Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sundlaugin í Lauga- skarði endurbætt Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SUNDLAUGIN í Laugaskarði er ein stærsta sundlaug landsins. Hveragerði Nýr organ- isti ráðinn NÝR organisti, Jörg E. Sonder- man, hefur verið ráðinn í Hveragerðis- og Kotstrandar- sókn og tekur hann til starfa 1. nóvember nk. Sonderman er Þjóðveiji, fer- tugur að aldri, og hefur víð- tæka menntun (A-próf) í kirkjutónlist og langa starfs- reynslu sem kirkjutónlistar- maður, organisti og kórstjóri. Hann hefur undanfarin tíu ár starfað sem kantor við Alte Kirehe í Bönen í Westfalen og staðið þar fyrir árlegri kirkju- tónlistarhátíð „Bach Tage, Bönen“ auk þess að stofna og stjórna kammerkórnum „Heinrich Schiitz-Kreis, Heer- en“. Sondermann kemur til með að annast orgelleik við Hvera- gerðis- og Kotstrandarkirkju og þjálfa og stjórna Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- sóknar og vinna að eflingu frekara tónlistarlífs auk þess sem vænta má að hann eigi frumkvæði að tónleikahaldi sem auki enn fjölbreytt tónlist- arlíf í prestakallinu. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar er rótgróðið söngfélag, ríkt af reynslu og dáð og hyggur gott til sam- starfsins við nýjan stjórnanda. Kórinn getur bætt við söngfólki í allar raddir og æfingar eru á fimmtudagskvöldum í Hvera- gerðiskirkju nú í október en annars eru æfingar á miðviku- dagskvöldum kl. 20.30. Hveragerði - Þeir eru margir, bæði ungir sem aldnir, sem eiga góðar minningar frá sundlauginni í Laugaskarði. Sundlaugin var reist fyrir tilstuðlan Lárusar Rist árið 1938 en árið 1940 var hún stækkuð uppí núverandi stærð og var lengi eftir það stærsta sundlaug landsins en hún er 50 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Enn þann dag í dag eru það ein- ungis örfáar sundlaugar á landinu sem skáka Laugaskarði hvað varðar stærð og fallega staðsetningu. Und- anfarið hafa farið fram gagngerar endurbætur á sundlauginni sem miða meðal annars að því að gera hana að löglegri keppnislaug á ný. En fyrir nokkrum árum var steypt í botn laugarinnar og varð hún þá of grunn til keppni. Framkvæmdir í Laugaskarði hafa staðið yfír síðan í bytjun sept- ember en það er fyrirtækið Garpar, Hveragerði, sem sér um verklega þáttinn. Hækka á bakka sundlaug- arinnar um 15 sentimetra, leggja dúk á kanta laugarinnar og setja niðurfallsristar meðfram bökkun- um. Setja á hita í stéttar ásamt því að leggja nýjar lagnir að og frá lauginni. Gufubaðið verður lagfært og settir verða upp ráspallar og flotlínur. í stuttu viðtali sagði Einar Math- iesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæj- ar, að framkvæmdum miðaði vel áfram og verkinu myndi ljúka í lok október. „Einhver seinkun hefur þó orðið á framkvæmdum því í ljós kom heilmikil klöpp undir öðrum bakkanum sem ekki var gert ráð fyrir en hana þurfti að bijóta upp og fjarlægja. Einnig má nefna að stærðar lækur, um 35 sekúndulítr- ar, rann undir öðrum laugarbakk- anum og þurfti að leggja hann í 20 tommu rör og veita í Varmá. Við vissum um tilvist þessa lækjar en hann var samt mun meiri en við héldum." Aukaverk auka kostnað Vegna þessara aukaverka er kostnaður við verkið orðinn öllu hærri en áætlað var í upphafi en gert er ráð fyrir að verkið muni kosta um 14 milljónir króna þegar upp verður staðið. Einar sagði þó að þessi aukaverk hefðu ekki verið annað en búast mátti við þar sem sundlaugin er komin til ára sinna. „Að þessum endurbótum loknum má segja að sjálft sundlaugarsvæð- ið í Laugaskarði hafi verið fært í afskaplega gott horf og þarna er nú boðið uppá fullkomna aðstöðu fyrir sundfólk bæði til æfinga og keppni og þá ekki síst mjög skemmtilega sundlaug fyrir al- menning.“ Víst er að það verður langþráð stund fyrir hina íjölmörgu fasta- gesti laugarinnar þegar hún verður aftur tekin í gagnið nú í lok október. Nýbreytni í garðplöntu- framleiðslu Selfossi - 80 manns sóttu ráð- stefnu í Básnum í Olfusi 8. til 10. október sl., sem haldin var á vegum Garðyrkjuskóla ríkis- ins, Reykjum í Ölfusi. Yfir- skrift ráðstefnunnar var „Ný- breytni í garðplöntufram- leiðslu." Aðalfyrirlesari var Ole Billing Hansen, prófessor í Landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi. Einnig fluttu ís- lenskir aðilar fyrirlestra, m.a. Olafur S. Njálsson garðykju- kantidat, Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri Suðurlands- skóga, Guðríður Helgadóttir, aðalkennari á garðplöntubraut Garðyrkjuskólans, og nemend- ur á brautinni gerðu grein fyr- ir námsferð, sem þau fóru í til Danmerkur og Þýskalands í haust. Heppnaðist vel Að sögn Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, endurmenntun- arstjóra Garðyrkjuskólans, heppnaðist ráðstefnan í alla staði mjög vel. „Þátttakendur voru mjög ánægður