Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Sveit Landsbréfa Rey kj avíkurmeistari 1 • X • / • X / •• X þnðja anð 1 roð Morgunblaðið/Amór Ragnai*sson SVEIT Landsbréfa vann Reykjavíkurmótið þriðja árið í röð. Talið frá vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson, Magnús E. Magnússon, Sverrir Armannsson og Björn Eysteinsson. Einn meistaranna, Ragnar Hermannsson, vantar á myndina. Morgunblaðið/Amór REYKJANESMEISTARAR f sveitakeppni 1998. Fremri röð frá vinstri: * Haukur Harðarson, Hulda Hjálmarsdóttir, Björn Arnarson. Aftari röð: Halldór Þórólfsson, Þorsteinn Kristmundsson og Njáll G. Sigurösson. BRIDS Bridshöllin Þönglabakka ÚRSLITALEIKUR UM REYKJAVÍKUR MEISTARATITILINN 24.-25. janúar SVEIT Landsbréfa sigraði sveit Amar Arnþórssonar í hörkuspenn- andi úrslitaleik um helgina. Lokatöl- ur 232-199. Sveit Amar byrjaði betur og vann fyrstu þrjár lotumar en samtals vom spilaðar átta 12 spila lotur. Lokatölur eftir fyrri dag vom 130 gegn 110 Emi og félögum í vil. Landsbréf jöfn- uðu leikinn í fímmtu lotunni á sunnu- dagsmorgun og gerðu síðan út um leikinn í sjöttu lotu en þá skomðu þeir 55 impa gegn 13. I sigursveitinni spOuðu Jón Bald- ursson, Bjöm Eysteinsson, Sverrir Ármannsson, Sævar Þorbjömsson, Magnús E. Magnússon og Ragnar Hermannsson. Þetta er í 12. sinn sem Jón Baldursson vinnur Reykja- víkurmeistaratitilinn. I silfurliðinu spiluðu ásamt Erni þeir Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðal- steinn Jörgensen, Ásmundur Páls- son, Jakob Kristinsson og Sigurður Sverrisson. Lengd leikja í úrslitunum hafa nokkuð verið gagnrýnd og hafði einn af gámngunum það á orði að um næstu helgi yrði spilaðui- 148 spila leikur um 3. sætið! Sveit Þorsteins Kristmundsson- ar Reykjanesmeistari Sveit Þorsteins Kristmundssonar varð nokkuð óvænt Reykjanesmeist- ari um helgina. Sveitin var vel að sigrinum komin, byrjaði mótið mjög vel og hélt dampi þar til í síðustu umferðinni að sveitin tapaði fyrir gestasveit af Suðurlandi með 6-24. Það breytti hins vegar ekki niður- stöðunni því forysta þeirra var það mikil fyrir lokaumferðina. I sigursveitinni spiluðu ásamt Þor- steini sveitakóngi þeir Njáll G. Sig- urðsson, Hulda Hjálmarsdóttir, Halldór Þórólfsson, Haukur Harðar- son og Bjöm Arnarson. Keppnin var jafnframt und- ankeppni um 4. sæti í íslandsmóti og var þar hart bamt en lokastaðan varð þessi: Þorsteinn Kristmundsson 191 Frændumir (gestasveit) 187 Þróun 177 Dröfn Guðmundsdóttir 177 Garðar Garðarsson 177 Suðvestan sex 172 Armann J. Lárasson 167 Ólíkt því sem var uppi í Reykjavík- urmótinu kom engin kæra til dóm- nefndar. Keppnisstjóri var Trausti Harðarson. Arnór Ragnarsson BRIDS Umsjón Guðmundur l'áll Arnarsnn SUÐUR verður sagnhafi í sex hjörtum án þess að andstæðingarnir blandi sér nokkuð í sagnir: Norður • 10 VÁK105 ♦ ÁK865 *KD4 Suður • ÁK54 VD876 • DG2 • 102 Vestur tekur á laufásinn í upphafi og spilar meira laufi. Slemman er upplögð ef trompið liggur 3-2, en þegar sagnhafi tekur á hjartaás birtist nían úr vestrinu. Hvernig myndi lesandinn fara í trompið? Hér skiptir auðvitað máli hver situr í sæti vesturs. Látum nægja að segja að hann sé nógu góður til að vera boðið á Cap Gemini- mótið í