Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þórarinn Tyrfíngsson, yfírlæknir á Vogi
Fleiri fíkniefni
og nýjar aðferð-
ir við neyslu
„OKKUR finnst að frá 1995 hafi
ástandið versnað að mun. Miklu
meira er af ólöglegum vímuefnum í
umferð, fleiri eru að nota alls konar
efni og neysluaðferðimar eru orðn-
ar fjölbreyttari. Þess vegna er orðið
erfiðara að eiga við þetta en var fyr-
ir þremur til fjórum árum,“ segir
Þórarinn Tyrfmgsson, yfirlæknir á
Vogi, sjúkrahúsi SAA, í samtali við
Morgunblaðið.
Þórarinn segir bæði tímafrekt og
fokdýrt að rannsaka nákvæmlega
hvað menn hafí látið ofan í sig og
því verði læknar iðulega að byggja
á reynslu sinni við meðferðarúr-
ræði í hverju tilviki. „Það er mjög
algengt að hingað komi fólk sem
hefur tekið of stóra skammta af eit-
urlyfjum eða öðrum lyfjum og þá er
það ýmist til meðferðar hjá okkur
eða sent á hina spítalana ef ástand
þess er mjög alvarlegt," segir Þór-
arinn ennfremur.
Þórarinn segir einnig farið með
fólk beint á slysadeild eða bráða-
móttöku ef það hefur t.d. misst
meðvitund eða vitneskja er fyrir
hendi um að fólk hafi neytt eitur-
efna. „En við fáum oft fólk hingað
ölvað eða í fráhvörfum og það getur
tekið tíma að fá upp sögu um hvers
það hefur neytt og kannski er eng-
inn til frásagnar um hvað fólk er bú-
ið að láta ofan í sig eða hvað á und-
an er gengið.
Vogur hefur ekki
undan
Þegar menn eru komnir í vímu og
vantar efnin er fífldirfskan gríðar-
leg, menn vita ekki hvað þeir eru að
taka inn, þeir hreinsa ekki efnin og
fólk hagar sér yfirleitt þannig að
það er í stórkostlegri hættu.“
Þórarinn segir þessi tilfelli skapa
mikinn skyndivanda hjá Vogi, fólk
sem sé illa á sig komið og í afeitrun-
um þurfi mikla umönnun og Vogur
hafi ekki undan. Sjúklingar sem
þurfi nauðsynlega að sinna séu á
biðlistum en göngudeildir og vaktir
stóru spítalanna leggi mikla vinnu
fram í þágu þeirra. Þá bendir Þór-
arinn á vegna þeirrar þróunar sem
verið hefur á sjúkrahúsunum und-
anfarin ár, að þar liggi helst aðeins
þeir sem séu bráðveikir, séu áfeng-
issjúklingar sífellt stærra hlutfall í
sjúklingahópnum þeirra.
Jón Baldursson, yfirlæknir slysa-
deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur,
segir að alloft sé komið með fólk á
deildina í annarlegu ástandi og oft
sé erfitt að fá upplýsingar um hvað
gerst hafi.
„Stundum er annarlegt ástand
fólks þannig að erfitt er að komast
að því hvað gerst hefur og enginn
er til frásagnar um neyslu," segir
Jón og segir jafnframt að erfitt sé
fyrir lækna að staðfesta grun sinn.
„Langalgengast er að fólk sé undir
áhrifum áfengis, sem er alvarleg-
asti fíkniefnavandinn en jafnframt
sá sem við afneitum ákveðnast, en
það er alltaf eitthvað um að fólk
komi hingað eftir að hafa tekið of
stóra skammta af einhverjum efn-
um.“
Jón segir að stundum geti fylgd-
armenn staðfest grun lækna um of-
neyslu eiturlyfja og stundum vakni
grunur um það út frá ástandi sjúk-
lings. Segir hann sumt fólkið þurfa
mjög mikla meðferð, stundum sé
fólk lagt á gjörgæslu og stundum á
aðrar deildir.
