Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ekki aldeilis sloppin
Dæmisögur Esóps í nýju ljósi
London. Reuters.
KVIKMYJVPIR
lláskólabfó, Ilugnbog-
inn, Laugarásbíó
ALIEN: UPPRISAN
„ALIEN: RESSURECTION"
★★★
Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Hand-
rit: Joss Whedon. Kvikmyndatöku-
stjóri: Darius Khondji. Aðalhlutverk:
Sigourney Weaver, Ron Pearlman,
Dan Hedaya, J.E. Freeman, Brad
Dourif, Michael Wincott. 20th Cent-
ury Fox. 1997.
ELLEN Ripley hefur snúið aft-
ur en er ekki söm og áður. Eins og
þeir vita sem sáu þriðju myndina í
Alienbálknum lést hún í vítislogum
en engin er Alienmynd án Ellenar
svo hún er klónuð til lífsins í þessu
fjórða geimævintýri, Upprisunni,
og er frenjulegri en nokkru sinni,
hefur allt á hornum sér (maður
næstum sér í hornin), varðar lítt
um líf eða dauða, er nautsterk og
hefur sérkennilega hlýjar taugar
til skrýmslanna, sem ekki hefur
orðið vart áður. Vísindamenn hafa
verið að krukka í henni með þess-
um afleiðingum. Vísindamenn
munu taka þessum afleiðingum.
Furðulegt hvemig Sigourney
Weaver heldur alltaf sama klass-
anum í Alienmyndunum. Miðað við
hvað gengið hefur á í gegnum tíð-
ina hefur hún elst fallega i barátt-
unni við skrýmslin og verður betri
og betri. Bardaginn hófst fyrir
næstum tveimur áratugum
(200-300 árum í sögutíma) og víst
er að það yrði litlaus Alienmynd
sem gerð yrði án hennar. í fjórðu
myndinni hefur hún af ákveðnum
ástæðum tileinkað sér sumt úr
lyndiseinkunn skrýmslanna og er
ekkert nema skapvonskan og
mannshatrið og illgirnin og hún er
meira að segja farin að hreyfa sig
eins og dýrið. Weaver fer fínt með
það en maður sér það í hinu smáa,
í höfuðhreyfingum, hvemig hún
lyftir hökunni og skoðar framan í
þig-
Af ýmsum ástæðum er hún fjar-
lægari okkur en áður og Weaver
leikur hana skemmtilega á skjön
við þá Ellen sem hún var. Skap-
styggð hennar er skiljanleg; hún
drap sig til þess að losna við dýrið
en það bara dugar ekki lengur.
Hún er auðvitað klón og meira að
segja gerð úr einhvers konar
erfðakokkteil og hún hefur ekki þá
mannlegu eiginleika sem hún áður
hafði. Við getum sagt sem svo að
hún mundi aldrei fara og ná í kött-
inn í þessari mynd. En hún hefur
sömu grimmu sjálfsbjargarhvötina
og keyrir á henni hvernig sem allt
fer.
Franski leikstjórinn Jean-Pierre
Jeunet („Delicatessen") keyj-ir
sannarlega myndina sína á henni,
býr hinni nýju Ripley mjög hæfi-
legt umhverfi í Upprisunni þótt
honum og handritshöfundinum
Joss Whedon takist ekki fullkom-
lega að gera skil blendnum tilfinn-
ingum hennar í garð skrýmslanna.
Útlitið er myrkt og drungalegt
geimskip fjarri jörðu þar sem
stundaðar eru vísindatilraunir.
Leikmyndirnar eru grófir og ljótir
stálbústaðir, afsprengi einhvers
konar þungaiðnaðarsamfélags.