Hollandi, en þaðan er spilið komið. Sex hjörtu vom spiluð á sjö borðum af átta, en aðeins tveir sagn- hafar fóra rétt í trompið - tóku næst á kónginn: Norður • 10 VÁK105 ♦ ÁK865 *KD4 Vestur Austur •8762 • DG93 ¥9 ¥G432 ♦ 974 ♦ 103 •ÁG873 ♦965 Suður • ÁK54 ¥D876 • DG2 • 102 Hinir fimm reiknuðu all- ir með að nía vesturs væri blekkispil frá G9xx og spil- uðu næst trompi á drottn- inguna! Hingað til hefur verið álitið að aðeins söguper- sóna Mollos, skipakóngur- inn Þemistókles Papa- dópólus, hafí getað blekkt með einspil, en nú er ljóst að hann aðeins einn af mörgum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Verðbólgu- tap ÉG heyrði í fréttum ríkis- útvarpsins fimmtudaginn 22. janúar að meira en þriggja milljarða króna eign eignarhaldsfélags Branabótafélagsins eigi að skipta milli fyrrver- andi tryggingataka hjá félaginu samkvæmt frumvarpi sem á að end- urflytja á Alþingi. Það var fjöldi manns á mínum aldri sem tapaði líftrygg- ingu sinni á dýrtíðarár- unum miklu. Keypti ég mér líftryggingu hjá tryggingafélagi 1938-39 sem var nokkuð dýr á þeim ámm, borgaði 1-2 mánaða laun á ári fyrir hana, en hún brann upp á verðbólguárunum. Dag einn fékk ég miða frá tryggingafélaginu þar sem á stóð að ekki væri tekið við fleiri greiðslum, tryggingunni hefði verið hætt, peningarnir brann- ir upp í verðbólgunni. Það era margir ellilífeyr- isþegar sem hefðu þörf fyrir þessa peninga og væri hægt að líta til þess hóps sem missti líftrygg- ingu sína á verðbólguár- unum, þegar þessum peningum verður úthlut- að. Jón Þórarinsson. Tapað/fundið Gullhringur týnd- ist við Suðurhóla GULLHRINGUR með svörtum ílöngum steini týndist sl. föstudag við Suðurhóla, við verslan- irnar. Skilvís finnandi hafi samband í vs. 568 1150, hs. 557 2039. Gleraugu týndust við Baldursgötu GLERAUGU, tvískipt, týndust á þriðjudag í sl. viku við Baldursgötu. Ef einhver hefur séð gler- augun er hann beðinn að hafa samband í síma 551 8289. Gleraugu týndust GLERAUGU, karl- manns, með lituðu gleri, týndust um áramótin. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 553 6457. Fundarlaun. Dýrahald Hvít og svört kisa í óskilum HVIT og svört kisa er í óskilum í Hæðarbyggð í Garðabæ. Kisan er ómerkt. Þeir sem kannast við kisuna hafi samband í síma 565 7241. Kettlingar í heimilisleit TVÆR mjög fallegar, þrílitar, 8 vikna læður, fást gefins á gott heimili. Mamma þeirra, tveggja ára læða, leitar líka eftir nýju heimili vegna of- næmis á heimilinu. Upp- lýsingar í síma 553 8576 eftir kl. 14. SKAK l insjon Margeír Pétursson STAÐAN kom upp í 7. um- ferð á opna Rilton-mótinu í Stokkhólmi um áramótin. Svlinn Lars Degerman (2.485) var með hvítt og átti leik, en Ivan Sokolov (2.635) frá Bosm'u hafði svart. 28. Dxh5! (Auðvitað ekki 28. Hxh5 - Bxc5 og svartur vinnur) 28. - Bxh4 29. Dxh4 - Db5 (Svartur á ótrúlega erfitt með að verja svörtu reitina á kóngsvængnum. 29. - Hd5 30. Re4 er einnig hagstætt hvíti) 30. Bg5! (Svartur á nú ekki viðunandi vöm við hótuninni 31. Bf6) 30. - f6 31. exf6 - Bg6 32. fxg7 - He8 33. Dh8+ og svartur gafst upp. Ivan Sokolov, sem var næststigahæsti keppandinn á mótinu, náði sér ekki á strik eftir þetta og komst ekki í verðlaunasæti. Hann end- aði í 13.