Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 21 ERLENT Kjörinn á þing undir merkjum baráttu gegn spillingu Bell býðst til að endur- greiða lögfræðireikning London. Daily Telegraph. MARTIN Bell, óháður þing- maður á breska þinginu, sagðist myndu endurskoða stöðu sína ef það yrði niðurstaða sín, að hann hafi glatað trausti kjósenda sinna í kjördæminu Tatton í Cheshire. Bell, sem er fyrrverandi stríðsfréttamaður breska sjón- varspins, BBC, var kjörinn á þing undir merkjum baráttu gegn spillingu en á nú í vök að verjast fyrir að hafa látið aðra borga fyrii’ sig lögfræðiaðstoð og skýra ekki frá því. Bell kvaðst £ upphafí ekki hafa haft hugmynd um að lög- fræðiaðstoð hans hefði verið borguð af öðrum, en í ljós hefur komið, að Verkamannaflokkur- inn og Frjálslyndir demókratar, sem studdu Bell í þingkosning- unum, borguðu reikninginn, sem hljóðaði upp á rúma milljón króna. fmynd hvíta riddarans versnar Bell hélt því svo fram, að út- gjöld þessi féllu ekki undir kosn- ingaútgjöld og neitaði því að hafa brotið kosningalög. í kjöl- far mikillai' umfjöllunar og blaðafregna þess efnis að hann ætti hugsanlega ákæru yfir höfði sér efndi Bell til blaðamanna- fundar á skrifstofu sinni í Knuts- ford. Taugaóstyrkur og með skjálfandi röddu kvaðst hann þurfa að „lægja storm í tebolla". Hann bauðst til þess að endur- greiða reikninginn en kvaðst ekki ætla að verða við áskorun andstæðings síns úr íhalds- flokknum, Neils Hamiltons, um að segja af sér. Jafnframt gaf Bell í skyn að til greina kæmi að sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum ef Hamilton yrði aft- ur í framboði, en hann hét því í fyrra að sitja aðeins eitt kjör- tímabil, bæri hann sigurorð af íhaldsmanninum, sem hann sagði tákngerving pólitískrar spillingar. Vann Bell kjördæmið auð- veldlega í kosningunum og hafði yfir sér áru og ímynd „hvíta riddarans" á þingi. Uppljóstrun- in um að pólitískir flokkar hafi greitt lögfræðireikning hans hefur hins vegar valdið því að sú ímynd hefur gránað verulega. Reuters 23 hindúar myrtir VOPNAÐAR sveitir grímuklæddra manna myrtu 23 hindúa í Jammu og Kashmír á Indlandi á sunnudag og hér gráta ekkjur menn sína í þorpinu Ganderbal í Kashmír. Yfir- völd skelltu skuldinni á ein margra herskárra samtaka aðskilnaðar- sinna. Atvikið átti sér stað daginn fyrir þjóðhátíðardag Indlands og yfirvöld sögðu tilræðið lið í tilraun- um þeirra til að valda glundroða fyrir indversku þingkosningarnar, sem hefjast 16. febrúar. Skipt um mjaðmarlið í drottningar- móður SKIPT var um mjaðmarlið í Elísabetu, hinni 97 ára gömlu drottningarmóður í Bretlandi, á sunnudagskvöld eftir að hún hafði dottið fyrr um daginn og brákast á mjöðm. Talsmaður sjúkrahússins Játvarður sjöundi sagði í gær að henni liði eftir at- vikum vel. Breska konungsfjöl- skyldan var að skoða hross í Sandringham er óhappið varð. Fyrir tveimur árum var skipt um hægri mjaðmarlið í drottn- ingarmóðurinni. Tamiltígrar gerðir útlægir SAMTÖK tamíltígra á Sri Lanka voru formlega gerð útlæg í gær en sjálfsmorðssveitir þeirra voru sagðar bera ábyrgð á tilræði í Musteri tannarinnar, 400 ára helgiskríni búddista í hinni fornu höfuðborg, Kandy, á sunnudag. Var stórri bíl- sprengju ekið í vörubíl gegnum