Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT CLINTON HYGGST SNIJA VÖRN í SÓKN Bill Clinton neitaði í gær afdráttarlaust öll- um ásökunum um að hann hafi átt í kynferð- islegu sambandi við Monicu Lewinsky. Þá hefur hann farið fram á að réttarhöld vegna Paulu Jones-málsins verði færð fram til að hægt verði að Ijúka málinu. í Hvíta húsinu vinnur starfslið forsetans að því, undir for- ystu Hillary Clinton, að snúa vörn í sókn og hefur fengið til liðs við sig þungaviktar- menn á borð við Mickey Kantor, sem á sín- um tíma gegndi embætti viðskiptafulltrúa Clinton-stjómarinnar og var í forystu kosningabaráttu Clintons 1992. Lögfræðingar Lewinsky eiga hins vegar enn í viðræðum við sak- sóknarann Kenneth Starr um það að henni verði veitt sakaruppgjöf gegn því að veita allar upplýsingar um samband sitt við forsetann. Þá em í gangi sögusagnir um að vitni séu að ástarfundum Clintons og Lewinskys í Hvíta húsinu. Bandarískir fjöímiðlar og dálkahöfundar taka mismunandi pól í hæðina. Ástarsam- bönd fyrri forseta hafa verið rifjuð upp sem og fortíð Clintons. Er minnt á að sögur af kvensemi hans hafi verið fyrirferðar- miklar allt frá því að stjórnmálaferill hans hófst á áttunda áratugnum. í leiðurum sumra dagblaða em leidd rök að því að pólitískur ferill Clintons hafi beðið skip- brot, jafnvel þótt hann muni ekki láta af embætti. Saksóknarinn Kenneth Starr er á hinn bóginn gagnrýndur fyrir harkalegar aðferðir við rannsóknina og telja sumir hann hafa farið offari í tilraunum sínum til að koma höggi á forsetann. Bandaríska þjóð- in telur meint framhjáhald Clintons ekki nærri eins alvarlegt og hugs- anlegt meinsæri. Kjósendur virðast geta sætt sig við kynlíf en að forsetinn grípi til lyga. LIÐI SAFNAÐ í HVÍTA HÚSINU Hillary tekur frumkvæðið Reuters FORSETAHJÓNIN Bill og Hillary Clinton í lok blaðamannafundar í Hvíta húsinu í gær. RÁÐGJAFAR Bills Clint- ons hafa hafist handa við að safna liði og skipuleggja gagnsókn. Forsetinn verð- ur að takast á við ásakanir um glæpsamlegt athæfi og ósiðsemi, og áhrifin á stjórnmálaferil Clintons gætu orðið mikil. Meðal þeirra sem hafa beitt sér forsetanum til vamar em James Carville, Harold Ickes og Mickey Kantor, fyrrum við- skiptafulltrúi, en viðbrögð fyrrver- andi ráðgjafa og helsta kosninga- stjóra Clintons, Georges Steph- anopoulos, hafa vakið furðu margra. Eitt af því fyrsta sem lögfræð- ingar forsetans tóku sér fyrir hend- ur var að kanna til hlítar hvað telj- ist „alvarlegir glæpir og afbrot“, sem er lagaleg forsenda málshöfð- unar til embættismissis. Sam- kvæmt bandarísku stjórnarskránni er slík málshöfðun eina aðferðin sem hægt er að beita til þess að víkja háttsettum embættismanni úr starfi, og henni má beita þegar um er að ræða landráð, mútuþægni eða „alvarlega glæpi og afbrot“, en það síðasttalda er óljóst hvernig beri að túlka. The New York Times hafði í gær eftir ónefndum ráðgjafa forsetans: „Við erum rétt að byrja að átta okkur á því hversu umfangsmiklir og furðulegir þessir atburðir erú.