Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 b MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjöldi gjaldþrotaúrskurða, gjaldþrotaskiptaloka og árangurslausra fjárnáms- aðgerða síðustu árin 5114 5376 Gjaldþrota- úrskurðir Skiptalok 4318 3643 1278 1266 illil llll Árangurslaus fjárnám uuuu 1993 1994 1995 1996 1997 1994 1995 1996 1997 1994 1995 1996 1997 Gjaldþrotum fækkaði um 42% á tveggja ára tímabili Batnandi fjár- hagur almennings m eginskýringin VERULEGA hefur dreglð úr gjaldþrotaúrskurðum og fjárnám- um hjá einstaklingum og lögaðilum á síðustu árum. I fyrra voru 732 gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp hjá héraðsdómum yfir einstakling- um og var um 14% samdrátt að ræða milli ára. A árinu var skiptum lokið í 794 þrotabúum sem er 20% samdráttur. Þá voru 3.643 árang- urslaus fjárnám gerð og var þar um 15,6% samdrátt að ræða frá árinu 1996. Flestir gjaldþrotaúrskurðir voru kveðnir upp árið 1994 eða 1.278. Ár- ið eftir var skiptum lokið í 1.096 bú- um og er það metár. Árangurslaus fjárnám voru einnig flest árið 1995 eða 5.376. Milli áranna 1995 og 97 fækkaði gjörðum af þessu tagi verulega. Gjaldþrotaúrskurðum fækkaði um 42%, skiptalokum um 28% og ár- angurslausum fjárnámum um 32%. Færri lenda í vanskilum ALHLIÐA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Fiölþættar lausnir Sveigjanleg kerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Reynir Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Lánstrausts ehf. sem heldur skrá yfir úrskurði og dóma í vanskilamálum, telur að nokkrar skýringar liggi að baki betri skilum í þjóðfélaginu. „Batnandi fjárhagur almennt hefur líklega mest að segja og góðærið virðist þannig vera farið að skila sér víða. Þær ráðstafanir, sem bankarnir hafa gert til að draga úr vanskilum, hafa einnig skilað árangri. Lánastarfsemi virð- ist vera orðin markvissari en áður og síðast en ekki síst má nefna greiðsluþjónustuna sem margir notfæra sér. Færri lenda þannig í vanskilum og ef það gerist virðist fólk frekar ná að vinna sig út úr vandanum áður en í óefni er kom- ið,“ segir Reynir. ABB-I.C. Moller viðurkennir hringamyndun evrópskra röraframleiðenda Borgarl ögnmnni falið að kanna áhrif hér á landi ABB - I.C. M0LLER, danskt dótt- urfyrirtæki alþjóðafyrirtækisins ABB, Asea Brown Bovery, hefur við- urkennt að hafa tekið þátt í hringa- mjmdun evrópskra röraframleið- enda, að því er greint var írá í sænska blaðinu Dagens Industrí sl. laugardag. Má fyrirtækið ásamt öðr- um þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í þessari hringamyndun eiga von á að þurfa að greiða Evrópusamband- inu háar sektir vegna þessa máls. Mál þetta kann einnig að hafa áhrif hér á landi og hyggst Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar óska eftir því við borgarlögmann að hann kanni hvort ástæða sé til að- gerða vegna samnings sem Hita- veita Reykjavíkur gerði við ABB- I.C. Mflller íyi-ir fjórum árum um kaup á hitaveiturörum. Samningur- inn hljóðaði upp á um 230 milljónir króna og verða síðustu rörin afhent á þessu ári. Alfi-eð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður veitustofnana Reykjavíkur- borgar, segir að þetta mál hafi verið rætt á fundi stjórnar Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar í gær- morgun. „Þar var ákveðið að fela borgarlögmanni að kanna hvaða leiðir væru færar í þessu máli.“ Alfreð segir hins vegar of snemmt að segja til um hvort gripið verði til einhverra aðgerða og þá hvaða möguleikar séu í stöðunni. „I sjálfu sér bauð ABB okkur ágætt verð í þessu útboði. Eftir því sem mér skilst gerði fyrirtækið sig sekt um að skipta markaðssvæðum upp í samráði við helstu keppinauta sína. Hér á landi hefur ABB hins vegar einna helst átt í samkeppni við Set hf. á Selfossi og það kann að valda því að fyrirtækið hafi boðið betra verð hér en annars staðar,“ segir A- freð. Samkvæmt Dagens Industri mynduðu 7-8 stærstu röraframleið- endur í Evrópu umræddan hring. Skiptu fyrirtækin með sér mörkuð- um og höfðu samráð um verð. Er talið að skortur á samkeppni á þessu sviði hafi haft í för með sér umtals- vert hærra verð til viðskiptavina þessara fyrirtækja. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur haft þetta mál til at- hugunar um nokkurt skeið og hefur ABB nú sem fyrr segir viðurkennt tilvist hringsins. Framkvæmda- stjórnin á enn eftir að ákveða end- anlega sektarfjárhæð. Samkvæmt reglum ESB getur sekt vegna brota á samkeppnis- reglum sambandsins að hámarki numið 10% af veltu viðkomandi fyr- irtækis. í tilfelli ABB myndi há- markssektargreiðsla því nema u.