Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 23 RANNSÓKN STARRS Leita vitna að ástarfundum BANDARISKA sjónvarpið ABC skýrði frá því á sunnudag að Kenn- eth Starr, sérskipaður saksóknari í Whitewater-málinu, hefði aflað ým- issa upplýsinga sem renndu stoðum undir þá stað- hæfingu Monieu Lewinsky að hún hefði átt í kyn- ferðislegu sam- bandi við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta. ABC-sjón- varpið hafði eftir heimildarmönn- um sínum að Starr væri að rannsaka staðhæfing- ar um að einhver hefði komið að forsetanum og Lewinsky í ástarleik vorið 1996 þegar hún starfaði í Hvíta húsinu. Ekki var ljóst hver það var sem á að hafa komið að þeim. Skömmu síðar lét Lewinsky af störfum í Hvíta húsinu og fékk starf í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu að beiðni embættismanna forsetans. aðferðum," sagði lögfræðingurinn. Michael McCurry, fréttafulltrúi forsetans, kvaðst ekki vita til þess að einhver hafi sagst hafa komið að Clinton og Lewinsky í ástarleik. „Ég hef ekki fundið neinn í Hvíta húsinu sem er kunnugt um slíkt og forsetinn neitar þessu auðvitað enn.“ Heimildarmenn The Washington Post sögðu að aðstoðarmenn Starrs væru að rannsaka sögusagnir um að a.m.k. einn lífvarðanna hefði komið að Clinton og Lewinsky í ástarleik og sagt háttsettum emb- ættismanni í Hvíta húsinu frá því, en hann hefði viljað að því yrði haldið léyndu. Frétt blaðsins varð til þess að Leon E. Panetta, fyiTverandi skrif- stofustjóri Hvíta hússins, og Evelyn S. Liebermann, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóri, gáfu út yf- irlýsingu þar sem þau sögðu ekkert hæft í ásökunum um að þeim hefði verið skýrt frá atburðinum. Lífvörðunum stefnt Vilja yfirheyra lífverði The Washington Post sagði að aðstoðarmenn Starrs væru að leita að hugsanlegum gögnum og vitnum sem gætu staðfest að Clinton hefði átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky og hvatt hana til að bera ljúgvitni um það. Blaðið segir að aðstoðarmenn Starrs vilji meðal annars yfirheyra lífverði forsetans og spyrja þá hvort þeir hafi komið að Clinton og Lewinsky við kynferðislegar at- hafnir í Hvíta húsinu vorið 1996. Heimildarmenn blaðsins segja að Starr leiti einkum eftir staðfestingu á sögusögnum um að þau hafi átt ástarfundi í lesstofu forsetans ná- lægt skrifstofu hans og í kvik- myndasal Hvíta hússins. Myndi veikja stöðu Lewinskys Finnist slík vitni myndi það veikja stöðu Lewinskys og lög- fræðings hennar, Williams Gins- burg, sem hefur reynt að semja um að hún verði ekki sótt til saka fyrir meinsæri gegn því að hún veiti upplýsingar um samband sitt við forsetann. „Ef þetta er rétt kann ég að þurfa að beita öðrum Lögfræðingar Paulu Jones, sem hefur höfðað mál gegn Clinton vegna meintrar kynferðislegi'ar áreitni, hafa einnig reynt að yfir- heyra lífverði Clintons og þegar stefnt þeim til að bera vitni. Að sögn heimildarmanns The Wash- ington Post er dómari að íhuga hvort fyrirskipa eigi lífvörðunum að bera vitni. Starr hefur gert þá kröfu til Rutherford- stofnunarinnar, sem fjármagnar málshöfðun Paulu Jones, að hún leggi fram eiðsvarinn vitnis- burð Clintons frá 17. janúar þegar lögfræðingar Jones yfirheyrðu for- setann. Fregnir heima að lögfræð- ingamir hafi spurt Clinton um Lewinsky og hann hafi neitað að hafa átt í kynferðislegu sambandi við hana. Vitnisburðurinn er mjög mikil- vægur fyrir Starr því geti hann sannað að forsetinn hafi sagt ósatt á Clinton yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri. Clinton hefur ekki enn undirritað afrit af vitnisburðinum, Ginsburg Reuters MONICA LEWINSKY, fyrrverandi starfskona Hvíta hússins, ræðir við Bill Clinton Bandaríkjaforseta ísamkomu 6. nóvember 1996 fyrír ólaunaða lærlinga í Hvíta húsinu. sem tók sex klukkustundir, og get- ur breytt svörunum innan mánaðar en yrði þá að útskýra