Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Eðlisfræði Fá nemendur ekki upplýsingar um væntanlegan starfsframa og laun leggi þeir stund á eðlisfræði,
stærðfræði eða forritun í háskólum vegna rafeindatækninnar? Gunnar Hersveinn innti prófessor í eðlisfræði
eftir starfsmöguleikum, en það beinlínis vantar nemendur í raunvísindadeild Háskóla Islands.
Eðlisfræðingar
feikieftirsóttir
starfskraftar
• Of fáir stunda eðlisfræði í H.í. til að
sjá skólum fyrir kennurum.
• Fyrirtæki í rafiðnaði bjóða eðlisfræð-
ingum góð laun og starfsframa.
SKEMMTILEGT starf og
ágæt laun, starf sem brýnir
gáfumar og eykur val vinnu-
staða og verkefna til að velja
úr liggur íyrii’ þeim sem ætla að
leggja stund á eðlisfræði, stærðfræði
eða forritun á næstu árum. Því er
nefnilega spáð að heimsveltan í raf-
eindaiðnaði, sem nú er 5% af hagkerf-
inu, verði 15% á næstu 10 árum.
Vandinn er hinsvegar sá að það skort-
ir sérfræðinga á þessu sviði.
Stórfyrirtæki í rafeindaiðnaði eru á
höttunum eftir eðlisfræðingum og
verkfræðingum. A nýloknum fúndi
norrænna eðlisfræðinga í Kaup-
mannahöfn frétti Viðar Guðmundsson
prófessor í eðlisfræði við Háskóla ís-
lands, að fínnska fyrirtækið NOKIA
sem stendur mjög framarlega í raf-
eindatækni, hafi hug á að ráða árlega
5000 þúsund sérfræðinga, menntaða í
eðlisfræði, stærðfræði eða forritun,
næstu fimm árin. Þetta fékkst stað-
fest með skeyti frá Finnlandi. Einnig
kom fram að Microsoft vildi ráða um
500 kennilega eðlisfræðinga til að
vinna að grunnrannsóknum og áfram-
haldandi þróunarvinnu á tölvusviðinu.
Um það var grein í tímaritinu
FORTUNE. Hugmyndin er að gefa
þeim frjálsar hendur til að vinna að
nýjum hugmyndum. Einnig má nefna
að sænska fyriitækið Ericson leitar
starfskrafta og býður eðlisfræðingum
góð laun. Jafhframt er vitað um skort
á sérfræðingum í rafeindafræðum í
Englandi.
Hvað er eðlisfræði þéttefnis?
Ætla mætti að ungt fólk hópaðist í
þessar greinar í Háskóla Islands
vegna bjartrar framtíðar en „það
vantar nemendur,“ segir Viðar Guð-
mundsson sem hefur sérhæft sig í eðl-
isfræði þéttefnis en afrakstur þeirra
fræða er öll rafeinda-, ljós-, efnis-, og
tölvutækni sem hefur gjörbylt dag-
legu llfi manna. Hann hefur íhugað
möguleika íslenskra eðlisfi-æðinga og
hvað það gæti merkt fyrir Island að
eiga góðan hóp sérfræðinga á þessu
sviði. En fyrst ætlar hann að veita
innsýn í eðlisfræði þéttefnis.
Viðar er B.S. í eðlisfræði frá H.í.
frá 1978, M.Sc. í kennilegri eðlisfræði
árið 1980 og Ph.D. frá 1985 frá Uni-
versity of Alberta í Kanada. Hann
starfaði við Max-Planck stofnunina í
Stuttgart 1985-1988 og hefur verið
sérfræðingur og kennari við Háskóla
íslands firá 1988. Viðar starfar þar að
líkanagerð af hálfleiðarakerfum en
kollegi hans Hafliði Pétur Gíslason
prófessor að tilraunum á því sviði.
