Morgunblaðið - 30.11.1997, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Umboðsmaður almennings gegn
skattkerfinu kemur til álita
Morgunblaðið/Kristinn
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér t.h. ræða við Guð-
mund H. Garðarsson, formann Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
telur að það hljóti að koma til álita
að koma á fót einhverskonar um-
boðsmanni almennings gagnvart
skattkerfinu eins og gert sé víða um
heim. Þetta kom fram í máli hans á
flokksráðs- og formannafundi Sjálf-
stæðisflokksins á Hótel Sögu í gær.
Davíð sagði að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði síðustu árin notað þá
áhrifastöðu sem stuðningur almenn-
ings hefði tryggt honum til að draga
úr opinberum umsvifum og auka
frelsi á öllu sviðum.
„Möguleikar hins opinbera til að
hafa afskipti af almennu efnahagslífi
hafa verið skertir. Með öðrum orðum
hefur flokkurinn haft forgöngu um
að draga jafnt og þétt úr möguleikum
hins pólitíska valds til að hafa úrslita-
áhrif á þessa þætti. Og þar sem opin-
bert vald er áfram nauðsynlegt hafa
verið settar reglur til að hagsmunir
almennings séu ekki fyrir borð born-
ir við beitingu slíks valds. Þar má
nefna ný stjómsýslulög og lög um
upplýsingaskyldu stjómvalda. Bæði
þessi lög hafa haft víðtæk áhrif. Tel
ég að næst hljóti að koma til álita
að koma á fót einhvers konar um-
boðsmanni almennings gagnvart
skattkerfinu, eins og gert er víða um
heim,“ sagði Davíð.
Víti til vamaðar
í ræðu sinni sagði Davíð að breski
íhaldsflokkurinn væri staðsettur á
líkum stað á hinu pólitíska litrófí og
Sjálfstæðisfiokkurinn, en væri að
öðru leyti um flest ólíkur Sjálfstæðis-
flokknum, enda flokkarnir af ólíkum
rótum sprottnir.
„Hans örlög undirstrika að fátt
er fremur fallið til þess að veikja
tiltrú stjórnmálaflokka en það þegar
deilur innan þeirra keyra úr hófi og
þær að auki sífellt bomar á torg.
Góður árangur þess flokks á flestum
sviðum dugði ekki til að vega upp á
móti þeirri vantrú sem innbyrðis
sundurþykkjan olli. Allt er það víti
til vamaðar.
Hér á landi eigum við mörg þess
háttar dæmi af vinstri væng stjórn-
málanna. Alþýðuflokkurinn naut
ekki góðs af ágætum árangri síðustu
ríkisstjórnar vegna innbyrðis tog-
streitu og undarlegra starfshátta á
þeim bæ. Nú hafa þeir hafið útflutn-
ing á þeirri þekkingu sinni og klofið
Kvennalistann og eru að koma illu
til leiðar í Alþýðubandaiaginu. Það
er þó huggun harmi gegn að Ágúst
Einarsson er nú genginn í Alþýðu-
flokkinn í áttunda sinn, en fræði-
menn halda því fram að hann gangi
oftast í flokkinn á þessum árstíma.
Auðvitað má hafa töluvert gaman
af þessu sameiningarbrölti þeirra
alþýðuflokksmanna um stund, en
kúnstugt er að í slíkum umræðum
skuli aldrei vikið orði að málefnaleg-
um grundvelli slíks samstarfs," sagði
Davíð.
Súrmetisát á þorra
Hann sagði í ræðu sinni að sumir
létu í veðri vaka að pólitísk skipting
væri eiginlega angi af hinu liðna -
einskonar súrmetisát á þorra, óþarft
með öllu en ánægjuleg upprifjun á
því sem einu sinni var.
„Þeir sömu halda því fram að nú
snúist stjórnmál nánast um embætt-
islega útfærslu á stjórnarathöfnum
og hafi ekkert með pólitíska hugsun
eða hugsjónir að gera. Grátlegt er
að það eru einkum fjölmiðlar sem
ættu að vera í fararbroddi fyrir
ftjálsri og djarfmannlegri þjóðmála-
umræðu, sem klifa helst á slíkum
klisjum," sagði Davíð.