Umsýsla atvinnuleysisbóta á
höfuðborgarsvæðinu
Nokkur stéttar-
félög óánægð
NOKKUR stéttarfélög hafa mót-
mælt því að félagsmenn innan
þeirra vébanda á höfuðborgarsvæð-
inu þurfi að sækja þjónustu vegna
atvinnuleysisbóta til Dagsbrúnar-
Framsóknar annars vegar og VR
hins vegar, en frá og með síðustu
áramótum sjá þessi félög um um-
sýslu atvinnuleysisbóta lyrir úthlut-
unarnefndir bótanna í Reykjavík.
Hafa Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins borist athuga-
semdir vegna þessa fyrirkomulags
frá BSRB, Farmanna- og fiski-
mannasambandinu, Kennarasam-
bandinu og Sambandi bankamanna.
Að sögn Gissurar Péturssonar,
forstjóra Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins, hefur út-
hlutunarnefndum atvinnuleysis-
bóta, sem voru um þrjátíu talsins á
landinu, verið fækkað í níu og er
hverri nefnd það í sjálfsvald sett
hverja hún fær til að annast um-
sýslu atvinnuleysisbóta, útreikning
og greiðslu.
Ein nefnd starfar í hverjum
landshluta nema í Reykjavík, þar
sem tvær nefndir starfa, og ákvarð-
aði stjórn Atvinnuleysistrygginga-
ejóðs hvaða stéttarfélög myndu til-
heyra hvorri nefnd. í hverri nefnd
eru fulltrúar sem tilnefndir eru uf
stjórn Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, ASÍ, BSRB, VSÍ og Vinnu-
málasambandinu, og tóku nefndirn-
ar í Reykjavík þá ákvörðun að um-
sýsla fyrir þær yrði annars vegar
hjá Dagsbrún-Framsókn og hins
vegar hjá VR. Utan Reykjavíkur
verður umsýslan hins vegar á skrif-
stofum vinnumiðlunarskrifstofanna
á hverju svæði, en þær er nú verið
að opna hverja af annarri að sögn
Gissurar.
Mótmælum vfsað til
efndanna
Hann sagði að rök þeirra sem
mótmælt hefðu fyrirkomulaginu i
Reykjavík hefðu íyrst og fremst
verið þau að félögin vildu ekki að
félagsmenn þeirra þyrftu að sækja
þjónustuna til VR og Dagsbrúnar-
Framsóknar. BSRB vildi viðhalda
því fyrirkomulagi sem áður var
þegar Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur annaðist umsýsluna, en Far-
manna- og fiskimannasambandið
vildi annast umsýsluna sjálft fyrir
félagsmenn sína.
Akvörðun um núverandi fyrir-
komulag á höfuðborgarsvæðinu
lægi hins vegar lijá úthlutunar-
nefndunum tveimur, sem skipaðar
eru aðilum vinnumarkaðarins, og
hefði þeim mótmælum sem borist
hafa verið vísað til þeirra af stjórn
Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem
tekið hefði málið fyrir. Nefndirnar
hefðu hins vegar ekki séð ástæðu til
að breyta fyrirkomulaginu.
Morgunblaðið/Kristinn
HJÖRNÝ Snorradóttir og Rektor og Guðný Tómasdóttir og Duginn.
Góð hreyfing, útivera
og yngingarmeðal
PÁLL Brieni kom fyrst á hestbak hálfs
mánaðar gamall norður í Skagafirði og
er enn að.
HESTAMENNSKA er vinsæl
dægradvöl hjá ungum jafnt
sem öldnum, í borg jafnt sem
sveit. Og ekki hefur verið
hægt að kvarta undan út-
reiðarveðrinu það sem af er
vetri. Á hestamönnum sem
blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins hittu fyrir á
svæði Fáks í Víðidal í gær
var raunar að heyra að út-
reiðar færu mun rólegar af
stað nú en oft áður, þar sem
margir hefðu tekið hesta
sína seinna á hús en venju-
lega sökum óvenjugóðs tíð-
arfars að undanförnu.
