Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 27 Hugleiðsla á tónum trúar TONLIST Hallgrfmskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Schein, Jón Hlöðver Áskelsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Pepping og J.S. Bach. Schola cantor- uni u. stj. Harðar Áskelssonar. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 25. janúar kl. 17. HINN átján manna kammerkór Schola cantorum hélt tónleika í Hallgrímskirkju sl. sunnudag við ágæta aðsókn. Tónleikarnir voru settir upp með „lítúrgísku“ sniði, þ.e. efnisskráin uppbyggð eins og helgistund með inngangi, Davíðs- sálmasöng, hallelúja, guðspjalli, út- leggingu, bæn, lofgjörð og útgöngu, og var beðizt undan lófataki áheyr- enda. Tónsögulegt þversniðið var breitt og teygði sig frá gi-egorssöng um snemm- og síðbarokk yfir i 20. öld og nútíma. Heildarblærinn minnti því nokkuð á Skálholtstón- leika, nema hvað textar og tóntak báru hér meiri keim af alvöru há- vetrar. Músíklega var efnisskráin afar vel niður jöfnuð, og tengdu einrödd- uðu gregorssöngvamir margrödd- uðu tónverkin frá ýmsum tímum líkt og A-kaflar í stóru rondói, er hófst og lauk með Andstefí og 33. Davíðssálmi á inngöngu og út- göngu, en Hallellúja, Lofsöng Mar- íu og Lofsöng Símeons á milli kór- verka. Útkoman var því eins og þús- und ára hugleiðsla í tónum, þar sem gregorssöngurinn myndaði kyrrð- arstiklur milli tilfinningahlaðnari tjáningar nafngreindu höfundanna í niðurröðun, er hefði ekki síður notið sín á geisladiski. Johann Hermann Schein (1586-1630) var ásamt Rosenmúller og Kuhnau meðal fyrirrennara Bachs í einu af höfuðvígum lúth- erskrar tónsköpunar, kantorsstóli Tómasarkirkjunnar í Leipzig. Kór- inn söng eftir hann 5 radda (SSATB) mótettu, „Die mit Thranen saen“ úr safninu „Israels- brúnnlein“ frá 1623; áhrifamikið lít- ið verk, er hófst á rísandi krómat- ísku fúgatói, sem leiddi síðan yfir í andsvarskafla milli karl- og kven- radda og skartaði víða alldjörfum hljómfærslum. Það var þakkarvert að fá að heyra í þessum allt of sjald- heyrða meistara, og kórinn söng hér sem endranær af mikilli natni og innlifun, þó að sérkennilegar áherzlur á einstök orð virkuðu við fyrstu heyrn ívið ýktar. Hin örlitla yfirvikt sóprans (6-4-4-4) kom eðli- lega ekki að sök í fimmrödduninni, líkt og stundum vildi brenna við í fjórröddun seinni verka, en það er eilífur vandi kammerkóra er þurfa að takast á við margskonar radd- skipan. Tvö íslenzk verk voru á boðstól- um, fyrst Tignið Drottin, andstef og mótetta yfir 102. Davíðssálm eftir Jón Hlöðver Áskelsson frá 1997. Verk hans, sem hefst á rísandi ún- ísónó-hyllingarstefi í fer- og fimm- undarstökkum og notar m.a. þrástefstækni með „þjóðlegri" sam- stígni, en einnig breiða og stundum krassandi hómófóníu, var mjög fal- lega sungið, enda áhrifamikil en þó timalaus blanda af fomu og nýju, angurværð og tilfinningahita. Hin þegar sígilda perla Hjálmars Ragn- arssonar, Ave María, sem Mótettukórinn frumflutti 1986, virt- ist ekki síður koma fallega út í með- ferð kammerkórs, og man undirrit- aður að svo stöddu ekki eftir að hafa heyrt verkið betur flutt í langan . tíma. Síðustu rödduðu kórverkin vora þýzk. Fyrst var „Jesús og Nikodemus," guðspjallsmótetta úr „Spandauer Chorbuch" eftir Ernst Pepping (1901-81), sem rekur prósa-samtal Jesú og faríseans á sérkennilegan hátt með því að tjá orð Nikodemusar í únis-karlradda- söng en orð Jesú í „misterioso" tút- tí-margröddun, og verður stígandi í verkinu samfara skynjanlegri auk- inni óþolinmæði Krists gagnvart þessum faríseíska þverhaus þegar frá