vegtálma við musterið og biðu 13 manns bana og 23 slösuðust er hún sprakk við musterisvegginn. Leiðsögumaður undir grun FRANSKUR leiðsögumaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna slyssins í Alpafjöllun- um sl. föstudag er mu unglingar og tveii' fullorðnir fórust í snjó- flóði. Liggur hann undir grun um að vera valdur að manndrápi af gáleysi og verður að sæta rannsókn vegna þess. Suzuki látinn SHINICHI Suzuki, upphafs- maður svonefndrar Suzuki-leið- ar við tónlistarkennslu, lést á heimili sínu í Matsumoto í gær af völdum hjartabilunar. Suzuki var á hundraðasta aldursári er hann lést. Brestir komu í Kínamúrinn BRESTIR komu í Kínamúrinn á nokkrum stöðum í jarðskjálftun- um sem skóku Zhangjiakou- svæðið í Hebei-héraði fyrir tveimur vikum, að sögn kín- verskra stjórnvalda. Þumlungs- breiðai' sprungur mynduðust víða í múrinn sem er um tvöþús- und ára gamall. I skjálftanum, sem mældist 6,2 stig á Richterskvarða, biðu 50 manns bana, 10.000 slösuðust og tug- þúsundir heimila jöfnuðust við jörðu. ESB fordæmir ofbeldi í Alsír EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) fordæmdi í gær ofbeldisaðgerðir í Alsír og hvatti alsírsk yfirvöld til þess að sýna meiri hreinskilni vegna morðöldunnar, sem talin er hafa kostað tugþúsundir manns lífið. Hvatti ESB stjóm- völd í Alsír til þess að opna íand- ið fyrir erlendum stofnunum, þ. á m. Sameinuðu þjóðunum, sem boðið hafa aðstoð við að reyna binda endi á blóðbaðið. Kemst ekki í geimbúninginn Moskvu. Reuters. HUGSANLEGA kann svo að fara að bandaríski geimfarinn Andy Thomas verði að snúa aftur til jarðar með geimferjunni Ende- avour í stað þess að leysa landa sinn, David Wolf, af hólmi í rúss- nesku geimstöðinni Mír. Skömmu eftir að geimfeijan lagðist að Mír á Iaugardag kom í ljós, að búningurinn sem hann þarf á að halda til þess að geta farið yfir í Mír og forðað sér það- an í neyðartilvikum passaði ekki. Ætlunin er að Thomas dveljist í Mír næstu fjóra mánuðina en að sögn bandarísku geimferðastofn- unarinnar (NASA) getur hann ekki smeygt búningnum yfir axl- irnar svo vel sé. Þá hafi hann reynt búning Wolfs en hann sé of stór. Fulltrúum rússnesku geim- ferðastofnunarinnar er ekki skemmt. Þeir segja Thomas hafa mátað búninginn áður en hann yfirgaf æfingastöðina fyrir utan Moskvu í desember sl. og þá hafi hann passað. Umkvartanir hans beri þess vott að Thomas sé dyntóttur og ekki fari vel á því að menn með skapsmuni af því tagi dveljist langdvölum á braut um jörðu í lítilli og þröngri geimstöð. paS afe'fUrrettun>. Anna Vilhjalms Berttia Biering BertiMöller Garðar Guðmundsson Runar Guðionsson Siggi Johnme Sigurdor Sigurdorsson Skatti Olafsson stelan Jonsson Þorsteinn Eggertsson Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Sviðssetning og leíkstjórn: Egill Eðvarðsson. Kynnir:Ragnar Bjarnason. Fjoldi frabærra rolclcdansara: /Q Danssmiðja Hermanns Ragnars V5/ Dansskóli Auðar Haralds rl ^ Fjöldt Kjöt'. þess OrvalJ Syningin hefst stundvíslega kl. 21:45 Hljomsveit Geirmundar leikur gullaldarlög rokktímabilsins fyrir dansi fram eftir nóttu. HÓTEL ÍSLAN DI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100 fax 533 1110. Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.