Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Jón Hákon féll úr öðru sæti í það sjöunda Mjög sterkur listi JÓN Hákon Magnússon, forseti bæjarstjómar á Seltjarnamesi, féll úr öðru sæti í það sjöunda í prófkjöri sjálfstæðismanna á Sel- tjamaraesi á laugardag. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, sem gaf kost á sér í tíunda sinn, hreppti fyrsta sætið, í öðru sæti lenti Ema Nielsen, sem áður var í þriðja sæti, og Jónmundur Guðmarsson, sem ekld hefur tekið þátt í prófkjöri áð- ur, varð í þriðja sæti. Inga Hersteinsdóttir, sem tók þátt í prófkjörinu að beiðni kjör- nefndar, hreppti fjórða sætið, Jens Pétur Hjaltested lenti í því fimmta en hann var áður í áttunda sæti, og Sigrún Edda Jónsdóttir, sem einnig tók þátt að beiðni kjör- nefndar, lenti í sjötta sæti. Jón Hákon segir skilaboðin skýr, og ljóst að markvisst hafi verið unnið að því á löngum tíma að fella hann út af listanum. Hann hafi ekki fengið sama meðbyrinn nú og fyrir fjórum ámm þegar hann tókst ásamt fleimm á við sitjandi meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í umhverfismálum, til þess að friða vestursvæði Sel- tjarnarness. „Eg fór inn í bæjarstjóm á því máli en ég hef bersýnilega farið mjög í taugarnar á þeim sem urðu undir og hugsuðu mér þegjandi þörfina síðan,“ segir hann og bætir við að hann hafi þrátt fyrir allt fengið góðan stuðning og sé mjög þakklátur sínu stuðningsfólki. „Eg hef verið það lengi að velkjast í stjórnmálastarfi að ég á ekki erfitt með að taka áfollum og stend jafn- keikur og áður. Eg er ekki í neinni fýlu,“ segir Jón Hákon. Sigurgeir bæjarstjóri kveðst sárahtlar skýringar hafa á útkomu Jóns Hákons og segist ekki kann- ast við samsæriskenningar, a.m.k. geti hann ekki fest hendur á því. Hann er að vonum ánægður með eigin útkomu og segir listann mjög sterkan. „Þetta er heppileg blanda af þeim eldri og þeim sem em að byrja, þama er góð kynjaskipting og fólk með fjölbreytta menntun,“ segir hann. Endanleg ákvörðun um röð manna á listanum verður tekin á fundi kjörnefndar og fulltrúaráðs nk. mánudag, en Ásgerður Hall- dórsdóttir, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, kveðst ekki eiga von á að röðinni verði breytt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Spakur selur í ósi Blöndu Blönduósi - Það fer að verða daglegt brauð að sjá nýja og nýja dýrategund í ósi Blöndu. Þessa dagana hefur selur verið á ferðinni um ósinn og ekki er langt síðan greint var frá álft á sama stað. Reyndar er það ekki einsdæmi að selur sé á ferðinni um ósinn, en sá sem nú er á ferðinni lætur mannfólkið ekki trufla sig sem neinu nemur. Hann hefur vit á því að hvfla sig á klöppunum fyrir neðan lögreglustöðina og aðsetur sýslumanns þannig að litlar líkur eru á því að gripið verði til vopna gegn honum. Ekki er víst að veiðiréttareig- endur og laxveiðimenn verði eins kátir með veru selsins í ósi Blöndu þegar fer að líða að vori, en svona í þorrabyrjun eru menn umburðarlyndir gagnvart selnurn. Joðverkefni Kiwanis-hreyfingarinnar Islenska söfnun- arféð til Albaníu Björn Ágúst Sigurjónsson FYRSTA alheims- verkefni Kiwanis- hreyfingarinnar, sem samþykkt var á heimsþingi Kiwanis í Nice árið 1993, er svokallað joðverkefni. Björn Ágúst Sigurjónsson er umdæm- isstjóri Kiwanis-hreyfing- ar Islands og Færeyja þetta starfsár. ,Á heimsþinginu var ákveðið að stefna að því að safna 75 milljónum dollara til að vinna á joðskorti í heiminum. Joð er líkam- anum nauðsynlegt og hver einstaklingur þarf sem samsvarar einni teskeið af joði á ævinni. Á Islandi þjáist fólk ekki af joðskorti þar sem nægt joð fæst til dæmis úr fiski. Það þarf hins vegar ekki að leita mjög langt til að finna fólk sem þjáist af joðskorti og ekki mörg ár síðan tókst að uppræta hann í Sviss og Þýskalandi." Björn Ágúst segir að sérfræð- ingar Kiwanis-hreyfingarinnar hafi komist að því að joðskort væri að finna hjá íbúum a.m.k. 140 landa en miðað er við að verkefnið nái til allra þessara landa.