Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Fuglinn
í Qörunni
Hjartsláttur
á sviði
TÓIVBdKMEIVNTIR
Nótnabækur
SÖNGLAGABÓK
Jón Þórarinsson: Sönglög. 27
lög fyrir söngrödd og píanó.
ísalög, Reykjavík 1997. 75 síð-
ur. Verð (Tónastöðin):
2.200 kr.
I BLORA við allar arðsemi-
líkur halda hugsjónafullir
nótnaútgefendur ótrauðir
áfram að prenta fyrir hérlend-
an dvergmark-
að. Isalög hef-
ur undanfarin
ár aðallega
einbeitt sér að
íslenzka ein-
söngslaginu,
og komu laust
fyrir síðustu
jól út á þess
Jón vegum ofan-
Þórarinsson greind lög eft-
ir Jón Þórarinsson. Þar má
finna 15 sönglög við ljóð eftir 10
nafngreind skáld (hið yngsta
heitir Davíð Oddsson), þriggja
ljóða bálkinn Of Love and De-
ath (Christina Rosetti), 6 gamla
húsganga með nýjum lögum
fyrir börn og þrjá útsetninga á
íslenzkum þjóðlögum.
íslenzkt vögguljóð á Hörpu
og æskumeistarastykkið Fugl-
inn í fjörunni eru landsmönnum
löngu alkunn, svo og lög eins og
Jeg elsker dig og Of Love and
Death. En mörg minna þekkt
lög eru ekki síðri, eins og t.d.
Dáið er allt án drauma (Lax-
ness) og Steins Steinarr-tón-
setningarnar Það vex eitt blóm
fyrir vestan, Siesta og Hljóð
streymir lindin í haga, sem nú
loks eru öll saman komin á einn
stað. Ætti því að bókin að gefa
jafnari og réttari mynd af
söngvasmíðum Jóns en áður
var mönnum kunn.
Jón Þórarinsson er trúlega
meðal sjálfsgagnrýnustu tón-
skálda landsins, enda naut
hann á yngi-i árum einhverrar
traustustu tilsagnar í tónsmíða-
faginu sem fallið hefur fulltrúa
eldri kynslóðar í skaut. Má þvi
ætla, að hér séu eingöngu fram
reidd verk sem höfundur er
fyllilega sáttur við, og ætti það
mat að nægja söngelskum lönd-
um hans. Ber að fagna framtak-
inu, og eins og ævinlega hefur
Isalagaútgáfan vel að verki
staðið og jafnvel tekið nokkrum
framförum frá því síðast - því
við nánari handfjötlun kemur í
ljós, að heftin opnast nú betur
en áður (þökk sé handlímingar í
stað vélalímingar), og ef grannt
er skoðað, sést að taktstrikin
hafa nú náð viðunandi þykkt,
lesendum til verulegs hægðar-
auka.
Eins og maðurinn sagði:
lengi getur gott batnað.
Ríkarður Ö. Pálsson
MÍKAIL Barisjníkov er ekki sestur
í helgan stein,_ þótt hann sé að verða
fimmtugur. í vikunni frumsýndi
hann nýjan ballett í New York, þar
sem hann lætur sér ekki nægja að
dansa einn, heldur er líkami hans
tengdur ýmsum mælum, m.a. hjarta-
línuriti, og geta áhorfendur þvi gert
sér nokkuð glögga grein íyrir h'ðan
dansarans á sviðinu.
Verkið nefnist „Hjartsláttur: MB“
og er eftir Söru Rudner og
Christopher Janney. „Maður er al-
veg gagnsær," segir Barisjníkov í
samtali við The New
York Post fyrir
skemmstu. Hann er í
raun meðhöfundur
dansins, þar sem hann
fylgir hjartslættinum
og er breytilegur eftir
líðan dansarans. „Við
sjáum hann hugsa og
hann heyrir sjálfan sig
dansa,“ segir Janney.
Barisjníkov segist
hafa gert sér grein
fyrlr því hve ber-
skjaldaður hann væri
á sviði er náinn vinur
hans lést. Er hann hafi
stigið á svið skömmu
síðar hafi hjartað
barist í brjósti hans,
þrátt fyrir að hann
hafi ekki talið sig vera
óstyrkan fyrir sýning-
una. Hjartað sé ná-
gengt huganum og um
það fjalli dans Rudn-
ers og Janners um,
svo og gamlar og nýj-
ar hugmyndir um
hjartað, allt frá æva-
gömlum ljóðum til nú-
tímavísinda.
Barisjmkov segist
hafa saknað þess að koma fram og
þá ekki síður klukkustundanna áður
en hann hafi stigið á svið. Því hafi
hann gripið tækifærið þegar einn
dansaranna úr dansflokki hans
„White Oak“ (Hvítu eikinni) hafi
slasast.
Auk „Hjartsláttarins" mun
Barisjníkov dansa í „Chaconne" eftir
Losé Limón frá 1942, í þremur rúss-
neskum prelúdíum eftir Mark Morr-
is, sem samdar eru við tónlist Dmitr-
is Sjostakovitsjs, sem Barisjníkov
hefur mikið dálæti á.
Safn í
mál við
velgjörð-
armenn
New York. The Daily Telegraph.
