Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 33 JKIregiitstMjKltóifr STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORSETI í VANDA CLINTON Bandaríkjaforseti á í vök að verjast og enn er óljóst hvernig honum reiðir af vegna ásakana um náið samband við Monicu Lewinsky, lærling í Hvíta húsinu, og að hafa hvatt hana til meinsæris. Á blaðamannafundi í gær neitaði forsetinn þessum ásökunum harðlega og afdráttarlaust. Clinton er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem á valdastóli þarf að sæta svo nákvæmri skoðun og frásögnum fjölmiðla um einkalíf sitt. Það var viðtekin venja bandarískra fjölmiðla, allt þar til seint á síðasta áratug, að fjalla ekki um einkalíf valda- og áhrifamanna bandarísks þjóðfélags, með þeim hætti sem gert hefur verið um einkalíf Clintons, allar götur frá árinu 1992. Upplýsingar, sem fram hafa komið á síðari árum sýna að einkalíf fárra bandarískra forseta á þessari öld a.m.k. hefði þolað návígi fjölmiðlanna. Því er ekki úr vegi að spyrja hvað valdi þessari breytingu. Hefur siðferðisvitund Bandaríkjamanna tekið slíkum stakkaskiptum? Það skal dregið í efa. Hins vegar er ljóst, að fjölmiðlar þar eins og annars staðar telja sér heimilt að ganga lengra en nokkru sinni fyrr í umfjöllun um einkalíf fólks. Það er rökstutt með því, að þeir, sem bjóði sig fram til starfa í þágu hins almenna borgara verði að sæta því, að einkalíf þeirra verði fréttaefni fjölmiðla. Á þau rök er hægt að fallast að hluta til en ekki öllu leyti. Einhvers staðar eru takmörk fyrir því, hvað á heima í fjölmiðlum og hvað ekki. Eina aðhaldið, sem dugar gagnvart fjölmiðlum í þeim efnum, er það aðhald, sem almenningm', þ.e. lesendur blaða og áhorfendur sjónvarpsstöðva veita þeim. Gangi fjölmiðlarnir fram af fólki geta þeir búizt við að missa viðskiptavini. En jafnframt er sú hætta fvrir hendi, að hið hæfasta fólk fáist ekki til opinberra starfa vegna þess, að það vill ekki kalla yfir sig og sína nánustu athygli fjölmiðlanna. Þess vegna er hægt að gera þá kröfu til ábyrgra fjölmiðla, að þeir kunni sér hóf. Það er jafnframt ljóst, að pólitískir andstæðingar leggja sig fram um að notfæra sér mál sem þetta til þess að koma forsetanum á kné eða hvaða öðrum stjórnmálamanni, sem kæmist í álíka aðstöðu. Það er hyggilegt að fella enga dóma fyrirfram í máli, sem þessu. Varla fer hjá því, að smátt og smátt komi sannleikurinn í ljós. Þegar svo gífurlegri orku er beitt til þess að upplýsa allt um samskipti tveggja einstaklinga hljóta menn að komast a.m.k. nálægt hinu rétta. ATLANTA UM HELGINA birtist frétt hér í Morgunblaðinu þess efnis að líklega hafí hagnaður flugfélagsins Atlanta á liðnu ári orðið nálægt 290 milljónum króna. Þetta eru ánægjuleg tíðindi af þessu unga flugfélagi, sem hjónin og aðaleigendur félagsins, Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, hafa byggt upp á aðeins örfáum árum. Undanfarin ár, hefur félagið verið í örum vexti og tekist hefur að ná góðum hagnaði af rekstrinum. Árið 1995 nam hagnaðurinn 192 milljónum króna og árið 1996 reyndist hagnaðurinn vera 213 milljónir króna. Atlanta rekur nú 17 þotur. Þar af á félagið fimm þotur, er með aðrar fimm á kaupleigu og leigir hinar sjö. Stórhugur og útsjónasemi hafa ráðið ríkjum í uppbyggingu félagsins. Atlanta er skemmtilegt og lýsandi dæmi um framtak einstaklinga í atvinnulífi. FOSTURBARN í FJARLÆGÐ HÁTT á þriðja þúsund munaðarlausra, yfirgefinna bama víða um heim nýtur húsaskjóls, menntunar og umönnunar á vegum ABC-hjálparsamtakanna, sem em alíslenzk, þótt þau vinni í samstarfi við