Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 45
stjórn Landssambands aldraðra um
nokkurt skeið. Við fengum stundum
ábendingu „pólitíkusamir“ um að ef
eldri borgarar 60 ára og eldri vildu
beita sér sem þrýstihópur gætu þeir
stofnað til öflugasta framboðsins á
svæðinu, þannig að eins gott væri
að hlýða á það sem þeir hefðu fram
að færa. Þau hjón Guðrún og Sveinn
voru mikið á samkomum eldri borg-
ara Sunnan Skarðsheiðar og tóku
þátt í því sem þar fór fram, hann í
spilum, hún í söng og dansi þegar
það var og í ferðalögum þegar svo
bar til.
Sveinn var um árabil umboðs-
maðm' Ferðaskrifstofunnar Sunnu
og síðar Samvinnuferða og fóru
margir Vestlendingar með þessum
ferðaskrifstofum í leyfisferðir. Dvöl
á sólarströnd Spánar átti einstak-
lega vel við þau hjón og nutu margir
góðs af þekkingu þeirra á ferðatil-
högun og helstu ferðamannastöðum
Spánar. Undirritaður vill sérstak-
lega þakka fýrir góð kynni við þau
hjónin Svein og Guðrúnu hin síðari
ár bæði á heimili þeirra og annars-
staðar. Guðrún lést í ágúst sl. ár.
Eftir það hallaði fljótt undan fæti
hjá Sveini. Mín trú er sú að þau
mætist og fylgist að á næsta tilvist-
arstigi sem ég veit að Sveinn var
reiðubúinn að líta og var í raun
saddur lífdaga. Eg undirritaður og
eiginkona mín þökkum fyrir kynni
af þeim mektarhjónum Sveini Kr.
Guðmundssyni og Guðrúnu Örnólfs-
dóttur. Einnig er hér flutt kveðja
kjördæmisráðs Alþýðuflokksins
Vesturlandi og frá Alþýðuflokks-
fólki á Aki-anesi og víðar um land og
ættingjum öllum vottaður samhug-
ur á skilnaðarstund.
Edda og Gísli S. Einarsson,
Akranesi.
Sveinn ICr. Guðmundsson var ein-
staklega vænn maður. Það sama
gilti um konu hans, Guðrúnu Örn-
ólfsdóttur, sem lést á síðastliðnu ári.
Með þeim hjónum var mikið jafn-
ræði.
Leiðir okkar Sveins lágu saman
fyrir tveimur áratugum er sá sem
þetta ritar fór að eiga erindi á Akra-
nes og víðar um Vesturland að hitta
kjósendur að máli. í fyrstu heim-
sókninni haustið 1977 gisti ég hjá
þeim Sveini og Guðrúnu. Oft átti ég
eftir að njóta gistivináttu þeirra og
gestrisni næsta hálfan annan áratug
eða svo.
Næsta ungur kom Sveinn austan
af fjörðum til starfa á Akranesi,
fyrst sem afgreiðslumaður, seinna
kaupfélagsstjóri og loks bankastjóri
Samvinnubankans á Akranesi.
Hann gegndi líka margháttuðum
trúnaðarstörfum, sat í bæjarstjórn
og yfirkjörstjórn Vesturlandskjör-
dæmis um árabil. Sveinn starfaði
óslitið að málefnum Alþýðuflokksins
um meira en hálfrar aldar skeið.
Hann hóf störf fyrir flokkinn árið
1930 og var persónulega kunnugur
öllum formönnum flokksins frá upp-
hafi til þessa dags.
I ólgusjó og ágjöf var hann sá
sem aldrei haggaðist, traustur og
trúr á hverju sem gekk. Lengi
gegndi hann formennsku í kjör-
dæmisráði Alþýðuflokksins í Vest-
urlandskjördæmi og sá um fjárreið-
urnar. Þá var ekki safnað skuldum,
þótt eignirnar væru ekki ýkja mikl-
ar. A fundum um flokksmálefni lét
Sveinn gjarnan til sín taka. Hann
flutti mál sitt af festu og rökvísi.
