Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 21. TBL. 86. ÁRG. PRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarikjaforseti vísar staðfastlega á bug ásökunum um framhjáhald og meinsæri „Atti ekki kynferðisleg samskipti við þessa konu“ Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseta virtist renna í skap er hann neitaði staðfastlega ásökunum sem á hann eru bornar um framhjáhald og meinsæri, í ræðu í gær. Sló hann í ræðupúltið til áhersluauka og horfði beint í myndavélarnar. Áður en Clinton tók til máls, stóðu forsetahjónin mun þéttar saman en merkingar á gólfum, sem eru venja við opinber tæki- færi, sögðu til um. Brosti Hillary Clinton forsetafrú sínu blíðasta og var öryggið uppmálað. BILL Clinton Bandaríkjaforseti vís- aði í gær á bug ásökunum um að hann hafí átt í ástarsambandi við Monieu Lewinsky, sem var um tíma lærlingur í Hvíta húsinu. Lét forset- inn þessi orð falla á fundi um menntamál í Hvíta húsinu í gær. Greinilegt var að forsetinn var reið- ur er hann kvaðst ekki hafa átt í sambandi við stúlkuna og ekki fyrir- skipað henni að ljúga. I nótt að ís- lenskum tíma flytur Clinton stefnu- ræðu sína á þingi og er ekki búist við því að hann muni minnast á ásakanirnar um framhjáhald með Lewinsky eða meinsæri í ræðunni. Lögmenn Clintons báðu í gær um að réttarhöldum í máli Paulu Jones gegn honum yrði flýtt, þar sem fjöl- miðlar kepptust við að ata forsetann auri og að líkurnar á réttlátri réttar- meðferð yfir honum minnkuðu með degi hverjum. Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð í lok maí. „Þessar ásakanir eru rangar“ Forsetahjónin komu óvænt fram á fundi um menntamál í Hvíta húsinu. í lok stutts ávarps um stefnu stjórn- arinnar í skólamálum, kvaðst Clint- on þurfa að halda áfram að semja stefnuræðu sína, hann hefði unnið að henni fram á nótt. „En eitt vil ég segja við bandarísku þjóðina. Ég vil að þið hlustið á mig,“ sagði forsetinn og virtist hafa þykknað í honum. „Ég ætla að segja þetta einu. sinni enn. Ég átti ekki kynferðisleg sam- skipti við þessa konu, ungfrú Lew- insky. Ég sagði aldrei neinum að ljúga, ekki í eitt einasta skipti - aldrei. Þessar ásakanir eru rangar, og ég verð að fara að vinna fyrir bandarísku þjóðina," sagði forsetinn þungbúinn og sló í ræðupúltið til áhersluauka. Fullyrt var á Sky-sjónvarpsstöð- inni í gær að í nýlegum drögum að stefnuræðunni væri ekki minnst á ásakanirnar á hendur forsetanum, þótt það kynni að breytast. Er Mike McCurry, talsmaður forsetans, var spui’ður að því hvort forsetinn myndi nefna Lewinsky-málið, kvaðst hann ekki sjá þess merki. Lewinsky sögð með lygaáráttu Með yfirlýsingum Clintons í gær staðfestir hann fyrri orð sín um að hann hafí ekki átt í ástarsambandi við Lewinsky. Þar með kunna orð forsetans að standa gegn orðum hennar, breyti hún fyrri framburði sínum. Lögmaður Lewinsky hefur átt í samningaviðræðum við Starr saksóknara um framburð hennar og í gær sáust lögmaðurinn og Lewin- sky aka saman á brott frá heimili móður hennar. Það kann að draga úr trúverðug- leika stúlkunnar að sænsk skóla- systir hennar lýsti því yfir að Mon- ica Lewinsky væri haldin lygaáráttu og hefði meðal annars logið til um ástarsamband við einn kennaranna í skólanum sem þær gengu í i Oregon. Stúlkan, Linnea Franzén, sagði frá þessu í viðtali við sænsku sjón- varpsstöðina TV3. Sagði Franzén að Lewinsky hefði þráð athygli og að Reuters Rússar senda fulltrúa sinn til Iraks Bandaríkin segja tímann á þrotum hún hefði sagst hafa átt í ástarsam- bandi við kennara. Skólafélagar hennar hefðu hins vegar vitað að það væri ósatt og þeir teldu nú að það sama gilti um fullyrðingar Lewinsky um Clinton. Hillary sem klettur við hlið