Morgunblaðið - 27.01.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Sveit Landsbréfa
Rey kj avíkurmeistari
1 • X • / • X / •• X
þnðja anð 1 roð
Morgunblaðið/Amór Ragnai*sson
SVEIT Landsbréfa vann Reykjavíkurmótið þriðja árið í röð. Talið frá
vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson, Magnús E. Magnússon,
Sverrir Armannsson og Björn Eysteinsson. Einn meistaranna, Ragnar
Hermannsson, vantar á myndina.
Morgunblaðið/Amór
REYKJANESMEISTARAR f sveitakeppni 1998. Fremri röð frá vinstri:
* Haukur Harðarson, Hulda Hjálmarsdóttir, Björn Arnarson. Aftari röð:
Halldór Þórólfsson, Þorsteinn Kristmundsson og Njáll G. Sigurösson.
BRIDS
Bridshöllin
Þönglabakka
ÚRSLITALEIKUR UM
REYKJAVÍKUR
MEISTARATITILINN
24.-25. janúar
SVEIT Landsbréfa sigraði sveit
Amar Arnþórssonar í hörkuspenn-
andi úrslitaleik um helgina. Lokatöl-
ur 232-199.
Sveit Amar byrjaði betur og vann
fyrstu þrjár lotumar en samtals vom
spilaðar átta 12 spila lotur. Lokatölur
eftir fyrri dag vom 130 gegn 110
Emi og félögum í vil. Landsbréf jöfn-
uðu leikinn í fímmtu lotunni á sunnu-
dagsmorgun og gerðu síðan út um
leikinn í sjöttu lotu en þá skomðu
þeir 55 impa gegn 13.
I sigursveitinni spOuðu Jón Bald-
ursson, Bjöm Eysteinsson, Sverrir
Ármannsson, Sævar Þorbjömsson,
Magnús E. Magnússon og Ragnar
Hermannsson. Þetta er í 12. sinn
sem Jón Baldursson vinnur Reykja-
víkurmeistaratitilinn.
I silfurliðinu spiluðu ásamt Erni
þeir Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðal-
steinn Jörgensen, Ásmundur Páls-
son, Jakob Kristinsson og Sigurður
Sverrisson.
Lengd leikja í úrslitunum hafa
nokkuð verið gagnrýnd og hafði einn
af gámngunum það á orði að um
næstu helgi yrði spilaðui- 148 spila
leikur um 3. sætið!
Sveit Þorsteins Kristmundsson-
ar Reykjanesmeistari
Sveit Þorsteins Kristmundssonar
varð nokkuð óvænt Reykjanesmeist-
ari um helgina. Sveitin var vel að
sigrinum komin, byrjaði mótið mjög
vel og hélt dampi þar til í síðustu
umferðinni að sveitin tapaði fyrir
gestasveit af Suðurlandi með 6-24.
Það breytti hins vegar ekki niður-
stöðunni því forysta þeirra var það
mikil fyrir lokaumferðina.
I sigursveitinni spiluðu ásamt Þor-
steini sveitakóngi þeir Njáll G. Sig-
urðsson, Hulda Hjálmarsdóttir,
Halldór Þórólfsson, Haukur Harðar-
son og Bjöm Arnarson.
Keppnin var jafnframt und-
ankeppni um 4. sæti í íslandsmóti og
var þar hart bamt en lokastaðan
varð þessi:
Þorsteinn Kristmundsson 191
Frændumir (gestasveit) 187
Þróun 177
Dröfn Guðmundsdóttir 177
Garðar Garðarsson 177
Suðvestan sex 172
Armann J. Lárasson 167
Ólíkt því sem var uppi í Reykjavík-
urmótinu kom engin kæra til dóm-
nefndar. Keppnisstjóri var Trausti
Harðarson.
Arnór Ragnarsson
BRIDS
Umsjón Guðmundur
l'áll Arnarsnn
SUÐUR verður sagnhafi í
sex hjörtum án þess að
andstæðingarnir blandi sér
nokkuð í sagnir:
Norður
• 10
VÁK105
♦ ÁK865
*KD4
Suður
• ÁK54
VD876
• DG2
• 102
Vestur tekur á laufásinn í
upphafi og spilar meira
laufi. Slemman er upplögð
ef trompið liggur 3-2, en
þegar sagnhafi tekur á
hjartaás birtist nían úr
vestrinu. Hvernig myndi
lesandinn fara í trompið?