Mennimir eru sömuleiðis grófir og
ljótir þungaiðnaðarmenn, nema
þeir séu vélmenni, þá em þeir fín-
legri, fallegri og með hættulega
mikið af mannlegum tilfinningum
á borð við væntumþykju. Fram-
vindan er hröð og spennandi þótt
aldrei finni maður til sama óttans
og í mynd eitt og tvö og margar
lausnir era ákaflega skemmtilega
úthugsaðar. Sumstaðar glittir í
hinn kaldranalega „delicatess-
en“húmor leikstjórans bæði í útliti
og innihaldi en mest er þetta
spennumynd um hentugar flótta-
leiðir.
Leikurinn er prýðilegur. Weav-
er er frábær sem endranær og
leikai-aliðið forvitnilegt. Ron Pearl-
man leikur eins konar fmmstæðan
apa líkt og í Leitinni að eldinum
nema þessi kann á byssu; Brad
Dourif er klónfræðingur skipsins
og er hættulega slepjulegur með
sitt litla tagl; franski Jeunetleikar-
inn Dominique Pinot eykur á
svartan húmorinn bundinn í hjóla-
stól.
Fjórða myndin er sumsé hin
besta skemmtun og ætti að vera
ánægjuleg þeim sem yndi hafa af
bálknum. Hinir verða varla sviknir
um bíógaman.
Arnaldur Indriðason
Söngtón-
leikar á
Hvoli
SÖNGNEMENDUR Tónlist-
arskóla Rangæinga halda tón-
leika í Hvoli, Hvolsvelh, mið-
vikudaginn 28. janúar og hefj-
ast þeir kl. 21.
Fram koma tíu einsöngs-
nemendur og kennarar
þeirra, þau Eynin Jónasdóttir
og Jón Sigurbjömsson, ópem-
söngvari og leikari, en tón-
leikamir em haldnir í tilefni
þess að hann varð 75 ára 1.
nóvember sl.
UPPRUNALEG útgáfa dæmi-
sagna Esóps sýnir gríska þrælinn
og sagnaþulinn í nýju og skugga-
legra ljósi en þær útgáfur sagn-
anna, sem hingað til hafa aðal-
lega verið hafðar fyrir börnum.
Þær dæmisögur Esóps, sem hing-
að til hafa ekki fengist útgefnar,
eru á köflum ofbeldisfullar og
jafnvel afbrigðilegar.
Dæmisögurnar hafa jafnan ver-
ið ritskoðaðar, þ.e. hvaða sögur
hafa hlotið náð fyrir augum út-
gefenda, um langt skeið, en þess-
ar 2.600 gömlu sögur hafa þótt
sígilt lesefni barna um allan hinn
vestræna heim. „Litið hefur verið
á dæmisögur Esóps sem barna-
sögur um margra ára skeið en
þær vom hins vegar aldrei ætlað-
ar ungum lesendum. Þær sem
hafa fengist birtar voru vandlega
valdar og hreinsaðar til að kom-
ast hjá hinu grimmilega, grófa og
TðNLIST
III jómdiskar
DIDDÚ JÓLASTJARNA
Sigrún Hjálnitýsdóttir syngur jóla-
lög. Útsetningar og hljómsveitar-
stjóri: Þórir Baldursson. Hljómsvcit:
Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Hljómkórinn undir stjórn Þóris
Baldurssonar og stúlkur úr Skólakór
Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur. Upptökustjórn: Björg-
vin Halldórsson og Þórir Baldursson.
Framleiðandi og umsjón: Björgvin
Halldórsson. Hljóðritun: Studio Sýr-
land. Tæknimenn: Gunnar Smári
Helgason, Arnþór Orlygsson og Ari
Daníelsson. Aðstoðarmaður tækni-
manna: Jón Helgi Jónsson. Lagaval:
Diddú og Björgvin Halldórsson. Skíf-
an ehf. 1997. SKÍFAN.
FLEST þessara vinsælu og in-
dælu laga eru útlend að uppruna
og tengjast jólum. Einnig höfum
við hér lag Jómnnar Viðar, Það á
að gefa bömum brauð, í mjög
skemmtilegri útsetningu Þóris
Baldurssonar - og jólasálminn
yndislega (sem er öðmm þræði
vögguvísa) eftir þá Einar Sigurðs-
son í Heydölum og Sigvalda
Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein.