með að- stöðuna í Básnum, fyrirlesar- ana og alla umgjörð námskeiðs- ins. Nú förum við að undirbúa næstu ráðstefnu, sem verður vonandi í mars á næsta ári, sem mun fjalla um uppeldi skógar- plantna," sagði Magnús Hlyn- ur, endurmenntuarstjóri Garð- yrkjuskóla ríkisins. Félagsheimilið á Blönduósi Morgunblaðið/Sig. Fannar HLUTI af þátttakendum á ráðstefnu Garðyrkjuskóla ríkisins um nýbreytni í garðplöntuframleiðslu. Gagngerum endur- bótum að ljúka Nýr prófastur í Borgarfirði Blönduósi - Senn fer að ljúka gagngerum endurbótum á Fé- lagsheimilinu á Blönduósi sem staðið hafa yfir frá því um miðjan júlí. Siguijón Ólafsson hefur haft yfirumsjón með verkinu en Hlyn- ur Tryggvason hefur verið hans hægri hönd við verkið. Áætluð verklok eru 31. okt. og verður af því tilefni efnt til matarveislu og stórdansleiks þar sem Björg- vin Halldórsson og Óperubandið leika fyrir dansi. Breytingar þær sem um ræðir ná yfir danssal, salemi og and- dyri og má segja að nánast allt hafi verið hreinsað út úr Félags- heimilinu og það staðið eftir sem fokhelt. Steinull er komin í loftin og skipt hefur verið um allar lagnir og nýtt parket er á dans- gólfi. Fullkomið brunavarnakerfi hefur verið sett upp og loftræst- ing fyrir allt húsið hefur verið endumýjuð. Nýtt hljóðkerfi verð- ur í húsinu, fyrir þráðlaust hljóð- nemasamband og öll húsgögn era ný. Salernum hefur verið breytt og er nú komin hreinlætisaðstaða fyrir fatiaða. Gólf í anddyri og fyrir framan bíósal, alls 250 fer- metrar, hafa verið flísalögð. Það eina sem hefur fengið að halda sér er veggklæðningin en þó var hún öll tekin niður, pússuð upp á nýtt og sett upp aftur. Nokkrar breytingar aðrar hafa verið gerð- ar sem tengjast þjónustu við sam- komugesti. Margir iðnaðarmenn komu að verkinu Eins og fyrr greinir hafa þeir félagar Siguijón Ólafsson og Hlynur Tryggvason mest unnið að þessum breytingum en óhætt er að segja að flestir iðnaðar- menn á Blönduósi hafa komið að þessu verki með einum eða öðr- um hætti. Þegar félagsheimilið verður tekið í notkun á ný eftir breytingar ættu allir að þekkja sig aftur sem á annað borð hafa áður komið en þó gætu menn þurft tíma til að átta sig á því hvar hægt sé að kaupa límonaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞAÐ eru mörg handtökin í endurbættu félagsheimili en iðnaðar- menn sem voru að störfum fyrir skömmu gáfu sér þó tíma til að líta upp frá verki. Borgarnesi - Við messu í Borgar- neskirkju sunnudaginn 12. október setti biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, séra Þorbjörn Hlyn Árna- son í embætti prófasts Borgarfjarð- arprófastsdæmis. Sr. Björn Jónsson Akranesi, fráfarandi prófastur, þjón- aði^ fyrir altari. í prédikun sinni við messuna sagði biskup meðal annars: „Gott er að vitja Borgarfjarðar og enn betra að hafa ríkulegt tilefni. Og nú er um sérstaka athöfn að ræða. Ekki aðeins í hinum fræga og söguríka Borgar- firði, heldur og hér í Borgarnes- kirkju. Aldrei fyrr hefur prófastur verið settur í embætti sitt hér í þess- um helgidómi. Aldrei fyrr hefur söfn- uði verið boðið hingað, til þess að vera ekki aðeins vitni að því að prest- ur þeirra taki við stóru embætti, heldur að vera gefið tækifæri til þess um leið að taka þátt í bæn kirkj- unnar fyrir honum og þeim störfum sem hans bíða. En jafnljúft og það er mér að koma hingað og búa mig undir að setja vin minn og náinn samstarfsmann á Biskupsstofu inn í embætti sitt og nota til þess tækifær- ið í senn að þakka séra Þorbirni Hlyni Árnasyni fyrir skeif hans og framlag til Þjóðkirkju íslands og starfs hennar, þá fylgir þessu vissu- lega þungur niður tímans með áhrif- um sínum. Það fylgir að um leið og einn er boðinn velkominn og honum Morgunblaðið/Theodór HERRA Ólafur Skúlason biskup, sr. Björn Jónsson og sr. Þor- björn Hlynur Árnason að aflokinni messu. er beðið blessunar guðs á framtíðar- brautum, þá er öðrum yfirleitt þakk- að og þannig er það að um leið og séra Þorbjörn Hlynur tekur við próf- astsembættinu þá lætur séra Björn Jónsson af því starfi. Séra Björn tók aftur á móti við því starfi af séra Jóni Einarssyni sem við syrgjum vegna fráfalls hans iangt um aldur fram. En séra Björn var fyrstur pró- fasta í Borgarl'irði til þess að taka við embætti sínu í heimakirkju og heimahéraði. En ég hef tekið upp þann sið að fara til prófasta verð- andi þar sem með því tengist athöfn- in heimafólki og heimahéraði. Og verður vonandi til þess að enn nánar er fylgst með og enn ríkulegar er fundið til samstöðu og þar með kröfu með samstarf. Ég þakka enn mínum gamla og góða vini séra Birni Jóns- syni og ég minnist hans miklu verka og hans hlýja og starfsfúsa hugar.“ Kirkjukór Borgarneskirkju söng við messuna undir stjórn Jóns Björnssonar organista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.