Hér skiptir auðvitað máli
hver situr í sæti vesturs.
Látum nægja að segja að
hann sé nógu góður til að
vera boðið á Cap Gemini-
mótið í Hollandi, en þaðan
er spilið komið. Sex hjörtu
vom spiluð á sjö borðum af
átta, en aðeins tveir sagn-
hafar fóra rétt í trompið -
tóku næst á kónginn:
Norður
• 10
VÁK105
♦ ÁK865
*KD4
Vestur Austur
•8762 • DG93
¥9 ¥G432
♦ 974 ♦ 103
•ÁG873 ♦965
Suður
• ÁK54
¥D876
• DG2
• 102
Hinir fimm reiknuðu all-
ir með að nía vesturs væri
blekkispil frá G9xx og spil-
uðu næst trompi á drottn-
inguna!
Hingað til hefur verið
álitið að aðeins söguper-
sóna Mollos, skipakóngur-
inn Þemistókles Papa-
dópólus, hafí getað blekkt
með einspil, en nú er ljóst
að hann aðeins einn af
mörgum.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Verðbólgu-
tap
ÉG heyrði í fréttum ríkis-
útvarpsins fimmtudaginn
22. janúar að meira en
þriggja milljarða króna
eign eignarhaldsfélags
Branabótafélagsins eigi
að skipta milli fyrrver-
andi tryggingataka hjá
félaginu samkvæmt
frumvarpi sem á að end-
urflytja á Alþingi. Það
var fjöldi manns á mínum
aldri sem tapaði líftrygg-
ingu sinni á dýrtíðarár-
unum miklu. Keypti ég
mér líftryggingu hjá
tryggingafélagi 1938-39
sem var nokkuð dýr á
þeim ámm, borgaði 1-2
mánaða laun á ári fyrir
hana, en hún brann upp á
verðbólguárunum. Dag
einn fékk ég miða frá
tryggingafélaginu þar
sem á stóð að ekki væri
tekið við fleiri greiðslum,
tryggingunni hefði verið
hætt, peningarnir brann-
ir upp í verðbólgunni.
Það era margir ellilífeyr-
isþegar sem hefðu þörf
fyrir þessa peninga og
væri hægt að líta til þess
hóps sem missti líftrygg-
ingu sína á verðbólguár-
unum, þegar þessum
peningum verður úthlut-
að.
Jón Þórarinsson.
Tapað/fundið
Gullhringur týnd-
ist við Suðurhóla
GULLHRINGUR með
svörtum ílöngum steini
týndist sl. föstudag við
Suðurhóla, við verslan-
irnar.
Skilvís finnandi hafi
samband í vs. 568 1150,
hs. 557 2039.
Gleraugu týndust
við Baldursgötu
GLERAUGU, tvískipt,
týndust á þriðjudag í sl.
viku við Baldursgötu. Ef
einhver hefur séð gler-
augun er hann beðinn að
hafa samband í síma 551
8289.
Gleraugu
týndust
GLERAUGU, karl-
manns, með lituðu gleri,
týndust um áramótin.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553 6457.
Fundarlaun.
Dýrahald
Hvít og svört
kisa í óskilum
HVIT og svört kisa er í
óskilum í Hæðarbyggð í
Garðabæ. Kisan er
ómerkt.
Þeir sem kannast við
kisuna hafi samband í
síma 565 7241.
Kettlingar í
heimilisleit
TVÆR mjög fallegar,
þrílitar, 8 vikna læður,
fást gefins á gott heimili.
Mamma þeirra, tveggja
ára læða, leitar líka eftir
nýju heimili vegna of-
næmis á heimilinu. Upp-
lýsingar í síma 553 8576
eftir kl. 14.
SKAK
l insjon Margeír
Pétursson
STAÐAN kom upp í 7. um-
ferð á opna Rilton-mótinu í
Stokkhólmi um áramótin.
Svlinn Lars Degerman
(2.485) var með hvítt og átti
leik, en Ivan Sokolov
(2.635) frá Bosm'u hafði
svart.
28. Dxh5! (Auðvitað ekki
28. Hxh5 - Bxc5 og svartur
vinnur) 28. - Bxh4 29.
Dxh4 - Db5 (Svartur
á ótrúlega erfitt með
að verja svörtu reitina
á kóngsvængnum. 29.