líður. Burtséð frá stökum texta- óskýrleika, sem kirkjurýmið mikla bætti vissulega ekki úr, var þetta athyglisverða verk vel flutt, og sömuleiðis var unun að söng SC í hinni frábæru tveggja kóra mótettu Bachs, „Komm, Jesu, komm,“ þrátt fyrir að kórahelmingarnir - þótt fá- mennir væru - hefðu líklega mátt standa fjær hvor frá öðrum til að skila betur „spezzato" andsvars- áhrifum verksins. Þó að textinn - bæn á banastundu - virtist ekki fagnaðarefni, þá fyndist manni „vals“-sekvenzakaflinn („Komm, komm, ich will mich dir ergeben...“), þótt annars héldi ágætri sveiflu, engu að síður gefa enn meira tilefni til gleðitjáningar en hér gat að heyra, enda sízt einhlítt hjá Bach á slíkum endurlausnarstundum, sbr. kantötuaríur eins og Ich freue mich an meinem Tod, þar sem trúarsann- færing meistarans brýzt út í upp- hafna gleði. Schola cantorum hefur á skömm- um tíma náð undraverðum árangri undir vandvirkri stjórn Harðar Áskelssonar í formi einhvers fágað- asta kammerkórsöngs sem um get- ur á þessu landi. Tónleikaskrártexti Sigurjóns Halldórssonar var vel saminn og greindi stutt en samt skilmerkilegar frá sjálfri tónlistinni en algengast er í slíkum plöggum. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur •Ljós/Mál, í bókinni eru Jjósmynd- ir og ljóð. Hugmyndin íið baki bók- inni er sú að fá tvær ólíkar lista- gyðjur til að slá samhljóm og láta orðin túlka það sem augað hefur áður fest á filmu. Eða eins og stendur í formála bókarinnar: „Myndasmiður leikur laglínu en skáld skreytir hana tilbrigðum, dregur fram tiltekið stef eða bætir við nýju. “ Umsjónar- menn bókarinnar, þau Ólöf Pétursdóttir, Valgerður Benediktsdóttir og Þorvarð- ur Hjálmarsson, sem öll eru félagar í Ritlistarhópi Kópa- vogs, segja að sú hugmynd hafi kviknað hjá hópnum að Ijóðskreyta verk nokkurra landskunnra ljósmyndara kenna má við Kópavog. Fimm ljós- myndarar voru kallaðir til skrufs og ráðagerða, þau Krissý, Kristján Logason, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson og Ragnar Th. Sigurðs- son. Komu þau með vænan bunka af myndum sem 24 skáld sem eiga ljóð í bókinni völdu svo úr eftir eigin smekk. Ritlistarhópur Kópavogs gefur Morgunblaðið/Árni Sæberg UMSJÓNARMENN bókarinnar: Valgerð- ur Benediktsdóttir, Þorvarður Hjálmars- son og Ólöf Pétursdóttir. sem út. Lista- og menningarráð Kópa- vogs styrkti útgáfu bókarinnar sem prentuð er í Prentsmiðjunni Grafik hf. Hönnun og uppsetningu annað- ist Auglýsingastofan XYZETA. Ljós/Mál er 55 síður og kostar 1.800 kr. GAGNRÝNANDI segir sýninguna afar vel lukkaða, hugmyndaríka og skemmtilega. Frábær skemmtun fyrir börn og foreldra LEIKLIST Hermóður og Háðvör SÍÐASTI BÆRINN í DALNUM eftir Loft Guðmundsson. Leikgerð eftir Gunnar Helgason og Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Björk Jakobsdóttir, Gunn- ar Helgason, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón St. Kristjánsson og María Ellingsen. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Gervi og brúður: Ásta Hafþórs- dóttir. Tónlist: Margrét Örnólfsdótt- ir. Hljóðmynd: Kjartan Kjartansson. Smíðar og hönnun leikmuna: Þórar- inn Blöndal. Hafnarfjarðarleikhúsið, laugardagur 24. janúar. HIÐ gamla ævintýri Lofts Guð- mundssonar, Síðasti bærinn í daln- um, er fyrsta verkið sem Hafnar- fjarðarleikhúsið, Hermóður og Háðvör, setur upp fyrir böm. Það var spennandi að sjá hvort þeir Hafnfirðingar héldu alþekktum krafti sínum og fjöri í þessu verki líkt og í fyrri uppfærslum sínum, og það er skemmst frá því að segja að þeir virðast síður en svo hafa misst dampinn. Sýningin er