Seinni árin varð honum oft tíðrætt
um fyrri daga. Minnugur var hann
með afbrigðum og mundi verðtölur
frá kaupfélagsárunum svo með ólík-
indum var. Sumum þótti hann svo-
lítið íhaldssamur, en hann vildi fara
með gát og ekki rasa um ráð fram.
Það þótti mér jafnan einn af hans
helstu kostum. Ráð hans reyndust
mér jafnan holl.
Sveinn Kr. Guðmundsson var
jafnaðarmaður af lífí og sál, - ein-
lægur jafnaðarmaður af gamla skól-
anum, - af þeirri kynslóð sem ekki
var mulið undir, sem átti oft ekki
annað en eigin dugnað, vinnusemi
og áræði, en öðrum fremur skapaði
það velsældar- og velferðarþjóðfé-
lag, sem þjóðin býr við í dag.
Það eru mannbætandi forréttindi
að fá að kynnast og starfa með
mönnum á borð við Svein Kr. Guð-
mundson. Á Akranesi sakna ég nú
vinar í stað. Sonum hans, fjölskyld-
um þeirra og afkomendum öllum
sendi ég samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sveins Kr.
Guðmundssonar.
Eiður Guðnason.
Við rísum úr sætum, búumst brott
og bráðum mun hurðum læst.
í>ó eflaust verði hér aftur veisla
mun öðrum boðið næst.
(Davið Stef.)
Öðlingurinn Sveinn Kr. Guð-
mundsson er horfínn sjónum okk-
ar, atorkumaðurinn hefur búist
brott, Ijóðavinurinn og sagnamað-
urinn góði situr ekki lengur veislu
þá sem nú er lokið og hann setti
sjálfur svip á.
Sveinn Kr. Guðmundsson lifði
langa ævi og góða. Hann eignað-
ist piýðilega konu og þau áttu
saman fjögur börn, einstaklega
vel gert fólk. Honum voru falin
mikilvæg störf og margvísleg og
hann leysti þau þannig af hendi
að hann óx af hverju verki. Hug-
sjónaeldurinn í brjósti hans kuln-
aði aldrei, draumurinn um fagurt
mannlíf, jafnrétti og bræðralag
var honum sífellt hvatning til
heillavænlegra starfa.
Sveinn kveður síðastur þeirra
öndvegismanna sem sátu í
Fræðsluráði Akraness þegar mér
var falið að stýra gagnfræðaskól-
anum þar. Einstakt lið ágætis-
manna skipaði þá fræðsluráðið
eins og jafnan þau árin sem við
vorum á Skaga. Halldór Þor-
steinsson, Sigurður Vigfússon,
Sverre Valtýsson og Þórhallur
Sæmundsson era allir af heimi
horfnir - og nú hefur Sveinn Kr.
Guðmundsson læst hurðum að
baki sér.
Sveinn var formaður ráðsins öll
árin okkar á Akranesi og því var
samstarf mitt við hann náið. Þar
bar aldrei skugga á. Kom þar
einkum til ljúflyndi hans, skarp-
skyggni og vilji til að vinna skól-
anum allt það gagn sem hann
mátti. Sveinn reyndist ekki ein-
ungis góður samstarfsmaður
heldur brást aldrei vinarþel hans
og hlýja í minn garð og fjölskyldu
minnar. Það var okkur mikil gæfa
að eignast vináttu og traust slíks
manns. Hann var svo heill í við-
horfum og vináttu að aldrei rofn-
aði sambandið við hann þó að við
flyttum brott. Við fundum að við
áttum hann að. Einhvem veginn
fínnst mér að hann hafí jafnan
staðið sem bjarg að baki okkar og
því traustari sem þörfín fyrir bak-
hjarl var brýnni. Davíð Stefáns-
son, eftirlætisskáld Sveins vinar
míns, sagði:
Hveiju sem ár
og ókomnir dagar
aðmérvíkja
er ekkert betra
eneigavini
sem aldrei svnkja.
Þegar Sveinn Kr. Guðmunds-
son varð fimmtugur sendi ég hon-
um kveðju:
„Hógvær mennska, er hregg á dynur
haggast ekki um þumlung neinn.