hliðstæð erlend samtök. Nálægt 1.700 íslenzkir stuðningsaðilar greiða mánaðarlega fimm til fimmtán hundruð króna framlag til „fósturbarns í fjarlægð“ til framfærslu og menntunar þess. Þúsundum barna, sem bjuggu við neyð án vonar um betri tíð, er nú búin leið til sjálfshjálpar. Þessi þróunarhjálp - í þágu barna í neyð - nær nú til fleiri aldurshópa. Hún er réttur vettvangur fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. Á afmælishátíð ABC-hjálparstarfsins á Hótel íslandi á morgun, miðvikudag, er kjörið tækifæri til að ganga til liðs við góðan málstað. Sögulegri heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Kúbu lokið . Reuters JOHANNES Páll páfi gengur að altarinu við messu sem hann hélt á sunnudag á Byltingartorginu í Havana að viðstöddum tugþúsundum manns. I bak- sýn gnæfir járnskúlptúr af byltingarhetjunni Ernesto „Che“ Guevara. „Sál Kúbu er kristin“ Fimm daga heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Kúbu lauk á sunnudag. Ásgeir Sverris- son segir frá málflutningi páfa og veltir fyrir sér áhrifum heimsóknarinnar. FIMM DAGA heimsókn Jó- hannesar Páls páfa II til Kúbu lauk á sunnudag. Þessi heimsókn hans heil- agleika reyndist sá sögu- legi viðburður sem fyrirfram hafði verið búist við en þetta er í fyrsta skipti í 500 ára sögu Kúbu sem trú- arleiðtogi katólskra sækir eyjar- skeggja heim. Páfi var venju fremur ómyrkur í máli, flutti boðskap sátta og einingar og hvatti Kúbumenn til að leita huggunar og blessunar í náð- arfaðmi kirkjunnar. Hann gagnrýndi með beinskeyttum hætti hið komm- úníska stjómkerfi á Kúbu en hvatti jafnframt til þess að endi yrði bund- inn á einangrun stjórnar Fidels Castro Kúbuleiðtoga á alþjóðavett- vangi. Þessi heimsókn páfa markar þáttaskil í sögu Kúbu og vonir hafa vaknað um að stjórnvöld verði við kröfum um að andlegt frelsi verði aukið. Hápunktur heimsóknar páfa til Kúbu var messa hans á Byltingar- torginu í höfuðborginni, Havana, á sunnudag. Á fremsta bekk í dökkum jakkafötum sat sjálfur Fidel Castro og höfðu viðstaddir á orði að tími kraftaverkanna væri hvergi nærri liðinn. „Frelsi, frelsi“ Jóhannes Páll páfi varð 38 sinnum að gera hlé á máli sínu vegna við- bragða viðstaddra og sá ótrúlegi at- burður gerðist að menn tóku að hrópa í kór „libertad, libertad" (frelsi, frelsi) en um 500.000 manns sóttu messuna. I eitt skiptið stóð Castro á fætur og virtist brosa til þegna sinna er fólkið söng í kór: „Lifi hin frjálsa Kúba“ og „Fólkið stendur með þér Jóhannes Páll“. Páfi hvatti Castro til þess að sleppa úr haldi pólitískum fóngum á eyjunni en talið er að 600 til 1.000 manns sitji í fangelsum þar vegna skoðana sinna. Páfi sagði öll þau stjórnkerfi óréttlætanleg með öllu sem heftu frelsi manna og sagði að „náðarandi Krists“ hefði sent hann til Kúbu til að „frelsa þá sem sættu kúgun“. Engum viðstaddra gat blandast hugur um að orðum þessum var beint til stjórnvalda. Þessi orð páfa voru mjög í sam- ræmi við málflutning hans í öðrum þeim ræðum er hann flutti á meðan hann dvaldist á Kúbu. Gagnrýnin á stjórn Castros fór þó stigvaxandi eft- ir því sem á heimsóknina leið en tón- inn hafði hans heilagleiki gefið í ávarpi sem hann flutti við komu sína. Messunnar á Byltingartorginu höfðu menn hins vegar beðið með mestri eftirvæntingu því þar slær sjálft hjarta stjórnar Castros og þeirrar heimspeki sem hann hefur fylgt á þeim tæplega 40 árum sem hann hef- ur verið einráður á Kúbu. Ríkið tryggi trúfrelsi Páfi fór einnig hörðum orðum um sjálfselsku mannsins og þrotlausa viðleitni hans til að upphefja sjálfan sig. Hann