Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIDJUDAGtJR 27. TAKIJAK 1998
FRÉTTIR
MORGUNBLADlí)
Þórður Harðarson yfírlæknir um færri kransæðaútvfkkanir
Veldur sjúkum óhag-
ræði og jafnvel áhættu
„ÞESSI ákvörðun er okkur áhyggju-
efni og má búast við að hún valdi
sjúklingum okkar talsverðu óhag-
ræði og jafnvel áhættu í sumum til-
vikum því þeir eru oft talsvert veikir
og jafnvel óvinnufærir,“ sagði Þórð-
ur Harðarson, prófessor og yfir-
læknir á lyflækningasviði Landspít-
ala, er hann var spurður álits á þeirri
ákvörðun stjórnamefndar Ríkisspít-
ala að draga úr kransæðaútvíkkun-
um og hjartaþræðingum.
Auk þessara ráðstafana hefur
stjómamefndin ákveðið að hætt
skuli valaðgerðum á skurðstofum
Landspítalans á fóstudögum en með
því er átt við annað en bráðaaðgerð-
ir, þ.e. þjónusta við sjúklinga sem
eru á biðlistum. „Þetta kemur niður
á öllum sérgreinum og þvi færri að-
gerðir sem við getum gert þýðir ekk-
ert annað en lengri biðlista,“ segir
Jónas Magnússon, prófessor og yfir-
læknir á handlækningasviði Land-
spítala.
Jónas segir þetta geta verið gall-
aðgerðir, bæklunaraðgerðir, sumar
hjartaaðgerðir og fleira en það geti
hreinlega leitt til þess að sjúkling-
amir verði bráðveikir og séu því
lagðir inn. „I rauninni er enginn
sparnaður að þessu því fyrr eða síðar
þarf að gera þessar aðgerðir, hér er
aðeins um frestun að ræða. Sumir
biðlistasjúklingar myndu líka fym
eða síðar lenda inni á spítalanum
sem bráðasjúklingar.“
Jónas segir ástæðuna fyrir föstu-
dögunum þá að sé ráðist í viðamiklar
aðgerðir á föstudegi þurfi að manna
vakt um helgina betur til að fylgjast
með líðan viðkomandi sjúklinga. Um
15 aðgerðir að meðaltali hafa verið
gerðar á föstudögum á skurðstofum
Landspítala og sagði Jónas þetta því
þýða um 700 aðgerðir á ári. Sé miðað
við að einhverjir þessara sjúklinga
lendi á spítalanum sem bráðasjúk-
lingar segist hann gera ráð fyrir um
500 færri aðgerðum vegna þessara
ráðstafana. Afram yrðu gerðar val-
aðgerðir aðra daga vikunnar og sjúk-
lingar teknir inn af biðlistum eins og
verið hefði. Hann sagði þetta koma
niður á öllum sérgreinum og að
biðlistar myndu lengjast. Hann sagði
þetta vera mildustu sparnaðarað-
ferðina, næsta skref væri að fækka
starfsfólki.
Jónas segir að fjármögnun heil-
brigðiskerfisins sé í grundvallarat-
riðum röng því stofnanir á föstum
fjárlögum geti ekki aukið þjónustu í
Morgunblaðið/Arni Sæberg
FÆKKAÐ verður aðgerðum sjúklinga sem eru á biðlistum Ríkisspítal-
anna á árinu með því að hætta valaðgerðum á föstudögum.
takt við kröfur án þess að lenda í
vandræðum. „Ut frá því sjónarmiði
er því best að gera sem minnst til að
fara örugglega ekki framúr fjárveit-
ingum!“ sagði Jónas og sagði að ekki
væri endalaust hægt að fara að
þeirri ósk stjórnmálamanna að veita
meiri þjónustu fyrir sífellt minna
fjármagn. Hann sagði að á hand-
lækningasviði ætti að spara um 3%
sem þýddi 80-100 milljónir sem væri
umtalsverð upphæð.
Milli 550 til 600 manns fara árlega
í kransæðaútvíkkanir og hjarta-
skurðaðgerðir og fjöldi hjartaþræð-
inga er að nálgast þúsund. Þórður
Harðarson segir að fjöldi hjarta-
skurðaðgerða hafi staðið nokkuð í
stað síðustu árin en mikil fjölgun
hafi verið í kransæðaútvíkkunum.
Kvik-
mynda-
fyrirtæki
safnar
tvíförum
FYRIRTÆKIÐ Sjónarspil
auglýsti nýlega eftir tvíförum í
Morgunblaðinu og svöruðu um
20 manns auglýsingunni.
Kvikmyndafyrirtækið aug-
lýsti eftir mönnum sem líktust
Mao Tse Tung, Lenín, Che
Guevara, Karli Marx, Abra-
ham Lincoln og Fidel Castro.