“ Kantor kallaður til Að sögn ráðgjafa í Hvíta húsinu hefur Hillary, eiginkona forsetans, tekið frumkvæðið í aðgerðum er miða að því að verja hann fyrir ásökunum um að hafa borið ljúg- vitni og reynt að fá aðra til að gera slíkt hið sama, auk þess að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky, sem var lærlingur í Hvíta húsinu fyrir þrem ánim. Hillary mun koma fram í morg- unþætti ATjBC-sjónvarpsins í dag, og segja fréttaskýrendur að það verði því hún, fremur en forsetinn sjálfur, sem sjái um að svara fjölmiðlum næstu daga. Það mun hafa verið að undirlagi Hillary sem Kantor og fleiri fyrrverandi ráðgjafar og sam- starfsmenn forsetans voru kallaðir til að þessu sinni. í síðustu viku kvaðst Hillary sannfærð um að ekkert væri hæft í ásökununum á hendur Clinton, sem pólitískir andstæðingar hans stæðu að. Sagði hún að þetta væri fram- hald pólitískrar ófrægingarherferð- ar sem eiginmaður hennar hafi mátt þola í fimm eða sex ár. Forsetahjónin hafa áður nefnt nafn Kantors þegar þeim hefur leg- ið lífið við, og nú hafa þau falið hon- um að samræma aðgerðir lögfræð- inga og stjórnmálaráðgjafa Clint- ons. Starfið er fyrst og fremst fólgið í því að koma í veg fyrir að þeir síð- amefndu komi forsetanum í laga- legar ógöngur, og að hinir iyrr- nefndu geri ekki illt verra á hinum pólitíska vettvangi. Sem lögfræði- legur ráðgjafi er Kantor bundinn þagnarskyldu við Clinton, þar sem hann er skjólstæðingur hans. Atyrða Starr Stuðningsmenn forsetans létu í sér heyra í stjórnmálaumræðuþátt- um stóru sjónvarpsstöðvanna þriggja, NBC, ABC og CBS, sl. sunnudagsmorgun, og sagði Car- ville að Kenneth Starr, sérstakur saksóknari í Whitewater-málinu sem hefur nú beint rannsókn sinni að meintu meinsæri forsetans, hefði farið út fyrir valdsvið sitt, „vegna þess að hann hafði ekkert annað [á forsetann]“, og þess vegna ráðist í „eitthvert yfirborðskennt kynlífs- mál og ég held að þjóðinni eigi eftir að ofbjóða þetta allt.“ Carville fullyrti að alls ekki myndi koma til afsagnar forsetans. Um ágreininginn milli Starrs og stuðn- ingsmanna forsetans sagði Carville: „Eg skal segja ykkur hvað mun gerast, það mun brjótast út stríð.“ Annar ráðgjafi forsetans, Paul Begala, sakaði Starr um að byggja rannsóknina á upplýsingaleka, lyg- um og „upplognum sönnunargögn- um“. Sú ákvörðun að starfsmenn emb- ættisins kæmu forsetanum til vam- ar í sjónvarpi var tekin eftir átaka- fund aðstoðarfólks í Hvíta húsinu. „Þetta er martröð," sagði embættis- maður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Tveir ráðherrar í stjóm Clintons, William Cohen, varnarmálaráð- herra, og Robert Rubin, fjármála- ráðherra, era sagðir miður sín vegna ásakana í garð forsetans og var haft eftir ónefndum embættis- manni að Cohen hafi sagt í einka- samtali að ef ásakanimar reyndust á rökum reistar væri „öllu lokið“. Talsmaður vamarmálaráðuneytisins vísaði þessu á bug í gær og sagði ráðherrann ekki kannast við þessi ummæli. Óvænt viðbrögð Stephanopoulos Georges Stephanopoulos var einn nánasti ráðgjafi Clintons í upphafi forsetaferils hans, og frétta- skýrendur hafa gengið svo langt að segja að án Stephanopoulos hefði Clinton aldrei orðið forseti. Ekki síst þess vegna þykja viðbrögð hans harla óvænt nú. í grein í fréttatíma- ritinu Newsweek sem kom út á sunnudag sagði Stephanopoulos m.a.: „Ef fullyrðingar um samband