„Ef þjóðmálaumræðan er orðin
óþörf vegna þess að meginákvarð-
anir hafa verið teknar og aðeins hin
embættislega útfærsla er eftir, væri
stjórnmálastarfsemi óþörf og ekki
myndi ég súta það, því þá værum
við komin æði nálægt paradís á jörðu
og hver væri á móti henni?“
Langar umræður voru á fundinum
í gær um sjávarútvegsmál og tók
fjöldi fundarmanna til máls. Sá hluti
fundarins var lokaður fjölmiðlum.
Töpuðu
pramma
austan Vest-
mannaeyja
NORSKUR dráttarbátur missti
frá sér pramma nokkru austan
við Vestmannaeyjar upp úr
klukkan 8 í gærmorgun. Vest-
mannaeyjaradíó sendi viðvörun
til skipa og báta en um hádegi
í gær hafði pramminn ekki fund-
ist en leit hófst úr lofti eftir
hádegi i gær.
Báturinn var með prammann
á leið til Færeyja og þegar hann
var staddur talsvert austan við
Vestmannaeyjar, suður af Vík,
sáu skipveijar að pramminn var
horfinn. Gerðu þeir þegar við-
vart og hófu að svipast um eftir
prammanum um leið og birta
tók. Leituðu þeir prammans í
einnar mílu radíus út frá staðn-
um þar sem þeir töldu að
pramminn hefði losnað frá bátn-
um en fundu ekki og töldu und-
ir hádegi hugsanlegt að hann
hefði sokkið. Vestmannaeyja-
radíó sendi áfram út viðvörun.
Pramminn hafði verið notaður
við dýpkunarframkvæmdir við
Eyjar í haust og fluttur til Þor-
lákshafnar ásamt öðrum búnaði.
Eins og menn rekur minni til
varð það slys á dögunum þar
að krani gaf sig þegar verið var
að hífa bát sem notaður hafði
verið við framkvæmdirnar um
borð í flutningaskip í Þorláks-
höfn.
Breiður bakhópur nefndar um framtíð fjarskiptamála
Erlendir sérfræðingar
munu veita ráðgjöf
FORYSTUMENN nokkurra er-
lendra stórfyrirtækja á sviði fjar-
skiptamála eru væntanlegir hingað
til lands til að veita ráðgjöf nefnd
sem samgönguráðherra hefur skip-
að til að vera honum til ráðuneytis
um stefnumótun í fjarskiptamálum.-
Að söpi Guðjóns Más Guðjóns-
sonar, stjómarformanns OZ og for-
manns nefndarinnar, kemur hingað
fulltrúi sænska fjarskiptafyrirtæk-
isins Ericson, en hann hefur verið
f forsvari fyrir mótun framtíðar-
stefnu Ericson til ársins 2005, og
einnig kemur hingað aðstoðarfram-
kvæmdastjóri tölvufyrirtæksins
Cisco, sem talið er að verði ráðandi
í framleiðslu tæknibúnaðar fyrir
netþjónustu og breiðbandsþjón-
ustu. Koma þessir aðilar hingað til
lands fyrir og eftir næstu áramót
til starfa í bakhóp nefndarinnar.
Guðjón sagði að meðal þeirra
innlendu aðila sem starfa í bakhóp
nefndarinnar séu m.a. fulltrúi frá
Pósti og síma hf. og einnig fulltrúi
frá stjórn Pósts og síma, auk sér-
fræðinga á fjármálasviði og tækni-
sviði. Þá starfa með nefndinni að-
stoðarmenn forsætisráðherra, sam-
gönguráðherra og viðskiptaráð-
herra.
Nefndarmenn valdir vegna
bakgrunns og þekkingar
Guðjón sagðist telja það mikil-
vægt við nefndina að hún er alls
ekki á vegum neins eins fyrirtækis
og nefndarmenn hefðu verið valdir
vegna þekkingar sinnar og bak-
grunns. Þannig kæmu þeir Eyþór
Arnalds framkvæmdastjóri OZ inn
í nefndarstörfin algerlega óháð
störfum þeirra hjá fyrirtækinu.
„Við erum mjög heppnir að fá
til liðs við okkur Ólaf Jóhann Ólafs-
son, sem ég efast um að hafi áður
sinnt nefndarstörfum hérlendis.