Þegar glysið hinna hrynur
hækka þínir líkar, Sveinn."
Nærri fjórir áratugir era síðan
þannig var kveðið. Og þetta urðu
orð að sönnu. Sveinn var alinn upp á
austfírsku alþýðuheimili og þær
rætur, sem bundu hann því besta og
heilbrigðasta í fari þjóðarinnar,
slitnuðu aldrei, styrktust, ef nokkuð
var, er árunum fjölgaði. Hógværð
hans var slík að nálgaðist stundum
hlédrægni. Ekkert var honum fjær
en að sýnast. En greind hans,
geðslag og forystuhæfíleikar skák-
uðu honum tíðum í fremstu röð alls
staðar þar sem hann lagði hug og
hönd að verki.
Góður drengur er horfinn á vit
feðra sinna. Honum fylgja hugheil-
ar þakkir okkar Bjargar. Sonum
hans og öðram ástvinum vottum við
og börn okkar samúð, minnumst
hans og konu hans með djúpri virð-
ingu og biðjum þeim blessunar
Guðs.
Ólafur Haukur Árnason.
Fleiri minningargreinar um Svein
Kr. Guðmundsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Hjartans þakklæti til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og
kærleik við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNASAR ÓLAFSSONAR
fyrrverandi bónda,
Kjóastöðum, Biskupstungum.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Gústafsdóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
+
Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför
SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Jórvík,
er lést laugardaginn 20. desember sl.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Lokað
Verkstæði og skrifstofur á Krókhálsi 10 verða lokaðar frá kl.
12.00 á hádegi í dag vegna útfarar LEIFS H. JÓSTEINSSONAR,
bankastjóra. Neyðarsími eftir lokun er 881 8277.
Lyftuþjónustan.
Lokað
í dag, þriðjudaginn 27. janúar, vegna jarðarfarar MATTHÍASAR
GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi póstmeistara í Reykjavík.
Hattabúð Reykjavíkur og Kvenfatabúðin.
+
Ástkær sonur minn,
JÓN ÁRNASON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtu-
daginn 15. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Gústa Wium Vilhjálmsdóttir,
Austurbrún 6, Reykjavík.
+
Systir okkar og mágkona,
HALLA ÞORSTEINSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Blesastöðum,
áður Engjavegi 1,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, þriðjudaginn 27. janúar kl. 13.30.
Haildór Þorsteinsson, Rósa E. Ingimundardóttir,
Einar Þorsteinsson,
Helgi Þorsteinsson, Guðrún Guðlaugsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐNÝJARJÓNSDÓTTUR,
Hringbraut 95,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild A-6,
Borgarspítala, fyrir hlýja og góða umönnun.
Ólafur H. Jakobsson,
Helga Ólafsdóttir, Jón I. Ólafsson,
Guðríður M. Ólafsdóttir,
Jón B. Ólafsson,
Ingunn Ólafsdóttir,
Ólafur H. Ólafsson,
Sólveig S. Ólafsdóttir,
Sverrir Brynjólfsson,
Elín Daðadóttir,
Gylfi K. Sigurgeirsson,
Sigríður Brynjólfsdóttir,
Heiðar Ö. Ómarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÞORSTEINS HANS HREGGVIÐSSONAR,
er lést miðvikudaginn 7. janúar sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey og að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkr-
unarheimilisins Eirar í Grafarvogi.
Hreggviður G. Þorsteinsson, Guðrún B. Benediktsdóttir,
Kristbjörg Stella Þorsteinsdóttir, Einar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kæru vinir. Við þökkum ykkur innilega alla þá
samúð og umhyggju, sem þið hafið sýnt
okkur vegna fráfalls
ÓSKARSLOGASONAR,
Funafold 4,
Reykjavík.
Logi Guðjónsson, Ingunn Lárusdóttir,
Gylfi Már Logason, Oddný Þóra Logadóttir,
Lárus Þorvaldsson, Sveinbjörg Eríksdóttir,
Guðjón Sigurðsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát þróður okkar,
ÁRNA AÐALSTEINSSONAR,
Álfaskeiði 4,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd systkina,
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.