Eðlisfræði þéttefnis fjallar um allt
efni; kristallað og ókristallað, loftteg-
undir, vökva og tengist mjög greinum
eins og ljósfræði og atómfræði. Þeir
sem nema þessi fræði þurfa að læra
skammtafræði, rafsegulfræði og
safneðlisfræði. Segja má að hún taki
við þar sem eðlisfræði Newtons og
Maxwells brást.
Þriðjungur allra eðlisfræðinga
starfar við eðlisfræði þéttefnis og vex
hún örar en aðrar undirgreinar eðlis-
fræðinnar.
En hversvegna hafa eðlisfræðingar
þéttefnis áhuga á hálfleiðandi efnum
sem leiða rafstraum illa? „Vegna þess
að tölvu- og fjarskiptatækni byggist á
því að hægt sé að stýra straumi raf-
einda með miklum hraða um flóknar
rásir sem gerðar eru úr einfóldum rof-
um, t.d. smárum (transitors),“ svarar
Viðai-.
Hálfleiðarar eru mikið rannsakaðir
núna um allan heim, bæði á rann-
sóknastofnunum sem einbeita sér að
grunnrannsóknum og iðnaðarrann-
sóknum. „Tilraunir og líkanareikning-
ar haldast í hendur til að útbúa og út-
skýra flókin kerfi með hámákvæmum
eiginleikum," segir Viðar og hann og
Hafliði eru einmitt að vinna að slíkum
rannsóknum á Raunvísindastofnun
Háskólans með nemendum sínum og
eru í alþjóðlegu samstarfi, til dæmis
við rannsóknarstofur í Hamborg,
París og Stuttgart.
Dauðaleit fyrirtækja
að raunvísindafólki
Ljóst er að efnistækni nútíðar og
framtíðar sprettur upp úr rannsókn-
um á sviði eðlisfræði þéttefnis og býð-
ur nemendum upp á mjög mismun-
andi starfssvið innan greinarinnar.
„Ég veit að alþjóðleg fyrirtæki á
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„VISSULEGA þarf að leggja mikla vinnu á sig en það kemur iðulega í
ljós þjá nemendum að þeim finnst námið svo örvandi og skemmtilegt
að þeir kvarta ekki,“ segir Viðar við nýuppsetta sýnagerðavél en með
henni eru hálfleiðaraleysar og tvistar búnir til.
„Hinsvegar eru
alltof fáir nemendur
í raunvísindadeild
Háskólans og það
vantar fólk í verk-
fræði, eðlisfræði,
efnafræði og tölvun-
arfræði." Hann seg-
ir að í eðlisfræði út-
skrifist ekki nema
6-7 nemendur á ári
sem nægi ekki til að
útvega framhalds-
skólum raungreina-
kennara, því svo
mikil þörf er fyrir
þá að þeir fari til
fyrirtækja og ann-
arra stofnana.
I meistaranámi í eðlisfræði eru
núna 7 sem er hæsta tala frá upphafi
deildarinnar og af þeim eru 4 í eðlis-
fræði þéttefnis. Þöi-fin fvi'ir starfs-
krafta þessa fólks vex aftur á móti
svo hratt að ástandið versnar og fæst>
ir fara í kennslu. Það er því ekki fyrir-
sjáanlegt að vandinn með raungreina-
kennslu í skólum leysist á næstunni.
Electron ga
GaAs
HÁLFLEIÐARI. Sýn í eðlisfræði þéttefnis: Raf-
eindagas í ál gallen ai'sen (AlGaAs-GaAs) hálfleið-
ara. Kristallinn hefur verið mótaður þannig að raf-
eindir safnast saman í örsmáa polla (efra kerfi),
skammtapunkta, eða milli gata (neðra kerfi),
andskammtapunkta. Kerfin gætu gagnast í Ijós-
skynjara, minniseiningar og örgjörva með millj-
ónum reiknieininga í einum tölvukubb.
