Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
______________FRÉTTIR____________
Barn smitast af eyðni í
Danmörku eftir blóðgjöf
Sveinn Guðmundsson yfírlæknir Blóðbankans telur áhættuna
um 1 á móti milljón hér á landi líkt og á öðrum Vesturlöndum
Kaugmannahöfn. Morgninblaðið.
FJORTÁN ára færeysk stúlka, sem
gekkst undir aðgerð í Ríkisspítalan-
um í Kaupmannahöfn í síðustu viku,
smitaðist af eyðni við blóðgjöf. I
samtali við Morgunblaðið segir
Sveinn Guðmundsson yfirlæknir
Blóðbankans að á íslandi sé allt
blóð skimað með svipuðum hætti og
í Evrópulöndum og þá einnig í Dan-
mörku. Ekki sé hægt að halda því
fram að blóðhlutagjöf til sjúklings
sé án áhættu og áhættan í raun
mælanleg. I Danmörku er að sögn
Sveins rekin góð og örugg blóð-
bankaþjónusta, og í raun í mörgu til
eftirbreytni, en það breyti ekki
þeirri bitru staðreynd að jafnvel þá
geti svona lagað gerst.
Stúlkan fékk blóð úr manni, sem
áður hefur gefið blóð. Þegai- maður-
inn veiktist af heiftarlegi’i flensu
skömmu eftir blóðgjöf og fékk út-
brot fór hann til heimilislæknis síns.
Eyðnipróf reyndist jákvætt og var
blóðgjöf mannsins rakin, en þá var
þegar búið að nota blóðið handa
stúlkunni. Við eyðnipróf reyndist
stúlkan smituð.
Fyrir tveimur árum var 64 ára
gamalli danskri konu greiddar
skaðabætur fyrir að hafa smitast af
eyðni við blóðgjöf, þó það hafi ekki
þótt að fullu sannað. Skaðabæturn-
ar námu 750 þúsund dönskum krón-
um, rúmlega átta milljónum ís-
lenskra króna og búist er við að
stúlkan fái sömu upphæð.
Málið hefur vakið upp miklar um-
ræður í Danmörku um öryggi í sam-
bandi við notkun blóðs og blóðhluta,
og þá meðal annars hvort nota ætti
nýja aðferð við blóðskimun, sem
byggist á svonefndu p24-antigeni
(mótefnavaka) frá HlV-veirunni.
„Með núverandi aðferð er ekki leit-
að að sjálfri eyðniveirunni, heldur
mótefnum gegn HlV-veirunni í
blóði blóðgjafans. Hins vegar getur
það tekið nokkrar vikur að þau
mótefni verði greinanleg í blóði
blóðgjafans. Með p24-antigen að-
ferðinni er talið að stytta megi þann
tíma að ummerki HIV fmnast, og
greina allt að þriðjung þeirra tilfella
sem ekki greinast í dag,“ segir
Sveinn.
Dýr aðferð og umdeild
I Danmörku hefur verið borið við
að þessi aðferð sé dýr, kosti rúman
hálfan milljarð íslenskra króna á ári
og spurning hvort það svari kostn-
aði að svo miklu féi sé varið til þess
að leita svo fárra tilfella. Betra sé að
fylgjast betm- með blóðgjöfum.
Sveinn segir að fleira sé þó þar að
baki.
í Bandaríkjunum og Evrópu telji
sumir að þessi nýja aðferð til HIV-
skimunar í blóðbönkunum hafi enn-
fremur leitt til þess að margir ein-
staklingar gefi sig fram til blóðgjafa
til að nýta sér þetta próf vegna ótta
um að þeir beri veirusmit, og því
auki þetta í raurí áhættu blóðgjaf-
anna, gagnstætt ætlun manna. Af
mörgum ástæðum hafi því allflest
Evrópuiönd ákveðið að bíða átekta,
og hefja ekki notkun þessa prófs.
Sveinn bendir á að líkt og á Norð-
urlöndum byggist blóðgjöf á Islandi
á sjálfboðaliðum, sem séu prófaðir
tvisvar áður en blóð sé tekið úr þeim.
Einnig þurfi þeir að svara spurning-
um um heilsufarssögu sína, þar sem
meðal annars er spurt um áhættu-
þætti eins og samband við vændis-
konur, homma og hvort viðkomandi
hafi sprautað sig með sprautum frá
öðram. Þrátt fyrir þetta væri áhætt-
an alltaf íyrir hendi, þó Syeinn und-
irstrikaði að hún væri miklu minni
en hún var áður.
í stórum erlendum rannsóknum
hafi verið sýnt fram á að áhætta
þess að blóðgjafi geti borið HIV
smit til blóðþega sé einhvers staðar
á milli 1:1.000.000 til 1:5.000.000. í
Danmörku væri eyðnismittíðnin við
blóðgjafir talin eitt tilfelli fimmta
hvert ár. Á Islandi mætti vænta 2-3
slíkra tilfella á 200 árum.