Mikil útivera og hreyfing
Vinkonurnar Guðný Tómasdótt-
ir og Hjörný Snorradóttir ríða út
á hveijum einasta degi. Guðný
hefur raunar atvinnu af því að
hluta til, þar sem hún starfar við
tamningar hálfan daginn, en
annars er hún að læra að fljúga.
Hjörný vinnur á kvöldin, þannig
að hún hefur góðan tíma til út-
reiða á daginn. Og þær njóta
þess svo sannarlega, ekki síst í
vorblíðu eins og var í gær. Að-
spurðar hvort ekki sé bindandi
að þurfa alltaf að fara í hesthús-
in í öllum veðrum, gefa og moka
út, segja þær það lftið mál. „Það
er nóg af fólki sem er til í að
gefa,“ segja þær einum rómi.
„Og svo er þetta bara svo gaman
að það er ekkert vandamál."
Auðunn Kristjánsson tamn-
ingamaður var að teyma þriggja
vetra hryssu, Gná að nafni, inn í
hesthús þegar Morgunblaðsfólk
bar að garði. „Ég er að byrja að
venja hana við reiðtygin," sagði
hann og leysti varlega af henni
gjörðina. Auðunn er með hesthús
á leigu og er með hross frá hin-
um og þessum í tamningu og
þjálfun. Hann segir tamningarn-
ar virkilega skemmtilegt starf og
segist njóta þess að vera nálægt
skepnum. Því fylgi lfka mikil úti-
vera og hreyfing, svo þar fái
hann prýðisgóða Iíkamsrækt -
jafnvel þó að skítnum sé vélmok-
að út úr hesthúsinu. „Þannig er
hægt að njóta hestamennskunnar
á svo breiðum grundvelli,“ segir
hann.
Inni I næsta húsi var röskleg
stúlka vopnuð skóflu að moka út
á meðan hestarnir viðruðu sig úti
ígerði. Eva Karen Þórðardóttir
kvaðst hún heita, og var í heim-
sókn hjá höfðingjanum Páli
Briem, sem er 86 ára gamall,
og kærustunni hans, Róshildi
Sveinsdóttur, en þau ríða út í
hvaða veðri sem er.
Heldur sér ungri á
útreiðum og jóga
Róshildur er jógakennari
og segist halda sér ungri á
útreiðum og jógaiðkun. Að-
spurð hvað þau eigi marga
hesta segir hún leyndar-
dómsfull að hestafólk viti
aldrei almennilega h'vað það
eigi marga hesta. Blaðámað-
ur skilur það betur þegar í ljós
kemur að Páll er ættaður úr
Skagafirðinum. Hann var ekki
nema hálfs mánaðar gamall þeg-
ar hann kom fyrst á hestbak, var
þá reiddur úr sveitinni á Sauðár-
krók. Róshildur segist líka hafa
verið á hestbaki frá því hún man
fyrst eftir sér, berbakt og alla-
vega, eins og hún segir.
Inn af hesthúsinu er kaffistofa
og rjúkandi kaffi og kleinur á
boðstólum. Þar er gestur hjá
Róshildi, Þórhildur Sigurðardótt-
ir, segist ekki vera nein hesta-
kona, hún sé bara f heimsókn.
Hún er reyndar amma Evu
Karenar, sem er frammi að moka
skít. Hún er í 4. bekk í MS, en
bregður sér stundum upp í hest-
hús eftir skóla, hjálpar til og
hoppar á bak. Sjálf á hún hesta f
sinni sveit f Borgarfirðinum, þar
sem hún ríður út á sumrin.
AUÐUNN Kristjánsson og Gná.
ÞÓRHILDUR Sigurðardóttir og Róshildur
Sveinsdóttir ræða málin á kaffistofunni.
EVA Karen Þórðardóttir á fullu í skítmokstri.