Skemrntilegt nám sem kveikir
brennandi áhuga nemenda
Viðar hefur áhyggjm- af þessari
þróun því það þyrfti einmitt að vekja
áhuga með börnum á raungreinum og
viðhalda honum og efla þekkingu
næstu kynslóðar. „Til að skilja þjóðfé-
lagið sem við lifum í er nauðsynlegt
sviði rafeindatækni
leita nú dauðaleit að
fólki á þessum
fræðisviðum," segir
Viðar og veit engan
mann í eðlisfræði
þéttefnis atvinnu-
lausan. Hann segii'
að greinin hafi verið
í uppvexti hér und-
anfarin 10 ár og
góðir nemendur út-
skrifast sem nú eru
við nám eða störf í
útlöndum og líka í
vinnu hér.
Electron gas
GaAs
að hafa góða innsýni í eðlis- og efna-
fræði,“ segir Viðai'. „Þessi þekking á
að vera almenn, því hún er í raun rík-
ur þáttur í menningu okkar.“
Hann telur að böm kynnist raun-
greinum of seint í skólaskyldunni (lít-
illega í 3. bekk) - sem sé synd því
mjög auðvelt er að heilla þau og
virkja með ýmiskonar tilraunum. I
framhaldsskólum skortir kennara og
hann grunar að framsetning efnis sé
ekki nógu vænleg - hún leiði jafnvel
til þau fælist raunvísindi.
„Ég er hræddur um að nemendur
fái ekki upplýsingar í framhaldsskól-
um um hvers þeh' megi vænta leggi
þefr fyrir sig til dæmis eðlisfræði,
hvorki um eðli starfa né frama,“ segir
Viðar. „Vissulega þarf að leggja mikla
vinnu á sig en það kemur iðulega í
Ijós hjá nemendum að þeim finnst
námið svo örvandi og skemmtilegt að
þeir kvarta ekki.“
Viðai' nefnh' að oft sé verið að vinna
rannsóknh' í samstarfi við erlenda
hópa og að það hafi mjög hvetjandi
áhrif á nemendur í deildinni og að
þeir blómstri í rannsóknarvinnu.
„Þetta er því mjög gefandi nám en
það vita fæstir framhaldsskólanemar
sem eru að íhuga hvað þeir ættu að
leggja fyrir sig í Háskóla Islands,"
segir Viðai', „eða hversu eftirsóttur
starfskraftur eðlisfræðingur verðm'.
Hingað á deildina er til dæmis oft
hringt vegna þess að það vantar
þessa starfskrafta í þjóðfélaginu."
Hvemig á að efla áhuga
• á eðlis- og efnafræði?
Viðai' segist iðulega rekast á
krakka, sem komi hingað í heimsókn
með bekkjum sínum, sem spyrji mik-
ið og væri sennilega auðvelt að vh'kja
á þessum sviðum og breikka þekk-
ingu þeirra. Hinsvegar er þessum vís-
indum ekki haldið að þeim og hann
nefnh' að fjölmiðlai' hér séu ekki dug-
legir að miðla raunvísindum. Die
Welt og önnur erlend stórblöð eru
með vísindkálf einu sinni i viku og
gott sjónvarpsefni fyrir börn er til
sem aldrei er sýnt hér.
Viðar telur ríka ástæðu til að taka
raunvísindakennslu fostu tökum í
skólakerfinu, „það kemur í veg fyrir
að ísland verði útkjálki háður fisk-
veiðum eingöngu,“ og nefnir dæmi
um hvað geti gerst fjölgi íslenskum
raunvísindamönnum. „Nýlega opnaði
stói'fyrh'tæki á sviði rafeindatækni
verksmiðju í Skotlandi - ekki vegna
þess að þar er ódýrt vinnuafl, heldur
vegna þess að þar var sérmenntað
vinnuafl. Fyrirtækið kom til þeirra,“
segh’ hann og að hið sama gæti gerst
hér og að nú þegar vinni íslenskir sér-
fræðingar á þessu sviði fyrir erlend
fyrirtæki með milligöngu Netsins.