Einnig auglýsti það eftir fólki
af afrískum uppruna. Fahad
Falur Jabali, einn eigandi
kvikmyndafyrirtækisins Sjón-
arspils, sagði fyrirtækið sér-
hæfa sig í leit að fólki í verk-
efni fyrir kvikmyndagerðar-
menn og framleiðendur aug-
lýsinga.
Sláandi líkur Maó
„Viðskiptavinir okkar koma
oft með óvenjulegar fyrir-
spumir og þá kemur til kasta
okkar að koma til móts við
þær. Við höfum aldrei haft
fólk á skrá hjá okkur en vegna
þess hve oft við fáum fjöl-
breyttar beiðnir datt okkur i
hug að auglýsa eftir tvíförum
og fólki af afrískum uppruna.
Um 20 svör bárust og segist
Fahad vera ánægður með við-
brögðin. „Við eigum nú á skrá
hjá okkur mann sem er slá-
andi líkur Mao, einn Che Gu-
evara og Lenín á unga aldri.
Það er mikil þörf fyrir þá
starfsemi sem fyrirtæki okkar
veitir. Við erum sífellt að leita
eftir fólki í auglýsingar og
kvikmyndir og þiggjum allar
ábendingar.“
*
I varðhald
vegna
innbrota
PILTUR innan við tvítugt var á
laugardag úrskurðaður í gæsluvarð-
hald fram í mars. Er hann grunaður
um rán, innbrot og fleira.
Pilturinn var tekinn í síðustu viku
vegna ránstilraunar í söluturni við
Gnoðarvog í Reykjavík og játaði
hann verknaðinn. Hann á afbrota-
feril að baki og var m.a. vegna hans
úrskurðaður í áðurgreint varðhald.
Morgunblaðið/Kristinn
VEGLEG hátíðarterta átti athygli barnanna. Hún var skreytt merki
skólans og á hana höfðu verið skrifuð ýmis spakmæli.
Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn stofn-
ar séreignadeild
SAMEINAÐI lífeyrissjóðurinn hef-
ur stofnað séreignadeild til að taka á
móti lífeyrisiðgjöldum til viðbótar
þeim 10% sem nú eru greidd til sam-
tryggingardeildar sjóðsins, en sjóð-
urinn hefur allt frá árinu 1993 unnið
að því að koma séreignadeild á lagg-
imar.
Fjármálaráðuneytið hefur hins
vegar ekki fyrr en nú staðfest nauð-
synlegar breytingar á reglugerð
sjóðsins vegna þessa og kom málið
því til kasta umboðsmanns Alþingis,
sem komst að þeirri niðurstöðu 8.
janúar síðastliðinn að ráðuneytinu
væri ekki stætt á því að staðfesta
ekki breytingar á reglugerð lífeyris-
sjóðsins.
Góð viðbót
I frétt frá stjóm Sameinaða lífeyr-
issjóðsins kemur fram að hún hafi
ákveðið að stofna nú þegar séreigna-
deild við sjóðinn á gmndvelli núgild-
andi laga sem em frá árinu 1980.
Þegar ný lög um lífeyrissjóði taki
gildi um mitt ár, þ.e.a.s. 1. júlí næst-
komandi, fari um greiðslur þessar
samkvæmt II. kafla þeirra laga, en
þar er fjallað um séreignalífeyris-
sparnað og er samkvæmt lögunum
heimilt að hefja útgreiðslu þess
spamaðar þegar 60 ára aldri er náð.
I fréttinni segir að séreignadeildin
sé hugsuð sem góð viðbót við lífeyr-
issjóðinn en komi ekki í stað þeirrar
tryggingar sem fehst í því að greiða
til samtryggingarsjóðs. Greiðslur til
séreignadeildar geti verið á grand-
velli kjarasamnings eða ráðningar-
samninga á einstökum vinnustöðum
og sé þá samningsatriði hvort vinnu-
veitandinn eða launþeginn eða hvorir
tveggja greiði framlagið. Séreigna-
sjóður sé góð viðbót við hefðbundnar
greiðslur til dæmis fyrir þá starfs-
menn sem vilja hætta vinnu áður en
venjubundnum ellilífeyrisaldri er
náð eða vilja hafa ríkulegri lífeyri
fyrstu árin eftir að taka ellilífeyris
hefst.
Þá segir að greiðslur í séreigna-
sjóð samkvæmt kjara- eða ráðning-
arsamningi séu frádráttarbærar frá
skatti hjá fyrirtækjum sem inna slík-
ar greiðslur af hendi vegna starfs-
manna sinna. Frá 1. janúar næst-
komandi sé síðan launþegum heimilt
að draga 2% til viðbótar þeim 4%
sem gilda í dag frá tekjuskatti, eða
samanlagt 6%.