- Hd5 30. Re4 er
einnig hagstætt hvíti)
30. Bg5! (Svartur á nú
ekki viðunandi vöm
við hótuninni 31. Bf6)
30. - f6 31. exf6 -
Bg6 32. fxg7 - He8
33. Dh8+ og svartur
gafst upp.
Ivan Sokolov, sem
var næststigahæsti
keppandinn á mótinu,
náði sér ekki á strik
eftir þetta og komst ekki í
verðlaunasæti. Hann end-
aði í 13.-21. sæti ásamt
þeim stigahæsta, Ungverj-
anum Chemin.
HVÍTUR leikur og vinnur
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritstj
(ffimbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Arnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavfli.
Víkverji skrifar...
SAMKEPPNI Flugfélags ís-
lands og íslandsflugs um innan-
landsflug hefur leitt til verðlækk-
unar, sem komið hefur þeim, sem
ferðast innanlands, til góða. Lægra
verð hefur leitt til þess, að farþeg-
um hefur fjölgað, þótt það hafí ekki
dugað til að tryggja áfram svo lágt
verð, sem verið hefur undanfarna
mánuði.
Landsmenn fagna yfirleitt auk-
inni samkeppni í flugi, enda erfitt að
búa við einokun eins fyrirtækis á
þessu sviði, sem öðram. Þess vegna
hefur framtald íslandsflugs verið
fagnað mjög og þeir era áreiðanlega
margir, sem ferðast með Islands-
flugi m.a. og ekki sízt til þess að
tryggja þessa samkeppni.
Fram hjá því er hins vegar ekki
hægt að líta, að á flugleiðum eins
og milli Akureyrar og Reykjavíkur,
svo að dæmi sé nefnt, er ekki óeðli-
legt að fargjald með Flugfélagi ís-
lands sé nokkru hæira en með Is-
landsflugi. Ástæðan er einfaldlega
sú, að þær flugvélar, sem Flugfé-
lag íslands býður að jafnaði upp á,
eru mun þægilegri fyrir farþega en
flugvélar Islandsflugs. Það er ekki
verið að kaupa sömu þægindi, þeg-
ar flogið er með íslandsflugi eins
og með Flugfélagi Islands. Það eru
því efnisleg rök fyrir því, að far-
gjöld þess síðarnefnda séu nokkru
hærri en keppinautarins.
XXX
AÐ ER merkilegt að fylgjast
með því, hvað sumir frambjóð-
endur í prófkjöri R-listans eru
mikið í fréttum um þessar mundir.
Fyrir skömmu var drjúgum hluta
Dagsljóss ráðstafað til þess að
auka veg eins frambjóðanda vegna
þess að hann hefði á yngri árum
verið á ferð í Nauthólsvík og nú
yrði innan tíðar m.a. fyrir hans til-
verknað hægt að synda á ný í
Nauthólsvík! (Geta forráðamenn
Dagsljóss verið þekktir fyrir að
láta nota sig svona?) Fyrir helgina
var annar frambjóðandi að afhenda
styrk til háskólans frá Félagsstofn-
un stúdenta til stuðnings fötluðum
nemendum skólans. Málefnið er
gott en tímasetningin varla tilvilj-
un. Fleiri dæmi mætti tína til af
þessu tagi.
Það er satt að segja svo ógeð-
fellt að fylgjast með pólitík sem
þessari, að' þeir hljóta að vera
margir, sem ákveða að kjósa ekki
þá frambjóðendur, sem nota sér
stofnanir, sem hafa ekkert með
prófkjör R-listans að gera, sjálfum
sér til framdráttar.
XXX
UM FÁTT hefur verið meira
rætt iyrir og um helgina en
vinfengi Clintons Bandai-íkjafor-
seta við unga stúlku, sem um skeið
starfaði í Hvíta húsinu. I því sam-
bandi hafa tengsl forsetans við aðr-
ar konur einnig verið til umfjöllun-
ar. Allt það, sem fram hefur komið
til þessa, er þó hreinn bamaleikur
miðað við þær upplýsingar, sem
smátt og smátt hafa verið að koma
fram á síðustu áram og m.a. nú fyr-
ir nokkrum mánuðum í nýrri bók
um sambönd Kennedys forseta við
konur á ýmsum stigum forsetafer-
ils hans.
Á tíma Kennedys var það hins
vegar þegjandi samkomulag meðal
fjölmiðlamanna að fjalla ekki um
slík mál. Nú eru breyttir tímar eins
og Clinton hefur fundið rækilega
fyrir að undanfömu.