SAMTÍMALISTASAFNIÐ í
Chicago hefur gripið til þess
óvenjulcga ráðs að fara í mál við
eina helstu styrktaraðila safnsins
fyrir að svíkja loforð um fjár-
framlag. Sfjórnendur safnsins
fullyrða að Paul og Camiile OIi-
ver-Hoffmann hafi ekki staðið
við loforð sitt um 5 milljóna dala
framlag til endurbyggingar
safnsins sem sé orðin brýn.
Hjónin hafa setið í safnstjórninni
frá 1981. Þau hafa gefið safninu
allmörg verk og styrkt það um
tugi þúsunda dala. Svo virðist
hins vegar sem þau hafi lent upp
á kant við forstjóra safnsins sem
þau telja hafa eytt um efni fram.
Sagði Paul Oliver-Hoffmann sig
úr stjórninni fyrir sex árum.
Hjónin hafa neitað að tjá sig
um málið að öðru leyti en því að
þau segjast ekki hafa talið loforð
um Ijárframlagið bindandi. Safn-
stjórnin hefur sagt vera „hik-
andi“ við að grípa til svo harka-
legra aðgerða gegn velgjörðar-
mönnum sínum en hún sé nú
knúin til þess vegna þess hve
endurbæturnar séu brýnar.
Ákvörðun hennar hefur hins veg-
ar víða verið gagnrýnd þar sem
önnur söfn og félög óttast að
málaferlin kunni að fæla vel-
gjörðarmenn þeirra frá.
Nýjar bækur
• ÚR landnorðri. Samar og ystu
rætur íslenskrar menningar er
eftir Hermann Pálsson og er 54.
bindi í ritröð
Bókmennta-
fræðistofnun-
ar Studia Is-
landica. Rit-
stjóri er Vé-
steinn Ólason,
prófessor í ís-
lensku við Há-
skóla Islands.
Pálsson lenskrar
menningar
liggja víða, og ein teygir sig í
landnorður til þjóðar sem byggir
innlönd og annes Skandinavíu,
þau sem vita mót Dumbshafi. Úr
landnorðri gerir grein fyrir fom-
um hugmyndum Islendinga um
Sama, sem þeir kölluðu Finna.
Þær bárust einkum með land-
námsfólki frá norðlægum byggð-
um Noregs. Þar vom Norðmenn
í nábýli við Sama og höfðu löng-
um blandað við þá blóði. I hugar-
heimi íslendinga var Sömum
einatt ruglað saman við tröll og
fordæður, enda ekki laust við að
öfundar gætti í þeirra garð vegna
bragðvísi í glímu við náttúrulög-
málin. Hér er fróðleikur fyrir alla
sem vilja kynnast merkilegum og
skringilegum dæmum um fjöl-
kynngi og fomeskju sem letrað
voru á íslenskar miðaldaskræður.
Hennann Pálsson er prófessor
emeritus við Edinborgarháskóla,
heiðursdoktor frá Háskóla Is-
lands og víðkunnui- íyrir rann-
sóknir sínar, þýðingar og önnur
ritstörf.
Utgefandi er Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Islands. Úr land-
norðri. Samar og ystu rætur ís-
lenskrar menningar er 199 bls. -
með ágripi á ensku. Verð er 2.100
kr. Dreifíngu annast Háskólaút-
gáfan
• STÚLKUR í innheimum. Um
sagnaskáldskap Vigdísar Gríms-
dóttur er eftir Kristínu Viðars-
dóttm-. Þetta er 1. bindið í nýrri
ritröð Bók-
menntafræði-
stofnunar sem
hlotið hefur
nafnið Ung
fræði, en þar
verða birtar
‘framúrskar-
andi námsrit-
gerðir í bók-
Vigdís menntum við
Grímsdóttir Háskóla ís-
lands.“
Stúlkur í innheimum er ítarleg
rannsókn á verkum Vigdísar
Grímsdóttm-. I bókinni fjallar
Kristín Viðarsdóttir bókmennta-
fræðingur um skáldsögur Vigdís-
ar með áherslu á þá spennu sem
myndast milli einangrunar per-
sónanna í lokuðum einkaheimi og
þrár þeirra eftir samruna og
samfélagi hins vegar. Sýnir
Kristín hvemig þessi spenna
kemur fram í myndmáli sagn-
anna og kallast á við umræðuna
um listsköpun sem fmna má í
verkum Vigdísar Grímsdóttur.
Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Islands gefur út bók-
ina Stúlkur í innheim-
um. Um sagnaskáldskap Vigdís-
ar Grímsdóttur. Bókin er 133 bls.
Verð erkr. 1.790.
Dreifíngu annast Háskólaút-
gáfan og Bókmenntafræðistofn-
un Háskóla íslands.
• í LANDI þrífætlunnar er
ljóðabók eftir Kjartan Jóns-
son.Þetta er fyrsta bók Kjartans
Jónssonar, en ljóðin eru ort á
fimmtán ára tímabili. Aftast eru
Ijóð eftir Óskar Kjartansson, 8
ára, og Sögu Kjartansdóttur, 11
ára. Bókin er tileinkuð nokkrum
vinum höfundar sem finnst hann
ekki tjá sig nógu mikið. Mynd-
skreytingar í lit eru eftir Krist-
björgu Olsen.
Útgefandi er höfundur. Elías
Ivarsson braut um. Borgarprent
prentaði. I landi þrífætiunnar er
32 síður.