forsetans Fullyrt er að forsetafrúin, Hillary Rodham Clinton, stýri viðbrögðum forsetans og embættismanna hans. Ráðgjafar Clintons hafa ekki þótt standa sig vel í þeirri orrahríð sem hefur staðið yfir og því hafi eigin- kona hans tekið við. Hún hefur stað- ið eins og klettur við hlið manns síns og ekki brugðið svip er þau hafa sést opinberlega. Samherjar Clintons í stjórnmál- um hafa lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við hann og jafnframt lýst yfir reiði í garð saksóknarans Kenneths Starrs, sem þeir saka um að hafa farið langt út fyrir starfssvið sitt og umboð. Búist er við að Starr muni kalla Vernon Jordan, náinn vin Clintons, sem sakaður er um að hafa þrýst á Lewinsky um að þegja um málið, fyrir í dag eða á morgun. Nokkuð hefur dregið úr vinsæld- um forsetans vegna málsins, en það virðist ekki hafa haft áhrif á það að öruggur meirihluti kjósenda telji hann hafa staðið sig vel í embætti, samkvæmt skoðanakönnunum. ■ Sjá umfjölluu á bls. 22-25 og forystugrein á miðopnu Bagdad, Moskvii, Washington. Reuters. RUSSAR lýstu í gær miklum áhyggjum vegna harðnandi deOu Iraka og Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit og sögðust ekki geta sætt sig við að gripið yrði til vopna gegn Irökum. Sendi Borís Jeltsín sérlegan fulltrúa sinn, Viktor Posuv- aljúk, aðstoðarutanríkisráðherra, til íraks, til að ræða við þarlend stjórn- völd. Bandaríkjamenn og Bretar hafa aukið viðbúnað sinn á Persaflóa og segja auknar líkur á árás á Irak. James Rubin, talsmaður bandaríska utanrfldsráðuneytisins, ítrekaði í gær að tíminn væri að „renna út“, brátt yrðu engir möguleikar á því að finna friðsamlega lausn á deilunni. Rússar og Frakkar hafa verið hlið- hollir Irökum innan öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í deilum Iraka og Bandaríkjamanna. Lagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins á það áherslu að Rússar myndu ekki sætta sig við að gripið yrði til hernað- araðgerða gegn Irökum, þar sem þær myndu aðeins gera illt verra. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sem staddur er á Indlandi, við- urkenndi í gær að „enginn legði trún- að“ á að svokallaðar forsetahallir sem vopnaeftirlitsmenn fá ekki að skoða, væru aðsetur forsetans. Er hann var spurður hvort Frakk- ar myndu styðja hemaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta gegn Irökum, svaraði hann spurningunni ekki beint, heldur hvatti Iraka til að sýna vopnaeftirlitsmönnum SÞ sam- starfsvilja. írakar fái lokaviðvörun Bandarískir embættismenn segja þarlend stjómvöld vilja gefa Irökum lokaviðvörun áður en til árásar komi. Þá hafa þau vísað á bug fullyrðingum um að ásakanir á hendur Clintons um framhjáhald og meinsæri hafi áhrif á ákvarðanir hans varðandi Irak. Irakar hafa sagt forsetann hyggja á hernaðaraðgerðir til að beina athyglinni frá vandanum heimafyrir. Norður-Iriand UDP frá samninga- borðinu London. Reuters. UDP, flokkur Sambandssinna á Norður-Irlandi, sem tengist hryðjuverkahópi mótmælenda, hætti þátttöku í friðarviðræðum á Norður-írlandi í gær. Sögðust talsmenn flokksins hafa talið að til stæði að vísa þeim frá viðræð- unum og því væri ekki ástæða til að taka þátt í þeim. Flokkurinn væri hins vegar enn fylgjandi mai’kmiði friðarviðræðnanna. UDP tengist hópi öfgasinn- aðra Sambandssinna sem hafa lýst ábyrgð á þremur morðum á hendur sér frá því um jól. Alls hafa tíu manns látið lífið sl. mán- uð og hefur ofbeldisaldan stefnt friðarviðræðunum á Norður-ír- landi í voða. Var Mo Mowlam, Norður-ír- landsmálaráðherra, undir mikl- um þrýstingi að vísa UDP frá samningaborðinu vegna tengsla flokksins við hryðjuverkamenn- ina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.