“ - Hversu miklu hefur íslend- ingum tekist að safna í þetta verkefni? „Við erum þegar búin að safna um 90.000 dollurum hér á landi sem er milli sex og sjö milljónir íslenskra króna. Við vinnum síð- an að söfnun peninga í verkefnið út þetta ár þó hægt verði að koma fjármunum áleiðis fram til ársins 2.000.“ Björn Ágúst segir að enn sem komið er hafi fénu einvörðungu verið safnað innan klúbbanna og hann bendir á að mest hafi kom- ið inn af peningum með sölu á Hixon orðum.“ - Hvað eru Hixon orður? „Hixon orðan er virðingartákn sem Kiwanis-félagar fá á stóraf- mælum eða þegar klúbbar hafa verið lengi starfandi. Það eru líka dæmi um að Hixon orðan sé gefin fólki sem ekki er í Kiwanis- hreyfingunni. Hver Hixon orða kostar um 70.000 krónur eða þúsund dollara. Að auki höfum við undanfarið selt í þessu sam- bandi saltbauka og geisladiska." - Hvernig er unnið að því að koma í veg fyrir joðskort? „Félagar í Kiwanis-hreyfing- unni hafa tekið að sér að safna umræddum fjármunum en síðan er það Unicef sem sér um fram- kvæmd verkefnisins. Sú leið hef- ur verið valin að kaupa sérstakan búnað í salt- verksmiðjur sem gerir kleift að blanda joði saman við matarsalt. Þetta hefur náð fram að ganga nema í undantekning- artilvikum eins og t.d. í vissum hluta Kína. Þar eru saltnámur og fólk sækir sér salt og fær það ókeypis. í slíkum tilvikum er ekki hægt að joðblanda saltið og þá hefur verið farin sú leið að blanda joði saman við neyslu- vatn. Auk þess er lögð rík áhersla á að stjómvöld í viðkom- andi löndum setji lög um að selja megi einungis joðblandað salt.“ - Er vitað til hvaða lands ís- lenskt söfnunarfé hefur farið? „Já, í upphafi var hægt að velja hvert söfnunarféð færi og í okkar tilfelli varð Albanía fyrir valinu." ► Bjorn Agust Sigurjonsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann er rafvirki og hefur starfað á Landspítalanum síð- astliðin tíu ár. Hann er í stjórn Félags ís- lenskra rafvirkja. Hann hefur verið í Kiwanis frá árinu 1986 og gegnt ýmsum embættum innan hreyfingarinnar. Björn Ágúst er umdæmisstjóri fyrir Kiwanis-hreyfinguna á Islandi og í Færeyjum 1997-1998. Eiginkona Björns Ágústs er Anna Jóhannesdóttir og eiga þau tvo syni. - Hvað eru margir íslending- ar í Kiwanis-klúbbum ? „Félagarnir eru 1.130 talsins hér á landi í 45 klúbbum en um- dæmið er ekki einungis Island heldur eru Færeyjar í okkar um- dæmi með tvo klúbba." - Eru margar konur í Kiwan- is? „Því miður eru þær fáar hér á landi miðað við víða annars stað- ar. Um 100 konur eru starfandi í Kiwanis hér á landi en af þeim 320.000 félögum sem eru í Kiwanis á heimsvísu eru þar af um 50.000 konur.“ - Kiwanis stendur reglulega fyrir svokölluðum K-degi? „Já, þriðja hvert ár höldum við K-dag. Þá söfnum við pen- ingum undir kjörorðinu „Gleym- um ekki geðsjúkum". Næst verður K-dagurinn hinn 10. október næstkomandi og þetta er tíundi K-dagurinn sem hald- inn er hér á landi.“ Björn segir að ef það fé sem hefur safnast á K-dögum sé framreiknað nemi það um 150 milljónum íslenskra króna. „Við höfum m.a. varið söfnunarfé okkar til Bergiðjunnar sem upp- haflega var stofnuð fyrir peninga sem söfnuðust fyrstu tvo K-dagana sem haldnir voru hér á landi. Síðan höfum við t.d. veitt fé til Bama- og unglingageðdeildar, til áfangaheimilis og þess má geta að þeim fjármunum sem söfnuð- ust á síðasta K-degi var varið til kaupa á íbúð fyrir aðstandendur sjúklinga á barna- og unglinga- geðdeild." Björn Ágúst bendir á að auk K-söfnunarinnar safni klúbbar gjarnan fjármunum og gefi sín- um byggðarlögum veglegar gjaf- ir. „Nýlega gaf klúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum gmnnskólanum þar tölvur fyrir á aðra milljón króna og klúbbur- inn Elliði færði Barnaspítala Hringsins tækjagjöf.“ Joði er blandað í matarsalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.