Vel tekið í eigin blóðgjöf
Sveinn sagði að Blóðbankinn
hefði þá stefnu að taka vel á móti
óskum um eigin blóðgjöf, hugsan-
lega úr ættingjum, sérstaklega
blóðgjöfum foreldra til barna sinna.
Þessi tilvik væru ekki mörg hér ár-
lega, en mögulegt er að safna allt að
4 einingum blóðs úr sjálfum sér.
Slíkt gerist ætíð í nánu samráði og
að beiðni viðkomandi læknis sjúk-
lingsins. Sveinn sagði að Blóðbank-
inn fagnaði umræðu um eigin blóð-
gjöf og mundi vissulega svara auk-
inni eftirspurn hér á landi og vilji
væri til að verða við slíkum óskum
ef húsnæði og mannafli leyfði.
Hann kvað blóðhlutagjöf við-
kvæmt mál um allan heim, og mikil-
vægt að heilbrigðisyfirvöld í hverju
landi hugi að þessum málaflokki. Is-
lensk heilbrigðisyfirvöld hefðu sýnt
málefnum blóðgjafa og Blóðbank-
ans vaxandi áhuga á síðustu áram,
og með þeim stuðningi sem heil-
brigðisyfirvöld hafa gefið í skyn
varðandi húsnæði, mannafla og
gæðamála gæti íslensk blóðbanka-
þjónusta skipað sér í hóp þeirra
þjóða sem standa fremstar í hópi
jafningja, það er Norðurlanda,
Hollands, Englands og fleiri þjóða.
„Viðleitni Blóðbankans til að
hljóta alþjóðlega vottun starfsem-
innar á þessu ári í samstarfi við
heilbrigðisyfirvöld er liður í því
starfi að gera vinnubrögð okkar
samræmd og rekjanleg og frammi-
stöðuna mælanlega," sagði Sveinn.
»
Tveir lögreglumenn
slösuðust í veltum
TVEIR lögreglumenn í Keflavík
slösuðust þegar bíll þeirra valt á
Garðsvegi á leið á slysstað laust fyrir
hádegi í gær.
Maður hafði slasast, þó ekki alvar-
lega, þegar fólksbíll hans rann í hálku
og skall á flutningabíl á Garðsvegi.
Lögreglumennirnir voru sendir á
staðinn en bíll þeirra hafnaði út af
veginum og valt nokkur hundrað
metra frá vettvangi hins óhappsins.
Annar lögreglumaðurinn braut
eða brákaði rifbein og fékk að fara
heim eftir skoðun en hinn, ökumaður
bílsins, hlaut slæmt viðbeinsbrot og
var lagður inn á Sjúkrahús Suður-
nesja. Þar liggur einnig ökumaður
fólksbílsins úr fyrrgreindum árekstri
en hann slasaðist á hné og hlaut höf-
uðhögg.
Lögreglubíilinn er ónýtur og telja
starfsfélagar tvímenninganna að bíl-
belti hafi forðað þeim frá mun alvar-
legri áverkum.
Andlát
SYEINBJÖRN
HANNESSON
SVEINBJORN Hann-
esson, fyrrverandi yfir-
verkstjóri hjá Reykja-
víkurborg, lést á hjúkr-
unarheimilinu Skógar-
bæ miðvikudaginn 21.
janúar síðastliðinn, 76
ára að aldri.
Sveinbjörn fæddist
30. nóvember 1921 í
Reykjavík, sonur hjón-
anna Hannesar Jóns-
sonar, verkamanns og
verslunarmanns þar,
og Ólafar Stefánsdótt-
ur. Hann hóf störf hjá
Reykjavíkurborg árið 1942 og
starfaði þar þangað til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Svein-
björn starfaði mikið að
félagsmálum og
gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Hann gekk í málfunda-
félagið Óðin 1942 og
var formaður þess
1949-1956, og frá 1948
var hann bæjarfulltrúi
tvö kjörtímabil. Þá sat
hann í stjóm Dags-
brúnar í nokkur ár frá
1943 og formennsku
gegndi hann í Verk-
stjórafélagi Reykjavík-
ur í sex ár frá 1950.
Eftirlifandi eiginkona Svein-
bjöms er Halldóra Sigurðardóttir.
RAGNHEIÐUR
JÓHANNA
ÓLAFSDÓTTIR
heiðursfélagi í söngfé-
lagi Þorlákshafnar og
slysavarnadeildinni
Mannbjörg, en hún
var formaður hennar
um árabil.
Hún var ötull for-
göngumaður um bygg-
ingu Þorlákskirkju í
Þorlákshöfn og for-
maður bygginganefnd-
ar. Þá var hún frétta-
ritari Morgunblaðsins
í Þorlákshöfn um
skeið.
RAGNHEIÐUR Jó-
hanna Ólafsdóttir, Þor-
lákshöfn, lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í gær-
morgun, 82 ára að aldri.
Hún var fædd í Otra-
dal í Amarfirði 28.
október en var einn af
frumbyggjum Þorláks-
hafnar ásamt eftirlif-
andi eiginmanni sínum,
Björgvini Guðjónssyni.
