Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 47
MINNINGAR
TÓMAS
ÞOR VARÐSSON
+ Tómas Þorvarðsson, löggilt-
ur endurskoðandi, fæddist á
Bakka á Kjalarnesi 17. október
1918. Hann lést á Landspítalan-
um 4. janúar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Þorvarður
Guðbrandsson, bóndi á Bakka á
Kjalarnesi, f. 2.9. 1877, d. 3.11.
1957, og kona hans Málhildur
Tómasdóttir, f. 25.2.1880, d. 1.9.
1954. titför Tómasar fór fram
frá Fossvogskirkju 14.janúar.
Þegar skammdegisdrunginn var
sem dekkstur um miðjan desember
fékk Tómas afabróðir minn þær
fréttir, að senn væri hann kominn
að leiðarlokum. Tók hann þeim
fréttum af miklu æðruleysi. Þar fór
maður sem ekki gekk í gegnum líf-
ið með skellum og látum. Fyrir vik-
ið bar maður meiri virðingu fyiir
honum. Það var háttur Tómasar að
hafa ekki mörg orð um hlutina og
bera ekki tilfinningar sínar á torg.
Kom hann því ókunnugum oft við
fyrstu kynni fyrir sem hrjúfur og
þögull maður. Þeir sem kynnust
Tómasi vita að grunnt var á við-
kvæmni hjá honum. Lífsviðhorf
hans mótaðist mjög af dyggðunum
nægjusemi og reglusemi. Oftar en
ekki fannst manni það stinga mjög
í stúf við neyslusamfélag nútímans.
Þetta lífsviðhorf hefur vafalítið
mótast á æskuárum þar sem hann
ólst upp í stórum hópi systkina, við
nægjusemi og hina sjálfsögðu
vinnuhörku þess tíma. Hann var
sjöundi í hópi ellefu systkina. Fljót-
lega kom í ljós að hann var mjög
töluglöggur enda kom á daginn að
hann lagði fyrir sig endurskoðun
og fékk löggildingu í greininni árið
1947 eftir próf frá Háskóla íslands.
Ekki get ég annað sagt en að
Tómas hafi verið haukur í homi
þegar til hans var leitað. Brást
hann alltaf skjótt við þegar á þurfti
að halda.
Síðustu árin hittumst við oftar á
sunnudögum við sameiginlegt há-
degisverðarborð fjölskyldu og
kunningja hjá móður minni. Þessi
hópur er frá 8 til 12 manns og
margt spjallað og rökrætt við mat-
arborðið. Tómas sá oft spaugilegar
hliðar mannlífsins og oft fundust
honum heldur skringilegar þær
aðferðir sem hafðar eru uppi í
samfélagi nútímans. Hann kunni
margar gamansögur og fróðleik úr
fortíðinni og vitnaði oft í þær máli
sínu til stuðnings. Oft fóru Tómas
og Sigurður bróður hans eða fleiri
í fjölskyldunni upp á Bakka á Kjal-
arnesi eftir hádegisspjallið. Þar
var æskuheimili Tómasar, tveir
bræður hans, Gunnar og Bjami,
stunduðu þar búskap ásamt systur
sinni Gróu. Fylgdist Tómas alla tíð
vel með gangi mála á Bakka og var
honum staðurinn afar kær. Hann
gladdist því mjög þegar ljóst varð
að bamabarn systur hans, Ásthild-
ur og maður hennar Birgir, tækju
við á Bakka eftir að systkinin
bragðu búi sl. vor. Eyjólfur bróðir
þeirra var í sunnudagshópnum
góða á Víðimelnum þar til hann
vistaðist á Hrafnistu. Mér og
systrum mínum var það ómetan-
legt uppeldisatriði að fá að um-
gangast með þessum hætti afa-
systkini okkar.
Heimili Tómasar bar með sér að
hann hafði góðan smekk á bókum
og málverkum. Tómas bjó á Lyng-
haga ásamt systur sinni Guðrúnu
sem lést fyrir nokkrum áram. Síð-
ustu bókina lagði hann aftur aðeins
nokkrum dögum fyrir andlátið.
Þar sem ég var staddur erlendis
við nám komst ég ekki í jarðarför
frænda míns og vil því með þess-
um fátæklegu orðum kveðja hann
og votta honum virðingu mína.
Minning Tómasar mun lifa með
mér alla mína daga.
Vertu sæll, frændi!
Þórður Geir Þorsteinsson,
Kaupmannahöfn.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect eru einnig auðveld í úr-
vinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför okkar ástkaeru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FREYJU KRISTÍNAR RÓSANTSDÓTTUR.
Hilmar Ólafsson, Ólöf Ragnarsdóttir,
Sigurður R. Ólafsson, Kolbrún Danfelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
RAÐAUGLÝSINGAR
Fundarboð — Kalak
í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudags-
kvöldið 27. janúar, kl. 20.30.
Jósef Gunnlaugsson, fararstj., kynnir með mynd-
um fyrirhugaðarferðirtil S-Grænlands í sumar
á vegum Flugfélags íslands og Nielsen Travel.
Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur,
kynnir í máli og myndum hundasleðaferðir
í vetrarævintýri Landnámu til Angmagsalik.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Grænlensk-íslenska félagið Kalak.