afar vel lukkuð: hugmyndarík, skemmtileg og mjög vel unnin í alla grein. Hér er um nýja leikgerð eftir þá Gunn- ar Helgason og Hilmar Jónsson að ræða og er hún trú hinu upphaf- lega verki í smáu sem stóra, auk þess sem viðbætur þeirra félaga falla vel að verkinu í heild. Þeir sem muna hina vinsælu kvikmynd Oskars Gíslasonar verða varla fyrir vonbrigðum með sýninguna og allir hinir ættu einnig að geta skemmt sér konunglega. Hér er valið að miða atburðarás- ina að mestu við upplifun barn- anna, systkinanna Bergs og Sól- rúnar, sem era leikin af innlifun og kæti af þeim Halldóri Gylfasyni og Hildigunni Þráinsdóttur. Þau læra um tilvist trölla og álfa, álaga og verndargripa af vöram ömmu sinn- ar, en faðir þeirra vísar slíku tali á bug sem hjátrú og hindurvitnum. Eins og sæmir hinum vantráaða verður faðirinn auðveldust bráð fyrir óvættimar, hann ræður tröll- karl í dulargervi sem vinnumann og fellur flatur fyrir dulbúinni kerlu hans. En það eru bömin sem með hjálp dvergsins Rindils Rind- ilssonar og álfkonunnar úr bæjar- hólnum afstýra því að illa fari fyrir fjölskyldunni og allt fer vel að lok- um. Allir standa leikararnir sig vel og hafa greinilega gaman af því sem þau era að gera. Gunnar Helgason er frábær bæði í hlut- verki föðurins og dvergsins. Síðar- nefnda gervið vakti mikla lukku áhorfenda enda sérlega vel hannað. Sama má segja um gervi tröllanna sem þau María Ellingsen og Jón St. Kristjánsson leika skemmtilega groddalega. Björk Jakobsdóttur lætur jafnvel að leika ömmu gömlu sem og tígulega álfkonu. Áhersla er lögð á húmor í leiknum og skilar hann sér vel til áhorfenda. Það er Þórann María Jónsdóttir sem hannar búninga og Ásta Haf- þórsdóttir hannar gervin. Sam- vinna þeirra hefur tekist með miklum ágætum því búningarnir og gervin setja mikinn og skemmtilegan svip á sýninguna. Finnur Arnar Arnarsson gerir leikmyndina af list og útsjónar- semi. Höfundareinkenni hans eru augljós á leikmyndinni, en Finnur Arnar hefur nokkra reynslu af þessu tiltekna rými og er farinn að kunna vel á svæðið. Lýsingin skiptir miklu máli fyrir leikmynd- ina, sem og framvindu leiksins, og hefur greinilega átt sér stað góð samvinna Finns Arnars og Björns Bergsteins sem annast lýsinguna. Lýsingin er frábær hjá Birni og var t.a.m. mikið klappað þegar tröllin breyttust í steina með dyggri aðstoð ljóssins. Tónlist við sýninguna gerði Margi-ét Örnólfs- dóttir og hljóðvinnslu annaðist Kjartan Kjartansson, og átti hvort tveggja sinn þátt í að auka skemmtigildi uppfærslunnar. Sýningin í heild er enn ein rósin í hnappagat leikstjórans, Hilmars Jónssonar, sem og leikhópsins alls. Þetta er sýning sem foreldrar hafa gaman af ekki síður en börnin, sannkölluð fjölskylduskemmtun. Það er alltof sjaldan sem bömum gefst kostur á að sjá verk sem unn- in era upp úr íslenskri sagna- og ævintýrahefð, svo ég skora á alla foreldra að láta þetta tækifæri ekki fram hjá þeim fara. Soffía Auður Birgisdóttir — ELDRI BORGARAR — Á besta stað í borginni að Dalbraut 16 ca 150 metra frá Sundlaugunum í Laugardal, eru Samtök aldraðra að byggja fjögurra hæða hús með 2ja og 3ja herbergja íbúðum. í húsinu er lyfta og bílageymsla. Allar íbúðir hafa suðursvalir. Aðeins fáum íbúðum óráðstafað og plássum í bílgeymslu. íbúðirnar eru ætlaðar fólki 60 ára og eldra. íbúðirnar afhendast fullbúnar með fullfrágenginni lóð. Teikningar liggja frammi á skrifstofu samtakanna, Hafnarstræti 20. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 10—12 og 13—15, sími 552 6410. Samtök aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.