Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján GISLI Kristinn Lórenzson forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar við nýja laugarkerið en í baksýn sést í nýbygginguna. Framkvæmdir fyrir um hálfan milljarð við sundlaugina Ný laug, pottar og bygging Norðlenskir dagar NORÐLENSKIR dagar hefjast í matvöruverslunum Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, Dalvík, Ólafs- firði, Siglufirði, Grímsey og Hrísey í dag, fímmtudaginn 16. október, og standa þeir yfir til loka mánaðar- ins, 31. október. Þetta er fimmta árið sem Norð- lenskir dagar eru haldnir og hefur góð þátttaka verið einkennandi fyr- ir þau fjögur skipti sem þeir hafa áður verið og er svo einnig nú. Tilgangurinn með Norðlenskum dögum er að koma á framfæri því sem er að gerast í norðlenskum matvæla- og iðnfyrirtækjum, stuðla að uppbyggingu þeirra og kynna sem flestum norðlenska vöru og þjónustu. Sérstakt blað verður gefið út og því dreift á Eyjafjarðarsvæð- ið. í matvöruverslunum verður fjöid kynninga og tilboða þann tíma sem átakið stendur. -----♦ ♦ ♦---- Tilboð ogaf- sláttur í miðbæ UM 40 verslanir og fyrirtæki í miðbæ Akureyrar bjóða fólki upp á hressingargöngu þeirra á milli á morgun, föstudag og laugardag, en ýmis tilboð verða í gangi og afslætt- ur boðinn af ákveðnum vörutegund- • um. Slíkt átak sem miðast að því að fá fleira fólk í bæjarrölt verður næstu fjórar vikurnar. í þessu skyni hefur Akureyrar- bær gengið til liðs við eigendur verslana og fellir niður gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum frá kl. 13 á umræddum föstudögum. Eru það vinsamleg tilmæli til starfsfólks á miðbæjarsvæðinu að taka ekki frá þessu helstu bílastæði í miðbænum á þessum tíma, heldur taka sér sjálft örlítið lengri hressingargöngu og leggjá á stæðum sem eru nokkru lenerra frá vinnustað sínum. UMFANGSMIKLUM framkvæmd- um við Sundlaug Akureyrar miðar vel og sagði Gísli Kristinn Lórenzson forstöðumaður að nú væri búið að steypa upp nýtt sundlaugarker, 25 X 16 metra að stærð og þá er einn- ig búið að steypa nýja nuddpotta. Gert er ráð fyrir að byggingu eins hæðar húss þar sem m.a. verða bún- ingsklefar kvenna ljúki eftir um hálfan mánuð. í síðustu viku var nýr hreinsibúnaður við laugina tekin í notkun. Samkvæmt fyrstu áætlunum átti að ljúka byggingu nýju sundlaugar- innar og taka hana í notkun síðasta sumar, en frosthörkur á liðnum vetri settu strik í reikninginn. Forgangs- röð framkvæmda var því breytt, hægt var á gerð sundlaugarkersins og þess í stað settur kraftur í að byggja upp nýtt hús. „Það stóð fyrst til að bjóða út byggingu hússins í desember en nú er svo gott sem búið að steypa það upp,“ sagði Gísli Kristinn, en hann átti von á að frá- gangur innanhúss yrði boðinn út um eða eftir áramót. Næsta vor verður nýja sundlaugin tekin í notkun sem og heitur pottur við hana, en lengra verður í að hús- ið verði tiibúið. I húsinu verður m.a. afgreiðsla, kaffítería og búningsklef- ar kvenna, en í kjallara verður æf- ingasalur, geymslur þvottahús og einnig er hreinsibúnaður lauganna þar. Karlaklefinn verður á sama stað og nú í eldra húsnæðinu en hann verður færður til nútímalegra horfs og stækkaður. Gera má ráð fyrir, að sögn forstöðumanns, að heildar- kostnður við framkvæmdirnar, það sem gert hefur verið á síðustu árum og þau verkefni sem eftir er, nemi allt að hálfum milljarði króna. Fjölskyldugarður stækkaður „Þegar þessu verður lokið höfum við möguleika á að taka á móti mun fleiri gestum en nú og gerum reynd- ar einnig ráð fyrir að aðsóknin muni aukast mikið,“ sagði Gísli Kristinn. Aðsókn var mjög góð í sumar sem leið, yfir 2.000 manns komu að jafn- aði í laugina þegar veðurblíðan var hvað mest. í tengslum við sundlaug- ina er rekin fjölskyldugarður með margvíslegum leiktækjum og fær hann til umráða aukið pláss næsta sumar. Neðra svæðið á tjaldstæði Akureyrar verður lagt af og þar komið fyrir leiktækjum. Spurninga- keppni Baldursbrár HIN vinsæla spurningakeppni kvenfélagsins Baldursbrár er nú að heijast. Fyrsta umferð verður í safnaðarsal Glerárkirkju annað kvöld, föstudagskvöldið 17. október og hefst hún kl. 20.30. Fyrirhugað er að keppa einu sinni í mánuði fram í mars að undanskild- um desembermánuði. Sex lið keppa á hverju kvöldi. Aðgöngumiði sem jafnframt er happdrættismiði kost- ar 300 krónur og í hléinu verður selt kaffi og óáfengur drykkur. All- ur ágóði rennur til æsku bæjarins. ----------♦ ♦ ♦--- Námskeið í EKG-túlkun NÁMSKEIÐ sem heitir EKG-túlkun verður haldið á Akureyri næstkom- andi laugardag, 18. október og stendur það frá kl. 9.30 til 18. Það er haldið í samstarfi Háskólans á Akureyri og Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands. Námskeiðið er einkum ætlað hjúkrunarfræðingum en er öllum opið. Markmið þess er að þátttak- endur öðlist aukinn skilning á grund- vallaratriðum EKG-túlkunar, þeir geti túlkað hjartalínurit í bráðatilvik- um og þekki helstu lífshættulegar hjartsláttartruflanir og einnig að þeir geti tengt breytingar á hjarta- línuriti við daglegt líf sjúkiings. Fjallað verður um sögu hjartalínu- rits og kenningar sem liggja þar að baki, um hjartsláttartruflanir sem allir verða að þekkja og túlkun í bráðatilfellum svo eitthvað sé nefnt. Kennari á námskeiðinu er Christer Magnússon, hjúkrunarfræðingur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Skráning á námskeiðið_ er hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Staðalbúnaðurinn í Baleno langbak er ríkulegur - m.a. 2 öryggis- loítpúðar, rafmagn í rúðum og útispeglum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, toppgrind, upphituð framsæti, útvarp og segulband með 4 hátölurum, vindkljúfur með hemlaljósi að aftan, bensínlok opnanlegt innanfrá, geymsluhólf undir farangursrými og draghlíf yfir farangursrými. Aflmikill, rúmgóður, öruggur og einstaklega hagkvœmur með notagildið ífyrirrúmi SUZUKI AFL OG _j SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. IBALENO WAGON 1998 4WD: 1.595.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.