Hann hefur án efa mikla reynslu í
að endurskipuleggja og endurhugsa
aðstæður. Einnig erum við mjög
heppnir að fá til liðs við okkur Þor-
stein Þorsteinsson framkvæmda-
stjóra hjá Búnaðarbankanum, en
hann hefur mikla reynslu af alþjóð-
legum fjármálum vegna vinnu hans
hjá Norræna fjárfestingarbankan-
um. Sömu sögu er að segja um
Frosta Bergsson, forstjóra Opinna
kerfa, en hann er fyrrverandi
starfsmaður hjá Pósti og síma og
þekkir vel til þessara mála,“ sagði
Guðjón.
Tveir árekstrar á einbreiðri brú
ÞRÍR karlmenn voru fluttir á sjúkra-
hús eftir tvo árekstra á sömu ein-
breiðu brúnni við Fögrubrekku í
Hrútafírði sem er rétt norðan við
Brú. Varð annar áreksturinn laust
fyrir kl. 21 á föstudagskvöld en sá
síðari um kl. 10 í gærmorgun. Lítils-
háttar frost var og launhált að sögn
lögreglu á Hólmavík sem kom á stað-
inn.
í fyrri árekstrinum lentu saman
fólksbíll á suðurleið og jeppi sem var
á leið norður. Maður í fólksbílnum
skarst nokkuð á höfði og var fluttur
til aðhlynningar á heilsugæslustöðina
á Hvammstanga.
í síðari árekstrinum lentu einnig
saman fólksbíll og jeppi. Voru tveir
karlmenn úr fólksbílnum fluttir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
nokkuð slasaðir. Árekstrarnir voru
allharðir og eru báðir fólksbílarnir
taldir ónýtir og jeppamir eru tölu-
vert skemmdir.
A
► 1-64
VíniA og vinnan
að skilja
►Talsmenn fyrirtækja á íslandi
eru yfirleitt sammála um að mis-
notkun áfengis á vinnustöðum
hafi minnkað á síðari árum. /10
Jörðin hitnar og
Fuji bráðnar
►Mikið er rætt og ritað í Japan
þessa dagana um væntanlega ráð-
stefnu um loftslagsbreytingar í
Kyoto. /12
Löngjeppaferð
►Freyr Jónsson og Jón Svanþórs-
son leggja í dag upp til Suður-
skautslandsins, þar sem þeir munu
aka tveimur sérbúnum Toyota
Land Cruiser. /20
Vöruþróun verið lykill-
inn að velgengni
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Ólaf Sig-
mundsson í Formax./30
B
► 1-20
Norðurhjarinn
hjarnar við
►Stjómendum fyrirtækja og
sveitarfélaga á norðausturhorni
landsins hefur tekist vel að nýta
góðærið í sjávarútvegi. /1-5
Flauelismjúkir tónar
►Jóhanna Þórhallsdóttir og Tóm-
as R. Einarsson segja frá nýrri
plötu og argentískum tangó. /6
AA taka öllu með
stóískri ró
►Dagmar Koeppen hjálpar fólki
sem finnst það komið úr tengingu
við sjálft sig, náttúruna og Guð. /8
FERÐALÖG
► 1-4
Tékkneskir traktorar
og gómsætir réttir
►Af veitinga- og skemmtistaðn-
um Zetor í Helsinki. /2
Beðið eftir heimþránni
►í Svíþjóð rekur Hafliði Gíslason
hestaleigu og reiðskóla með ís-
lenskum hestum og vegnar vel. /4
ID BÍLAR
► 1-4
Bílgreinasambandið
vill fækka fiokkum
►Tekjur ríkissjóðs af bílum 24
milljarðar króna á ári. /2
Reynsluakstur
►Frísklegur og frumlegur Lancia
Y. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► 1-16
, Rösk 50% jákvæð í
garð lífeyrissjóðanna
►Skoðanakönnun Hagvangs um
viðhorf almennings til almennu líf-
eyrissjóðanna. /1
FASTiR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjömuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavfkurbréf 32 Fólk (fréttum 54
Skoðun 36 Útv./sjónv. 52,62
Minningar 40 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Dægurtónl. 16b
Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 20b
Hugvekja 50 Gárur 20b
Idag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6