breytingarn- ar. Kjóll rannsakaður Lögfræðingur Lewinsky stað- festi að aðstoðarmenn Starrs hefðu leitað í íbúð hennar í Washington og tekið þaðan föt, m.a. kjóla, tölvu hennar, ljóðabók sem Clinton gaf henni og fleira. Ginsburg staðfesti einnig að rannsóknarmennirnir hefðu leitað að kjól, sem hugsan- lega væri hægt að tengja við forset- ann með DNA-rannsókn. Að sögn Newsweek sagði Lewin- sky vinkonu sinni, Lindu Tripp, sem hljóðritaði samtöl þeirra, að hún hefði haft munnmök við forset- ann a.m.k. tólf sinnum og hann á að hafa sagt henni að hann liti ekki á slíkt sem „kynferðislegt samband". Hermt er að í upptökunum komi einnig fram að Lewinsky hafi geymt kjól sem væri með sæði úr Clinton og sagt: „Ég ætla aldrei að þvo hann aftur.“ Lewinsky var einnig sögð hafa trúað Tripp fyrir því að forsetinn hefði sagt að það væri brestur í hjónabandi hans og gefið til kynna að hann yrði „einn“ þegar hann léti af embætti og hefði þá meiri tíma fyrir hana. ABC-sjónvarpið hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að Lewinsky hefði einnig sagt Tripp að Clinton hefði verið í tygjum við að minnsta kosti fjórar konur, þar af þrjár starfskonur Hvíta hússins, og að hún væri honum reið vegna þess. Blaðið The Oregonian hafði í gær eftir nokkrum bekkjarsystkinum Lewinskys úr Lewis & Clark-há- skólanum í Portland, að hún hefði stært sig af því að eiga í ástarsam- bandi við kvæntan mann sem væri átta árum eldri en hún. Sumir þeirra sögðust oft hafa efast um að hún segði sannleikann því hún hefði jafnan talað mjög gáleysislega. „Hún talaði oft um þetta samband en ég innti hana aldrei eftir því efn- islega. Hún var mjög hreykin og iðraðist einskis," sagði bekkjarfé- lagi. Blaðið sagði að skólayfirvöld hefðu jafnframt undir höndum fals- að bréf sem Lewinsky skrifaði til að hjálpa kunningja sínum til þess að fá áframhaldandi atvinnuleysisbæt- ur. Ritaði hún það á bréfsefni skól- ans og þykir málið jafngilda skjala- fölsun og vera líklegt til þess að rýra trúverðugleika hennar vegna rannsóknar Kenneths Starr. Tengdist henni „tilfinninga- legum böndum“ The Washington Post hefur eftir vinum Clintons að forsetinn segist hafa tengst Lewinsky „tilfinninga- legum böndum" þar sem þau hafi bæði alist upp við erfiðar fjöl- skylduaðstæður. Talið er að Lewinsky hafist við í íbúð sinni í Washington og þori ekki út af ótta við ágenga fjölmiðla- menn. Hermt er að hana hrylli við þeirri tilhugsun að hún verði dæmd í fangelsi fyrir meinsæri. Lögfræðingur Lewinskys sagði að hún væri „á heljarþröm tilfinn- ingalega". „Þessi unga kona hefur framtíð forsetans í hendi sér,“ sagði hann. Áskoranir um afsögn komi frá demókrötum Lagasérfræðingar og stjóm- málaskýrendur segja líklegt að for- setinn neyðist til að segja af sér semji Lewinsky um að bera vitni um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og að Clinton hafi hvatt hana til að bera ljúgvitni. Clinton og lögfræðingur hans, Vernon Jor- dan, kynnu þá hugsanlega að verða ákærðir fyrir að hvetja til meinsær- is og hindra framgang réttvísinnar, sem yrði litið mjög alvarlegum aug- um. Henry Hyde, formaður laga- nefndar fulltrúadeildar þingsins, sagði í sjónvarpsviðtali að of snemmt væri að ræða möguleikann á því að forsetinn yrði ákærður fyr- ir embættisbrot. Hann sagði þó lík- legi-a að áskoranir um slíkt kæmu frá demókrótum en repúblikönum. „Menn myndu álykta, eins og í máli Nixons, að ef ábyrgir menn í flokki hans sjálfs segðu honum að hann væri að skaða flokkinn - að skaða landið - að hann myndi þá bregðast með yiðeigandi hætti við því,“ sagði Hyde. Reuters LINDA TRIPP, sem hljóðrítaði samtöl sín við Monicu Lewinsky. ljóst að ég lít þetta ekki sömu augum. Tripp: Hvað meinarðu? Lewinsky. Vegna þess að ef ég liti líka svo á að það sé svo rangt að neita einhverju þá myndi ég ekki gera það. Skilurðu hvað ég meina? Tripp: Ég held að innst inni viljir þú ekki þurfa að ljúga. Lewinsky. ... Ég held ekki að neimi vilji... Ég myndi bera ljúgvitni fyrir fjölskylduna mina. Þannig var ég alin upp. Tripp: Þú átt eftir að deyja héma. Ég myndi gera næstum allt fyrir börnin mín, en ég held ekki að ég myndi bera ljúgvitni fyrir þau ... Lewinsky. Ég var alltaf alin upp við lygar ... þannig komst maður af... Ég hef logið allt mitt líf. Tripp: Þetta er ótrú- lega núkið mál í mfnum augum ... Ég veit að þetta er mikið mál fyrir þig ... Ég kem fram eins og slæmur vinur og það er það síðasta sem ég vil gera vegna þess að ég vil ekki ljúga. Hvernig heldurðu að mér líði? Ég get fengið þig til að hætta að gráta ... mér finnst ég vera að stinga rýtingi í bakið á þér og ég veit að á endanum, ef ég þarf að koma fram i' dagsljósið, þá viltu aldrei tala við mig aftur og ég missi kæran vin. Lewinsky. Sko, ég ætla að neita þessu svo hann lendi ekki í klúðri í málinu, en ég lendi sjálf í klúðri. Tripp:... Þetta er afbrigðilegt, þetta er afbrigðilegt... Gæti „slasast á fæti“ Vinkonurnar ræða si'ðan þann möguleika að Tripp „slasist á fæti“ og þurfi að vera á sjúkrahúsi dag- inn sem hún eigi að bera vitni. Tripp: Ég get ekki borið ljúgvitni þannig að ég verð að finna leið til að þurfa ekki að gera það ... Ég vildi bara að þú segðir stóra karlin- um [að ég viti þetta]. Þá myndi ég vita að hann veit... Lewinsky. Ég get það ekki. Ef ég geri það frem ég sjálfsmorð ... Tripp: Hefur hann nokkuð spurt þig hvort þú hafir sagt einhverjum frá þessu? Lewinsky.... Hann spurði mig að einhverju og ég sagði nei... Hinn maðurinn, sá sem ég hitti í dag [að öllum líkindum Vernon Jordan, lög- fræðingur Clintons], spurði mig ... „Sagðirðu nokkrum frá þessu?“ Tripp: Og hvað sagðirðu? Lewinsky. Nei. Tripp: Almáttugur. Og heldurðu að allt sem þú segir honum fari ör- ugglega til hins? Lewinsky. Auðvitað. Konurnar ræða aftur hvort Clint- on myndi semja við Jones ef liann vissi að Lewinsky hefði sagt Tripp frá meintu sambandi þeirra. Lewinsky: Nei, það myndi hann ekki gera. Ég sver að það eru ekki nægar upplýsingar. Hann neitar öllu í málinu. Tripp: Hann veit að þú ætlar að ljúga. Ilefurðu ekki sagt honum það? Lewinsky. Nei. Tripp: Ég hélt að kvöldið sem haim hringdi hefðir þú staðfest það. Lewinsky. Nú, ég meina, ég veit það ekki. Tripp: Almáttugur. Heldur hann þá að þú ætlir að segja sannleikann? Lewinsky. Nei... O, almáttugur. Tripp: Hann telur þá nokkuð ör- uggt að þetta fari ekki lengra, er það ekki? Lewinsky. Já. Reyndi að fá nýja ljósmynd Þegar hér er komið heyrir Lewinsky að hennar bíður annað símtal. Þegar hún ræðir aftur við Tripp segir hún að móðir sín hafi hringt og sagt að sú hugmynd að Tripp verði fyrir slysi til að komast hjá þvi' að bera vitni sé „bráðsnjöll“. Síðar ræða vinkonumar bréf, ljósmyndir og gjafir sem Lewinsky sendi Clinton og fékk frá honum. Þær velta því fyrir sér hvemig bregðast eigi við kröfu lögfræðinga Paulu Jones um að Lewinsky leggi fram slík gögn. Ilún gefur til kynna að hún hafi sent Clinton nokkur bréf sem muni vekja grunsemdir um að samband þeirra hafi verið náið. Lewinsky ræðir Ijósmynd úr Hvíta húsinu og óttast að lögfræð- ingar Paulu Jones noti hana gegn sér þar sem á henni sé persónuleg kveðja. Hún segist hafa reynt að hringja í Betty Currie, ritara for- setans, til að biðja hana um óárit- aða mynd sem hún geti afhent lög- fræðingunum. Hún hafi hins vegar ekki náð sambandi við Currie. Tripp: Ég óttast að þeir hafí upp- lýsingar sem við vitum ekki að þeir hafi ... Og þeir geti afhjúpað okkur. Lewinsky. Ef þörf krefur myndi ég segja ... þetta gerðist ekki [kyn- ferðislega sambandið] ... Ef einhver hefði myndband af honum og mér myndi ég samt segja að ég hafi aldrei sagt þér neitt ... Fyrst og fremst vegna þín og líka mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.