Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Tvær lágverðsverslanir í Arbæ? Samkeppni í uppsiglingu ÚTLIT er fyrir að Nóatún og Bónus opni lágverðsverslanir í Ar- bæjarhverfi á næstu mánuðum. Nóatún hyggst opna nýja lág- verðsverslun í Hraunbæ með vor- inu. Að sögn Einars Jónssonar kaupmanns í Nóatúni er um 500 fermetra verslunarhúsnæði að ræða sem nýtt verður undir versl- un með áherslu á lágt vöruverð. Einar segir að Nóatún muni reka þessa nýju verslun í samstarfi við aðra en að of fljótt sé að greina frá því hverjir það verði. Einnig segir hann ekki ólíklegt að fleiri slíkar verslanir verði opnaðar í kjölfarið gefíst þessi tilraun vel. Jón Asgeir Jóhannesson hjá Bónus segir að búið sé að sækja um lóð fyrir 600 fermetra Bón- usverslun í Arbæ og að hann von- ist eftir svari borgaryfirvalda á næstu vikum. Fái Bónus úthlutað lóð á þessum slóðum segir hann að strax verði hafist handa við fram- kvæmdir og reiknar með að það muni taka um fjóra mánuði að koma versluninni upp. Einnig kom fram í máli Jóns Asgeirs að 15. febrúar næstkom- andi verði ný 400 fermetra Bón- usverslun opnuð í Tindaseli. Græna skráargatið Magrar og trefja- ríkar mat- vorur Á UMBÚÐUM sumra sænskra matvara er að finna mynd af grænu skráargati og nýlega var vitnað í græna skráargatið í ís- lenskri auglýsingu. „Þetta merki er sett á vörur til að hjálpa neytendum að velja sér magrar og trefjarík- ar matvörur úr hillum matvöru- búðanna", segir Brynhildur Briem matvæla- og næring- arfræðingur þegar hún er innt eftir merkingu skráargatsins. „Merkið er sænskt og hefur verið notað frá árinu 1989. Framleiðendur mega setja það á vörur sínar ef þær uppfylla viss skilyrði. I mjólkurvörum og unn- um kjötvörum þarf fituinnihaldið að vera innan ákveðinna marka. I korni og kornvörum þarf að vera ákveðið magn af trefjum. Það má ekki vera mikill sykur í þeim vörum sem bera merkið. Merkið er ekki sett á kjöt, fisk eða fuglakjöt því þar er auðvelt að sjá hvort vörur eru magrar eða ekki. Það er heldur ekki sett á ávexti, grænmeti og kartöflur því þessar vörur eru trefjaríkar frá náttúrunnar hendi og þarf því ekki að auðkenna þær sér- staklega." Brynhildur segir tilganginn með þessu merki að leiðbeina neytendum við val á tilbúnum vörum. I staðinn fyrir að lesa innihaldslýsingu og næringar- gildismerkingu og bera saman vörur til að finna fituminnstu vöruna getur neytandinn leitað að vörum sem eru með græna skráargatinu. „Þetta er afar ein- föld leið. Merking næringargild- is á samt fullkomlega rétt á sér fyrir þá sem vilja vita meira.“ Spurt og svarað um neytendamál Þvoið rúskinns skóna með sápuvatni Hvernig á að þrífa svarta göngu- skó úr rúskinni? Svar: Gunnsteinn Lárusson skó- smiður hjá Skóstofunni í Dunhaga segir að til séu sérstök efni til að þrífa með rúskinnsskó en hann mælir líka með mildu sápuvatni. „Það er óþarfi að bleyta rúskinns- skóna mjög mikið en nota t.d. gamlan uppþvottabursta til að þrífa þá með. Að því búnu eru skómir þurrkaðir með handklæði og þeir síðan látnir standa um stund. Til að ýfa upp rúskinnið má nota svamp eða rúskinnsbursta. Hafi liturinn dofnað er til úði á rúskinnsskó sem skerpa lit.“ Gunnsteinn segir sjálfsagt að skola af skónum strax og komið er inn úr slabbi. „Skítuga vatnið situr í skónum, svo þegar það þornar sit- ur skíturinn eftir og hvítar rendur verða sjáanlegar. Séu skórnir skol- aðir um leið og inn er komið má koma í veg fyrir slíkt.“ Að lokum vill Gunnsteinn minna fólk á að vatnsverja rúskinnsskóna sína eins og alla aðra skó. Silfurskottur þrífast vel í raka S e T3 :0 gl | xO § u- *o J2 . <o is e £ s-M 3 Ji - S M M m oo g-3 ■E Ja* ai III Js xO ° 6 i 5o E i-oo S w uí h 2 « Danmörk Gran Canari Sjónarhóll Þýskaland England in PQ Gæðagleraugu á betra verði í Sjónarhól. 21 ■^»"11 A RODF.NSTOCK GLERAUGNAVERSLtJN . Reykjavíkurvcgur 22 220 Hafnarfjörður S. 565-5970 WWW.Ítn.Ís/sjonurholl Ef silfurskottur hafa gert sig heimakomnar hvað er til ráða? Svar: Menn verða lítið varir við silfurskottur en rekist þeir á eina eru þær að öllum líkindum fleiri,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un. „Þær eru um sentimetri að stærð og jafnvel ríflega það, full- vaxnar. Silfurskotturnar eru breiðastar fremst og mjókka aftur, á afturendanum eru þrjú skott, eitt sem veit aftur og tvö sem vita til hliðar og eru útstæð. Þær hafa langa og mjóa fálmara á hausnum og eru silfurgráar að lit.“ Erling segir silfurskotturnar ljósfælnar og helst fara á stjá á nætumar. „Fólk verður gjarnan vart við þær þegar það fer framúi’ um miðja nótt.