangslista sinn á vettvangi utanríkismála á síðara kjör- tímabilinu eftir að hafa einkum lagt áherslu á Rússland og Mið- og Austur- Evrópu á hinu fyrra. Tilgangurinn er sá að tryggja bandarísku fjármagni forgang að þessum nýja markaði nú þegar hænan er tekin að verpa gull- eggjum í „bakgarði" Bandaríkjanna. í raun er hafið kapphlaup um markaðina sem nú eru að opnast og í dagblöðum í Suður-Ameríku mátti í vikunni sjá greinar þar sem því var haldið fram að forsetinn hygðist í för sinni freista þess að stöðva sókn Evrópuríkja inn á þessa markaði. enda þótti með ólíkindum hvílíkan íjölda af afkastamiklum drápstólum þeim þótti nauðsynlegt að flytja til landsins m.a. skriðdrekabyssur. Litla hrifningu vöktu og fréttir þess efnis að bandarískum blaðamönnum í fylgd með forsetanum hefði verið ráðlagt að halda sig fjarri baðströndum Rio að kvöldlagi og láta sprauta sig við taugaveiki. Þá vakti upplýsingablað sem sendiráð Bandaríkjanna í Brasilíu dreifði athygli fjölmiðla þar í landi en þar sagði m.a. að spillingin í Brasilíu væri „enn landlæg" og dómskerfið mjög hægvirkt enda lyti það enn „póli- tískri stjórn". Þetta þótti sumum bras- ilískum fjölmiðlamönnum enn eitt dæmið um „hroka heimsveldisins." Syndir forveranna Ný ogjákvæðari ímynd Kapphlaup hafið um markaðina vegar ríkir ekki sátt um þetta mark- mið og sérstaklega hafa Brasilíumenn lýst yfir efasemdum um að unnt reyn- ist að koma því á svo fljótt. Reyndi Clinton að eyða þessum efasemdum á fundum með ráðamönnum Brasilíu, sem frekar vilja horfa til Mercosur- samstarfsins í þessu tilliti en í því taka þátt Argentína, Uruguay og Paraguay auk Brasilíu. Sá mikli hagvöxtur sem verið hefur í mö'-gum helstu ríkjum Suður-Amer- íku á undanförum árum hefur ásamt þeim pólitíska stöðugleika, sem tekist hefur að skapa, opnað augu manna fyrir þeim gífurlegu möguleikum sem þar gefast á sviði fjárfestinga og við- skipta. Haldi svo fram sem horfir mun fjölmenn millistétt rísa upp í ríkjum Argentínska dagblaðið La Nación sagði fyrr í vikunni að Clinton vildi í ________ þessari för sinni „tæla“ Suður-Ameríku og forset- inn hefur að sönnu beitt persónutöfrum sínum og meðfæddum „populisma" til að skapa nýja og já- kvæðari mynd af Bandaríkjunum og leiðtoga þeirra. í Caracas í Venezúela ávarpaði hann móttökunefndina á spænskri tungu og fór að gröf frelsis- hetjunnar Simons Bolivars en í Rio de Janeiro í Brasilíu hyggst hann sækja heim öreiga í hreysahverfi. Vísast veitti ekki af því að koma þeirri mynd á framfæri að þar færi leiðtogi sem umhugað væri um kjör alþýðu manna i þessu fjölmenna ríki. Er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sótti Brasilíu heim árið 1982 tókst honum að gera viðstadda orðlausa er hann fagnaði því sérstaklega í skálar- ræðu að vera kominn til Bólivíu. Fyr- ir heimsókn Clintons gat að líta nei- kvæðar fréttir í brasilískum blöðum af vopnabúnaði öryggisvarða hans Þessi fréttaflutningur segir nokkuð til um þá spennu sem enn er í sam- skiptum Brasilíu og Bandaríkjanna og enn ristir andúðin á Bandaríkja- mönnum djúpt þar syðra. Sú ákvörðun stjórnar Clintons að hefja hernaðar- samvinnu við Argentínu upp á nýtt stig með tilheyrandi vopna- __________ sölu hefur mætt mikilli andstöðu í Brasilíu, sem nú krefst þess að fá stöðu á alþjóðavettvangi í sam- við stærð sína og „Hafði brott a Boliv ræmi mátt enda er þar að finna áttunda stærsta hagkerfi heims. Þar í landi eru og margir þeirrar hyggju að ill- mögulegt sé að verða við kröfum Bandaríkjamanna um frekari opnun markaða og einkavæðingu og af þeim sökum hafa brasilískir ráðamenn hafnað þeirri hugmynd Clintons að fyrirhugað fríverslunarsvæði Amer- íkuríkja , verði að veruleika árið 2005, Iíkt og forsetinn boðaði á fundi leið- toga Ameríkuríkja í Miami fyrir þrem- ur árum. Brasiiísk fyrirtæki myndu í mjög mörgum tilfellum aldrei fá stað- ist þá erlendu samkeppni, sem frekari opnun markaða fylgdi og slíkt myndi aðeins reynast ávísun á aukið atvinnu- leysi, sem aftur gæti spillt þeim póli- tíska stöðugleika er þó hefur tekist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.