for- setans við Monicu Lewinsky era á rökum reistar verður ekki um villst, að honum hefur mistekist að halda þeirri ráðvendni sem hann hafði einsett sér og haft að engu loforð sem hann gaf almenningi og þeim sem næst honum stóðu. Eg veit ekki hvort ég á að vera reiður, leið- ur eða hvoru tveggja. En ef ásakan- irnar reynast réttar verður mér öll- um lokið. Það yrði skelfileg sóun á margra ára starfi mörg þúsund manns, og stuðningi milljóna." Stephanopoulos er nú starfsmað- ur ABC-sjónvarpsins og Newsweek og sagði í gær að hann væri einfald- lega að sinna starfi sínu. Rahm Emanuel, sem tók við starfi hans sem ráðgjafi forsetans, sagði að Stephanopoulos hefði „hlutverki að gegna“ í nýju starfi, „og hann sinnir því af mikilli fagmennsku". - UTDRÆTTIR UR SAMTÓLUM LEWINSKYS OG LINDU TRIPP „Eg ætla að neita þessu svo hann lendi ekki í klúðri“ NEWSWEEK hefur birt útdrætti úr hljóðrituðum samtölum Monicu Lewinskys og vinkonu hennar, Lindu Tripp, þar sem þær ræða samband þeirrar fyrrnefndu við Biil Clinton Bandaríkjaforseta. Vikuna fyrir jól hafði Monicu Lewinsky og Lindu Tripp verið stefnt til að bera vitni í máli Paulu Jones, sem hefur höfðað mál gegn Bill Clinton og sakað hann um kyn- ferðislega áreitni. Þær töldu að þær yrðu spurðar hvort Lewinsky hefði átt í kynferðislegu sambandi við forsetann. Lewinsky hringdi í Tripp seint að kvöldi og aftur morguninn eftir. Tripp hljóðritaði samtölin. Tripp bað fyrst Lewinsky um leyfí til að segja lögfræðingi sínum frá vandamálinu. Lewinsky. Heldurðu ekki að hann segi „Linda, ég get ekki látið þig ljúga?“ Tripp: Kannski, en það veldur okkur ekki meiri skaða en við höf- um þegar orðið fyrir. Lewinsky. En þá bætist við einn maður sem veit þetta ... Lewinsky. Heyrðu, kannski ætt- um við að segja kvikindinu frá þessu. Kannski ættum við bara að segja: „Talaðu aldrei við mig aftur, ég hef komið þér í klandur [með því að segja öðrum frá sambandinu]. Núna hefur þú þessar upplýsingar, gerðu það sem þú vilt við þær.“ Tripp: Ef þú vilt gera það, þá er það þetta sem ég myndi gera. En ég veit ekki hvort þú ert sátt við þetta. Eg tel að hann ætti að vita þetta. Lewinsky. Hann vill ekki semja [í máli Paulu Jones]. Hann neitar öllu. Tripp: Eg held að ef hann vissi þetta myndi hann semja. Lewinsky. Eg held ekki því hann veit að á endanum verða þetta bara mín orð gegn þínum. Ég vil ekki lýsa þér sem slæmri manneskju. Tripp: Monica, við vitum nú þeg- ar að þú átt eftir að bera Ijúgvitni. Við vitum líka að ég vil losna úr þessu stórmáli... Ef ég þarf að bera vitni, segi ég allt annað en þú. Lewinsky. Það þarf nú ekki að stangast á. Tripp: Hvað meinarðu? Hvernig? Segðu mér hvernig? Hvað á ég að segja ef þeir segja: „Hefur Monica Lewinsky einhvern tíma sagt þér að hún sé ástfangin eða eigi í kyn- ferðislegu sambandi við hann?“ Ef ég segi nei er það meinsæri. Það er mergur málsins. Ég ætla að gera allt sem ég get til að lenda ekki í þeirri aðstöðu. Þetta er það sem ég er að reyna ... Ég held að þú tráir því að þetta sé mjög auðvelt og ég eigi bara að segja skítt með þetta. Þeir geti ekki sannað þetta. Lewinsky. Ég trúi þér, en það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.