Eðlis- og efnafi-æði - eftirsóttustu
greinar framtíðarinnai' - eru ekki
nógu hátt skrifaðai' núna í gnmnskól-
um á Islandi, eða þar sem áhuginn
sem endist er vakinn. 8. og 9. bekk-
ingar fá tvær stundir í viku í eðlis- og
efnafræði hálfan veturinn og þær eru
valgreinar í 10. bekk. Viðar veltir því
fyrir sér hvort það nægi til að kveikja
brennandi áhuga?
IHTTI School of Hotel Management
Neuchatel, Sviss
ALÞJÓÐLEGT NÁM í HÓTEL-
STJÓRNUN í SVISS
3 ára B.A.-nám og æðri gráða f hótelstjórnun
2'h árs nám, gráða í hótelstjórnun
1 árs framhaldsnám að loknu B.A.
1 árs námskeið, skírteini
Kynning í Reykjavík
Hr. Anwar Frick, frá Sviss, verdur á Hótel
Loftleiðum við Hlíðarfót, Reykjavík,
2. febrúar frá kl. 16.00.
Fáið nánari upplýsingar á aðalskrifstofunni.
IHTTI, Box, 4006 Basel, Sviss
Sími: 00 41 61 312 30 94. Fax; 00 41 61 312 60 35.
Netfang: headoffice@ihtti.ch
Vefsíða: http://www.ihtti.ch
Háskólaráð nýja Kennaraháskólans
s
Utskrifar í sumar úr
leikskóla- og þroskaþjálfadeild
NÝSKIPAÐ háskólaráð Kennaraháskóla íslands kom
saman miðvikudaginn 21. janúar sl. á sinn fyrsta fund
eftir sameiningu Kennaraháskólans, Fósturskóla ís-
lands, Iþróttakennaraskóla Islands og Þroskaþjálfa-
skóla Islands.Háskólaráðið samþykkti skipurit fyrir há-
skólann til bráðabirgða eða þar til reglugerð hefur ver-
ið samin. Þá ákvað háskóiaráð að gefa þeim nemenduni
sem nú stunda nám á þriðja námsári samkvæmt
kennsluskrám Fósturskóla íslands og Þroskaþjálfaskóla
Islands tækifæri til að útskrifast í júní úr leikskóla- og
þroskaþjálfadeildum KHI formlega með B.Ed.-háskóIa-
gráðu. Þessi ákvörðun er bundin m.a. þeim skilyrðum
að nemendur í umræddum deildum ljúki lokaverkefnum
(B.Ed.-ritgerðum) sem verði sambærileg að umfangi og
faglegri dýpt og samsvarandi verkefni í grunnskóia-
kennaradeild skóians hafa verið.
Þórir Ólafssou rektor segir þessa ákvörðun tekna að
undangengnu faglegu mati á námi viðkomandi nemenda
sem staðið hefur undanfarin misseri. Sérstök matsnefnd
hefur lagt mat á náms- og kennsluskrár viðkomandi
skóla, lýsingar á námskeiðum, lesefm, próf og önnur
verkefni sem unnin eru í tengslum við námið.
Hann segir að einnig hafi verið safnað upplýsingum
um þann þátt starfsnámsins sem fer fram á vettvangi
leikskóia og um tilhögun lokaverkefna.
Háskólaráð KHI er skipað svo: Þórir Ólafsson rektor,
Anna Sigríður Björnsdóttir og Arndís Hilmarsdóttir
nemar, Gyða Jóhannsdóttir, fulltrúi Fósturskólans,
Salóme Þórisdóttir, fulitrúi Þroskaþjálfaskólans, Eri-
ingur Jóhannsson, fulitrúi íþróttakennaraskólans, Ingi-
mundur Sigurpálsson og Haukur Ingibergsson, skipaðir
af ráðherra, og Ólafúr Proppé, fulltrúi KHÍ.