lýsti yfir því að hlutverk ríkisvaldsins væri að skapa andrúms- loft samstöðu og sátta og tryggja löggjöf sem kvæði á um skýlausan rétt hvers og eins til að iðka trú sína. Var þessi lítt dulda gagn- rýni á þá guðleysisstefnu sem Castro hefur lengst- um boðað til þess fallin að taka undir málfiutning kirkjunnar manna á eyj- unni sem leitað hafa leiða til að auka starfsemi sína en eiga allt sitt undir duttlungum stjórnvalda. „Overjandi" viðskiptabann í samræmi við boðskap sinn um sættir og mannréttindi gagnrýndi páfi hins vegar viðskiptaþvinganir þær og einangrun sem Kúba sætir á alþjóðavettvangi undir forustu Bandaríkjamanna. Páfi vék að þessu bæði í ávarpi sínu við komuna til Kúbu og í messunni í Havana. Hörð- ustu orðin lét hann hins vegar falla er hann var á leið um borð í þotuna sem flutti hann heim til Italíu. Sagði hann viðskiptabann Bandaríkja- manna „óréttlátt og siðferðislega óverjandi" um leið og hann hvatti til þess að það yrði endurskoðað. Við komu sína hafði páfi sagt að Kúbu bæri að opna sig gagnvart umheim- inum og umheiminum bæri að opna sig gagnvart Kúbu. Endurtók hann þessi orð í Havana á sunnudag. Sérstaka athygli vakti að páfi vék að kúbönskum útlögum í Bandaríkj- unum sem haldið hafa uppi linnu- lausri baráttu gegn Castro. Hvatti hann menn til að forðast „tilgangs- laus átök“ en leita þess í stað leiða til að stuðla að andrúmi ,jákvæðrar umræðu og gagnkvæms skilnings". Höft „ný-frjálshyggjunnar“ Þótt gagnrýni á hina kommúnísku stjórnarhætti og mannréttindabrot Kúbustjórnar bæri hæst tók páfi hins vegar undir ýmislegt í málflutningi Ca- stros. Lét hann afdráttar- laus ummæli falla um mis- skiptingu auðsins, „ný- frjálshyggjuna" (á spænsku er þessi stefna markaðsvæðingar og óheftra viðskipta jafnan nefnd „neo-liberal- ismo“) og þær kvaðir sem alþjóðleg- ar fjármálastofnanir legðu á lönd og þjóðir. I messunni í Havana á sunnu- dag sagði hans heilagleiki: „Á hinn bóginn verður þess víða vart að sér- stök tegund kapítalisma ný-frjáls- hyggjunnar er á ný í sókn sem setur manninn undir blind lögmál markað- arins og bindur framþróun þjóða við þessi sömu lögmál.“ Páfi beindi einnig orðum sínum að stofnunum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og sagði að afdráttarlausar kröfur slíkra stofnana um breytingar á efnahagssviðinu leiddu til þess að hinir ríku yrðu ríkari en hinir fátæku enn fátækari. Þessi orð páfa voru í samhljómi við þau sem Castro lét falla er hann bauð páfa velkominn til Kúbu. í magnaðri ræðu, sem seint gleymist þeim er á hlýddu, gerði Castro grein fyrir sögu Kúbu og glímu þjóðarinn- ar við erlent nýlenduvald og fátækt. Kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að löngum hefði verið samhljómur með boðskap kirkjunnar og þeirri hugmyndafræði sem stjórn hans hefði fylgt. Um margt minnti inntak- ið í ræðu Castros á málflutning þein-a kirkjunnar manna í Ró- mönsku Ameríku sem boðað hafa svonefnda „frelsunarguðfræði". Kröftug framganga páfa Þessi sögulega heimsókn Jóhann- esar Páls páfa II til Kúbu þótti takast vonum framar. Margir höfðu látið í ljós áhyggjur vegna þess að dagskráin yrði páfa um megn en hann er orðinn 77 ára gamall og heilsuveill. Páfi sýndi hins vegar eng- in teljandi merki þreytu og undruð- ust margir vafalaust þann mikla styrk er hann sýndi t.a.m. við mót- tökuathöfnina sem var löng og fór fram í miklum hita. Ræður sínar flutti páfi af meiri þrótti en menn hafa lengi átt að venjast og á lýta- lausri spænsku. Af sjónvarpsmyndum að dæma fór vel á með þeim páfa og Castro. Kúbuleiðtoginn sýndi