Opið hús
í Digranes-
skóla
Talsmaður Evrópusambandsins segir erfítt fyrir
fsland að komast undir „hvolf“ ESB
Bezta leiðin að ganga í ESB
FJÖLDI foreldra og nemenda lagði
leið sína í Digranesskóla á laugar-
dag til að skoða nýja viðbyggingu
við skólann sem tekin var í notkun
í síðustu viku. Kynningin var hald-
in að tilhlutan foreldrafélagsins í
skólanum og var boðið upp á veit-
ingar, auk þess sem kór skólans
söng og lúðrasveit spilaði.
Viðbyggingin kemur ofan á vest-
urálmu skólans. Um er að ræða
fimm kennslustofur, auk fullkom-
ins tölvuvers og setustofu fyrir
nemendur. Þá hefur anddyri skól-
ans verið endurnýjað.
Hafist var handa um fram-
kvæmdir við viðbygginguna eftir
að skóla lauk sfðastliðið vor í fram-
haldi af því að ákveðið var að ein-
setja skólann.
I tilefni af viðbyggingunni færði
foreldrafélagið skólanum innram-
maða mynd að gjöf sem tekin er á
fyrstu starfsárum skólans fyrir
hálfum fjórða áratug. Þá var skól-
inn einungis ein bygging, en síðan
hefur margsinnis verið byggt við
hann.
PETER Jprgensen, talsmaður Ritt
Bjerregaard, sem fer með umhverf-
ismál í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, segir að það myndi
reynast afar erfitt að leyfa Islandi
að taka þátt í samstarfi ríkja ESB
um framkvæmd Kyoto-bókunarinn-
ar um losun gróðurhúsalofttegunda.
„Bezta leiðin til að komast undfr
hvolf ESB er að ganga í samband-
ið,“ segir Jprgensen.
ESB-ríkin hafa ákveðið að koma
á fót svokölluðu „hvolfi“ við fram-
kvæmd Kyoto-bókunarinnar. Það
þýðir að sambandið sem heild
skuldbindur sig til að draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda um 7%,
en einstök aðildarríki mega ýmist
auka útblástur eða verða að minnka
hann. Halldór Asgrímsson utanrík-
isráðherra sagði í ræðu í Brussel í
síðustu viku að það væri í evrópska
þágu að Island fengi að taka þátt í
þessum skiptum á útblásturskvóta,
því að önnur Evrópuríki skorti þær
endumýjanlegu orkulindir sem er
að finna á íslandi.
Jorgensen sagði í samtali við
Morgunblaðið að Halldór og Bjer-
regaard hefðu rætt þetta mál stutt-
lega á fundi sínum í Brussel í síð-
ustu viku. íslenzk stjórnvöld hefðu
jafnframt tekið hugmyndina upp við
framkyæmdastjórann er hún heim-
sótti ísland á síðasta ári. Svörin
hefðu ævinlega verið á þá leið að
málið yrði skoðað, en samstarf við
ísland um losun gróðurhúsaloftteg-
unda væri annmörkum háð.
Beiðni um meiri niður-
skurð í ríkjum ESB
„Ég er viss um að legði ísland
fram formlega beiðni um þátttöku í
hvolfinu myndi ESB taka hana til
athugunar," segir Jprgensen.
„Slíkt yrði hins vegar afar erfitt í
framkvæmd. Hvað myndi það þýða
að ísland tæki þátt í hvolfi ESB?
Það þýddi að ísland færi fram á
það við aðildarríki ESB að þau
tækju á sig meiri niðurskurð en
ella til að koma til móts við þarfir
íslands. Af hverju ættu þau að vilja
það?“
Jprgensen segir að í Kyoto hafí
Island fengið meira svigrúm en
nokkurt annað ríki til að auka los-
un sína á gróðurhúsalofttegundum.
„Ef ég man rétt fékk ísland heim-
ild til að auka losun sína um 10%
og við vorum í Kyoto til að semja
um samdrátt, en ekki aukningu. Ég
man líka ekki betur en að Island
hafi undirritað Ríó-sáttmálann, þar
sem kveðið er á um að leitazt skuli
við að auka ekki útblástur gróður-
húsalofttegunda á árunum 1990 til
2000,“ segir Jorgensen.
Hann segir að ESB hafi engu að
síður skilning á sérstökum aðstæð-
um á íslandi vegna annars konar
samsetningar orkugjafa en tíðkist í
öðrum Evrópuríkjum og vegna
nýrrar stóriðju, sem nú sé að rísa.
I
>
I
I
\
\
\
I
)