Þórir Baldursson annaðist fínar og
flottar útsetningar og hljómsveit-
arstjóm, allt mjög við hæfi og af
miklum ágætum. En þrátt fyrir
oft á tíðum miskunnarlausa við-
horfl sem fram kemur í dæmisög-
unum, til að geta kynnt þær sem
siðferðisboðskap," segir í tilkynn-
ingu Penguin-útgáfunnar, sem
gefur sögurnar út í upprunalegri
mynd.
I bókinni sem út kemur í lok
janúar birtast 100 sögur sem ekki
hafa verið þýddar yfir á ensku og
gefa lesendum innsýn í líf
ásti’íðufulls marðar og hinna
símígandi afturenda. Það mun
hafa komið þýðanda sagnanna
mjög á óvart að Esóp skyldi ekki
aðeins hafa verið skáldmæltur
dýrafræðingur heldur pólitískur
gagnrýnandi, ruddi og unnandi
óheflaðs bændahúmors.
Af sögunum, sem alls eru 358,
era sem fyrr sagan af músinni
hugumstóra sem bjargar ljóninu
og skaldbökunni sem vinnur hér-
ann 1 kapphlaupi. En þar er
einvalalið (með Björgvin Halldórs-
son í ýmsum hlutverkum, svo sem
sjá má á kynningu) og mjög góðan
og „professional“ flutning yfirieitt
er það hin eina og sanna Diddú
sem málið snýst um. Og ekki
bregst hún væntingum manns í
sönglögum af þessu tagi.
Það er hálfpartinn út í hött að
fjölyrða um söng hennar - sem all-
ir þekkja. Fáir hafa á valdi sínu -
og það með stómm sjarma - jafn
fjölbreytta og „breiða“ efnisskrá,
allt frá Mozart og Verdi til „Wint-
er wonderland", og flest þar á
milli. Styrkur hennar og höfuð-
prýði er ekki aðeins röddin heldur
einnig (og ekki síður) óbrigðult
„músikalitet“ - svo maður sé ekki
að minnast á útgeislun persónunn-
ar. Þetta þýðir ekki að hún sé haf-
in yfir gagnrýni, sem oft litast
reyndar af smekk og persónu
gagnrýnandans. Eg held ég sé
ekkert að rembast við að gera mig
merkilegan í þessu tilviki (enda
handviss um að það borgar sig
ekki!). Diddú er Diddú - og hér er
hún í S-inu sínu.
Hljóðritun og öll tæknivinna er
mjög fín. Ekki er annað hægt en
að mæla með sólargeisla af þessu
tagi í skammdeginu. Fyrir mistök
hefur birting þessarar umsagnar
dregizt.
Oddur Björnsson
einnig að finna sögur um bjór
sem etur eigin kynfæri og virðist
sagan eiga að tákna bæn til
manna um að þeir eigi að skilja
það sem þeim er kærast, peninga-
skjóðuna, eftir ef á þá er ráðist.
Þá má nefna söguna af karlhýen-
unni sem gerir sig til við kvenhý-
enu á óeðlilegan hátt og er karl-
inn varaður við því að hann kunni
að eiga sama framferði yfir höfði
sér þar sem Grikkir trúðu því að
hýenur skiptu um kyn á ársfresti.
Þýðandinn, Robert Temple,
segir sögurnar bráðskemmtileg-
ar, ekki síst fyrir þurrlegan og
kaldhæðnislegan húmorinn, spak-
mælin, hnyttin innskot og kjarn-
yrði og að þær auki skilning
manna á fortíðinni og mannlegri
náttúra. „Þær era gleðigjafi,
heldur skelfílegur gleðigjafi á
stundum," segir Temple í aðfara-
orðum þýðingarinnar.