gesti sínum mikla virðingu og einkenndist fram- ganga hans við hans heilagleika öll af mikilli vinsemd og kærleika. Líkt og vitað var hugð- ist Castro nýta þessa heimsókn til að freista þess að afla stuðnings við afnám viðskiptabanns Bandaríkjanna og til að styrkja stjórn sína í sessi. Hafi hörð og óvægin gagnrýni páfa komið hon- um á óvart sýndi hann þess engin merki. „Sigur" kirkjunnar „Siguivegari" þessarar heimsóknar er hins vegar án nokkurs vafa kat- ólska kirkjan á Kúbu. Sú staðreynd að þjóðinni gafst í fimm daga tæki- færi til að drekka í sig boðskap kirkj- unnar er nokkuð sem menn hefðu fyr- irfram talið óhugsandi að gerst gæti á Kúbu. „Sál Kúbu er kristin,“ sagði páfi í messunni í Havana. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þær sálarhrær- ingar ná að hafa mótandi áhrif á fram- tíð kúbönsku þjóðarinnar. + Gagnrýndi einangrun Kúbu Páfi flutti ræður af miklum þrótti Líflegur umræðufundur um stöðu Yestmannaeyja i nútíð og framtíð Landvinnslan þróuð í átt til markaðarins Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MARGVISLEG sjónarmið komu fram á fundinum í Eyjum um stöðu atvinnumála í bæjarfélaginu. Fundurinn var haldinn á sunnudag er aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi Eyjagoss. Almennur fundur um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð var haldinn í Eyjum á sunnuda^ að frum- kvæði bæjarstjórnar. Meðal fiölmar^ra fundargesta var Grímur Gíslason fréttaritari. SJÖ frummælendur voru á fundi um stöðu Vestmanna- eyja og var víða komið við. Að loknum framsöguerind- um urðu líflegar umræður. Fram kom að verulegar breytingar eru fyrirhugaðar í vinnslu bolfisks í Eyjum og á vinnutíma starfsfólks. Þá kom fram að brestur á sfldveiðum í haust hefði skilað 80 milljónum kr. minna í launaumslög Eyjamanna en vonast var til. Örn D. Jónsson, verkefnisstjóri Ritts verkefnis á Islandi, var fyrsti frummælandinn og hann ræddi um byggðaþróun á landinu. Örn sagði að fjölbreytni í atvinnulífi væri mjög mikilvæg til að halda fólki í byggðum og einnig væri mikilvægt að krefjandi verkefni væru fyrir hendi fyrir fólk sem væri búið að mennta sig. Hann taldi að það hefði verið mjög heilla- vænlegt fyrir Vestmannaeyjar að koma á fót Þróunarsetri Háskólans. Uppbygging þekkingar Bjai'ki Brynjarsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja, sagði frá starfi Þróunarfélags Vest- mannaeyja sem stofnað var fyrir einu og hálfu ári. Hann sagði að sú leið hefði verið farin að byggja upp nýsköpunar- umhverfi í Vestmannaeyjum og verið væri að vinna að stofnun fjáifestingafé- lags. Þá væri verið að koma á fót svokölluðu athafnaveri ungs fólks. Hann sagði að eitt af verkefnum fé- lagsins væri að stuðla að uppbygg- ingu þekkingarfyrirtækja og koma á fót smæri'i framleiðslufyrirtækjum. Þá væri unnið að því að koma á fót fyrirtækjaneti og ýmiskonar fjar- vinnsla væri í skoðun. Varðandi fisk- vinnsluna og útgerðina sagði Bjarki að verið væri að skoða hvernig bregð- ast mætti við fækkun í bátaflotanum og því hversu mikið af óunnum fiski færi burtu frá Eyjum. Davið Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri tölvufyrirtækisins Tölvunar, fjallaði um möguleikana sem tölvutæknin byði upp á og hvað það þýddi fyrir staði eins og Vest- mannaeyjar. Hann sagði frá því að nú stjórnaði Tölvun tveimur alþjóðlegum verkefnum sem væru samstarfsverk- efni jaðarbyggða í Evrópu. Þá væri verið að vinna í Evrópusamstarfi að upp- lýsingatækniverkefni sem frystihúsin í Eyjum væru þátttakendur í. Frekari fullvinnsla Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fjallaði