Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 49
i
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 49
I
:
í
1
1
I
i
I
I
I
J
I
i
:
<
;i
I
i
4
4
\
4
4
:
4
4
4
4
J
FRÉTTIR
Ur dagbók lögreglunnar
Fimmtán ökumenn
grunaðir um ölvun
23. til 26. janúar
FIMMTÁN ökumenn voru um
helgina teknir grunaðir um ölvun
við akstur. Einn þeirra reyndi að
stinga af á hlaupum en náðist og
annar ók frá árekstrarstað en
náðist fljótlega. Þá voru 43 stöðv-
aðir vegna hraðaksturs og ein-
hverjir þeirra misstu ökuskírteini
sín.
Lögreglan hafði afskipti af
fjöldamörgum ökumönnum vegna
annarra umferðarlagabrota svo
sýnilega hafa margir ökumenn
fengið punkta í ökuferilsski-á sína
um þessa helgi sem endranær.
Nokkur innbrot voru um helg-
ina. Brotist var inn í kjallaraíbúð í
austurborginni og stolið mörgum
verðmætum tækjum. Úr Grafar-
vogskirkju vai’ stolið geislaspilara
og sáust tveir piltar við kirkjuna.
Húsleit var gerð hjá tveimur kon-
um sem nokkuð hafa komið við
sögu lögreglu og fannst þar tals-
vert magn af þýfi og smávegis af
fíkniefnum. Þá var bíll stöðvaður
á laugardag og fannst í honum
mikið af þýfi. Þrennt sem í bílnum
var viðurkenndi gripdeildir í
verslun.
Dyravörður sleginn
Dyravörður í Perlunni var sleg-
inn í andlitið á laugardagskvöldið
þegar hann hugðist vísa manni út
sem hafði kastað af sér vatni á
gólfið þar innan dyra. Maðurinn
bar fyrir sig minnisleysi vegna
ölvunar. Aðfaranótt sunnudags
var ráðist á mann á þrítugsaldri í
Austurstræti. Hann hlaut skurð á
höfði. Arásarmaðurinn var hand-
tekinn en hann er á svipuðum
aldri. Maður, sem hljóp hvað eftir
annað fyrir sjúkrabílinn sem var
að flytja þann slasaða af vett-
vangi, var handtekinn. Þá varð
sambýlisfólk í austurborginni
ósátt snemma á sunnudagsmorgni
og varð að flytja konuna á slysa-
deild eftir að maðurinn hafði að
hennar sögn lumbrað á henni með
stólfæti.
Stúlka fór í sjóinn við Faxagarð
aðfaranótt sunnudags en henni
var bjargað fljótlega af nærstödd-
um. Lögi’eglan flutti hana á slysa-
deild til aðhlynningar. Þá fór öku-
maður frá bensínstöð aðfaranótt
sunnudags án þess að greiða fyrir
bensín sem hann fékk. Hann náð-
ist stuttu síðar og greiddi skuld
sína. Aðfaranótt sunnudags
þurftu lögreglumenn einnig að
fara inn í mannlausa íbúð í Engja-
hverfi vegna hunds sem þar gelti
stanslaust. Var hundurinn fluttur
á hundahótel.
Helgin var annars tiltölulega
róleg en fremur fátt fólk var í
miðborginni aðfaranætur laugar-
dags og sunnudags. Tilkynnt var
um slagsmál á Lækjartorgi
snemma á sunnudagsmorgni en
þar nægði að fjarlægja einn óróa-
segg til að allt yrði rólegt.
Hreyfíþroski
barna og
íþróttavísindi
DR. Rolf P. Ingvaldsen, prófessor
við Tækni- og náttúruvísindaháskól-
ann í Þrándheimi, og Hermundur
Sigmundsson M.Ed., í doktorsnámi í
taugasálfræði við sama skóla, flytja
fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunar Kennaraháskóla íslands,
miðvikudaginn 28. janúar kl. 16.15,
um skertan hreyfiþroska barna og
íþróttavísindi.
„Dr. Rolf mun fjalla um grundvöll
íþróttavísinda og kenningar um
stjórnun og þróun hreyfinga. Her-
mundur mun aftur á móti kynna
rannsóknir sínar sem hafa beinst að
5-8 ára gömlum börnum sem eiga í
erfiðleikum með samhæfingu hreyf-
inga. Rannsóknir hans byggjast á
kenningum um skynheildun (sens-
ory integration) og starf heilahvela
(hemispheric competence). Mun
hann kynna doktorsverkefni sitt
sem fjallar um þátt skynjunar og
starfs heilahvela í samhæfingu
hreyfinga hjá börnum," segir í
fréttatilkynningu frá KHÍ.
