Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 64
 4^, MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ<SiMBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐ JUDAGUR 27. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Andstaða við afnám einkainnflutnings ÁTVR á tóbaki Lfldegt að áformin 'verði lögð á hilluna HÖRÐ andstaða er við tillögur fjár- málaráðherra um að afnema einka- rétt ÁTVR til innflutnings á tóbaki. Tillögumar hafa legið fyrir frá því í byrjun desember, en hafa ekki verið afgreiddar af þingflokkum stjómar- innar. Flest bendir því til að hætt verði við að afnema einkarétt ÁTVR til innflutnings á tóbaki. Aðstoðarmönnum fjögurra ráð- herra var á síðasta ári falið að ganga frá frumvörpum sem varða viðskipti með áfengi og tóbak. Um er að ræða frumvarp til nýrra áfengislaga, sem dómsmálaráð- herra flytur, frumvarp fjármálaráð- herra um áfengis- og tóbaksgjald og frumvörp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir og um áfengis- og vímuvamarráð. Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðhemanna í byrjun desember. Fyrirhugað var að leggja frum- vörpin fram sem heild. Andstaða hefur hins vegar verið við þá tillögu fjármálaráðherra í frumvarpinu um áfengis- og tóbaksgjald, að ÁTVR hætti innflutningi á tóbaki og inn- flutningur ríkisins á tóbaki verði af- numinn. Efasemdir hjá Framsóknarflokknum Steingrímur Ari Arason, aðstoðar- maður fjármálaráðherra og formað- ur starfshópsins, sagði við Morgun- blaðið að andstaða væri við tillögu um afnám einkaleyfis ÁTVR til inn- flutnings á tóbaki. Málið væri hins vegar ekki útrætt og því væri niður- staða ekki fengin, en hugsanlega yrði horfið frá þessari tillögu. Málið væri til skoðunar hjá þingflokkum stjórnarinnar og ráðherrum. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, sagði að efasemdir væm um þessa breytingu innan þingflokks Framsóknar- flokksins. Afnám einkaleyfis ÁTVR til innflutnings á tóbaki væri ekki í samræmi við stefnuskrá flokksins. Hún sagði að í sínum huga skipti meginmáli að verulegum fjármun- um yrði varið til tóbaks- og vímu- efnavarna. Hún sagðist ennfremur óttast að ef samkeppni ykist í innflutningi tóbaks væri hætta á að innflytjend- ur tóbaks færu að notfæra sér óbeinar auglýsingar til að koma vöru sinni á framfæri. Stjórnvöld ættu nú þegar í erfiðleikum með að framfylgja banni við áfengisauglýs- ingum vegna þess að sumir innflytj- endur gengju mjög langt í því að notfæra sér óbeinar auglýsingar. /■ Nesjavallalina 1 Sogsstöðvar Sogslína 3 Nesjavellir A Hamrjtneslinur S 1jog2 I Búrfellslina 3B \ Búrfellslina 3A skv. skípulagí Iveragerði Ölfusleið [■ ■ <orlákshöf/ 132 kV 220 kV 400 kV Skipulag rfkisins vill mat á Búrfellslínu Samanburð þarf fyrir tvær leiðir SKIPULAG ríkisins hefur úrskurðað að fara verði fram frekara mat á um- hverfisáhrifum 400 kW Búrfellslínu 3A. I þessu felst að gera á samanburð á leiðinni frá Sogni um Grafningsháls og Ölfus að Orustuhólshrauni og leið- inni frá Sogni um Ölkelduháls að Orustuhólshrauni. Að mati Skipulagsins leggur reglugerð um umhverfismat þá skyldu á aðila að kanna aðra kosti sem til greina koma fyrir raflínuna. Landsvirkjun var árið 1991 veitt leyfi til að leggja 220 kW línu frá Búrfellsvirkjun að Sandskeiði. Vegna aukinnar raforkunotkunar m.a. með tilkomu stóriðju á Grundartanga, ákvað Lands- virkjun að óska frekar eftir leyfi til að byggja 400 kW línu. Morgunblaðið/Ásdís Myrkrahöfðinginn í Hvassahrauni í HVASSAHRAUNI á Vatns- leysuströnd eru að hefjast tökur á nýrri kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Myrkrahöfðingjan- um. Sagan gerist á sautjándu öld og er innblásin af Píslarsögu síra Jóns Magnússonar á Eyri við SkutulsQörð. Hér undirbúa þau Sveinn M. Eiðsson, sem leikur böðulinn, Christina 0hlund, sem sér um förðun, og Gunnar Jónsson, sem leikur fósturson Snorra, sig fyrir fyrstu tökurnar. Að sögn Ara Kristinssonar kvikmyndatöku- manns er gert ráð fyrir að tökum á myndinni verði lokið íjúní. Umhverfisráðherra úrskurðaði að gera þyrfti umhverfismat fyrir þessa línu þó að fyrirhugað væri að leggja hana sömu leið. Skipulag ríkisins tel- ur að skoða þurfi málið betur, sér- staklega með tilliti til þess að leggja línuna um Ölfus. Samanburðurinn þurfi að ná til landnotkunar, gróð- urs, dýralífs, landslags og jarðmynd- ana. Gert samkvæmt reglugerð Skipulagið bendir á í frummatinu að samkvæmt reglugerð um um- hverfisáhrif skuli koma fram upplýs- ingar um aðra kosti sem kannaðir hafa verið í sambandi við staðarval eða tilhögun framkvæmdar. Bæjarstjóm Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir andstöðu við hug- myndir um Ölfusleið. Landsvirkjun hefur áætlað að aukakostnaður við að leggja Búrfellslínu sunnan við Hveragerði sé 350 milljónir. Ef farið yrði út í að leggja 3 km jarðstreng framhjá Hveragerði fer kostnaðar- aukinn hins vegar upp í 1.050 millj- ónir. Landsvirkjun hafði einsett sér að ljúka byggingu Búrfellslínu fyrir árslok 1998 vegna raforkusamninga við ÍSAL og Norðurál. Verði bygg- ingu Búrfellslínu frestað má búast við truflunum í flutningskeríínu og miklu tekjutapi fyrir Landsvirkjun. Stjórn Landsvirkjunar mun fjalla um málið á fundi á föstudag. Sparnaðaráform Rfldsspítala Ekki ráðið í stöður sem losna AUK hugmynda sem stjómar- nefnd Ríkisspítala hefur ákveðið að grípa til í því skyni að ná til- ætluðum sparnaði á árinu, þ.e. að draga úr hjartaþræðingum og kransæðaútvíkkunum og fækka valaðgerðum, em uppi hug- myndir um að hækka húsaleigu á starfsmannabústöðum, hækka verð á fæði starfsmanna og að þeir fái ekki lengur ókeypis læknishjálp eins og verið heftir. Þá er og til skoðunar að ráða ekki í stöður lækna sem losna. Era það stöður lækna sem eru að hætta vegna aldurs og hafa læknar á Ríkisspítölum, sem Morgunblaðið ræddi við, lýst áhyggjum sínum vegna þessa. Segja þeir að þá muni ekki koma til starfa ungir sérfræð- ingar með nýja þekkingu eftir nám erlendis til að viðhalda þró- un og framförum í lækningum. Þá hefur verið rætt um að þar sem aðgerðirnar, sem þegar hafa verið ákveðnar, dugi ekki til að ná sparnaðinum verði að huga að fleiri atriðum. Sé þá fátt annað eftir en að leggja niður einhverja starfsemi. Hefur þar meðal annars komið til greina að leggja af svefnrannsóknir og hætta rekstri göngudeildar fyrir húð- og kynsjúkdóma. Starfsmenn fái ekki ókeypis læknishjálp Til umræðu er að starfsmenn fái ekki lengur að njóta ókeypis læknishjálpar á göngudeildum eins og verið hefur. Þá verður dregið úr viðbúnaði vegna áfalla- hjálpar og hún færð að ein- hverju leyti yfir á Sjúkrahús Reykjavíkur og eins og fyrr seg- ir mun leiga á starfsmannabú- stöðum verða hækkuð. ■ Veldur sjúklingum/4 * * LIU um áhrif tengingar skiptahlutar sjómanna við olíuverð síðastliðið ár Kauphækkunin sögð vera 8,4% SKIPTAHLUTFALL sjómanna hefur hækkað um sex prósentustig frá 1. febrúar 1997 til 1. febr- úar 1998. Skiptahlutfallið er tengt olíuverði á al- þjóðamarkaði. Olíuverð hefur lækkað um 35% frá janúar 1997 til þessa dags. Sveinn Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur LÍU, segir útsöluverð á gasolíu til útgerðar ekki hafa lækkað. Launaút- gjöld útgerðarinnar hafa vegna þessa aukist um tvo milljarða kr. og laun á hvern sjómann hækkað Wð meðaltali um 400 þús. kr. sé gert ráð fyrir að sjómenn séu 5 þúsund talsins. 1. febrúar 1997 var skiptahlutfall sjómanna 71% en er 77% í dag. „Sjómenn hafa fengið 8,4% hækkun á skiptahlut vegna lægra olíuverðs á markaðnum. Skiptahlut- urinn er tengdur við heimsmarkaðsverð í Rotter- dam. Sjómenn fá hækkun á skiptahlutnum strax en útgerðin verður að bíða eftir lækkun á olíuverði innanlands. Aðeins olíuverðslækkun á heimsmark- aði hefur fært sjómönnum 8,4% hækkun á kaupi milli febrúar 1997 og 1998,“ segir Sveinn Hjörtur. Sveinn Hjörtur segir að tekjur útgerðarinnar hafi á síðasta ári verið nálægt 60 milljörðum króna. Hann telur að launahlutfallið sé um 40%. Launin sem útgerðin greiddi á síðasta ári séu þ.a.l. um 24 milljarðar kr. Vegna tengingar við olíuverð á heimsmarkaði hafí launakostnaður því aukist um nálægt tvo milljarða kr. Sjómenn í heilsársstörf- um séu nálægt 5 þúsund talsins og nemi launa- hækkunin því um 400 þúsundum kr. að meðaltali á mann á ársgrandvelli. Þjóðarbúið ekki vart við lægra olíuverð Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað um 35% frá janúar í fyrra til þessa dags hafi sú lækk- un ekki skilað sér inn í þjóðarbúið. Reyndar hafi verð lækkað hér aðeins að undanfórnu og það skili sér fljótt í hagkvæmni fyrir útgerðina og sam- göngur. „Verðið var óvenjulega hátt í janúar í fyrra og hafði farið hækkandi mjög ört seinnipart árs 1996. Kannski hefur sú hækkun ekki að öllu leyti komið fram í verði hér innanlands á þeim tíma. Olíuverð fór ekki að lækka að heitið gæti fyrr en í nóvem- ber-desember. Þess vegna era ekki farin að sjást áþreifanleg merki um þetta í afkomutölum," segir Þórður. Eldsneytisreikningur þjóðarinnar er um 10 milljarðar króna á ári. Verði 35% lækkun varan- leg og komi hún einnig fram í unninni olíu segir Þórður að gera megi ráð fyrir að lækkunin á elds- neytisreikningnum verði 3,5 milljarðar á árs- grundvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.