um rekstur fyrirtækisins sem hann sagði ekki hafa gengið sem skyldi á síðasta ári. í Eyjum væri lögð gífurleg áhersla á vinnslu uppsjávar- fisks og framleiðslan hefði verið að aukast ár frá ári og vinnslutíminn að lengjast. Hann sagði að ekki væri til vinnuafl í Eyjum til að sinna toppum í framleiðslunni og nú væri svo komið að leitað væri logandi ljósi í sveitum Suðurlands að karlmönnum til vinnu á loðnuvertíð. Sighvatur sagði að helstu sóknar- færi fyrirtækisins lægju í bolfisk- vinnslu en tapið af vinnslunni væri áhyggjuefni og ekki hægt að réttlæta það endalaust. Þvi hefðu stjómendur fyrirtækisins á undanförnum mánuð- um leitað allra leiða til að leysa þenn- an vanda. Meginniðurstaða stjóm- enda Vinnslustöðvarinnar væri að þeir teldu framtíð landvinnslunnar bjarta en taka þyrfti hana taki og þróa í átt til markaðarins. Auka þyrfti vöruþró- un og framleiða frekar unnar afurðir. Breyttur vinnutími Sighvatur sagði að eitt af þeim vandamálum sem stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hefðu glímt við væri hversu lítil framleiðnin í bolfisk- vinnslunni væri. Til að bregðast við því hafi þeir átt í viðræðum við verka- lýðsfélögin í Eyjum og Þorlákshöfn um breyttan vinnutíma starfsfólks. Pásum yrði hætt og tekin upp ein- staklingspremía á nýjan leik sem myndi að þeirra mati auka framleiðni og bæta afkomu fyrirtækisins. Jafn- framt væri hugmyndin að hækka laun starfsfólksins. I flestum vestrænum löndum hefði orðið sú þróun að fólk byrjaði fyrr á morgnana og hætti fyrr á daginn eða að unnið væri á vöktum. Samkvæmt viðhorfskönnum sem gerð hafi verið meðal starfsfólksins væri meirihluti þess hlynntur breyt- ingu. Hann sagði að hugmyndin hefði strax hlotið góðan hljómgrunn í Þor- lákshöfn þar sem þeir teldu sig hafa komist að samkomulagi við verkalýðs- félagið á staðnum um þriggja mánaða tilraun. Skilningur virtist vera minni í Eyjum á því að þjóðfélagið og þarfír atvinnulífsins væru að breytast. Hann fjallaði um yfírvof- andi verkfall sjómanna og taldi afleiðingar þess geta orðið geigvænlegar fyrir Vestmanna- eyjar sem byggðu afkomu sína að svo stórum hluta á loðnuvertíðinni. Vilja frekar í skúringar Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, sagðist uggandi vegna fólksfækkunar í Eyj- um. 7.539 heilir atvinnuleysisdagar hefðu verið skráðir á síðasta ári. Þá hafi 4.993 dagar verið endurgreiddir vegna kauptryggingarsamninga. í raun hafi atvinnuleysisdagar í Eyjum því verið 12.532. Þetta samsvaraði 60 til 70 ársstörfum. Jón sagði að stór hluti af afla báta frá Vestmannaeyjum væri ekki unn- inn í Eyjum þar sem hærra verð feng- ist greitt fyrir hann annars staðar og lýsti hann yfir áhyggjum vegna þessa. Með því að vinna aflann í Eyjum yrði ekki bara atvinna næg heldur myndi fjölga í bænum. Jón gerði síðustu samninga að um- talsefni og sagði að bónusgreiðslur til fiskvinnslufólks hefðu lækkað. Þá sagði hann að það vekti athygli að ef auglýst væri laust starf við skúringar þá sæktu 20 til 30 fiskverkakonur um starfið þrátt fyrir lægri laun en í fisk- vinnslunni. Kvótabraskið Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi sagði að margir Vestmannaeyingar væru óvissir um framtíðina. Hann taldi að röng atvinnustefna stjórn- valda sem birtist í kolröngu fiskveiði- stjórnunarkerfi væri aðalástæða fólksflutnings frá landsbyggðinni. Bátum fækkaði og kvóti færðist á færri hendur þannig að almenningur ætti allt sitt undir valdi kvótaeigenda og hann sagði að kvótabraskið lyti ekki lögmálinu um réttlátt samfélag. Því væri nauðsynlegt að breyta rang- látu fiskveiðistjórnunarkerfi. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sagði að á síðasta ári hefði íbúum í Eyjum fækkað um rúm 2% og velti hann fyrir sér hvaða ástæður lægju að baki þessari fækkun. Hann sagði að auðvitað spilaði staða útgerðar og fiskvinnslu inn í það. Frá 1990 hefði bátum yfir 10 rúmlestir fækkað um 17 í Eyjum. Guðjón sagði að bæjaryfirvöld hefðu lagt sitt af mörkum til að gera búsetuskilyrði í Eyjum sem best. Álögur á íbúana væra í lág- -marki, útsvarsprósenta væri sú lægsta sem leyfð væri og bæjaryfirvöld hefðu lækkað heitt vatn til kyndingar um 30% á síð- asta ári og lagt sitt af mörkum til lækkunar gjaldskrár Herjólfs. Samskipti ekki nógu góð Sigurður Einarsson framkvæmda- stjóri hóf almennar umræður með því að ræða fiskveiðistjórnarkerfið og orð Ragnars um það. Hann sagði að sífellt væri alið á óánægju með þetta kerfi en hann sagði þá sem það gerðu ekki hafa neinar tillögur um hvað ætti að taka við af því. Þá sagði hann að mið- að við orð Jóns Kjartanssonar mætti halda að stórfellt atvinnuleysi væri í Eyjum en staðreyndin væri sú að ekki væru nema 10-20 fiskverkamenn atvinnulausir. Hann sagði að verkafólk og at- vinnurekendur þyrftu að snúa bökum saman til að finna lausnir á þeim vandamálum sem steðjuðu að en því miður hefðu samskipti verkalýðsfé- laganna og atvinnurekenda ekki verið nógu góð hingað til. ■“' Sigurður sagði að vegna orða sem hefðu fallið um sameiningu fi-ystihús- anna væri það sitt mat að ef ekki hefði komið til sameiningarinnar hefði störfum fækkað mun meira en raun varð á við sameininguna. Hann benti á að á síðustu tveimur árum hefðu Is- félagið og Vinnslustöðin fjárfest fyrir einn milljarð í breytingum og tækjum í fyrirtækjunum. Það væri gert af því að þeir hefðu trú á því sem þeir væru að gera og það mætti ekki alltaf bara velta sér upp úr því sem miður færi og hafa svartsýni að leiðarljósi. Árni Johnsen alþingismaður sagði að jafnvægi í þjóðfélaginu og lítil verðbólga væru mikils virði og gerði okkur samkeppnisfær við önnur lönd - en ljóst væri að laun á Islandi væru of lág. Hann sagði að staða Vestmanna- eyja væri sterk í víðum skilningi og sóknarfæri mörg. Hann nefndi að 23% íbúa Suðurlandskjördæmis byggju í Eyjum en 46% af sköttum sem greiddir væru í kjördæminu kæmu frá Eyjum. Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri varpaði fram spurningu um það hver ástæða væri fyrir þvi að menntað fólk fengist vart til starfa á landsbyggð- inni. Öm D. svaraði því til að mennta- fólk vildi vinna að krefjandi verkefn- um og fylgjast með þróun og það væri auðveldara í Reykjavík en úti á landi eins og staðan væri í dag. Hann sagði þó að Vestmannaeyingar - væru einna fremstir í flokki með að vinna að því að skapa starfsskilyrði fyrir menntafólk hjá sér. Ótrúleg svartsýni Öm D. Jónsson sagði í lok fundar- ins að sér fyndist ótrúlega mikil svartsýni ríkjandi í Eyjum þegar mið væri tekið af því hversu mikið Eyja- menn hefðu miðað við aðra staði á landinu og hver staða mála væri í Eyjum. Verið sé að vinna að mörgum spennandi verkefnum. Hann hvatti Eyjamenn til að horfa ekki til þess' sem var heldur líta fram á veginn og reyna að auka fjölbreytni atvinnulífs- ins. Hann sagði að lokum að hann vonaði að svartsýnin sem honum hefði fundist svo ríkjandi væri bara aðferð Eyjamann til að koma sér í gír og blása til sóknar á öllum sviðum at- vinnu- og mannlífs. Góð starfs- skilyrði fyrir menntafólk Hægt að fjölga störfum á sjúkrahúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.