Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 39 AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Stöndum vörð um farsælt líf og glaða æsku ÉG hef ákveðið að gefa kost á mér í opnu próf- kjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi 7. febrúar vegna bæjarstjórnar- kosninga á komandi vori. Eg hef verið bú- settur hér í Kópavogi í tæp 40 ár og hef starfað sem lögreglumaður í 25 ár - þar af 17 ár hér í Kópavogi. I prófkjörinu óska ég eftir stuðningi í 5. sæti listans. Helstu stefnumál Það er æði margt sem ég hefði áhuga á að koma í framkvæmd, ef ég næði kjöri til setu í bæjarstjóm: • Ráða forvarnafulltrúa. • Styrkja og efla þá sem sinna markvissu forvarnastarfi, svo sem íþróttafélög, skátastarf, for- eldrarölt og kristilegt æskulýðs- starf. • Ganga frá gömlu götunum, þeim örfáu sem eftir era. • Borga niður skuldir Kópavogsbæjar á næsta kjörtímabili. • Stuðla að skilvirkari stjómsýslu hjá bæjar- stofnunum. • Efla hlutverk ung- lingavinnunnar. • Koma upp öflugum félagsmiðstöðvum í bænum. • Tryggja næg og vel búin dagvistunar- og leikskólarými. • Efla og styrkja allt skólastarf í bænum og veita bömunum góðan aðbúnað og öryggi á „þeirra vinnustað“. • Stuðla að byggingu stórrar verslunarmiðstöðvar í Smára- hvammi svo við getum stolt verslað í okkar heimabæ. • Lækka hámarkshraða í íbúðar- hverfum og láta skipuleggja vist- götur. Hér er á ferðinni, segir Lárus Ragnarsson, sú samhæfða vernd sem vantaði. • Skapa bæjarbúum heilbrigt og manneskjulegt umhverfi. Forvarnir í forgang Reynslu mína af forvamastarfi hef ég bæði öðlast í áratuga starfi mínu í lögreglunni og sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi með setu í áfengis- og foi-vama: nefnd síðustu tvö kjörtímabil. I hvoratveggja hefur mér stöðugt orðið ljósara mikilvægi þess fyrir Kópavog að byggja upp virkt og samhæft forvarnastarf þar sem héldist í hendur unga fólkið, for- eldramir, lögreglan og bæjaryfir- völd. Hefur mér þótt sem lausnir hvers kyns vandamála sem lúti að æskunni liggi m.a. í því, að taka Lárus Ragnarsson sameiginlega ákvarðanir um mál- efni sem hana varðar með því að hlusta, sýna umhyggju, gefa sér tíma og sýna áhuga á öllu sem varðar framtíð hennar. Þeir sem hafa lengi staðið í eldlínunni í lög- reglunni í Kópavogsbæ era mér sammála að hér vegi forvarnastarf- ið „foreldraröltið" hvað þyngst á metunum. Foreldraröltið Vegna setu minnar í áfengis- og forvamanefnd hef ég verið þeirrar ánægju aðnjótandi að geta fylgst náið með störfum foreldraröltsins og séð hvernig það hefur markvisst bæði vaxið og dafnað. Það kom sér líka einkar vel að strax í upphafi nefndarstarfsins var ákveðið að festa kaup á GSM-símum til afnota fyrir þá foreldra sem kæmu til með að bjóða fram starfskrafta sína. Vora símarnir fyrst og fremst hugsaðir sem öryggistæki á for- eldraröltinu, t.d. ef foreldrar þyrftu að kalla til sjúkralið eða lög- reglu. Fjámiögnunarleiðin var svo greið þegar útibússtjóri Búnaðar- bankans í Kópavogi kom nefndinni til hjálpar og fjármagnaði kaup á þremur GSM-símum, og skömmu síðar bættist Afengisvarnaráð rík- isins í hópinn og sá um kaup á ein- um til viðbótar. Það er því þessum fyrmefndum aðilum að þakka að foreldraröltið hefur afnot af fjóram öryggistækjum og getur séð bæj- arhverfunum við Þinghólsskóla, Kópavogsskóla, Hjallaskóla og Snælandsskóla fyrir virkri for- eldragæslu í tengslum við lögregl- “d una. Samhæfð vemd Fyrir tilstilli áhugasamra for- eldra um samvinnu við bömin sín með okkur í lögreglunni sem milli- lið þegar þurfa þykir hefur orðið gjörbylting í samskiptum foreldra og hins opinbera við ungu kynslóð- ina. Bæði sem lögreglumaður og foreldri er ég ekki í neinum vafa um að hér er á ferðinni sú sam- hæfða vemd sem vantaði og eitt