Kvikmyndasjóður
Mannaskipti í
úthlutunarnefnd
BJÖRN Vignii- Sigurpálsson, rit-
stjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu,
hefur tekið sæti
Markúsar Arnar
Antonssonar í út-
hlutunarnefnd
Kvikmyndasjóðs
Islands en sá síð-
arnefndi dró sig út
úr nefndinni þegar
hann tók að nýju
við starfi útvarps-
stjóra á dögunum.
Vegna þessara mannabreytinga
dregst úthlutun styrkja úr Kvik-
myndasjóði í þrjár til fjórar vikur, að
sögn Þorfinns Ómarssonar fram-
kvæmdastjóra sjóðsins, en hún átti
að fara fram undir lok mánaðarins.
Auk Björns Vignis skipa Bjarni
Jónsson og Laufey Guðjónsdóttir út-
hlutunarnefndina.
-----♦♦♦------
Námskeið í MHÍ
MYNDLISTA- og handíðaskóli ís-
lands gengst fyrir margvíslegum
námskeiðum í febrúar. Má þar nefna
námskeið er nefnist Myndbreytingar
í tölvu - „Photoshop“. Kennari er
Leifur Þorsteinsson umsjónarmaður
Tölvuvers MHÍ. Silkiþrykk á leir
verður kennt í leirlistardeild MHÍ,
Skipholti 1. Samtímalistasaga, tíma-
bilið frá 1960-1995, innanlands og
utan. Fyrirlesari verður Halldór B.
Rúnólfsson, listfræðingur. Ljós-
myndun, kennari Anna Fjóla Gísla-
dóttir. Ljósmyndun í lit. Kennarar
eru Gústaf Guðmundsson og Krist-
ján Pétur Guðnason ljósmyndarar.
Við þurfum
meira af jólum
Björn Vignir
- getur gert kraftaverk
LEIKLIST
Leikfélag Mosfells-
sveitar
STÁLBLÓM
Eftir Robert Harling. Leikstjóri: Guð-
ný María Jónsdóttir. Aðst.Ieikstj.: Bó-
el Hallgrímsdóttir. Leikendur: Dóra
Wild, Marin Þórsdóttir, Maria Guð-
mundsdóttir, Hjördís Elin Lárusdótt-
ir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Guð-
rún Esther Árnadóttir, (Jón Baldvin
Halldórsson). Þýðandi: Signý Páls-
dóttir. Lýsing: Öm Marinó Arnarson.
Bæjarleikhúsinu við Þverholt, 23.
janúar 1998.
TRUVY Jones er búin að flytja
hárgreiðslustofu sína í Þverholt í
Mosfellsbæ. Og það sem meira er;
fastakúnnarnir hennar fjórir flutt-
ust með henni, þær Klara, Louisa,
Lynn og dóttir hennar, Shelby.
Þessi flutningur hefur ekkert feng-
ið á þær, því þær hittast þar enn á
laugardagsmorgnum til að ræða
lífsins gagn, gang og nauðsynjar.
Hárgreiðslustofan er enn sem áður
þeirra hverfiskrá og félagsmiðstöð;
örugg höfn í öllum veðrum.
Stálblóm var frumflutt á Broad-
way 1987 og er fyrsta leikrit Ro-
berts Harlings. Hann missti systur
sína úr sykursýki tveimur árum áð-
ur og segja má að verkið sé minn-
ingargrein hans um hana. Harling
ólst upp í smábæ í Louisiana-fylki í
Bandaríkjunum, ekki ósvipuðum
Chinquapin, sem er sögusvið Stál-
blómanna. Persónurnar eiga sér
fyrirmyndir í fjölskyldumeðlimum
og vinum Harlings, en í raun held
ég að allir þekki þær - ef ekki per-
sónulega þá manngerðimar.