TILKYNNINGAR
Samkvæmt nýjum skipu-
lags- og byggingarlögum
nr. 73/1997 og 135/1997 tók Skipulags-
stofnun við hlutverki Skipulags ríkisins
1. janúar 1998. Hlutverk stofnunarinnar
samkvæmt lögum er:
a. að hafa eftirlit með framkvæmd laga þess-
ara og reglugerða sem settar eru samkvæmt
þeim,
b. að veita ráðgjöf um skipulags- og bygging-
armál,
c. að fylgjast með stöðu skipulagsmála í sveit-
arfélögum,
d. að aðstoða sveitarfélög og leiðbeina þeim
við gerð skipulagsáætlana,
e. að láta í té umsagnir um ágreiningsmál á
sviði skipulags- og byggingarmála,
f. að sjá um að upplýsingar um áætlanir um
landnotkun á landsvísu séu fyrir hendi og
stuðla að innbyrðis samræmi þeirra,
g. að annast og stuðla að rannsóknum á sviði
skipulags- og byggingarmála í samvinnu
við hlutaðeigandi stofnanirog hagsmunaað-
ila, svo og að annast eða stuðla að útgáfu
upplýsinga um þau mál,
h. að fylgjast með og veita upplýsingar um
ferlimál fatlaðra,
i. að framfylgja ákvæðum laga um mat á um-
hverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík,
sími 562 4100,
grænt númer 800 6100, fax 562 4165,
tölvupóstur: skipulag@skipulag.is,
heimasíða: www.skipulag.is
Kosningar um sameiningu
4 sveitarfélaga í Mýrasýslu
Sveitarstjórnir eftirtalinna 4 sveitarfélaga: Álfta-
neshrepps, Borgarbyggðar, Borgarhrepps og
Þverárhlíðarhrepps, hafa samþykkt tillögu
samstarfsnefndar um, að kosið verði um sam-
einingu þeirra laugardaginn 14. febrúar 1998.
Vegna þessa hófst utankjörfundaratkvæða-
greiðsla miðvikudaginn 14. janúar 1998 og lýk-
ur laugardaginn 14. febrúar 1998.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum
sýslumanna og umboðsmanna þeirra um land
allt.
Þeir, sem samþykkja tillöguna, skrifa „JÁ" á
atkvæðaseðilinn, en þeir, sem ekki samþykkja
tillöguna, skrifa „NEI" á atkvæðaseðilinn.
Einnig hafa framantaldar sveitarstjórnir
samþykkt, að ef tillagan verðurfelld í einhverju
sveitarfélaganna, verði kosið tveimur vikum
síðar um sameiningu þeirra sveitarfélaga, sem
samþykkja sameiningu 14. febrúar nk.
F.h. samstarfsnefndar framantaldra
sveitarfélaga,
Þorkell Fjeldsted, formaður.
KENNSLA
Heimilisiðnaðarskólinn,
Laufásvegi 2, Reykjavík
Fatasaumur
Fjölbreytt og skemmtileg námskeið hefjast
fyrstu vikuna í febrúar. Kennarar: Ólöf Kristj-
ánsdóttirog Gíslína Hákonardóttir.
Grunnnámskeið
mánudaga — kvöldnámskeið
Almennur fatasaumur
fimmtudaga — dagnámskeið
Drappering fimmtudaga — kvöldnámskeið
Samkvæmiskjólar miðvikudaga — kvöld-
námskeið
Yfirhafnir miðvikudaga — kvöldnámskeið
Fyrir örvhenta föstudaga — dagnámskeið
Gluggatjöld föstudaga — dagnámskeið
Barnaföt mánudaga — dagnámskeið
Stórar stelpur fimmtudaga — kvöldnámskeið
Uppl. og skráning föstudaga kl. 10.00—16.00
í síma 551 7800. Mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga kl. 17.00 — 19.00 í síma 486 4514.
Skráning stendur yfir á námskeið í útskurði,
körfugerd, útsaumi, tóvinnu, jurtalitun,
baldýringu, prjóni, hekli og knipli.
Leiklistarskóli íslands
auglýsir inntökupróf 1998, sem munu fara fram
í mars og apríl nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Sölvhólsgötu 13. Opið frá kl. 9.00—15.00.
Umsóknarfrestur ertil 10. mars nk.
Skólastjóri.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Miðstræti 18,
Neskaupstað, föstudaginn 30. janúar 1998 kl. 14.00 ð eftirfar-
andi eignum:
Gilsbakki 6, Neskaupstað, þingl. eig. Sigurður Björnsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður rikisins og Lífeyrissjóður Austurlands.
Hliðargata 16, efri hæð, Neskaupstað, þingl. eig. Ingibjörg Þorsteins-
dóttir og Óla Steina Agnarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins.
Miðgarður 4, Neskaupstað, þingl. eig. Petra Óladóttir, gerðarþeiðend-
ur Byggingarsjóður ríkisins, húsþréfadeild, Húsnæðisstofnun, Nes-
kaupstaður og sýslumaðurinn í Neskaupstað.
Sýslumaðurinn i Neskaupstað,
26. janúar 1998.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. Rb.1 = 1471278—E.l.
□ FJÖLNIR 5998012719 III
□ EDDA 59980127191 - 1 Frl.
□ Hlín 5998012719 IVA/ 2 Frl.
\y--7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi,
i kvöld kl. 20.30. Starfsmönnum
KFUK er boðið á fundinn.
Allar konur velkomnar.
Skyggnilýsingarfundur á vegum
Sálarrannsóknafélagsins í Hafn-
arfirði verður haldinn á morgun,
miðvikudaginn 28. janúar, i Góð-
templarahúsinu, og hefst stund-
víslega kl. 20.30. Þórhallur Guð-
mundsson miðill annast skyggni-
lýsinguna. Aðgöngumiðar verða
seldir í Kaffiborg í Hafnarborg i
dag frá kl. 16.00-18.00.
Stjórnin.