Rolf og Hermundur starfa báðir
við íþróttafræðideild Tækni- og
náttúruvísindaháskólans í Þránd-
heimi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu M-301 í Kennaraháskóla ís-
lands og er öllum opinn. Rolf mun
flytja mál sitt á ensku en Hermund-
ur á íslensku.
Frönsk kvik-
myndasýning
KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance
Frangaise, Austurstræti 3 (gengið
inn frá Ingólfstorgi), sýnir frönsku
gamanmyndina „La Vocation
d’Adrienne“ eða Köllun Adrienne
miðvikudagskvöldið 28. janúai’ kl.
21. Myndin er frá árinu 1997 eftir
Joél Santoni.
Myndin segir frá Adrienne, fimm-
tugri konu, sem ekur strætisvagni í
París. Hún er tveggja barna móðir,
gift verkamanni sem vinnur í verk-
smiðju. Vegna umferðaróhapps tek-
ur frægur tískufrömuður eftir
Adrienne og býður henni að vera að-
alsýningarstúlkan í sýningu á sinni
fyrstu seríu af fjöldaframleiddum
fatnaði. Myndin er ekki venjuleg
saga um Óskubusku og ævintýri
hennar heldur gamansöm en um leið
raunsönn lýsing á ólíkum heimi
verkamannafjölskyldu og hátísku
Parísar.
Myndin er á frönsku og sýnd án
texta.
Efth’ sýningu aðalmyndarinnar
verður sýnd ótalsett stuttmynd; „Le
Réveil" eða Vekjaraklukkan með Je-
an-Claude Dreyfus í aðalhlutverki
sem margir þekkja í hlutverki slátr-
arans í „Delicatessen".
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Afmælisdagskrá
í Sólheimasafni
FIMMTÍU ár eru liðin í dag, þriðju-
daginn 27. janúar síðan Borgar-
bókasafn Reykjavíkur Útibú III að
Hlíðarenda við Langholtsveg var
opnað. Safnið var fljótlega flutt í
Efstasund og þaðan í Sólheima 27
þar sem það var opnað í janúar 1963
og þar er safnið í dag.
Sólheimasafnið var fyrsta hús-
næðið 1 eigu Borgarbókasafns sem
var hannað og byggt sem bókasafn.
í tilefni þessara tímamóta verður
kvölddagskrá í safninu í kvöld,
þriðjudagskvöld kl. 21.15.
Til skemmtunar verður upplestur,
tónlist og dans. Gyrðir Elíasson rit-
höfundur les úr nýrri bók sinni,
Vatnsfólkinu, Ögmundur Jónsson
leikur á gítar Æfingu nr. 11 eftir
Leo Brouwer og Kristín Bjömsdótt-
ir og Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir
leika á þverflautur, Menúett eftir
Haydn og Chaconne eftir Pachelbel.
Börn úr Danssmiðju Hermanns
Ragnars sýna dansa.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Fyrirlestur um
umhverfismál
VÉLADEILD Tækniskóla íslands
gengst á þessari önn fyrir fyririestra-
röð um umhverfismál.
Miðyikudaginn 28. janúar fjallar
Hugi Ólafsson, deildarstjóri í um-
hverfisráðuneytinu, um áherslur Is-
lands í umhverfismálum.
Fyrirlesturinn er opinn öllum
áhugamönnum um málefnið, en að
honum loknum verður opnað fyrir
umræðum. Fyrirlesturinn er hald-
inn í húsnæði Tækniskóla íslands,
Höfðabakka 9, stofu 339, 2. hæð, og
hefst kl. 17.
Heimahlynning
með opið hus
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudaginn 27. janúar, ld.
20-22 í húsi Krabbameinsfélags Is-
lands, Skógarhlíð 8.
Gestur kvöldsins, Sæmundur
Stefánsson, deildarstjóri fræðslu-
og útáfudeildar Tryggingastofnun-
ar ríkisins, veitir upplýsingar um
tryggingamál.
Kaffi og meðlæti á boðstólum.
Lýst eftir
stolnum bflum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir nokki-um bílum sem stolið hef-
ur verið að undanförnu. Biður hún
þá sem einhverjar upplýsingar geta
gefið að hafa samband sem fyrst.
Um er að ræða Saab 900 sem
stolið var 3. janúar frá Dúfnahólum
2, árgerð 1986, blár að lit með núm-
erið HP 171; Pajero langur, IB 964,
árgerð 1987, hvítur, stolið af bíla-
stæði við Heklu 20. janúar; Saab
900, árgerð 1987, rauður að lit, nr.
