Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK ( FRÉTTUM
mínútan
1:1991
2:1992
verðlaun! 3:1993
SKJÁLEIKURINN á Sýn - getur þú svarað þessu?
93
Hvaða ár dó tónlistarmaðurinn
Frank Zappa?
Skjáleikir taka við
að lokinni dagskrá
MARGIR hafa sjálfsagt klórað sér á
hausnum yfir undarlegu fyrirbæri
sem birtist á sjónvarpsskjánum eftir
að hefðbundinni dagskrá lýkur á síð-
kvöldum. Skjáleikir eru nýjung sem
sjónvarpsstöðvamar hafa tekið upp
til að hafa ofan af fyrir þaulsætnustu
áhorfendum sínum. Símaþjónustan
Vox stendur fyrir skjáleiknum í Sjón-
varpinu, sem var fyrst til að taka upp
á þessari nýbreytni, og þar varð Pét-
ur S. Hilmarsson fyrir svörum
Gagnvirkni í Sjónvarpinu
,Vox-símtækni og Ríkisútvarpið-
Sjónvarp hófu samvinnu um rekstur
gagnvirks sjónvarpsleiks um miðjan
nóvember síðastliðinn. Að frum-
kvæði Sjónvarpsins var honum gefið
nafnið Skjáleikurinn. Leikurinn er
gagnvirkur sem þýðir að um leið og
ýtt er á takka á símanum kemur það
fram á sjónvarpsskjánum.
„Skjáleikurinn byggist á hraða-
spurningum þar sem reynir á þekk-
ingu og viðbragðsflýti áhorfenda. Til
að taka þátt í leiknum verður að
hringja í ákveðið símanúmer. A sjón-
varpsskjánum birtast spurningar og
við þeim eru gefnir þrír valmöguleik-
ar og þátttakandinn velur einn
þeirra með símtæki sínu.
Allt að 40 manns geta samtímis
tekið þátt í leiknum og nýjar spurn-
ingar birtast stöðugt á skjánum.
Hver keppandi má aðeins svara
fimm spurningum í röð eftir að hann
nær sambandi. Um leið og ný spurn-
ing birtist á skjánum heyrist hljóð-
merki í símanum og niðurtalning
hefst, en hún er jafnframt sýnd með
rauðri rísandi súlu á skjánum. Þegar
umhugsunarfresti lýkur birtist staða
keppenda á skjánum.
Fremst kemur fram númer kepp-
andans, en fyrir aftan það er þriggja
stafa tala sem sýnii- samanlagða
stigatölu viðkomandi. Loks koma
græn og rauð ljós. Grænt ljós þýðir
að viðkomandi svaraði spumingunni
rétt, en rautt að hann svaraði henni
vitlaust. Tölvan reiknar út þrjá
stigahæstu keppendur hven-ar viku
og hljóta þeir auglýst verðlaun.“
Ógagnvirk samkeppni á Sýn
Sjónvarpið er ekki eitt um hituna
á sjónvarpsleikjamarkaðnum.
Skömmu eftir að leikurinn hófst
svaraði samkeppnisaðilinn með hlið-
stæðum leik á Sýn. Símaþjónustan
Veitan sér um þennan leik og til að
fá frekari upplýsingai- báðum við for-
sprakka hennar að lýsa leiknum.
Fyrir svöram varð Ágúst Sverris-
son.
„Helsti munurinn á okkar leik og
leiknum í Sjónvarpinu er að leikur-
inn á Sýn er ekki gagnvirkur í
strangasta skilningi. Skjámyndirnar
era sendar út með þai- tilgerðri út-
sendingartölvu en leikurinn fer fram
í gegnum númer sem tengt er við
símatölvu Veitunnai’. Engin gagn-
virk tengsl eru á milli þessara
tveggja véla eins og yfirleitt er raun-
in í skjáleikjum. Þegar hringt er í
leikinn slá notendur inn númer
spurninganna sem bh’tast á skján-
um.
Sigurvegarar hverrar viku eru
þeir sem svara flestum spurningum
rétt í röð. Leikurinn er að sjálfsögðu
í opinni dagskrá á Sýn og er alltaf í
gangi utan dagskrártíma. Enga
áskrift þai-f því til að taka þátt, bara
síma og sjónvarpsstæki. Verðlauna
er aflað með því að hafa samband við
auglýsendur sem nýta tækifærið til
að auglýsa vöra sína á ódýran máta.“
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 55
Stórútsala
I
1
hefst í riag kl. 10
Skór
30-80%
afsláttur
Rýmingarsala á fatnaði
Bolir, skyrtur, gallabuxur,
vinnufatnaður og ýmiss
kuldafatnaður
á heildsöluverði
Skemmuvegi 32L, sími 557 5777.
«
I
Eitt blað
fyrir alla!
•punlilní
- kjarni málsins!
STEFNUM HÆRRA!
TRYGGJUM
STEINUNNI VALDÍSI
EITT A F EFSTU SÆTUNUM
X VIÐ SAMTÖK UM KVENNALISTA
I VIÐ STEINUNNI VALDÍSI ÓSKARSDÓTTUR
STUÐNINGSFÓLK