þ.b. 280 milljörðum íslenskra króna, en talið er að greiðslan verði umtalsvert lægri. Evrópsk fyrirtæki gera lítið úr áhrifum frá Asíu London. Reuters. EVRÓPSK fyrirtæki bera sig vel, en æ fleiri verða að viðurkenna að Asíu- kreppan bitnar á afkomu þeirra - og vandanum er ekki lokið. Forstöðumenn fjárfestingarsjóða forða sér frá viðkvæmum greinum og reyna að tryggja hag skjólstæð- inga á nálægari slóðum. Meðal aðila sem fallið hafa í ónáð eru verkfræðifyrirtæki, stálfyrir- tæki, efnafyrirtæki, heimilistæki, bifreiðaframleiðendur, rafeindatæki og munaðarvörur. Meðal þeiira sem eiga meira upp á pallborðið eru almenningsþjónustu- fyrirtæki, lyfjafyrirtæki, sumir bankar og fjármálafyrirtæki - en ætíð með hliðsjón af því hve veik þessi fyrirtæki eru fyrir áhrifum frá Asíu. SGS-Thomson Microelectronics NV í Frakklandi er síðasta stórfyrir- tæki Evrópu sem hefur viðurkennt áhrifin frá Asíu. Það segir að hagn- aður í fyrra hafi minnkað um 35% og varar við minni hagnaði á fyrsta árs- fjórðungi 1998. Gerðu markaðnum viðvart „Þeir gerðu markaðinum viðvart um ástandið í Asíu,“ sagði verðbréfa- miðlari. „Gengi hátæknihlutabréfa er mjög óstöðugt.“ Hálfleiðarafyrirtækið Siemens AG sagði í síðustu viku að kreppan mundi bitna á gengi hlutabréfa í fyr- irtækinu í Asíu. Síðan hefur það sagt að KWU orkuveradeild þess muni koma slétt út á þessu ári. „Við búumst ekki við betri afkomu fyrr en á næsta fjárhagsári," sagði forstöðumaður deildarinnar, Adolf Hiittl. Þýzka verkfræðifyrirtækið Didier- Werke AG telur að tap hafi orðið hjá móðurfyrirtækinu í fyrra, sumpart vegna Asíu. Nýlega tilkynnti Deutsche Telekom ÁG minni hagnað Vantar þi teWHiikiT Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) ( samband við fjölda leigjenda. Skráðu íbúðina núna áður en hún losnar og komdu í veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Betri skilyrði Skráning í síma 511-1600 IEIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholtl S0B. • 105 Rsykjavlk en búizt hafði verið við 1997 og sagði að ef til vill yrði að endurskoða töl- umar ef ókyrrðin í fjarlægari Aust- urlöndum héldi áfram. Nestle, stærsta matvælafyrirtæki heims, segir að „erfiðleikar í nokki’um Asíulöndum muni hafa áhrif á heildarsölu fyrirtækisins í svissneskum frönkum, þótt sala í hlutaðeigandi ríkjum sé tiltölulega lítið hlutfall af heildarsölunni.“ Sérfræðingar telja einnig að Asíu- áhrifanna muni gæta í reikningum ítölsku stórfyrirtækjanna Fiats and Pirelli á fyrsta ársfjórðungi. Banque Nationale de Paris í Frakklandi kveðst ekki óttast slæma afkomu á þessu ári, en sérfræðingar eru ekki eins bjartsýnir á hag banka- geirans í heild, sem er í hættu vegna lánveitinga til Asíu. Moody’s matsstofnunin hefur dregið úr mati á lánshæfni BNP og segir hana slæma. Mat á stöðu Commerzbank AG er í endurskoðun. Einnig má vera að mat á Credit Lyonnais, Credit Agricole og Societe Generale verði lækkað ef áhrif Asíu- kreppunnar verða víðtækari. Sumir bankar, einkum á ítah'u, Spáni og í Skandinavíu, sem hafa staðið illa til þessa, standa betur að vígi en áður vegna þess að þeir lánuðu lítið til Asíu áður en kreppan hófst. Þrátt fyrir gætni í Evrópu heíúr þýzka Ifo stofnunin birt skýrslu, sem sýnir að viðskiptaskilyrði í Vestur- Þýzkalandi bötnuðu í desember. Batinn ber vott um bjartsýni vegna eflingar dollai-ans, sem eflir þýzkan útflutning. „Hærri dollar kann að hafa vegið á móti færri pönt- unum erlendis frá á síðustu tveimur mánuðum og fjármálakreppunni í Asíu,“ sagði hagfræðingur HSBC Tr- inkaus í Diisseldorf. Kurt Lauk, yfirmaður einnar deildar Mercedes Benz, segir að As- íukreppan hafi ekki bitnað á starf- semi Mercedes í Asíu. „Við búumst við verulegri framfór á næsta ári,“ sagði hann og benti á að veikir gjaldmiðlar í Asíu gætu orðið Mercedes til gagns ef fram- leiðslukostnaður lækkaði, einkum í Indónesíu, þar sem flutningabílar og almenningasvagnar eru smíðaðir fyrir Asíu. Þýzka lyfjafyrirtækið Merck KGaA er einnig bjartsýnt og hefur skýrt frá því að sala þess í heiminum hafi aukizt um 14,6% 1997, hagnaður hafi aukizt „verulega" og fjár- málakreppan í Asíu hafi ekki haft mikil áhrif á tekjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.