Ragnheiður Jóhanna
var virk í félagsmálum
í Þorlákshöfn. Hún var
Athugasemd frá yfir-
fasteignamatsnefnd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá yfir-
fasteignamatsnefnd.
„I Morgunblaðinu föstudaginn
23. þ.m. er í leiðara fjallað um
framreikning fasteignamats í nóv-
embermánuði sl. og fasteignamat
það er gildi tók 1. desember 1997.
I blaðinu segir réttilega að fast-
eignamat skuli samkvæmt lögum
endurspegla markaðsverð viðkom-
andi fasteignar í nóvembermánuði
ár hvert. Síðar í leiðara blaðsins
segir: „Yfirfasteignamatsnefnd
ákvað 4,5% hækkun fasteignamats
að meðaltali fyi'ir íbúðarhús, íbúð-
arlóðir og bújarðir ásamt íbúðar-
og útihúsum frá 1. desember sl.“
Jafnframt lætur blaðið að því
liggja að framreikningur fasteigna-
mats í nóvembermánuði sl. kunni
að hafa verið ofáætlaður á ein-
hverjum tegundum eigna.
I tilefni af hinum tilvitnaða leið-
ara Morgunblaðsins telur yfirfast-
eignamatsnefnd rétt að koma
nokkrum upplýsingum á framfæri.
Fyrningar
Við framreikning á fasteigna-
matinu er höfð hliðsjón af íyming-
um samkvæmt reglum Fasteigna-
mats ríkisins fyrir einstakar teg-
undir fasteigna. Lönd og lóðir taka
ekki fyrningum en mannvirki eru
yfirleitt fyrnd um 1-2% á ári, þó
breytilegt eftir gerð og aldri. Hin
almenna hækkun fasteignamats
íbúðarhúsnæðis sem hér um ræðir
er því að jafnaði á bilinu 3-4þeg-
ar tillit hefur verið tekið til fyrn-
inga.
Varfærnissjónarmið
Fasteignamat ríkisins vinnur ár-
lega úr um 7.000 kaupsamningum
og fylgist þannig grannt með þró-
un fasteignaverðs í landinu. Þegar
Fasteignamat ríkisins gerir tillög-
ur sínar til yfirfasteignamatsnefnd-
ar um framreikning fasteignamats
í nóvembermánuði ár hvert liggja
yfirleitt fyrir hjá stofnuninni hald- [.
góðar upplýsingar um markaðs- |,
verð fasteigna á 3. ársfjórðungi. w
Upplýsingar um verðþróun í októ- "
ber og nóvember eru þá hins vegar
enn verulegri óvissu háðar. Af
þessum sökum er ávallt gætt var-
færni þegar verðbreytingar síðustu
mánaða eru metnar við ákvörðun
framreikningsstuðla í nóvember.
Af þessari varfærnisreglu leiðir
hins vegar að síðustu verðbreyt- .
ingar fyrir framreikning ná ekki
alltaf að endurspeglast til fulls í (
nýju mati en leiðréttast þá á næsta k
ári.
Fasteignamat
1. desember 1997
Fasteignamat ríkisins hefur nú
unnið úr nær 1.300 kaupsamning-
um frá 4. ársfjórðungi 1997.
Yfirfasteignamatsnefnd telur að
engar vísbendingar séu þar fram |
komnar um að einhverjir flokkar
eigna séu of hátt metnir miðað við t
markaðsverð í fasteignamati því er p
tók gildi 1. desember 1997.“ .
Bjarg-
stykki
féll úr
Snæfelli
BJARGSTYKKI hefur hrunið úr
efsta hluta Snæfells rétt fyrir
síðustu helgi en bændur á
Jökuldal og Fljótsdal tóku fyrst
eftir þessu á laugardagsmorgni.
Hefur stykkið skilið eftir sig
slóð í snjónum í fjallinu en óljóst
er um aðrar breytingar.
Aðalsteinn Jónsson, bóndi í
Klausturseli á Jökuldalj var í
Fokker vél Flugfélags Islands í
gærmorgun á leið frá
Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Sagði hann að greinilega hefði
sést úr vélinni hvar stykki efst í
fjallinu hefði brotnað frá, molast
í fallinu niður hlíðar þess og
skilið eftir sig rák. Aðalsteinn
var á ferð á vélsleða við Snæfell
Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
HÉR sést vel bergið á efstu brún austurhliðar Snæfells, sem er 1.833 m
hátt, áður en hrunið varð. Bergið er tvískipt, efst er gjalllag og
undir því líparítlag. Hrunið varð úr gjalllaginu á efstu brún.
milli klukkan 11 og 12 en þá
sáust engin ummerki um brotið.
Jarðskjálftamælir er í
Laugarfelli skammt frá Snæfelli
og munu fulltrúar jarðskjálfta-
og snjóflóðadeildar
Veðurstofunnar fara austur í
dag og skoða ummerki og sækja
tölvudisk mælisins sem skráir
allar hreyfingar. Verður þá hagt
að ganga úr skugga um hvort
einhveijar jarðhræringar hafi
verið á svæðinu eða hvort nema
megi hræringar vegna fallsins.