allra besta forvamastarf sem hefur1 átt sér stað á síðustu áram. Með allt þetta í huga er mér sönn ánægja að bjóða fram starfskrafta mína í 5. sæti í þágu framtíðar- stjórnenda Kópavogsbæjar - og taka þannig enn drýgri þátt í því að standa vörð um farsælt mannlíf bæjarbúa og glaða æsku sem laus er við böl áfengis- og vímuefna- vandamála. Eg yrði þakklátur fyrir stuðning þinn og hvatningu til þess að koma forvömum í forgangsröð hjá Kópavogsbæ. Höfundur er lögregluvarðstjóri og þátt- takandi íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ar hafsins 1998 BORGARSTJÓRN samþykkti á síðasta borgarstjómarfundi tillögu frá Sigrúnu Magnúsdóttur og Áma Þór Sigurðssyni um að vinna sérstakt fræðslu- og kynningarátak með- al reykvískra skóla- bama í tilefni af Ári hafsins 1998. Sett verð- ur á laggirnar verkefn- isstjóm með fulltrúum frá Reykjavíkurhöfn, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Dag- vist bama og verður hlutverk hennar að koma með tillögur um sameiginleg verkefni þessara aðila er falli að hugmyndum Sameinuðu þjóðanna um Ár hafsins. Jafnframt leiti verkefnisstjórnin leiða til að auð- velda leik- og grannskólum að sinna þessu verkefni og hafa um það samstarf. Reykjavíkurhöfn gegn- ir mikilvægu hlutverki í atvinnulífí borgarbúa og raunar landsins alls, segir Sigrún Magnús- dóttir, og er eitt stærsta fyrirtæki borgarinnar. Frumkvæði Reykjavikurborgar Sameinuðu þjóðirnar velja ákveðið þema fyrir hvert ár. Til- gangur þess er að vekja athygli á viðkomandi málefni eða fyrirbæri. Með því að velja hafið sem verk- efni ársins 1998 vilja Sameinuðu þjóðirnar m.a. vekja athygli á haf- inu sem lífæð jarðarinnar, mat- vælabúri, samgönguæð og áhrifa- valdi í veðráttu og landmótun. Reykjavíkurhöfn gegnir mikil- vægu hlutverki í atvinnulífi borg- arbúa og raunar landsins alls og er eitt stærsta fyrirtæki borgar- innar. Hún hefur sýnt lofsvert frumkvæði í að tengja saman at- vinnurekstur, lífríkið og skóla og á 80 ára afmælisári hafnarinnar var gefið út námsefni fyrir grunn- skólanemendur um Höfnina, sögu hennar og starfsemi svo og lífrík- ið umhverfis. Um árabil hafa grunnskólanemendur átt þess kost að heimsækja Reykjavíkur- höfn undir handleiðslu sérfróðs starfsmanns og kynn- ast þar bæði athafna- lífí og náttúra. Tengslin við náttúruna Kynni bama af nátt- úranni eru mikilvæg fyrir alhliða þroska þeirra og nám. Maður- inn er órjúfanlegur hluti af lífríkinu. Lífs- afkoma mannsins, líf hans og heilsa, er háð náttúrunni og náttúru- öflunum í ríkari mæli en menn vilja stundum vera láta. Stór hluti barna í nútímaþjóðfé- lögum era firrt tækifæram til að kynnast náttúranni af eigin raun. Leikskólaböm eiga ekki öll jafn- greiðan aðgang að náttúranni og lífríkinu, en leikskólar reyna á ýmsan hátt að koma bömunum í lifandi tengsl við náttúrana og fræða þau um hana á eðlilegan og árangursríkan hátt. Með tillögunni er gert ráð fyrir að verkefnisstjórn, skipuð fulltrú- um þessara 3ja stofnana borgar- innar, vinni tillögur um verkefnið og samstarf aðilanna tengt því. Hvað geram við fyrir hafið og hvað geram við hafinu? Verkefnin gætu t.a.m. verið vettvangsferðir, þema- vinna, sameiginleg sýning eða kynning en einnig geta þessi verk- efni tengst samfélagsfræði, sögu og landafræði og náttúrafræði, enda tengist vinna með hafið nátt- úru landsins, tengslum þess við at- vinnulíf, menningu og sögu. Það er mikilvægt að bömin okk- ar kynnist umhverfi okkar - og þar gegnir hafið.stóra hlutverki. Höfundur er borgnrfulltrúi. iJvlúviimil'i Usii> ij> Sigrún Magnúsdóttir Síðasti skiladagur nýskráninga og/eða breytinga vegna símaskrár 1998 er Nánari upplýsingar veitir skráningadeild Landssímans í síma LANDS SÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.