IA 628, en honum var stolið frá
Flókagötu 67 22. janúar og loks
Daihatsu, árgerð 1991, rauður að lit,
nr. LK 479 sem stolið var 26. janúar
í Hafnarfirði.
Þorrablót á
Flúðum
ÞORRABLÓT verður haldið í Fé-
lagsheimilinu á Flúðum laugardag-
inn 31. janúar nk. Húsið verður
opnað kl. 19.30. Jóhannes Krist-
jánsson, eftirherma og grínisti,
kemur og skemmtir og hljómsveitin
Hjónabandið leikur fyrir dansi.
Verð 2.500 kr.
LEIÐRÉTT
Gunnlaugur P.
NAFN höfundar greinar í ferða-
blaði síðasta sunnudag, um sól-
skinseyjar á Tælandsflóa, misritað-
ist í kynningu. Rétt nafn er Gunn-
laugur P. Erlendsson og er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
Tæknideild Vestmanna-
eyjabæjar
MISSAGT var í Morgunblaðinu sl.
sunnudag í frétt um tilraun með
eldfjallavöktunarkerfi í Eyjum að
Bæjarveitur Vestmannaeyja væru
meðal stofnana sem stæðu að verk-
efninu. Rétt er að Tæknideild Vest-
mannaeyjabæjar er ein þeirra
stofnana sem standa að þessu verk-
efni. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Morgunblaðið/Kristinn -
Goshverinn gýs á
hverjum degi
GOSHVERINN í Öskjuhlíð sem
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri opnaði fyrir síð-
astliðinn laugardag verður í
gangi milli kl. 11-12 og 15-16 á
hverjum degi næstu mánuði.
Ekki hefur hvernum verið gef-
ið nafn. Til stendur að efnt
verði til samkeppni um nafn á
hann.
Vilja Fróðárheiði
inn í vegaáætlun
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun:
„Stjórn heilsugæslustöðvar Ólafs-
víkurlæknishéraðs mótmælir þings-
ályktun um vegaáætlun fyrir árin
1998-2002 er liggur fyrir Alþingi
þar sem ekki er gert ráð fyrir fjár-
magni til uppbyggingar Ólafsvíkur-
vegar, Fróðárheiðar, sem nýs verk-
efnis eins og gert var ráð fyrir í
langtímaáætlun um vegagerð 1991,
með samkomulagi allra þingflokka
og fjárveitinganefnd Alþingis.
Stjóm heilsugæslustöðvarinnar
krefst þess að bætt verði á verk-
efnalistann sem nefnist „nýverk-
efni“ Ólafsvíkurvegar; Fróðárheiði
200 mkr. til framkvæmda árin
1998-2000. Þessi vegur er mjög
mikilvæg þjónustu- og öryggisteng-
ing heilsugæslustöðvarinnar í Ólafs-
vík við íbúa læknishéraðsins sunnan
heiðar, það er Staðarsveit og
Breiðuvík.
Vegurinn um Fróðárheiði, sem er
aðeins 13-14 km, er aðaltengivegur
íbúa Snæfellsbæjar við hringveg-
inn. Þessi leið styttir einnig leið
íbúa Snæfellsbæjar um 55 km að
hringveginum. Þegar sameining
sveitarfélaganna á utanverðu Snæ-
fellsnesi fór fram 1994 hafði yfirlýs-
ing stjómvalda um forgang í sam-
göngumálum þar sem sameining
yrði samþykkt jákvæð áhrif á af-
stöðu íbúanna varðandi sameiningu.
Því miður hafa stjómvöld ekki stað-
ið við þessi fyrirheit; uppbyggingu
vegar yfir Fróðárheiði, sem var að-
alatriði, auk þess að leggja bundið
slitlag á veginn um Staðarsveit og
Breiðuvík til Arnarstapa.
Stjórnin skorar á þingmenn Vest-
urlands að hafa forgöngu um þessa
leiðréttingu á vegaáætlun fyrir árin
1998-2002.
Samþykkt þessi verður send sam-
gönguráðherra, samgöngunefnd Al-
þingis, fjárlaganefnd og vegamála-
stjóra.“
ÞRIGGJA sæta sófum af þessum gerðum var stolið úr vörugámi í
Síðumúla í vikunni.
Sófasettum stolið úr gámi
BROTIST var inn í vöragám við
verslunina Öndvegi í Síðumúla 20 í
Reykjavík aðfaranótt miðvikudags
21. janúar og stolið þaðan húsgögn-
um að verðmæti nokkuð á aðra
milljón króna.
Stolið var þremur þriggja sæta
sófum og sex stólum. Lögreglan
óskar eftir því að þeir sem geta gef-
ið upplýsingar um innbrotið eða
hvar umrædd húsgögn era niður
komin snúi sér til hennar.