Hlutverkin era nokkuð jöfn, þó
Shelby sé í sjálfu sér sú persóna
sem verkið snýst um. Hjördís Elín
Lárusdóttir gerir henni svo frábær
skil að áhorfendur ná að gleðjast og
finna til með henni, án þess þó að
Hjördís missi hana út í einhverja
væmni. Samleikur hennar og Gunn-
hildar Sigurðardóttur, sem leikur
Mary Lynn, móður Shelbyar, var
vel heppnaður; áreynslulaus og
eðlilegur. Þó hvergi hefði komið
fram í texta að Lynn og Shelby
væru mæðgur þá gerðu Hjördís og
Gunnhildur það svo augljóst að allir
hefðu vitað að svo var.
María Guðmundsdóttir lék
Klöru, ekkju fyrrum bæjarstjóra
Chinquapin. Klara veit að þó lífi
manns hennar sé lokið er ekki svo
um sitt og gerir og segir það sem
henni dettur í hug. Innskot Klöru
virkuðu á tíðum einsog hálfgerð
„comic relief' (ég minnist ekki að
hafa heyrt íslenzka útfærslu á því
hugtaki), ef andrúmsloftið á stof-
unni þykknaði um of, gerði hún
eitthvað, eða sagði, sem þynnti það
aftur. María var örugg í þessu hlut-
verki og skilaði skemmtilegri
Klöru. Eg get ekki ímyndað mér
hvemig höfundurinn hefur viljað
hafa hana öðru vísi, ef hann hefur
þá ekki viljað hafa hana einmitt
einsog María skóp hana. Fjórða
konan í þessum laugardagshár-
greiðslusaumaklúbbi er Louisa,
sem þjáist af langvarandi pirringi.
Með hlutverk hennar fór Guðrún
Esther Árnadóttir. Það er einna
flóknasta hlutverkið, á þann hátt að
Louisa ber grímu, sem er allt önnur
en hin raunverulega Louisa. Þá
giímu fellir hún í lokin, en aðeins á
þann hátt að líklegt er að hún verði
aftur sett upp fyrr en síðar - jafn-
vel fyrst af öllu.
Ekki má svo gleyma „gestgjöfun-
um“, Truvy, eiganda hárgreiðslu-
stofunnar, og aðstoðarkonu hennar,
Annellu. Truvy, sem Dóra Wild
leikur, er hæfilega kærulaus kona
sem þarf alltaf að sýna öllum hlut-
tekningu í tilfinningum sínum. Hún
á einnig fjölda uppáhalda; róman-
tík, óendurgoldna ást og ég man
ekki hvað og hvað. Marin Þórsdótt-
ir leikur Annellu, sem fengið hefur
sinn skammt af skriðum, þrátt fyrir
ungan aldur. Hún virkar sem
tengiliður áhorfanda inn í þennan
heim kvennanna á stofunni, þ.e.
hún er ný í bænum og gegnum þær
upplýsingar sem hinar konurnar
veita henni er áhorfandi leiddur í
alla leyndardóma Chinquapin.
Til að byrja með fannst mér Mar-
in ekki alveg finna sig í þessu hlut-
verki, sem er kannski ekkert skrít-
ið, því Annella er einna verst unnin
af höfundarins hendi. En eftir því
sem leið á verkið náði hún góðum
tökum á Annellu. í öðru atriði ann-
ars þáttar er hún búin að ná svo
góðum tökum á persónunnni að
stutta eintalið um lífssýn hennar
náði eyrum allra í salnum. En það
var Gunnhildur sem átti þann þátt;
hvemig hún lét tilfinningarnar
gjörsamlega valta yfir Lynn, og ná
henni aftur upp eftir huggunarorð
hinna.
Nietzsche sagði einhvern tímann,
einhvers staðar, að maður geti ekki
átt konu fyrir vin. En hann sagði nú
svo margt, sérstaklega um konur,
að það eru þónokkur ár síðan ég fór
að taka hans boðskap með fyrir-
vara. Konurnar á hárgreiðslustofu
Truvyar Jones eru ekki bara konur
- þær eru vinkonur.
Heimir Viðarsson