-21. sæti ásamt þeim stigahæsta, Ungverj- anum Chemin. HVÍTUR leikur og vinnur MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj (ffimbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Arnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavfli. Víkverji skrifar... SAMKEPPNI Flugfélags ís- lands og íslandsflugs um innan- landsflug hefur leitt til verðlækk- unar, sem komið hefur þeim, sem ferðast innanlands, til góða. Lægra verð hefur leitt til þess, að farþeg- um hefur fjölgað, þótt það hafí ekki dugað til að tryggja áfram svo lágt verð, sem verið hefur undanfarna mánuði. Landsmenn fagna yfirleitt auk- inni samkeppni í flugi, enda erfitt að búa við einokun eins fyrirtækis á þessu sviði, sem öðram. Þess vegna hefur framtald íslandsflugs verið fagnað mjög og þeir era áreiðanlega margir, sem ferðast með Islands- flugi m.a. og ekki sízt til þess að tryggja þessa samkeppni. Fram hjá því er hins vegar ekki hægt að líta, að á flugleiðum eins og milli Akureyrar og Reykjavíkur, svo að dæmi sé nefnt, er ekki óeðli- legt að fargjald með Flugfélagi ís- lands sé nokkru hæira en með Is- landsflugi. Ástæðan er einfaldlega sú, að þær flugvélar, sem Flugfé- lag íslands býður að jafnaði upp á, eru mun þægilegri fyrir farþega en flugvélar Islandsflugs. Það er ekki verið að kaupa sömu þægindi, þeg- ar flogið er með íslandsflugi eins og með Flugfélagi Islands. Það eru því efnisleg rök fyrir því, að far- gjöld þess síðarnefnda séu nokkru hærri en keppinautarins. XXX AÐ ER merkilegt að fylgjast með því, hvað sumir frambjóð- endur í prófkjöri R-listans eru mikið í fréttum um þessar mundir. Fyrir skömmu var drjúgum hluta Dagsljóss ráðstafað til þess að auka veg eins frambjóðanda vegna þess að hann hefði á yngri árum verið á ferð í Nauthólsvík og nú yrði innan tíðar m.a. fyrir hans til- verknað hægt að synda á ný í Nauthólsvík! (Geta forráðamenn Dagsljóss verið þekktir fyrir að láta nota sig svona?) Fyrir helgina var annar frambjóðandi að afhenda styrk til háskólans frá Félagsstofn- un stúdenta til stuðnings fötluðum nemendum skólans. Málefnið er gott en tímasetningin varla tilvilj- un. Fleiri dæmi mætti tína til af þessu tagi. Það er satt að segja svo ógeð- fellt að fylgjast með pólitík sem þessari, að' þeir hljóta að vera margir, sem ákveða að kjósa ekki þá frambjóðendur, sem nota sér stofnanir, sem hafa ekkert með prófkjör R-listans að gera, sjálfum sér til framdráttar. XXX UM FÁTT hefur verið meira rætt iyrir og um helgina en vinfengi Clintons Bandai-íkjafor- seta við unga stúlku, sem um skeið starfaði í Hvíta húsinu. I því sam- bandi hafa tengsl forsetans við aðr- ar konur einnig verið til umfjöllun- ar. Allt það, sem fram hefur komið til þessa, er þó hreinn bamaleikur miðað við þær upplýsingar, sem smátt og smátt hafa verið að koma fram á síðustu áram og m.a. nú fyr- ir nokkrum mánuðum í nýrri bók um sambönd Kennedys forseta við konur á ýmsum stigum forsetafer- ils hans. Á tíma Kennedys var það hins vegar þegjandi samkomulag meðal fjölmiðlamanna að fjalla ekki um slík mál. Nú eru breyttir tímar eins og Clinton hefur fundið rækilega fyrir að undanfömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.