“ Silfurskottur lifa eiginlega á flestu sem tönn á festir og Erling segir mjölvaríka fæðu vinsælasta. Þær naga líka pappír og til dæmis veggfóður. „Þær eru rakasæknar og lifa einnig góðu lífi á sveppum eða myglu sem þar þrífst.“ Erling bendir á að silfurskottur leiti sér aðallega bólfestu í niður- gröfnum kjöllurum og oftar en ekki í gömlum húsum. „Þetta eru bölvaðir nagarar, en það þarf mikinn her af silfurskott- um til að ummei-ki sjáist og ég þekki slík dæmi. Meindýraeyðar verða að meta aðstæður hverju sinni þegar vinna á bug á silfur- skottum og það getur verið erfitt að útrýma þeim en fer vitanlega eftir aðstæðum og vinnubrögðum við eyðinguna." ERLENT Reuters Gro vongóð GRO Harlem Brundtland, fyrr- verandi forsætisráðherra Nor- egs, kvaðst í gær vongóð um að verða næsti yfírmaður Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), en ákvörðun um hver tekur við af Japanum Hiroshi Nakajima verður tekin í dag. Brundtland nýtur stuðnings flestra Vesturlanda, þ.á m. Sviss og ESB Samkomulag um umferð vörubfla SVISS og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um umferð vöru- bíla frá ríkjum ESB um svissnesku Alpana. Staðfesti samgönguráð- herrar ESB samkomulagið má gera ráð fyrir að fljótlega verði hægt að ljúka viðræðum um víðtækan tví- hliða samning Sviss og Evrópusam- bandsins, sem hófust fljótlega eftir að Svisslendingar felldu EES- samninginn í þjóðaratkvæða- gi’eiðslu árið 1992. Leyfileg hámarksþyngd aukin og teknir upp vegatollar Til þessa hafa Svisslendingar ekki leyft þyngri vörubílum en 28 tonn að fara um svissneska vegi á leið sinni milli norðlægra og suðlægra ríkja ESB. Leyfileg há- marksþyngd vörubíla í ESB er 40 tonn og hefur þetta haft í för með sér um- talsverðan kostn- að íyrir fyrirtæki í ESB-ríkjunum, þar sem ýmist hafa vörubílarnir þurft að aka hálftómir um Sviss eða þá að fara um Frakkland og Aust- uiTÍki. Stjórnvöld í síðarnefndu ríkjunum hafa einnig kvartað und- EVRÓPAt Aðildarviðræður hefjast í lok marz Brussel. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá því á fundi með starfssystkinum sínum í Brus- sel í gær að viðræður við sex ríki Austur-Evrópu um aðild þeirra að Evrópusambandinu myndu hefjast í Brussel 31. marz næstkomandi. Áður hafði verið gert ráð fyrir að viðræðurnar hæfust um miðjan apríl. Ríkin sex, sem lengst þykja kom- in í undirbúningi fyi-ir ESB-aðild, eru Eistland, Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía og Kýpur. Cook sagði frá því að hinn 12. marz yrði fyrsti fundur hinnar svokölluðu Evi'ópuráðstefnu í. London. Til ráðstefnunnar verður > Bandaríkjanna og þykir líklegur eftirmaður Nakajima. Keppi- nautar hennar eru Pakistaninn Nafis Sadik, Sir George Alleyne frá Barbados, Ebrahim Samba frá Gambíu og Uton Muchtar Rafei frá Indónesíu, en þeir eru allir yfirmenn hjá WHO eða öðr- j um stofnunum Sameinuðu þjóð- an umferðarálaginu, sem þessu fylgir. Samkomulagið felur í sér að leyfileg hámarksþyngd vönibíla á svissneskum vegum verður hækkuð úr 28 tonnum Í 40 í áfóngum fram til ársins 2005. Á sama tíma verður innleitt kerfi vegatolla á vörubíla bæði í Sviss og í ríkjum Evrópu- sambandsins, til að stuðla að um- hverfisvænni flutningastarfsemi. Svisslendingar hyggjast bæta járn- brautir um Alpana, þannig að járn- brautarflutningar verði vænlegri kostur í framtíðinni. Gert er ráð fyr- ir að vegatollarnir beini flutningum í auknum mæli á járnbrautir. Neil Kinnock, sem fer með sam- göngumál í fram- kvæmdastjórn ESB, segir að samþykki sam- gönguráðherrar ESB samkomulag- ið við Sviss verði hægt að ljúka með hraði viðræðum um aðra þætti tvíhliða samningsins við Sviss. Hann mun meðal annars taka til fólksflutninga, opinberra útboða, rannsókna, gagnkvæmrar viðurkenningar staðla og landbún- aðar. boðið aðildarríkjum Evrópusam- bandsins og ellefu ríkjum Áustur- Evrópu, sem koma til greina sem aðildarríki sambandsins. Á ráð- stefnunni verður stækkun ESB og undirbúningur Austur-Evrópuríkj- anna fyrir aðild til umræðu. Stjórn- arleiðtogum allra ríkjanna 26 verð- ur boðið á fundinn í London og Elísabet Bretadrottning verður við- stödd setningu fundarins. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort EFTA-ríkin fá aðild að Evr- ópuráðstefnunni eins og þau hafa farið fram á. Ný aðildarríki ESB verða um leið aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og eiga EFTA- ríkin því hagsmuna að gæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.